Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Fimmtudagur 6. desember 1979 — 267. tbl. 44. árg. Möguleikar á myndun vinstri stjómar: Kratar tregir? Vilja minnihlutastjórn eöa viöreisn Loðin ummæli Benedikts Grön- dals og fleiri framámanna Al- þýðuflokksins um möguieika á myndun vinstri stjórnar hafa vakið mönnum grun um að enn blundi viðreisnardraumar i brjóstum krata, þrátt fyrir af- hroð þeirra og ihaldsins i kosningunum. Yrði viðreisnin þá að treysta á Eggert Haukdal sem 32. mann, en Eggert hefur ekkert viljað gefa upp um það hvort hann sest i þingflokk Sjálfstæðis- flokksins eða ekki. Þá hafa ýmsir Alþýðuflokksmenn viðrað minni- hlutastjórnarhugmyndir og séð Siðdegis í gær fói forseti islands Steingrími Hermannssyni að reyna myndun nýrrar meirihiutastjórnar (Ljósm.: GEI) Vinstristjórnarviörœöur: Hefjast lík- lega á morgun Síðdegis í gær fól Kristján Eldjárn, Steingrimi Hermanns- syni að hefja viðræður milli stjórnmálaflokkanna til myndun- ar nýrrar rikisstjórnar sem njóti meirihlutafylgis á Alþingi. Stein- grímur sagði i samtali við Þjóð- viljann I gærkvöldi að fyrir hádegi i dag ætlaði hann að ræða við formenn Alþýðuflokks og Aiþýðubandalags og ef þeir sam- þykkja að hefja viðræður um nýja stjórn gerði hann sér vonir um að þær hæfust i fyrramálið. Steingrimur sagðist ekki vilja draga lappirnar á eftir sér i þessu máli en þorði samt ekki a& spá um árangur. „Hér verður að ganga vel frá málum svo að ekki fylgi sömu eftirköst og siðast,” sagði hann. „Það verður hroðalegt til þessað vita ef ekki verður mynd- uð ný stjórn fyrir áramót. Ég mun vandlega hugsa mig um ef þessar viðræöur dragast svo lengi.” — GFr. öll tormerki á þvi að starfhæf meirihlutastjórn komist á iagg- irnar eftir úrsiit kosninganna. t leiðara Alþýðublaðsins i gær segir Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri skýrt og skorinort að það sé vandséð hvern hlut Alþýðu- flokkurinn geti átt i tilraunum til myndunar nýrrar vinstri stjórn- ar. Hann bendir á að Alþýðu- bandalagið og Framsókn hafi aö- eins 28 þingmenn samanlagt og'- skorti þvi 4 til myndunar starf- hæfrar stjórnar. „Þessir tveir flokkar verða þvi að leita sér bandamanna á þingi en þeir munu vandfundnir aö óbreyttum aðstæðum” segir ritstjórinn. Þjóðviljinn ræddi i gær viö nokkra þingmenn Alþýðuflokks sem ekki hafa tjáð sig opinber- lega um hugsanlega stjórnaraðild Alþýöuflokksins eftir kosning- arnar og spurði þá hvaða mögu- leika þeir teldu á myndun vinstri stjórnar og hver væri þeirra „óskastjórn”. Einungis tveir, — Magnús H. Magnússon og Karl Steinar Guðnason töldu að einhver vilji væri meðal Alþýðuflokksmanna um myndun vinstri stjórnar. Magnús taldi að erfitt yrði aö semja um verðbólgumálin við Al- þýðubandalagið en um önnur m-ál ætti að vera auðvelt að ná sam- stöðu aö hans mati. Hans óska- stjórn var vinstri stjórn þar sem allir endar væru fastir og náðst hefði viðhlítandi samkomulag I úrlausnum efnahagsvandans. Oskastjórn Karls Steinars var hins vegar minnihlutastjórn krata, sem styddist við hægri eða vinstri flokkana á þingi eftir þvi sem tilefni gæfist til. Karvel Pálmason vildi sem minnst tjá sig. Hann sagðist telja eðlilegt að Steingrimur Hermannsson reyndi fyrst mynd- un vinstri stjórnar, en ekki vildi hann gerast spámaður um hver endirinn á þvi yröi. Hann átti sér enga óskastjórn, enda bjóst hann ekki við því að eftir hans óskum yrði farið. Jóhanna Sigurðardóttir óskaði sér minnihlutastjórnar krata eins og Karl Steinar og sagði þaö eina möguleikann ef Alþýðuflokkurinn á annað borö tæki þátt i einhverri stjórn. Sighvatur Björgvinsson sagðist ekkert vilja um málið segja á þessu stigi. Hans óskastjórn væri rikisstjórn sem næði meiri árangri i baráttunni við verðbólg- una og tækist betur að tryggja lifskjör fólksins I landinu en stjórnum undanfarinna ára heföi tekist. Af þessum viðbrögðum er ljóst að Alþýðuflokkurinn veröur treg- ur til myndunar vinstri stjórnar enda er hann nýbúinn að sundra einni slikri. — AI Sölustofnun lagmetisins: Þótt Vetur konungur ríki nú í Reykjavík fær það ekki á sundlaugadýrkendur frekar en fyrri daginn sem sjá mátti í Laugardal í gær. — Ljósm.: GEI Erlendir hlut- hafar í dóttur- fyrirtækiö? t frétt frá Sölustofnun lagmetis kemur fram aö rekstrartilhögun dótturfy rirtækis stofnunarinnar i Bandarikjunum verði breytt frá næstu áramótum og verið sé aö ganga frá samningum um nýtt rekstrar og eignafyrirkomulag. Eyþór Ólafsson sölustjóri sagöi I samtali við Þjóðviijann I gær aö Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri færi utan i næstu viku til aö ganga frá þessum málurn sem ekki væri þó endan- lega ákveðin. En ætlunin væri að fara út i samstarf viö önnur fyrir tæki I Bandarikjunum t.d. meö þvi að fjöiga hluthöfum I Iceland Waters Industries Ltd. Þá sagði Eyþór Ólafsson aö Sölustofnunin ætlaði sér að fela umboðsmönnum sinum að annast sölustarfsemina framvegis i þeim löndum þar sem hún hefur litinn árangur borið í stað þess aö ann- ast hana sjálfir. Hér er um að ræða 19 lönd en Sölustofnunin mun einbeita sér að þeim mörkuöum sem töluverð viðskipti eru þegar við þ.e.a.s. i Sovét- rikjunum, Bandarikjunum, Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Tékkóslóvakiu. Þá verður einnig nokkur breyt- ing á þeirri þjónustu sem stofnun- in hefur veitt aðildarverksmiðj- um sinum í sambandi við innkaup erlendis frá. Mun sú þjónusta verða minnkuö og einskorðuð við sameiginleg innkaup á vörum þar sem hægt er að ná hagstæðari kaupum með stórum innkaupum. Framleiðendur og stjórn Sölu- stofnunar lagmetis leggja áherslu á að lagmetisiðnaöurinn sé mjög afskiptur i fjármagnsveitingum og berjist i bökkum enda hafi hann aldrei fengið fjármagn úr opinberum sjóðum á viö aðrar iðngreinar. Heildarútfhitningur lagmetis á vegum Sölustofnunarinnar veröa um 2.5 miljaröar króna á þessu ári á móti 1.6 miljöröum á siðasta ári. — GFr. ‘ 'jftf ■ ' J’ ,> / m ~ * ~ ET ■ t V - r..’! Endurvinnsla gufu Hjá Sementsverksmiðju rikisins á Akranesi hefjast á næstunni tilraunir með að endurvinna gufuna frá verk- smiðjunni og nota hana til hit- unar. Takist þetta er reiknað með að .þarna faist uþb. 4ra megavatta orka, sem er fjórði hluti þeirrar orku sem framleidd er með oliu á Akranesi. Fjölbraut á Króknum F jö 1 b r au t a s k ól inn á Sauöárkróki hefur farið vel af stað. Þar stunda nú 105 nemendur nám og segir Jón Hjartarson skólameistari að mikill einhugur um vöxt og viðgang skólans riki i bænum. Þá hafa kennarar skólans stofn- aðtilfullorðinsfræðslusem á að verða visir að öldungadeild við skólann. Nýr höfundur Sýslumannsdóttir og smala- piltur eru aöalpersónur nýútkominnar sögulegrar skáldsögu eftir Óskar Ingimarsson, sem gerist á 16. öld á Islandi, Danmörku og írlandi. Óskar er landsþekktur sem þýðandi fyrir sjónvarpið, en þetta er frumsmið hans á bókmenntasviðinu, en fyrst hann er byrjaður munu fleiri fylgja á eftir, segir hann. ^ Ódýrar auglýsingar: Mörgum hefur þótt sem lengd auglýsingatima sjónvarpsins keyrði úr hófi fram nú i jóla- kaupstiðinni. Um þetta mál er fjallað i Þjóðviljanum I dag og kemur i ljós að minútan I aug- lýsingatima sjónvarps kostar aðeins 200 þús. kr. en heilsíöa I dagblaði 480 þús. kr. Sérfræðingar telja að þarna eigi að vera sama verö á. Ég finn mér tima. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður er eini nýliðinn I hópi alþingismanna Alþýðubanda- lagsins nú. Guðrún var spurö að þvi I gær hvernig henni litíst á að skipta um vinnustað og einnig hvort hún héldi að hún hefði tima til ritstarfa eftir aö hún sest á þing: Ég finn mér tima, vertu viss, sagði Guðrún. Sjá 3. siðu Sjá opnu Sjá viðtal i opnu Sjá baksiðu Sjá 3 siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.