Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22. og 23. nóvember 1980 Árni Bergmann skrifar um bókmenntir Dauðadœmt þorp fær líf á pappír Manuel Scorza: Rancas — þorp á heljarþröm. Ingibjörg Haraldsdóttir. þýddi. Iðunn 1980. 216 bis. Þegar Raiph Fox var aö velta fyrir sér miklu eftirlætishugðar- efni marxista, hnignun skáld- sögunnar, i bókinni The Novel and the People, þóttist hann eygja von um hressingu i Suður- Ameriku. Hann bjóst þar helst við nýjum verkum sem bæru fagurt vitni imyndunaraflinu, væru litrik með afbrigðum, gæfu nýja sýn á heiminn. Siðan fór þessi ungi enski rauðliði til Spán- ar og féll fyrir byssukúlum Francos. Fox hefur um margt reynst sannspár: dasaðir Evrópumenn hafa hrokkið við upp frá dútli sinu og horft meö forundran á galdramenn iuðuramrískra bók- mennta, hvernig heift þeirra og ást tætirí sig himininn og klýfur fjöllin og umfram allt: þessir menn virðast ekki smeykir við* að orðiö hafi fallið i verði. tslendingar hafa fengið sinn skammt af þessum nattúruham- förum: Asturias, Marquez. Og nú kemur Ut mögnuð bók eftir Perúmanninn Manuel Scorza, sem er máski einn af hinum minni bræðrum, sem nýtur góös af landnámi þeirra sem á undan eru komnir, en engu aö siður góður fyrir sinn hatt og miklu meira en það. Ef að læsa ætti efni þessarar sögu niöur í einfalda pólitiska formúlu, þá gæti hún litið svo út: erlenti auðvald (námahringur- inn Cerrode Pasco Corporation) sameinast innlendri yfirstétt (dómarinn Montenegroog óðals- eigandinn Migdonio de la Torre) um aö aröæna fátæka bændur og leiguliða. Þegar landráninu er svo langt komið aö ekkert blasir við annað en hungurdauöinn, gera hinir kúguðu uppreisn, sem er bæld niöur miskunnarlaust af hervaldi... Þessi lýsing er alveg rétt — en um leið minnir hún rækilega á, aö með henni er fátt eitt sagt, hún er um margt villandi. Hún lætur liggja milli hluta hina mögnuöu rómönsk- amerisku frásagnaraðferð, sem lifir og hrærist f stórýkjum og kosmlskum tilburöum. Hvernig kynnumst viö hinu mikla valdi Montenegros dómara? Jú, við fáum smjörþef af þvi, þegar i upphafi: þá týnir dómarinn pen- ingi sem liggur óhreyfður vikum saman á torginu i þessu alls- lausa fjallaplássi. Við kynnumst valdi hans af þvi, að ef hann tek- ur þátt I happadrætti þá hlýtur hann að vinna tiu kynbótahrúta á þá tiu happdrættismiöa sem hann kaupir. Ogvald Migdonios óðalsherra kemur ekki aöeins fram i þvi, að hann afmeyjar hverja einustu leiguliðadóttur á fimmtánda afmælisdaginn henn- ar, heldur og þvi, aö leiguliöarn- ireru stoltir af krafti þeim gifur- legum, sem býr i þriöja fæti þessa manns. Ógnir og skelfing- ar búa i einhverju sérstæðu ná- býli viö fáránleikann. Migdonio svarar tilmælum fimmtán leigu- liöa um að þeir fái að stofna bræðrafélag bænda meö þvi að bjóða þeim inn i stofu meö kurteisi, láta vinsamlega við þá og drepa þá síðan á eitruðu brennivini. Siðan lætur hann Montenegro dómara skrifa upp á vottorð um sameiginlegt hjarta- áfall fimmtán leiguliða.... Svo mætti lengi telja. Furður á furöur ofan og þó verðum við að trúa. Og áhrifa- máttur sögunnar er einnegin við það bundinn að himinn og mold, tré og fiskar og fuglar — öll nátt- úran tekur undir við sögumann- i nn. Og umsvif mannanna taka likingu af náttúrunni. Allt lifir. Giröing bandaríska auðhrings- ins, sem rekur bændur út á ystu nöf, hún er gráðugur ormur, sem gleypir fjöll og svelgir i sig ár. Og þegar hún sækir fram, þá verða undur, eins og i annálum frá skelfilegustu árum Islands- sögu! Kýr fæðir gris meö niu lappir, trén engjast af ótta og mjaka sér um set. Og þegar bændurnir hafa veriö myrtir, þá mælast þeir við i gröfum sinum : hinir dauðu eru grafnir meö aug- un opin, segir Asturias... Þetta er suðuramrikusaga, en þetta er lika partur af mjög langri skelfingasögu. Hún gerð- ist I Hálöndum Skotlands og á írlandi á fyrri öld, hún gerðist i Oklahoma þegar Steinbeck fann hjá sér þörf til að skrifa Þrúgur reiðinnar.SU saga segir, að eign- arrétturinn, sérhæfing í búskap, hagræöing og svo tækni dæmi smábændur til dauða eða til landflótta. Þeim verða ekki grið gefin. Grimmdin er þó meiri i sögunni frá Perú en i þeim dæm- um sem fyrr voru rakin: Hálendingum og trum var skip- að út tíl Kanada og Astraliu, OkJarar reyndu við Kaliforniu, iðnaðarborgirnar tóku enn við fólki. En hinir snauðu kynblend- ingar Andesfjalla: hvert komast þeir? Þeir eiga ekki nema um tvennt aö velja, segir höfundur: „verða aftur að dýri eða leita uppi neistann sem getur orðið að stóru báli.” (186) Maður finnur það stundum af t þýðingu Ingibjargar Haralds- dóttur, aö framandleiki þessa heims, þessa stils, situr áfram sem framandleiki í málblæ, notkun orða. En þessar syndir eru ekki stórar. Þýöingin kemur svo fyrir sjónir að hUn sé ósvikin, vönduö vinna. AB. Beðið eftir sunnudegi marek hlasko Marek Hlasko: Attundi dagur vikunnar. Skáidsaga. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Mál og menning 1980. 121 bls. Sjaldgæf tiðindi: skáldsaga frá Austur-Evrópu komin út, pólsk saga frá árinu 1958, þá mikiö um töluö, og hittir I mark I alman- akinu: nú eru allir aö tala um Pólland, ekki er Pólland alveg dautt.... Þaö er gengiö hreint til verks I þessari stuttu skáldsögu. Hvergi slegið úr og I. ömurleikinn sleikir stræti borgarinnar, sem er enn full af rústum striðsins, klám og hrottaskapur kveðast á við vodkafýluna undir blýgráum himni. Her er hvergi athvarf að finna, hvorki fyrir hugsjónir og vonir, né heldur ævintýrið mikla, ástina, sem þau Agneska og Piet- rek setja á allt sitt traust. Umhverfi og hugarástand pærsónanna verða eitt I þessu magnaða riti kornungs pólsks höfundar, sem heldur undarlega vel áhrifamætti sinum i blas- éruöum heimi. Grzegorz, bróðir Agnesku, er aö sökkva i vodkabriminu: þaö er búið aö segja frá myrkraverkum Stallns, það er búið að hleypa mörgum út úr fangelsunum, og hann gengur meö það krabba- mein I huga sér, að hann var einn þeirra ofstækisfuilu, hann hafði notaö sina ögn valdsins eins og þeir sem hærra voru settir. Hann haföi flæmt frá námi þá sem áttu óæskilega ættingja. Hann var hetja, nú finnst honum hann sé svin. Verður dæminu snúið viö aftur? Hann er fullur af myrkri, hann drekkur, hann biöur eftir stúlku sem ekki kemur, eða kemur þá á röngum tima. Pietrek var tekinn fastur 1952: minningar frá þeirri dvöl, óþol- andi vangaveltur um þann sem kæröi hann, setjast að honum og gefa engin griö. Hann getur ekki heldur notiö stopulla stunda með Agnesku, þótt hann vilji ekkert frekar. A hann að hugsa til hefnda? Munu einshverskonar stalinstimar endurtaka sig? Æska Póliands ári eftir Stalins- ræðu Krúsjofs (sagan gerist 1957), eftir að fólki er hleypt úr fangelsum — en einnig eftir Poznan og Ungverjaland. Var þaö maður eins og Grze- gorz sem kæröi Pietrek? Agneska elskar þá báða og vill ekkert heldur en hjálpa þeim. Hún dregur bróöur sinn upp úr vodkapyttum á næturnar og hún ætlar að sofa hjá Pietrek á sunnu- daginn, þvi hann er svo sann- færöur um að hann geti ekki lifaö án hennar. Bara þau geti fundið athvarf þar sem veruleikinn ekki rekur ófrýnilegt trýni sitt upp undir brúöarsængina. En þaö tekst engum neitt. Sunnu- dagurinn, sem allir biðu eftir, veröur ekki hátið heldur öllum dögum verri. Allir farast á mis. Marek Hlasko leyfir engum aö eignast athvarf I privatham- ingjunni. Sá eini sem telur sig hólpinn, leigjandinn Zawadski, veit ekki, aö hann reisir hús sitt á sandi. En Agneska veit það, eins Vatnið og gullkornin dagur, avikunnar og annað. Hún hefur reynt aö herða upp huga bróður sins með þvi að allt standi til bóta, en þaö er mjög vafasamt að hún trúi þvi sjálf. Saga Markes Hlasko varð til um það leyti sem pólskir rit- höfundar fengu aftur málið á umbótaskeiöinu upp úr 1956. 1 bókarkynningu er minnt á aö hún hafi veröi bönnuð. En hvar og hvernig sem hún var fyrst prentuð er vist, að meira aö segja austur I Moskvu höfðu unglingar furðu miklar spurnir af þessari sögu. Þeir höfðu mikla samúö meö Agnesku og sáu mikiö eftir Meydómi hennar. Gat hún ekki gert eitthvaö annaö? spurðu þeir. Astandið er ekki svona svart? Þetta er grimm bók og vel skrifuð. Það er fylgni i stilnum og þessi kornungi höfundur sem Hlasko var er mjög útsmoginn i byggingarlist — tökum dæmi af þvi, hve vel honum gengur að skammta nauðsynlegum upplýsingum um persónurnar og samskipti þeirra beint inn I sam- töl. Texti Þorgeirs Þorgeirssonar hefur þá prýöilegu kosti, að les- andi hugsar ekki til þess aö hann er aö lesa þýöingu. Og hefur þó oft veriö úr vöndu að ráða. ÁB Mánasilfur. Safn endurminninga Gils Guðmundsson valdi efnið. Annaö bindi Við munum seint fá þvi neitað tslendingar að viö erum veikir fyrir endurminningum, seint gefumst við upp á þvi aö lesa þær — og skrifa. Gils Guömundsson hefur þvi úr firnamiklu að velja þegar hann tekur saman þetta safn sem fór svo ágætlega af stað i fyrra. Og það ber ekki á öðru en honum verði vel til fanga. Mest þykir lesandanum til koma þegar hann les eitthvaö þaö sem hann hafði ekki hugmynd um áður. 1 þessu bindi eru nokkur slik dæmi eftirminnileg: hér má nefna sér- staklega ágrip af ævisögu Sæmundar Stefánssonar, niöur- setnings og holdveikissjúklings sem dó árið 1945, en ágrip þetta hafði birst I litlu kveri árið 1929. Þetta er mannlíf engu likt að ömurleika og um leið merkileg heiðrikja yfir frásögninni. Annað dæmi mætti vel vera ungdóms- saga Þórarins Sveinssonar bók- bindarahjá Magnúsi Stephensen: Þessi eftirminnilega frásögn af bókarþorsta ungs drengs og háskaleg glima hans við að berja saman visur, sem eins er vist að verðirefsaðharðlegafyrir , er eitt af þvi sem styður og staðfestir i vitund okkar frásögnina af æsku Ólafs Kárasonar á Fæti undir mmmmmmmmmmmmmm Þórarins lifir vitaskuld eigin llfi og þarf ekki á aðstoð að halda Ur frægum bókum. Þarna eru lika kaflar úr frægari bókum. Bæöi þeirra manna sem lifa í sjálfsævisögu sinni fyrst og fremst: Arni Magnússon frá Geitarstekk, Eirikur frá Brúnum, Jóhannes Birkiland, sá undarlegi harm- kvælamaður sem byrjar raunir sinar á að kvarta yfir því aö for- eldrar hans hafi ekki haft rænu á að bera hann út strax og hann fæddist. Þarna eru og höfundar sem þekktari eru af öðrum verkum: Guðmundur Hagalin, Matthias Jochumsson. Þarna eru menn sem segja frá þvi sem fæstir aörir þekkja, eins og Skúli Guðjonsson frá Ljótunnarstöðum. Þarna eru upprifjanir á merkum tiðindum i pólitik og sögu (Gunnar M. Magnúss á kafla um kosningatöfra á Vestfjörðum, Gunnar Olafsson lýsir framboði sinu gegn uppkastinu 1908, Daniel Danielsson dýrustu gestakomu allra alda, konungskomunni 1907 Gunnar Benediktsson réttarfars- uppákomum á stríðsárunum). Þetta er fjölskrúöugt safn, en einna mest veröur þó sótt til bernskuára minningahöfunda, sem vonlegt er: mörgum tekst best upp á þeim vettvangi enda muna þeir hann best. 1 framhaldi af þessu mætti vel bera fram að- finnslu: heldur kysi ég að sjá i þessari bók kafla um Bessastaða- vist Páls Melsteðs en þá frásögn af uppvexti hans i sveit sem I safnið er tekin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.