Þjóðviljinn - 21.12.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR Björn Th. Björnsson Björn Th. Björnsson. Haust- skip. Heimildasaga. Teikn- ingar Hilmar B. Helgason. Mál og menning. Reykjavik 1975. Það er augljóst að Haustskip Bjöms Th. Björnssonar er ein þeirra bóka sem fyrst kemur upp i huga manna þegar spurt er að þvi hvað sé að frétta af bókaver- tið. Hér áður hefur allýtarlega verið greint frá efni bókarinnar og tilorðningu, og verður ekki miklu við það bætt: Menn muna að Björn hefur fundið margar áður litt þekktar eða notaðar heimildir um flutninga á saka- mönnum i þrældóm i' Kaup- mannahöfn — meðal annars hefur hann komist að þvi, að nokkur hluti þessa fólks lenti að lokum i útlegð á Finnmörk. Um þessi efni setur Björn svo saman lofi prýdda heimildasögu sina um átjándu öldina. Feimnismál Björn fjallar um timabil i sögu þjóðarinnar sem mönnum er tamt að telja smánarlegt. Enda sér þess merki: hann getur með rétti hent dár að þvi, hve feimnir islendingar hafa verið við mál þeirra mörgu manna sem voru á myrkri öld dæmdir i ævilangan þrældóm og þar með skjótan dauða i flestum tilvikum. Bæði þeir islendingar, sem einhver miðmundi var að og samtima voru þessum mönnum I Höfn, og svo seinni tima menn —sem hafa ekki einu sinni þorað að kannast við þetta fólk i ættfræðum sinum. „Enginn slikur er ættfaðir neins, móðir, sonur né bróðir”. Kannski er það einkenni á þjóð- um og stéttum sem hafa um lang- an aldur átt i vök að verjast, að vanmetakennd þeirra andspænis sterkari öfium leyfi ekki að þær muni ósigra og smán. Að einhver sjálfsvarnarmekanismi vinni að þvi að þoka þeim endurminning- um til hliðar fyrir dæmum um eigin afrek fyrr og siðar. Fyrir fegraðri mynd af — i þessu tilviki — íslendingum sem voru öðrum gáfaðri eða skáldmæltari eða sterkari eða þrautseigari. Kann- ski hefur þjóð ekki öðlast fullt sjálfstæði og sjálfstraust fyrr en hún getur kannast við sin vesæl- ustu skeið. Skoðað þau af miskunnarlausri gagnrýni — m.ö.o. ekki aðeins kastað allri skuld á ytri óvini, hið danska kon- ungsvald, eins og við erum vanir. Heldur gefið upp á bátinn þá goð- sögn að þjóðin hafi verið svosem á einum báti, viðurkennt að þessi þjóð var klofin i stéttir sem áttu i striði um land og fénað og frfð- indi, um vald, rétt og hitaeining- QÖIjtjD O ot? Börn síns tíma Björn Th. heldur einmitt fram slikum skilningi. Hann tilfærir ýmislegrök iþá veru, að islenskir embættismenn hafi verið sýnu harðari i dómum en jafnvel koll- egar þeirra i Danmörku sjálfri og að notkun þeirra á maskinu rétt- visinnar hafi verið stéttastrið gegn þvi fólki sem eignaréttur, landþrengsli og frumstæðir bú- skaparhættir hefðu sett utan- garðs I þjóðfélaginu. Andiíð höf- undar á þessum handlöngurum valdsins er mjög greinileg. Nú gætu menn spurt sem svo: eiga slikir áfellisdómar rétt á sér? Voru þetta ekki barasta börn sinnar tiðar og ber ekki að lýsa þeim sem slikum og láta þar við sitja? Eftir Mannshrúgald... allt i svita og blóði. Það er meðal annars spurt um feimnismál þjóðanna. aö haustskipin komu grafreit þeim þar sem nú er hundakirk jugarður i Kaup- mannahöfn. Eða þegar hann beitir stilgáfu sinni að grimmd aldarinnar f kaflanum um Jón Jónsson sem klipinn var með töngum og hálshöggvinn. Eða þá að gamansemi hans bregður á leik i bráðskemmtilegri sögu sem hann spinnur um Guðmund Pane- leonsson, þann þögla ærlega þræl sem marskálksfrú von Numsen lætur bröita á kviði sér. Og mætti að sjálfsögðu bæta við fleiri dæm- um um fjörlega og skynsamlega hugvitssemi Björns Th. Björns- sonar i viðureign hans við andblæ tiðarinnar. Hann setur sig i einna erfiðasta raun, þegar hann býr til samtal yfir glösum milli Magnúsar Gislasonar amtmanns og Skúla fógeta, en þar bræða þeir með sér þann kost, að koma upp tugthúsi i Reykjavik til að forða öðru verra. Þarna er sjálfsagt ýmiskonar háski á ferðum. Um sagnfræði- legan vanda geta aðrir dæmt. En vejulegan lesanda getur Björn talið á sitt mál með þvi að láta heimildir timans vera virka i tali þeirra kumpána, halda jarðsam- bandi bæði með málfari og með þvi að styðjast við sjáanlega og á- þreifanlega hluti: „Mikið lifandi hvað mannkindin getur drukkið. Og á þó ekki per certfe nema þetta eina holdlega lif. En ekki tjóar að slóra Og Magnús Gislason dregur vettlinginn aftur upp á vinstri Þannig lýsir Hilmar B. Helgason þeim Skúla fógeta og Magnúsi Gisla- syni amtmanni. Hve langt er hægt að fara með nútímaskilning inn I viðræður sannsögulegra persóna fyrri tiðar? Vissulega eru valdsmenn á hverjum tima afsprengi ákveð- inna aðstæðna og skiljanlegir sem slikir. En þetta ætti vist ekki að taka af dagskrá ábyrgð hvers og eins: hin tilviljunarkenndu úrslit dómsmála á átjándu öld sem Björn rekur (einn sleppur með „barasta” húðlát fyrir verknað sem annar hlýtur að gjalda fyrir með æviþrælkuni minna einmitt á þessa staðreynd. öll kerfi bjóða upp á svigrúm og valkosti ef menn hafa manndóm til að skoða þá. Ég held það sé einmitt já- kvætt, að Björn Th. Bjömsson hefur fært þennan tima nær okkur með þvi að skoða þá i ljósi seinni tima vitneskju um stéttastrið og meðferð á „óæskilegum” hópum manna. Um leið og þessháttar skilningur tengist við okkar eigin nýlendusögu ættum við að geta gert okkur betur grein bæði fyrir forfeðrum okkar og svo samtið- inni. Við áttum okkur einnig út- rýmingarstöðvar (með hungur- skammti var þegar á fyrsta ári reyntað fækka sem mest i fanga- hópum þeim sem i Stokkhúsið i Kaupmannahöfn komu). Og Finnmörk var okkar refsiný- lenda, þar sem réttlaust fólk var látið gegna geópólitisku hlutverki rétteinsogiSibiriu og Astraliu og viðar. Öfgar tímans A einum stað i bókinni segir á þessa leið: „Það er sameiginlegt sagnfræðirannsóknum islend- inga, að lita á forvera sina i land- inu sem likamslausar verur, ein- hverskonar skugga sem svifa fram og aftur um svið sögunnar. Aldrei er þar að þvi ýjað, hvað þær éti, i hvað þær klæðist, við hvað þær sofi eða hvar þær hægi sér... Höfðingjarnir svifa þar (i bókum um Þingvelli) um á iit- klæðum, likt ogklipptir úr pappir, stórmenni siðari alda sitja þar yfirörlögum manna jafn þurftar- lausir til allra likamlegra hluta”. Það er alveg hægt að lita á þessa gagnrýni sem eins konar stefnuskrá fyrir Haustskip. Höf- undur nær einmitt merkilegum árangri i þvi að bera fram ræki- legaiítfærða og margþætta mynd af timanum. Hann er bersýnilega ölvaður af þeim furðulegu þver- stæðum sem einkenna öldina og gefur sig þeirri ölvun á vald með sönnum fögnuði. Og vist er þetta öfgafullur timi. Annarsvegar höfðingjar sem fara um þetta al- snauða land með hvitt silkitjald, frönsk vin og postulinskoppa, klæddir kannski rauðri rósa-flauelskápu. Hinsvegar alls- laust fólk, sem gat átt von á stór- um meiðingum eða ævilangri þrælkun fyrir að bregða sér á bak hesti stundarkorn, eða draga þrjá óheimila fiska — að maður tali nú ekki um að sofa hjá rangri konu á röngum stað. Oftar en ekki sæk- ir að manni þessi spurning: gátu þessir menn i raun ogveruskilið hver annan þótt þeir svo ættu allir að heita islendingar? Hvernig notuðu þeir málið? Skildu menn hvor annan i réttarsal — eða voru það réttarskrifararnir sem bjuggu til skilninginn? Og þessi öfgatimi er um leið timi duttlunga og tilviljunar. Refsing fyrir litið afbrot getur farið eftir þvi á hvaða tima árs verknaðurinn er framinn, eftir þvi hvernig ástatt er i þvi grátbroslega striði sýslu- manna við kaupmenn um það, hver eigi að greiða kostnað af þvi að flytja sakamenn til Danmerk- ur. Eftir þvi hver dæmir, eftir þvi hvar hann er staddur i drykkj- unni. Getspeki Höfundursvikstheldur ekki um að setja á blað lit og form og lykt timans, eins og hann gefur óbein fyrirheit um I stefnuyfirlýsing- unni. f þeim efnum verða honum heimildir að takmörkuðu liði og hann sýnir einmitt skemmtilega gáfu til getspeki. Hvort sem hann i tregablöndnum tón lýsir þvi þegar Landbjartur þræll er látinn i strigann, þ.e. huslaður i þræla- höndina og tekur fram nýja örk úr staflanum... Að utan má i upp- styttunni heyra ósamhljóma raddir kyrja það sem á að heita tvisöngslag, en er, so hjálpi mér sá miskunnsami, jafn hjáraddað ogvixlraddaðeins og geitur undir fengitimann”. Nú er að þessu vik- ið vegna þess, að margur höfund- ur hefur farið flatt á þvi að smiða samræður milli sögulegra per- sóna, þar sem nútlmaleg hug- myndakerfi og viðhorf kveða gjörsamlega i kútinn áþreifanleik þess timabils sem verið er að lýsa. Manngrúi og málfar Lesandi þessarar bókar hlýtur að leiða hugann að þeim vanda sem fylgir mannmergð sögunnar og svo málfari. Það er vitnað til mikils fjölda sakamála og saka- manna og það þarf útsmogna stjörnsemi til að koma i veg fyrir að útlinur verksins dofni i öllum þeim fjölbreytileika og — með vissum hætti — endurtekningum. Og þvi ér ekki að neita, að mann- fjöldinn gerir miklar kröfur til at- hygli lesandansog ratvisi. En hve stór galli er það? Ég veit ekki. Allavega ætti það ekki aö vera of- raun þeim, sem geta lesið islend- ingasögur sértil ánægju, að halda áttum I þessari bók — það er að mannsta kosti ljóst að höfundur nefnir ekki menn til hennar nema þeir hafi öðru og meira hlutverki að gegna en að vera partur úr ættartölu — „og er hann úr sög- unni”. Málfar bókar sem vitnar á vixl i þýskar heimildir, danskar, dansk-islenskar, islenskar, gæti orðið ágætt verkefni sérfróðum mönnum. En að þvi er varðar til- tölulega saklausan lesanda, þá gengsthann inn á lausnir höfund- ar án þess að hafa af þvi sam- viskubit. Þær eru ekki fátækleg- ar. Björn kann mikið fyrir sér, og úr þessari kunnáttu verður hon- um annað og meira en yfirborðs- leg skreyting i lýsingu annars og fjarlægs timaskeiðs. A.B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.