Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA —'ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. desember 1979 DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis (Jtgefandl: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvcmdastjóri: Eiftur Bergmann Rltatjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaóur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Ulfar Þormóösson Augiýslngastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreióslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson IþróttafréttamaÖur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ölafsson C’tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Iiandiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Slmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Hnípnir menn í vanda • Það þarf ekki lengi að fletta Morgunblaðinu til þess að ganga úr skugga um það hver það var sem tapaði kosningum um siðustu helgi. Þótt undarlegt kynni að virðast þá eru það ekki fyrst og fremst þeir flokkar sem töpuðu atkvæðum og þingsætum — heldur flokkur sem vann nokkuð á, Sjálfstæðisflokk- urinn. • Þessi merkilega þverstæða á sér að sjálfsögðu þá augljósu skýringu, að með þvi að stefna i kosn- ingar nú með milligöngu Alþýðuflokksins ætluðu Sjálfstæðismenn að neyta tækifæris sem þeir töldu mjög glæsilegt. Þeir héldu að vonbrigði með vinstristjórn og brotthlaup Alþýðuflokksins, ásamt með hægrisveiflu hér og þar í grannlöndum sköpuðu þeim prýðilega möguleika á að sveigja islenskt þjóðfélag til hægri svo um munaði. • Þetta mistókst með öllu eins og hverjum manni er ljóst. Sjálfstæðisflokkurinn er I sárum eftir klofn- ingsframboð og auk þess mun forystukreppa hans tvimælalaust skjóta upp kolli aftur með nýju afli. Það hugarástand sem nú svifur yfir vötnum endur- speglast á mjög ljósan hátt i viðtölum við forystu- menn flokksins i Morgunblaðinu i gær. Þeir hafa, hver um annan þveran, orðið fyrir miklum von- brigðum. útslitin eru þeim litið fagnaðarefni, segir einn þingmaður. Geir Hallgrimsson segir dapur- lega: ,,Við fengum ekki það umboð sem við vild- um”. • En það er ekki siður fróðlegt að virða það fyrir sér, hvernig þessir sömu forystumenn Sjálfstæðis- flokksins vilja skýra sinn smáa sigur, sem var i reynd meiriháttar ósigur. Hver á eftir öðrum fer með almennt orðaðar formúlur um að,,stefna okkar komst ekki til fólksins” eins og Steinþór Gestsson segir. Af hverju ekki? Af þvi að timinn var naumur, segir einn. Af þvi að fólk er komið i alvörulaust jólaskap, segir Matthias Bjarnason. Af þvi að ,,fólk er ekki tilbúið til að leggja til atlögu gegn verðbólg- unni með áhlaupi’’ segir Ellert Schram. Svo er kannski þvi bætt við, að andstæðingarnir hafi rang- túlkað hina merku stefnu. • Með öðrum orðum: Sjálfstæðismenn eru i sár- um eftir þessi kosningaúrslit, en þeim virðist alveg um megn að draga nokkrar ályktanir af þeim. Það er auðvitað gamall barnaskapur að kvarta yfir rangtúlkunum andstæðinga i stjómmálabaráttu; enginn er annars bróðir i þeim leik. Spurningin er: af hverju verður sá skilningur sem andstæðingar leggja i stefnuplögg Sjálfstæðisflokksins sterkari en hans eigin útskýringar, sem hann hefur firnalegan blaðakost til að koma á framfæri? Við þeirri spurn- ingu heyrum við ekki svör að heitið geti. Það er helst á þeim Sjálfstæðisforingjum að skilja i Morg- unblaðinu i gær, að fólkið sé svo vanþroska og óá- byrgt að það kunni ekki gott að meta. Það er ekki „tilbúið” sagði Ellert Schram eins og fyrr var til vitnað. • En engum þeirra dettur i hug að efast um að sjálf sú stefna sem kennd var við leiftursókn hafi verið rétt, skynsamleg — eða fær yfir höfuð. Svo fast hafa þeir i Valhöll bundið trúss sitt við kenning- ar þeirra hagfræðinga sem hafa að undanförnu ver- ið að reyna að hressa upp á kapitalismann með „hrossaskammti gegn verðbólgu” að ekkert annað kemst að. Jafnvel þótt þeir hrossaskammtar hafi til þessa skilið eftir sig sár eymsli og mikil vandræði — hvort sem væri i Chile, ísrael eða Bretlandi og alls- endis óvist hvemig tilrauninni reiðir af i höfuð- stöðvunum sjálfum — i Bandarikjunum. — áb. Klippt "I Skaðleg skrif Fróðleg játning kom upp úr Matthiasi Bjarnasyni i eftir- kosningaviðtali i Morgun- blaðinu i gær. Hann segir m.a.: „I þessu kjördæmi spilaði umræðan um upphitunarkostn- að i dreifbýli annars vegar og hinsvegar á suðvesturhorninu, en munurinn milli byggðarlaga er allt að þvi sexfaldur. Skrif Morgunblaðsins i þessum efn- um hafa orðiö okkur til stór- skaða.” Ekkert gerði það nú til þótt Morgunblaðið truflaði atkvæða- smölun hjá sinum dreifbýlis- þingmönnum ef i raun væri ekki ar hins vegar aheins 28 þing menn og skortir þvi 4 þingsæti i starfhæfa meirihlutastjórn Pessir tveir flokkar veröa þvi ab leita sór bandamanna a þingi. en þeir munu vandfundnir aó flokknum Alþyftuflokkurinn fókk ekki þessun framgengt i fyr stjórn vegna an bandalagsins og Framsóknarflokl- myndunarviftræoum flokksi t upp ndum yndaí ■ neft Kosningaúrslitin: Óvissa um framtídina af landinu, er blátt áfram hættulegt; það veikir þá sam- stöðu sem þarf aö skapa bæði um frambúðarlausn i orku- málum og svo gagnvart þeim sem róa vilja á islensk orkumið. „Fólk hefur talið að farið væri of geyst“ — segir Matthías Bjarnason um stefnu Sjálfstæðisflokksins og úrslit kosninganna „ÞAÐ sem fyrst ok fremst veldur því að vinnum ekki meira á. er að stefna okkar ''pfur einhverra hluta vegna um allalvarlegt mál að ræða. Morgunblaðið hefur verið notað af borgarstjórnarminnihlutan- um i Reykjavik, sem hefur und- ir forystu Birgis Isleifs, fyrrum borgarstjóra, haldið uppi miklu lýðskrumi gegn tilraunum til að skapa heildarstefnu i orku- málum og til að jafna orkukiör manna bannig að ekki væri um meiriháttar mismunun að ræða eftir búsetu. Þessháttar spil- verk, þar sem reynt er beint og óbeint að etja saman höfuð- borgarsvæðinu og afganginum stæðisflokkurinn hefði frá þvi i fyrra enn þokast nokkur veiga- mikil skref frá þvi að geta farið með meirihlutavald i höfuð- borginni. Enda segir Birgir Isleifur i Timanum i gær: „Ekkert sældarbrauö að setjast á Alþingi núna”. Nei, allavega ekki fyrir mann sem hefur bundið sér þá pólitisku bagga sem Birgir hefur með sér inn á þing. v< Ekkert sœldarbrauð Morgunblaöið hefur i þágu borgarstjórnarminnihlutans grafið sem mest það mátti und- an slikri stefnumótun og er þaö hábölvuð iðja sem fyrr segir. Eina huggunin er sú, að þetta brölt minnihlutans sýnist ekki sérlega vinsælt — að minnsta kosti bentu þingkosningar. um siðustu helgi til þess, að Sjálf- Birgir ísleifur Gunnarsson, nýr þingmaöur I Reyhjavik: „Ekkert sæld- arbrauð að setjast á Alþingí núna” L.. Vissa i óvissunni Menn eru byrjaðir að kallast á um stjónarmyndun. Lúðvik og aðrir Alþýðubandalagsmenn vilja vinstristjórn — en, nota bene: Hún á að risa undir nafni. Steingrimur itrekar loforö um vinstristjórn. Alþýðuflokks- menn eru daufastir i dálkinn. Benedikt Gröndal segir, aö myndun vinstri stjórnar verði erfið og kennir Alþýðu- bandalaginu um fyrirfram. Kjartan Jóhannsson talar út og suður um að hann vilji ,,ný vinnubrögð” og segir véfréttar- ega, að ekki beri að útiloka neinn möguleika fyrirfram. Eins og vænta mátti er það Jón Baldvin sem talar skýrast um það sem býr i huga þeirra Alþýðuflokksmanna. Hann seg- ir i leiðara i Alþýðublaðinu i gær: „Það er vandséð hvern hlut Alþýðuflokkurinn getur átt I ' stjórnarmyndunartilraunum Framsóknarmanna. Alþýðu- flokkurinn rauf rikisstjórn vegna algers ágreinings I öllum grundvallaratriðum efnahags- mála við Alþýðubandalagiö. Reynslan af siðasta stjórnar- samstarfi sýndi að Alþýðu- bandalagið var, að óbreyttri stefnu, óstjórnhæfur flokkur. Kosningaúrslitin hafa i engu breytt þessum staðreyndum.” En fyrst þetta er „vandséð” ' —-hvaða hlut ætlar Alþýðuflokk- urinn sér i stjórnmálum á næstunni? Kannski ætlar hann strax að fara að undirbúa kosn- _ ingar næsta vor eins og þeir 1 gerðu ihaldsmennirnir sem ■ grétu Ellert Schram úr Valhöll talningarnóttina? Eða eins og sálf ræðingurinn sagði: Kosningar á hverju ári, kæta hugann, þerra tárin. — áb. -09 skoríöí Málfríður hefur skrifað skáldsögu Málfriður Einarsdóttir hefur komið lesendum á óvart með tveim bókum sem hún hefur gefiö út á siðustu árum — Samastaö i tilverunni og Cr sálarkirnunni. Fengu þær bækur mjög lofsam- lega dóma sem undarlegt sam- bland af heimspeki, æviminning- um, ádeilu, mannlýsingum og hugleiðingum um skáldskap og tilveru, blandaö hæfilegum skammti af kimni. Ljóöhús hefur nú gefið út {riðju ,| bók Málfriöar og er þaö skáld- saga sem heitir Auðnuleysingi og tötrughypja sem eru kölluö „sér- j kennileg skötuhjú” i bókarkynn- ; ingu. Málfriöur Einarsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.