Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 22
Christo meö mynd af girðingu sinni, 40 km langri 40 km langt „listaverk” Strönd Astraliu sveipuð i dúk. Erl. vettvangur Framhald af 5. siðu. nokkrar leikbrúður sem fara með einræðisvöld. Sama sagan gerð- ist, þegar Pinochet reyndi að koma á laggirnar her óbreyttra borgara, enginn heiðvirður borg- ari fékkst til að standa I röðum borgahers fasistanna.” „Ég held að heimurinn-geti lært mikið af dæminu Chile. Við reyndum friðsamlega leið i átt til sósialismans, og þrátt fyrir gagn- rýni hægri ailann á hugmyndir Allendes og óánægju róttækra vinstri manna yfir seinagang Al- þýðueiningarinnar, trúðum við öll á friðsamlegar þjóðfélagsbreyt- ingar i Chile undir forustu Allend- es. Valdaránið og aðgerðir faista- stjórnarinnar hafa breytt okkur öllum. Ég held að við verðum aldrei hin sömu eftir þessa mar- tröð. En við vitum nú, að borgaraleg öfl láta ekki völd- in fúslega né friðsamlega af hendi, jafnvel 'þótt meirihluti þjóðarinnar standi að baki. Sjaldan hefur ósminkað andlit kapitalismans birst alheim inum betur en við valdatöku Chile 1973. En nú þekkjum við andstæðinga okkar, og við mun- um ekki gexa sömu mistökin aft- ur. Valdaránið hefur sameinað vinstri öflin i Chile. í dag má segja að um 80% þjóðarinnar sé andhverf stjórn Pinochet. Þar af eru rúm 50% vinstri menn og tæp 30% kristilegir demókratar og minni pólitiskir flokkar. Þessi 50% eru nú sameinaðri en undir stjórn Allende. Erfitt er að segja Jólatrésfagnaður Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Stýrimannafélag íslands halda sameigin- legan jólatrésfagnað i Glæsibæ, laugar- daginn 27. desember kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar fást á eftirtöldum stöðum: Guðjóni Péturssyni, Þykkvabæ 1, simi 84534, Guðmundi Konráðssyni, Grýtubakka 4, simi 71809, Þorvaldi Árnasyni, Kaplaskjólsvegi 45, simi 18217, Ólafi Ólafssyni, Miðbraut 24, simi 10477. Christo heitir listamaður búlgarskrar ættar sem hefur verið kallaður inn- pökkunarlistamaður: stefna hans er sú, að með því að sveipa hluti í ýmiss konar h[úp verði eðli þeirra skírara, eða einhver nýr sannleikur um þá verði til. Christo byrjaði á þvi að pakka inn mótorhjólum, smábilum eða nöktum konum. 1968 vakti hann athygli ( og það eru reyndar hans ær og kýr að vekja athygli og for- vitni) með þvi að reisa 85 metra háa plastpylsu i Kassel i Þýska- landi. Skömmu siðar var hann kominn til Astraliu þar sem hann breiddi hvitan dúk yfir niu hekt- ara af klettóttri strandlengju. Til þessa hefur stærsta fram- kvæmd Christos verið fólgin i þvi að loka 380 metra breiðu klettagili i Klettafjöllum i Bandarikjunum með griðarmiklum nylondúk. Næsta áform Christos er að draga fimm metra háa og fjörtiu km. langa girðingu úr snjóhvitu nyloni frá Kyrrahafsströndinni inn yfir dali og fjöll Kaliforniu. Girðing verður reist á 2000 stál- stólpum. Fyrirtæki þetta á að kosta 180 miljónir króna. Sú er þrautin þyngri fyrir Christo að ná samkomulagi við 58 bændur, sem land eiga þar sem girðing hans á að risa, um að þessi girðing sé listaverk. Og lái bændum það hver sem vill, þótt þeir séu ekki með á nótunum. nákvæmlega um það hvernig pólitiska linan verður eftir endan- legan sigur okkar, það fer auðvitað eftir aðstæðum, en valdið mun byggjast kring um byltingarherinn. Ég á bágt með að trúa að brúð- ur sem Eduardo Frei (for- maður Kristilegra Demókrata) fái mikið svigrúm, fólkið veit og skilur nú að það getur aðeins treyst á eigin mátt og sam- heldni.” Ég spyr hann að lokum, hver afdrif fasistanna og fylgifiska þeirra verði, þegar fólkið hefur náð völdum i Chile. Hvort ekki megi búast viö blóðsúthellingum og heiftarlegum hefndaraðgerð- um. Ég sé ekki betur en það votti fyrir brosi i þreytulegum augum hans.þegarhannsvarar: „Þaðer þýðingarmeira að drepa hug- myndir en manneskjur.” Osló 18: nóv. 1975 Ingólfur Margeirsson. Skautar handa börnum og fullorðnum HELLAS Skólavörðustíg 17 85 metra hátt plastbjúga. Skólatann- lækningar Vegna fækkunar tannlækna hjá skóla- tannlækningum Reykjavikurborgar verða nokkrar breytingar á þjónustu skólatann- lækninga næstu sex mánuði frá þvi sem verið hefur. Skólatannlækningar munu annast þjónustu við aldursflokkana 6-12 ára i skólum borgarinnar með þeim undan- tekningum að 11 og 12 ára nemendur i eftirtöldum skólum þurfa að leita til tann- lækna starfandi á eigin stofum: Árbæjarskóli Fossvogsskóii Austurbæjarskóli Laugarnesskóli Breiðholtsskóli Melaskóli Fellaskóli Reykjavik, 19. desember 1975, Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sigurðar Guðmundssonar. Sérstakar þakkir viljum við færa Verkam.f. Dagsbrún. Kristin Guðmundsd. Guðný Sigurðardóttir, Björn Bjarnason Agústa Sigurðardóttir Ilörn Sigurðardóttir, Finnur Kristinsson Guðfinna Sigurðardóttir, Farifax G. Drewscy Auður Sigurðard, Hafsteinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.______________________

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.