Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. desember 1979 ^JÓÐVILJINN — StÐA 5 London: Samningar nást um Ródesíu sem staöiö hafa undanfarna þrjá mánuöi, sögöu þátttakendur i viö- ræöunum f gær. Leiötogar Fööurlandsfylkingar Ródesiu, Joshua Nkomo og Robert Mugabe, komust i gær aö samkomulagi viö breska utan- rikisráöherrann Carrington lávarð, um tilhögun vopnahlés i Ródesiu. Þar með var rutt Ur vegi siðustu hindruninni fyrir sam- komulagi allra deilduaðila. Md5 samkomulaginu lýkur sjö ára striösátökum i landinu, en I þeim hafa yfir 20.000 manns látiö lifiö. Einnig veröur bundinn endir á Ródesiudeiluna, sem staðiö hef- ur i fjórtán ár, eða siöan leiötogi hvita minnihlutans Ian Smith geröi uppreisn gegn fyrirhuguö- um völdum svarta meirihlutans. Formlega séö er Ródesia aftur oröin bresk nyienda, og verður þvi skipaður landsstjóri á næst- unni. Hann mun stjórna landinu i um þaö bil fjóra mánuöi, eöa þar til kosningar fara fram og sjálf- stæði landsins veröur ljist. Herir Fööurlandsfylkingarinn- ar og stjórnarinnar i Salisbury munu staðnæmast á tilteknum svæöum, og 1200 manna friðar- sveitir hermanna lír ríkjum breska samveldisins munu aö- skilja þá. Breski utanrikisráöherrann hefur lýst yfir að alls engum suður-afriskum hermanni muni leyft aö dvelja i Ródesiu, en full- trúar Fööurlandsfylkingarinnar hafa sagt að Suöur-Afrika hafi sent mikinn herafla til Ródesiu, til að grlpa i taumana ef Fööur- landsfylkingin vinni kosningasig- ur. London (Reuter) Samkomulag hefur náöst i samningaviðræöum um Ródesfu, Eftir alþjóðlegt samstarf: Sjö daga veðurspár bráðum mögulegar Genf (Reuter) Veöurfræöingar um allan heim munu bráölega geta spáö allt aö sjö daga fram i timann, I staö fjögurra til fimm daga forspártlmabils núna, sagöi Alþjóöa veöur- fræöistofnunin I gær. Nýlega lauk eins árs til- raunum með þátttöku vis- indamanna i 150löndum, þar sem notaöir voru gervihnett- ir, baujur á hafinu og loft- belgir, til þess að kanna loft- hjúp jarðar. Ff-anski veðurfræðingur- inn Bernard Gosset, sem veitti stjórn tilraunarinnar forystu, sagöi aö þetta væri i fyrsta skipti sem safnað heföi verið fullkomnum upp- lýsingum um vinda- og skýjahreyfingar. Hefðu veðurfræöingar nú tök á að gera tölvulíkön af öllum þessum hreyfingum I loft- hjúp jarðarinnar. Herstöövaandstæöingar á Suöurlandi héldu fyrir tveim vikum velheDDnaöan baráttufund. í Tryggva- skála á Selfossi komu um 70 manns til aö sjá skemmtiatriði, hlusta á ávarp og dansa viö diskótónlist. Söngsveitin Kjarabót vakti fögnuö, Rúnar Armann Arthursson flutti bráöfyndna uppákomu og Gylti Þ. Glslason fór meö frumort ljóö. Sveinn Rúnar Hauksson formaður Samtaka herstöövaandstæöinga ávarpaöi samkomugesti, og sést hann hér á myndinni. Herstöðvaandstæðingar á Suðurlandi hyggjast starfa af krafti i vetur. Israelar leystu arabiska borg- arstjórann úr haldi í gær Jerúsalem (Reuter) Stjórnvöld i ísrael hættu i gær við áform um að visa hinum óhlýðna arabiska borgarstjóra Bassam Al-Shakaúrlandi, leystu hann úr haldi og heimil- uðu honum að taka upp fyrri störf. A vesturbakka Jórdan-árinnar, sem Israelar hernámu I leiftur- sókn um áriö, var fregnunum vel tekiö. Shaka er andvigurhernám- inu, og hafði israelskur hershöfö- ingi fundiö tylliástæöu til aö láta handtaka borgarstjórann. Andstaða hefur veriö mikil gegn handtöku borgarstjórans bæði á vesturbakkanum I Israel og erlendis. Samningaviöræöur Egypta og Israela um framtiöar- skipan mála á vesturbakkanum, höföu tafist af þessum sökum. Abdul Latif fulltrúi Egypta i samningaviöræðunum sagöi aö hannfagnaöi þessum tlöindum og vonaöist til aö þau myndi greiöa fyrir viðræöunum. Shaka hefur eins og allir aðrir borgarstjórar á vesturbakkanum hafnaö viöræöum Egypta og Israela um sjálfræöi hemáms- svæöanna og telja þær aðeins her- bragð til að treysta hemám tsraela i sessi. Gísli Konráðsson og ævistarf hans er eitt hinna furðulegu fyrirbæra í íslenzku þjóðlífi. í fari hans var ríkust „fýsnin til fróðleiks og skrifta“, fátækleg- ur kostur bóka var notaður til hlítar og andi fornra sagna og kveðskapar bregður blæ yfir daglegt líf. Syrpa þessi úr handritum hans hefur að geyma þjóðsögur og munnmæli hvað- anæva af landinu og er þó að- eins lítið eitt af því er þessi mikli fræðaþulur skráði. Þeir fjársjóðir, sem Gísli Konráðs- son lét eftir sig, verða skemmti- efni margra kynslóða, rann- sóknarefni margra alda, — og „meira þó í huga hans hvarf með honum dánum“. Syrpa Gísla Konráðssonar er án efa ein þjóðlegasta bókin, sem út kemur á þessu ári. Þetta er þriðja bindi þessa bóka- flokks og hefur aó geyma 16 nýja þætti um mæöur, skráða af börnum þeirra. Alls eru þá komnir 46 þættir í öllum þrem bindum þessa skemmtilega bókaflokks, um husfreyjur úr sveitum og bæjum og frá við- um starfsvettvangi. Með safni þessu er mótuð all góð þjóð- lífsmynd þess tíma er þessar húsfreyjur störfuðu á, dregnar fram myndir, sem vart munu gleymast þeim er bækurnar lesa, því hver þáttur safnsins er tær og fagur óður um móóur- ást. Enn eru öll þrjú bindin fáanleg, en óðum gengur á upplag fyrri bindanna, svo vissara er að tryggja sér eintak af þeim fyrr en seinna. Tryggva saga Ófeigssonar er tvimælalaust ein merkasta ævisaga síöari tima. Hún er samfelld baráttusaga manns, sem stöðugt sótti á brattann, mat menn eftir dugnaói, kjarki og krafti, og flokkaði þá í „úr- valsmenn“ og „liðléttinga“. Sjálfur var Tryggvi umdeildur, enda maðurinn mikillar gerðar og ærið umsvifa- og fyrirferðar- mikill í islenzku þjóðlífi síðasta mannsaldurinn. Tryggva saga Ófeigssonar er mesta sjómannabók, sem gef- in hefur verið út á íslandi, og samfelld saga togaraútgerðar frá fyrstu tíð. Bókin er sjór af fróðleik um alit er að fiskveiðum og útgerð lýtur og hún er ekki aðeins einstæð í bókmenntum okkar, hún er stórkostlegt framlag til íslenzkrar þjóðar- sögu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.