Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. desember 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA II íþróttir íþróttirgj íþróttir Rauða spjaldið á lofti að leik loknum Valursigraði KR i bamingsleik75s71 //Þetta var geysilega erfitt hjá mér þar sem ég er svotil nýstaðinn uppúr veikindum. En það sem gerði gæfumuninn hjá okkur öllum var að við börðumst af miklum krafti allan leikinn," sagði örþreyttur Vals- maður, Þórir Magnússon eftir sigur þeirra vals- mannanna gegn erkifjendum KR í úrvalsdeildinni i körfubolta í gærkvöldi 75-71. ÞaO eru glæsilegir tilburðirnir hjá Valsmanninum Torfa Magnússyni þar sem hann skorar i leik KR og Vals i gærkvöldi. KR-HK í kvöld tkvöld kl. 18.50 leika I Höllinni KR og HK i 1. deild handboltans. KR-ingarnir hafa komið nokkuð á övart þaö sem af er mötinu og ættu þvi eftir öllum sölarmerkj- um að sigra örugglega. Þö er aldrei hægt að bóka sigur gegn hinu baráttuglaða liði HK Liverpool sigraði t gærkvöldi var einn leikur á dagskrá ensku deildarbikar- keppninnar. Liverpool sigraöi Norwich 3/1 og stefnir þar með að sigri I þessari keppni i fyrsta sinn i sögu félagsins. Fyrir Liverpool skoraöi Johnson 2 mörk og Daglsish eitt, Kevin Reeves skoraði eina mark Norwich rétt fyrir leikhlé. — IngH. Kenny Daglish var á skotskónum f kvöld og skoraði eitt marka Liverpool i 3-1 sigri gegn Norwich. Það sem helst vakti athygli i þessum leik var hve bæöi liðin voru afspyrnuslök, sérstaklega slappur körfubolti á boðstólum og ekki sæmandi tveimur af bestu körfuknattleiksliðum landsins. Þá voru skrilslæti áhorfenda og munnsöfnuður KR-inganna i garð dómaranna i leikslok ekki til fyrirmyndar. Auðvitað hefur slik framkoma sinar afleiðingar og Marvin Jackson fékk að sjá rauöa spjaldið hjá Guðbrandi Siguðrs- syni, dómara og á nú yfir höfði sér leikbann. Svo aö vikið sé að leiknum sjálfum þá byrjuðu Valsmennirn- ir af miklum krafti og náöu snemma undirtökunum. 13-8 og 22-10. Bæði liðin léku svæðisvörn mestan fyrri hálfleikinn og fyrir bragðið og var þ.a.l. hrútleiðin- legur á að horfa. Þegar staðan var orðin 25-14 fyrir Val breyttu KR-ingarnir yfir i pressuvörn, en tókst illa að saxa á forskot Valsmannanna, 31-20, 37-25 og 41- 29 i hálfleik. Vesturbæingarnir náöu aö minnka muninn smátt og smátt á upphafsminutum seinni hálfleiks- ins, 47-37, 49-44 og 48-51. Þegar rúmar 11 min. voru eftir hafði KR skyndilega tekið forystuna 54-53 og þeir náðu 6 stiga forskoti skömmu seinna, 59-53. Valsmenn- irnir neituðu að gefast upp og náöu að komast yfir 63-60 og þá skiptu liðsstjórar KR Jóni Sigurðssyni útaf!!! Þetta er ein furöulegasta skipting sem undir- ritaður hefur séð i langan tima. Nú þurfti ekki að spyrja að þvi, Valur skoraði nú 6 stig gegn 2 KR- inganna og þá kom Jón inná aftur, 69-62. Jón dreif félaga sina áfram og þegar rúm min. var eftir haföi KR jafnað 71-71 og átti möguleika á að bæta viö þann mun, en þeir glopruðu boltanum útúr höndum sér. Slik mistök not- uöu Valsararnir sér út I ystu æsar og tryggðu sér nauman 75-71. KR-ingarnir áttu einn góðan kipp i þessum leik, þegar þeir voru að vinna upp forskot Vals- manna, en slikt er ekki nóg til þess að sigra. Lengst af var varnarleikur þeirra sæmilegur, en hið sama verður ekki sagt um sóknina. Þar voru öllum mislagðar hendur. Einna skástir voru Jón,Jackson og Garðar. Valsmennirnir þurftu ekki að sýna burðugan leik til þess að sigra. Þar bjargaði einstaklings- framtakiö þvi sem bjargaö varð. Dwyer var geysisterkur framanaf, en sprettir Kristjáns og sér i lagi Þóris sáu um að tryggja sigurinn. Hittni Þóris var hreint með ólikindum. Hvað um það, þetta var sætur sigur hjá Val, en ætli þeir sér Islands- meistaratitilinn þurfa þeir ýmis- legt að laga. Stigin fyrir KR skoruöu: Jackson 30, Jón 17, Garðar 16, Gunnar 4, Geir 2 og Birgir 2. Fyrir Val skoruöu: Dwyer 23, Þórir 18, Kristján 15, Rikharður 7, Torfi 6 og Jón Steingrims 4. Dómgæsla Guöbrands og Þráins I þessum leik var mjög i samræmi við slaka frammistöðu leikmanna. Þeim voru einnig misiagðar hendur, en það afsakar ekki framkomu ýmissa áhorfenda og leikmanna i þeirra garð. Hér þarf greinilega úr að bæta. — IngH Það vakti mikla athygli I leiknum i gærkvöldi að fyrrum þjálfari Fram- i ara, John Johnson var iiösstjóri hjá Val. „Mun kæra Jackson og KR-inga” Valssigurinn var aldrei í hættu Valur sigraði Hauka með 26 mörkum gegn 20 „Þetta var eins og það getur orðið verst hjá okkur” sagði Andrés. Semsagt, á brattann að sækja fyrir Haukana. Valsmenn eru greinilega aö ná sér verulega á strik um þess- ar mundir. Bjarni og Þorbjörn J. áttu m jög góðan leik og einnig varði Brynjar af stakri prýði allann leikinn. Varði hann um 20 skot i leiknum. Markahæstur Haukanna var Þórir með 8 mörk og þar af 5 úr vitum og Stefán skoraði 5 mörk, að eigin sögn. Þorbjörn J. og Bjarni skoruðu 7 mörk fyrir Valsmenn. — IngH „Við vorum einungis lélegir, vörnin var hrikalega slöpp. Hins vegar voru Valsmennirnir mjög sprækir, sérstaklega I fyrri hálfleiknum” sagöi Andrés Kristjánsson fyrirliði 1. deildar- liðs Hauka eftir að Hafn- firöingarnir höfðu boriö lægri hlut úr viöureign viö Valsmenn i gærkvöldi 26—20. Haukarnir skoruðu fyrsta mark leiksins 1—0. Siðan var jafnt næstu minúturnar, 2—2 og 3—3. Þá tóku Valsmennirnir mikinn fjörkipp og skoruðu 6 næstu mörk og breyttu stöðunni i 9—3. Haukarnir réttu litiö úr kútnum næstu minúturnar, 13—4 og 16—7. Hafnfirðingarnir skoruðu þvl næst 3 siðustu mörk hálfleiksins, 16—10. Haukar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks, 16—11. Þessi munur hélst litt breyttur næstu minúturnar og minnsti munur á liðunum var 4 mörk, 19—15. Haukarnir fengu þá 3 tækifæri til þess aö minnka muninn enn, en varð ekki kápan úr þvl klæö- inu. 6 marka munur varð slöan út leikinn og hann endaöi 26—20 fyrir Val. Haukarnir voru sérstaklega lélegir bæði i vörn og sókn. I Sagði Guðbrandur Sigurðsson, : annar dómarinn á leik KR ogVals „Þú getur Imyndað þér hvernig það er að standa i þessu þegar maður þarf að hætta á að hljóta meiðsii af völdum áhorfenda eins og skeði hér I kvöld,” sagði ann- ar dómara leiks KR og Vals I gærkvöldi, Guðbrandur Sigurðsson að leiknum lokn- um. Við spurðum hann um það hvers vegna Jackson hafi verið sýnt rauða spjaldið, sem væntanlega þýðir leikbann fyrir hann. Guöbrandur svaraöi: „Maðurinn viðhafði orðbragð við mig sem vart er hafandi eftir. M.a. kallaði hann mig „mother-fucker”, sem þykir heldur svæsið I Bandarlkjunum.” „Aðsjálfsögðumun égkæra Jackson og einnig KR fyrir aðtryggjaeldd öryggi okkar dómaranna, en það rigndi yfir mig 50-krónu peningum og einn þeirra hæföi mig i höfuðið þannig að úr blæddi” sagði Guöbrandur að lokum. -IngH Guðbrandur kominn með rauða spjaldið á loft.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.