Þjóðviljinn - 21.12.1975, Side 12

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1975. Sunnudagur 21. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Þessi mynd er yfir samkomusalinn á skemmtun 12 ára barnanna á fimmtudaginn var i samkomusal Austurbæjarskólans. Aravisur.. — 6. HÞ (Hallfriður Þorkelsdóttir) flutti Aravisur. Frá vinstri: Pabbinn, óskar Borg, Ari Hulda Rut Arsælsdóttir, mamman Ingveldur Ingibergsdóttir, afinn Jóhann Viðar tvarsson, amman er Anna Linda Róbertsson. 5. DV (Dagný Valgeirsdóttir), en bekkirnir eru einkenndir með stöfum kennaranna) sýndi i brúðuleikhúsi skólans, en skólinn hefur sérstakt brúðuleikhús, Grámann eftir Stefán Jónsson. Upphaflega er leikritið Grámann, sem unniö er upp úr þjóðsögu, samið fyrir börn I Austur- bæjarskólanum, en siðan gerði Stefán það fyrir oröastað Jóns E. Guðmundssonar að snúa þessu verki fyrir brúöuleikhús. Sá texti var notaður núna. 5 DV er 11 ára bekkur og gerðu börninbrúðurnar og unnu verkið sjálf undir leiðsögn Jóns og tókst þetta hið besta hjá börnunum. Ég oftast er kallaður Kiddi á Ósi Börnin i 5. ÓH (ólafur Hólm) fluttu kvæðið um Kidda á ósi við mikinn fögnuð. Skjóni og Kiddi á myndinni. Gutti — 5. AS (Asta Sveinbjarnardóttir) flutti Guttakvæöi. í hlutverki Gutta sést Agúst G. Gústavsson og bekkurinn fiytur guttakvæðið til vinstri á myndinni. „Skáld Austurbæjarskólans” Allt efnið sem flutt var á jóla- skemmtunum Austurbæjarskói- ans I ár var eftir Stefán Jónsson rithöfund og kennara. Börnin i Austurbæjarskólanum minntust þess að Stefán heföi orðið sjötug- ur núna um jólin, nánar til tekið á morgun, 22. desember. Ljós- myndari Þjóðviljans fór á vett- vang á fimmtudaginn og tók þá meðfylgjandi myndir af jóla- skemmtun 12ára barnanna. Segir frá jólaskemmtuninni i texta myndanna. Vegna afmælis Stefáns á morg- un skrifaði Einar Bragi skáld, grein um Stefán heitinn og er hún birt hér á siöunum. Stefán Jónsson var fæddur að Háafelli I Hvitársiðu 22. desem- ber 1905. Þegar Austurbæjarskól- inn var nýstofnaður fór Stefán i Kennaraskólann gagngert til þess að verða kennari við Austur- bæjarskólann. Fyrsti skólastjór- inn, Sigurður Thorlacius, bað um það. Hann var viss um að Stefán yrði góður kennari. Arið 1933 kom Stefán að Austurbæjarskóla, beint frá prófborðinu, og síðan starfaði hann við skólann i 33 ár. Hann lést 1966, 12. maí. Við upphaf jólaskem mtunar 12 ára barnanna á fimmtudaginn var Stefán kynntur meö stuttum inngangi og lauk honum á þessa leið: „Núna er Stefán Jónsson viður- kenndur sem einn af bestu rithöf- undum þjóðarinnar. Bækur hans eru þýddar á erlend tungumál og háskólamennirnir skrifa um hann langar ritgerðir, en samt verður hann alltaf fyrst og fremst skáld- ið okkar — skáld Austurbæjar- skólans.” Fáein orö um fordæmi STEFÁNS JÓNSSONAR A morgun eru 70 ár liðin frá fæðingu Stefáns Jónssonar rithöf- undar. Margir eru þeir sem eiga um hann hlýjar minningar sem kenn- ara: krakkaskarinn sem holl at- vik leiddu inn i stofu 17 einhvern tima á aldarþriðjungs ferli hans i Austurbæjarskólanum, þakklátir foreldrar, starfsfélagar og stétt- arbræður aðrir. Alltaf er maður að rekast á einhvern úr þeim stóra hópi, og stafar birtu úr aug- unum, þegar þeir lofa sina giftu að hafa átt samleið með slikum afburða fræðara og öðlings- manni. Sjálfur get ég úr flokki talað vegna telpukorns sem skák- að var inn i yfirfullan bekkinn til hans á fögrum haustdegi fyrir löngu og átti þar annað heimili sitt upp frá þvi barnaskólagöng- una á enda. Já, stór er þessi hópur og litið brot af þeim mikla fjölda, sem á rithöfundinum Stefáni Jónssyni þökk aö gjalda: sögur hans og söngljóð fyrir börn og unglinga eru löngu orðin almenningseign á Islandi, og erlendum lesendum hans fer sifjölgandi. Vegna hylli barnabókanna gleymist stundum, að hann samdi einnig fimm smá- sagnasöfn og tvær miklar skáid- sögur fyrir fullorðna. Osanngjörn gleymska að visu, en býsna al- geng, ef einn þáttur i ævistarfi höfundar er öðrum fyrirferðar- meiri. bótt annars hefði mátt vænta, eftir að jáfn ágætur höfundur og Stefán Jónsson hafði sýnt og sannað, aðgóðar bókmenntir eiga greiðan veg að hug og hjarta ungra lesenda, virðist mér vera leitun á nýrri islenskri bók þessa dagana, sem hægt sé með góðri samvisku að gefa barni. Fjótar af hverjum fimm barna- og ung- lingabókum á jólamarkaðnum eru þýddar, aðeins ein af hverjum tiu er nýsmiði islensks höfundar. Seint mun ég( finna bókum það til foráttu, að þær séu ættaðar úr öðrum löndum. Margar þýddu barnabókanna eru einmitt frá- bærar. En þeim er að vonum öll- um sameiginlegt, að þær eru sprottnar úr veruleika- og hug- myndaheimi utan við reynslusvið islenskra barna. Þegar ofan á innflutt barnaefni útvarps, sjón- varps og kvikmyndahúsa bætist, aö yfirgnæfandi meirihluti barna- og unglingabóka er af erlendum toga spunninn, gefur það auga leið, að uppvaxandi kynslóð fer að verulegu leyti á mis við þá menn- ingarlegu kjölfestu, sem hverju isiensku barni er nauðsyn: þau eru andlega vannærð mitt i vel- feröarsúkkinu. Hvað getur valdiö ördeyðunni i islenskum barnabókmenntum um þessar mundir? Þar eru efalaust mörg samvirk öfl aö verki. Ég nefni fyrst þá ljótu lensku, að full- bækur upp til agna, og hagsýnt nútimafólk hugsar rökrétt, léleg fjárfesting það. Þetta skaðlega viöhorf þjóöar- innar hefur að vonum áhrif á rit- höfunda sem aðra. „Enginn höf- undur, sem nokkurs virti nafn sitt, virtist þora að leggja það i þá hættu að skrifa barnabók,” segir Stefán Jónsson i bréfi, þar sem hann skýrir frá, hvers vegna hann byrjaði að skrifa barna- og EINAR BRAGI orðið fólk á islandi talar ógjarna við börn og unglinga nema til að skamma þau. Það telst til undan- tekninga, ef gestir gefa sig á tal við börnin eða unga fólkiö á heim- ilinu, og foreldrar ætlast til, að krakkkarnir hypji sig út i horn eða fari út, þegar góða gesti ber að garði. Þó vita allir sem vita vilja, að hægt er að tala sér til á- vinnings og óblandinnar gleði við menn frá tveggja ára aldri um flest þau efni sem um er vert aö ræða. Þetta almenna viðhorf til fólks i lágum aldursflokkum setur svip á umræður um bókmenntir eins og annað: barna- og ung- lingabókmenntum er sýnt sama virðingarleysi og ungviðinu sjálfu. Alvöru gagnrýnendur leggja sig sjaldan niður við að rita um bækur sem grunur leikur á, að ritaðar hafi verið með unga lesendur i huga. óhugsanlegt væri, að virtur kennari i bókmenntum við Há- skóla islands kæmi i útvarp- ið með erindi um islenskar barnabókmenntir. Slikt er talið hæfilegt aukaverkefni fyrir presta og sálfræðinga, ef þeir eru komnir algjörlega út úr heimin- um. Það er eitt með ööru, að barna- og unglingabækur verða að vera ódýrar, vegna þess að út- gefendur hafa lært af reynslu, að menn tima ekki að gefa ungum lesendum eins dýrar bækur og fullorðnu fólki, sem hefði þó miklu frekar efni á að afla sér dýrra bóka af eigin rammleik. Krakkar eiga nefnilega til að lesa unglingabækur. Hér gripa fjár- mál einnig inn i eins og viðar: vegna þess að bækur ætlaðar ung- um lesendum verða að vera öðr- um bókum ódýrari samkvæmt hörðum markaðslögmálum full- orðna fólksins, geta höfundar ekki vænst nema lúsarlauna fyrir að skrifa þær. Hvað er þá til ráða? Fyrst af öllu verður þjóðin að vakna til skilnings á nauðsyn þess, að hún vandi eftir föngum bókmenntalegt uppeldi barna sinna. Þótt ég hafi enga reynslu af að skrifa fyrir fólk á bernsku- óg æskuskeiði, get ég vegna langra og náinna bókmenntal. samskipta við það á öðrum vett- vangi leyft mér að fullyröa: það eru helber ósannindi, að ekki sé til neins að bjóða þvi annaö en æsilyf og lapþunnar brandara- súpur. Góðar bókmenntir renna i börn og unglinga eins og lifandi lækjarvatn, séu þær við þeirra hæfi. Þar er af nógu að taka og engin ástæöa til að einskorða sig við svonefndar „barna- og ung- lingabókmenntir”. Ég veit af margfenginni reynslu, að bækur eins og tslandsklukkan, Mýs og menn, Fjallkirkjan eða Litbrigði jarðarinnar falla unglingum vel i geð. Yfirleitt gera ungir lesendur mjög svipaðar kröfur til lestrar- efnis og annað fólk, nema hvað atburðarás þarf helst að vera dá- litið hröð ( sem er allt annað en hver stórviðburðurinn veröi að reka annan með lygilegum hætti), sönn kimni er þeim kærari en þorra fullorðinna (eru ekki orðnir daprir i augum af eftirsókn eftir vindi), og þeir taka ákveðn- ari tilfinningalega afstöðu til manna og málefna (sem vondir höfundar nota sér óspart til að æsa upp tilfinningar þeirra i stað- inn fyrir að næra þær, skilja þá svo eftir með tómleika i sálinni i stað fyllingar). Bókmenntalegir leiðbeinendur, hvort sem þeir sitja á páfastóli, i kennarasæti, á eldhúskolli á Kjalarnesi eða norður á Strönd- um, verða að gera sér ljóst, að á- byrgð þeirra er mikil, þörfin knýjandi og kallar á liðsemd þeirra. Hver sem hverfur út i jólaösina á morgun eða hinn dag- inn getur stigið stórt skref i fram- faraátt strax, þó að hann geri ekki annað en forðætað kaupa i hugsunarleysi erlent reyfararusl i lélegum þýðingum handa barni, sem honum þykir vænt um. En hvað um höfundana? Það er sjálfgert mál, að skorti þá sköp- unargáfuna geta þeir ekki skrifað góð skáldverk fyrir börn og ung- linga fremur en aðra. En þeim sem hæfileikana hafa og eru ein- lægir i list sinni er torvelt að ■ benda á betra og nærtækara for- dæmi en Stefán Jónsson gaf. Hann gekk á hólm við vandann og fékk frækilegan sigur: skrifaði fjölda skáldrita, sem standast strangar kröfur, vann sér stóran hóp lesenda á öllum aldri og helst vel á honum. „Ég ásetti mér að skrifa barna- og unglingabækur þannig, að fullorðnir hefðu einnig ánægju af aö lesa þær”, segir hann i fyrrnefndu bréfi. „Ég hélt, að þannig næðu þær betur tilgangi sinum, ef t.d. foreldrar hvettu börn sin til að lesa þær... Ég hef reynt að skrifa þessar sögur með hliðsjón af þvi, hvernig sæmileg- ar skáldsögur eru geröar... Ég hef gengið á snið við yfirspennta atburði og ólikindi öll. Ég hef reynt að lýsa einkum hversdags- lifi hversdagsmanna i þeirri trú, að þar væri ævintýrið fegurst, ef komið væri auga á það. Ég hef reynt að láta allar persónur njóta sannmælis, umbera og s'kilja og unna hverri lifveru réttar sins...” Þetta viðhorf til verksins sýnist mér hvað mest þörf á að endurvekja, og væri maklega minnst góðs höfundar, ef það mætti takast. ;v'‘ ' Hópur nemenda úr ýmsum 12 ára bekkjum einkum 6. VII, Vilborgar Helgadóttur) flutti leikrit eftir Stefán Jónsson og heitir þaö Gestir. Er það samantekt um jólin, grýiu, skrögg, langlegg og leiöinda- skjóðu — og börnin. Þetta samdi Stefán fyrst fyrir börn Austurbæjarskólans til þess að leika á jóla- skemmtun. Efri myndin sýnir nokkurn hóp flytjenda, en á neöri myndinni er Inga Rún Albertsdóttir i hlutverki Grýlu. Sköpunarsagan. 5 VD (Vilborg Dagbjartsdóttir) flutti Sköpunarsögu. A niyndinni eru frá vinstri: Einar G. Eiriksson, leikur drenginn, Védis Leifsdóttir, leikur mömmuna, Guömundur Helgason, pabbinn, -Dagur Benediktsson I hlutverki guös. Bakatil eru fleiri börn úr bekknum sem fluttu kórlestur. A skemmtun Austurbæjarskólans fyrir 12 ára börnin — en á þeirri skemmtun eru meöfylgjandi myndir teknar — var Anna Aradóttir, ekkja Stefáns Jónssonar, heiöursgestur. Myndin sýnir þegar Björk Hafliðadóttir i 5. VD (Vilborgar Dagbjartsdóttur) afhendir önnu blómvönd frá börnum Austurbæjarskólans. Fremst á myndinni er Jón E. Guömundsson. Aftast stendur Hjalti Jónasson, skólastjóri. Skemmtunin byrjaöi með þvi — eins og venja er — að lúðrasveit barna lék nokkur jólalög.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.