Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 3
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 4 félög byggingarmanna í verkfalli: Nauðvörn af okkar hálfu Eins og fram kom I Þjóöviljan- um í gær hafa múrarar, pipulagn- ingarmenn, málarar og veggfóör- arar boöaö sólarhrings verkfail, sem hefst kl. 24 aöfararnótt mánudagsins. 1 greinargerö sem félögin hafa sent frá sér segjast þau knúin tii aðgerðanna þar sem meginkrafa þeirra I kjaradeil- unni, ieiörétting á reiknitöiu ákvæöisvinnu, hafi engar undir- tektir fengiö hjá atvinnurekend- um, jafnvel þótt boöiö hafi veriö að hún geröist i áföngum og dreift yfir lengri tima en samnings- timabiliö. ,,Það er skoðun okkar að hér sé um nauðvörn að ræða af okkar hálfu „segja félögin” og bendum við i þvi sambandi á þá staðreynd að sé tekið mið af sáttatillögu þeirri sem sáttanefnd lagði fram fyrir nokkru var gert ráð fyrir 6% hækkun reiknitalna ákvæðisvinnu á sama tima og laun annarra hækkuðu að meðaltali um 9% samkvæmt þvi sem þá var talið en sú tala virðist þó of lágt reiknuð ef marka má þá pró- sentutölu sem samið var um við bókagerðarmenn, væntanlega með hliðsjón af þvi sem aðrir höföu fengið. Eins og áður er fram komið af okkar hálfu teljum við að skerð- ing reiknitalna ákvæðisvinnu hafi á undanförnum árum verið frá 9,33% - 26,33%, mismunandi eftir starfsstéttum, þegar miðað er við timakaup. öllum sem vita viíja, má vera ljóst að brýn nauð- syn ber til þess, jafnt fyrir ein- staklinga og þjóðarbúið, að bygg- Afmælisfrétt Þorsteinn ólafsson fyrrum 'bóndi i Litluhlið á Barðaströnd, nú til heimilis að Eyjahrauni 11 i Þorlákshöfn verður 90 ára, sunnudaginn 23. nóvember. Hann tekur á móti gestum i Siðumúla 35, milli kl. 14.00 og 18.00 á af- mælisdaginn. ingartimi húsa sé sem stystur og að sú mikla f járfesting sem þar er um að ræða komist sem fyrst i gagnið. Af þeim sökum og einnig með tilliti til þess að verðrátta veldur þvi aðyfirleitt er ekki unnt að vinna allt árið að nýbyggingu húsa teljum við að i þessum greinum sé brýn nauðsyn að halda i afkastahvetjandi launa- kerfi en löng reynsla af ákvæðis- vinnu i þessum greinum hefur tvimælalaust gefið góða raun.” Málflutningur istærsta skaöabótamáli islenskra dómstóla. Vaidimar Jónsson og Þorkell Vaidimarsson gegn borgarsjóöi Reykjavikur. Ljósm. — gel. Stærsta skaöabótamál íslenskra dómstóla: Eigendur Fjalakattarins kreíja borgina um 2,5 miljarða króna Dómur væntanlegur fyrir áramót I gær lauk i borgardómi Reykjavikur endurteknum mál- flutningi i skaöabótamáli þvi sem eigendur Fjaiakattarins, Valdi- mar Þorkelsson og Þorkeli Valdi- marsson höföuöu sumariö 1979 gegn borgarsjóöi Reykjavikur en kröfur þeirra feöga nema 2,5 miljarö króna. Mun þetta vera hæsta skaöabótakrafa sem rekin hefur veriö fyrir islenskum dóm- stólum, og er dóms aö vænta fyrir áramót Reykjavikurborg hefur krafist sýknu I málinu en kröfur feðganna byggjast á þvi að ekki skuli hafa verið byggt hús á lóö- inni Aðalstræti 8fyrirum lOárum siðan. Byggja þeir skaðabóta- kröfuna á útreiknuðum aröi af sliku húsi ásamt með hækkun á byggingavisitölu allan timann og stærð þessa Imyndaða húss er áætluð sambærileg við Morgun- blaðshöllina sem stendur á næstu lóö. Jón G. Tómasson, borgarlög- maður, sem flutti máliö fyrir hönd Reykjavikurborgar sagði i gær að sýknukrafa borgarinnar byggðist á þvi að hvorki væru laga- né efnisrök fyrir bóta- grundvelli og bótakröfu með þessari aðferð. Þá benti Jón á i málflutningi sinum að aldrei hef- ur verið sótt um byggingaleyfi á þessari lóö sérstaklega á þvi timabili sem krafist er bóta fyrir. Þá benti hann á að sækjendur málsins byggöu og keyptu fast- eignir viða i borginni á umræddu timabili og ósannað væri að þeir hefðu getað fjárfest i þessari imynduðu byggingu á lóðinni Aðalstræti 8 á sama tima. Sem kunnugt er hafa borgar- yfirvöld nú til umfjöllunar nýja deiliskipulagstillögu aö Grjóta- þorpi og sagði Jón G. Tómasson að málshöföunin væri að engu leyti tengd þeirri tillögu. Sem fyrr segir er dóms að vænta á næstu vikum. Dómari i málinu er Bjarni Kr. Bjarnason og hefur hann tvo meðdómendur sér til aðstoðar. —AI Rangæingar fá hitaveitu tjármagn í þvi skyni verður tekið inná lánsfjáráætlun 1981 Ólympíuskákmótið á Möltu: Islendingar efstu þjóöanna eftir glæsilegan sigur yfir Kínxerjum í gærkveldi — kvennasveitin gerði jafntefli Frá Einari Karlssyni, tsland og Columbia jafntefli meðal fréttamanni Þjóðviljans óL-mótinu á Möltu. á 1.5—1.5. Þegar þetta er skrifað er óljóst um stöðuna á mótinu vegna f jölda biöskáka, en ljóst er að ef Jóni tekst að ná jafntefli út úr biðstöðu sinni, verða andstæöingar okkar i næstu umferð einhver af sterk- ustu þjóðunum, þar sem Islend- ingar hefðu þá alls 7 vinninga af 8 mögulegum. Eins og áður hefur kom- iðfram, var þaðein af aðal „Fólk”hœttir að koma út Ritstjórinn settur yfir öll sérrit Frjáls framtaks Frjálst framtak hefur ákveðið að hætta útgáfu á vikurritinu Fólk. Fyrirtækið greinir þá ástæðu fyrir ákvörðuninni, að „blaðið hefur ekki mætt þeim arð- semiskröfum sem Frjálst framtak gerir til timarita sinna”. Fyrirtækið telur samt að hægt væri með sérlegu átaki að gefa út „vikulegt skemmtiblað með miklu af myndum”. Ritstjóri Fólks var OK Tynes. Hann hefur nú verið hækkaður i tign eftir reynslu sina og gerður að fram- kvæmdastjóra allra sérrita Frjáls framtaks! Askrifendur munu fá greiðslur endursendar. kröfum verkalýðsfélags- ins Rangæings í kjara- samningunum sem kennd- ir hafa verið við Hraun- eyjarfossdeiluna, að fá einhverjar úrbætur í húsa- hitunarmálum í héraði, en rafmagn í Rangárvalla- sýslu ku vera það dýrasta á landinu. Nú hefur ríkis- stjórnin ákveðið að stuðla að því að komið verði á hitaveitu í Rangárvalla- sýslu, á Rauðalæk, Hellu, Hvolsvelli og i nágrenni þessara þéttbýliskjarna. Forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen lýsti þessu yfir i við- tali við forráðamenn verkalýðs- félagsins Rangæings i fyrradag og þar með féllust þeir austan- menn á aö undirrita nýjan kjara- samning. Um leið lofaði rikisstjórnin þvi að fé til þessara framkvæmda kæmi inni lánsfjáráætlun á árinu 1981. Þetta er að sjálfsögðu liöur i þeirri ákvörðun rikisstjórnarinn- ar aö innleiða innlenda orkugjafa i stað erlendra allsstaðar á land- inu, þar sem þvi verður við komið innan 3ja ára. — S. dór tslenska sveitin á ólympiumót- inu hér á Möltu r.áöi þeim frá- bæra árangri I dag aö sigra sveit Kínverska Alþýöuiýöveldisins i 2. umferö mótsins. A fyrsta borði tefldi Helgi Ölafsson við Wenzhe og til að gera langa sögu stutta, þá sá kinverj- inn aldrei til sólar. Helgi hrein- lega ýtti honum út af borðinu og Kinverjinn sá sér þann kost vænstan að láta sig falla á tima. Skák Jóns L. Arnasonar og Jingxuan fór i bið, og þótt Jón sé meö heldur lakara tafl, eru menn almennt á þvi máli, að hann eigi mjög góða jafnteflismöguieika. Margeir Pétursson vann fljótlega peð I skák sinni við Jinrong og eft- ir vel útfærð uppskipti lét vinn- ingurinn ekki á sér standa. Jó- hann Hjartarson hefur sýnt það á þessu móti að mikils er að vænta af honum i framtiöinni, og I dag lagði hann 4. borðs mann Kin- verjanna aö velli i vel tefldri skák. Islenska sveitin hefur vakið mikla athygli hér á Möltu, ekki sist fyrir það hve ungir strákarnir eru. Eins og fyrirfram var vitað, hefur mikið mætt á Friðrik ólafs- syni, forseta FIDE, en þrátt fyrir það stefnir hann að þvi að verða meö I 4. umferö á sunnudag. Islenska kvennasveitin tefldi i dag viö sveit Colimbiu. Á fyrsta boröi tapaöi Aslaug Kristinsdóttir fyrir Guggenberger, en ólöf Þrá- insdóttir gerði jafntefli við Leyua. Sigurlaug Friðþjófsdóttir vann skák sina gegn Maya og geröu þvi iCji.mu uíx RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn Aðstoðarlæknir óskast á handlækninga- deild til 1 árs frá 1. janúar n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 19. desember n.k. Upplýsingar veita yfir- læknar deildarinnar i sima 29000. Reykjavik, 23. nóvember 1980 Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000. Flugvirkjar Flugvélstjórar Aðalfundur F.V.F.l. verður haldinn sunnudaginn 30. nóv. að Borgartúni 22. kl. 14.00. Lagabreytingar þurfa að berast til stjórnar fyrir miðvikudaginn 26. nóv. Lagabreytingar ásamt reikningum fyrir árið 1978 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá miðvikudeginum 26. til laugardagsins 29. nóv. milli kl. 16 og 17. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.