Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sævar hinn nýi á siglingu heim. Björgvin Pálsson oddviti og Sigurbjörn ögmundsson ferjumaöur aftan við brú nýja Sævars. 1 1 ÞÁTTASKIL í samgöngumálum Frá fréttaritara Þjóðviljans i Hrisey. Klukkan 2.30 sunnudaginn 25. nóv. voru langflestir Hrfsey- ingar mættir niðri á bryggju i Hrisey og þar að auki margir gestir. Það var vægt frost, logn og örlítið él. Fánar blöktu við hún og það var ekki hægt annað en vera snortinn af stemning- unni, sem rikti. Hversdagsleiki tilfinninganna var rofinn þenn- an dag. Það var hátið i Hrisey. Ný og langþráð ferja var vænt- anleg isjónmál á hverri stundu. Og þarna birtist hún vestur með eynni, fyllti hljómmikinn iúður sinn er nálgaðist bryggju og stundin var hrifandi. Þessi skipskoma boðaði þáttaskii i samgöngumálum. Tuttugu og tveggja tima siglingu frá Seyðisfirði var lokið. Nýja Hris- eyjarferjan var komin heim. Skírnarathöfn Ingveldur Gunnarsdóttir gaf ferjunni nafn og skirði hana með sjó úr álum Eyjafjarðar. Ber nýja ferjan nafnið Sævar eins og hin gamla, sem senn kveður Hrisey eftir langa og giftudrjúga þjónustu. Séra Kári Valsson prestur i Hrisey flutti bæn og blessunar- orð og siðan gengu hinir full- orðnu til kaffidrykkju i sam- komuhúsinu S.æborg meðan börnunum var boðið i stutta siglingu með Sævari hinum nýja. Þar fluttu ávörp fyrrver- andi þingmenn kjördæmisins, sem þar voru staddir, Björgvin Pálsson, oddviti Hriseyinga, ásamt fleirum. Eftir kaffi- drykkju sigldu flestir við- staddra með ferjunni fyrstu áætlunarferðina upp á Arskógs- sand. Konur úr Kvenfélagi Hris- eyjar sáu um veitingar af myndarskap og rausn. Undirbúningur Það gerðist hinn 11. april 1976 að kosin var af hálfu hrepps- nefndar Hriseyjarhrepps þriggja manna nefnd til þess að vinna að ferjumálum eyjar- innar. Rúmum tveim árum siðar, eða 12. júli 1978,var svo undirritaður samningur milli Hriseyjarhrepps og vélsmiðj- unnar Stál h/f á Seyðisfirði um smiði ferjunnar, sem nú er að hefja feril sinn i þjónustu Hris- eyjar.Fram aðþeim tima hafði undirbúningur málsins hvilt á herðum Björgvins Jónssonar, sem þá var oddviti i Hrlsey,en siðan tók Björgvin Pálsson, núverandi oddviti,við. Ferjur frá fyrri tið í mai 1941 var sjósettur I Hrisey litill fiskibátur, sem hlaut nafnið Július. Arið 1943 var Július gerður að fyrstu raunverulegu Hriseyjar- fer junni. Báturinn var gerður út af bræðrunum Birni og Garðari Ölasonum og Sigurði Gislasyni. Allir þessir menn eru enn á lifi - og Björn býr enn i Hrísey og vinnur fullan vinnudag hjá fisk- vinnslustöð KEA i eynni. Það er aftur um Július að segja, að svo skemmtilega vill til, að hann kemur ennþá á hverju sumri til Hriseyjar og leggur upp fisk. Þegar Július hætti sem ferja koma ýmsir við sögu. Arið 1958 var langt komið með smiði nýrrar Hriseyjarferju i litilli skipasmiðastöð I eynni. Sú fer ja brann ófullgerð, ásamt til- heyrandi húsakynnum. En sama ár komst i gagn ferja sú, sem fram til þessa dags hefur þjónað Hriseyingum ötullega. Sævar eldri er tré- bátur, 7 tonn að stærö. Eigandi hans fyrstu 13 árin og jafnframt ferjumaður var Hilmar heitinn Simonarson. Samfellt var Hilmar ferjumaður I hartnær aldarfjórðung. Hann fórst i ferjuferð 27. mai 1972. Sævar hinn nýi Nýja ferjan, Sævar, er 30 tonn að stærð, tekur 35-40 farþega i sæti og lest er fyrir 3-4 tonn. Skipið er búið 359 hestafla Cater pilar aðalvél. Vindukrani er um borð, sem getur borið allt að 6 tonn. Þess má geta að Sævar hinn nýi er sennilega minnsta skip á tslandi, sem hefur bóg- skrúfu. Skipið er 17 m að lengd og 5 m á breidd, búið öllum helstu öryggis- og siglinga- tækjum. Einn bill kemst á dekk. Þrir menneruráðnir tilstarfa við ferjuna, þeir Alfreð Konráösson, Gunnar Jóhannes- son og Sigurbjörn ögmundsson. gb/mhg Sævar hinn eldri þjónaði Hriseyingum með mikilli prýði allt frá 1958 og þar til nú. Þarna siglir Sævar til móts við arftaka sinn. Ahöfn Sævars frá vinstri: Aifreð Konráðsson, Sigurbjörn ögmunds- son og Gunnar Jóhannesson. Myndir: Guðjón Tvennir timar, nýi Sævar og sá gamli og dyggi við bryggju i Hrisey. Fyrsti farþeginn. Kom af sjáifsdáöun um borð á leið frá Seyðisfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.