Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 11
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 SINF ÓNÍUÞ ANK AR Þrjátlu ára barátta bestu manna aö koma hér upp sin- fóniuhljómsveit, hefur oft verið vonlltil, allt aö þvi örvæntingar- full. Samt hefur þessu höfuö tónlistarmáli þokað talsvert I áttina og stundum viröist þaö i þann veginn aö komast I höfn. Hvað er maðurinn að fara, spyr nú einhver. Höfum við ekki hér sistarfandi sinfóniuhljóm- sveit, sem var með sina fjórðu tónleika á þessu starfsári i gær? Er ekki starf hennar blómlegt og vaxandi? A yfirborðinu virð- ist þetta rétt athugað, og má nefna að föstum áskrifenda-tón- leikum hefur fjölgað allnokkuð, eru 20 þetta árið. En þegar þess ergætt, að ýmsir aukatónleikar hafa verið felldir niður, þá er vöxturinn varla svo ýkja mikill. Ef við ætlum að vega og meta starfsemi hljómsveitarinnar þessa dagana, spyrjum við ósjálfrátt: hvernig stendur hún að vigi gagnvart viðfangsefn- unum. Er hún fær um að fjalla um skyldug meistarastykki tón- bókmenntanna, þannig að hún standist venjulega og sann- gjarna gagnrýni? Og svarið er neikvætt. Afhverju? Þarna eru starfandi uþb. sextiu hljóðfæra- leikarar og þeir eru alltaf að æfa sig, sundur og saman, við leið- sögn ágætra stjórnenda. Af- hverju ættu þeir ekki að geta gert sinfóniunum sannfærandi skil? Allir hafa þeir að baki langt tónlistarnám. Þeir hafa staðist allskonar próf, inn og útúr skólum og stofnunum og hafa bréf uppá að vera færir i flestan sjó. En allt kemur fyrir ekki, og ástæðan er einfaldlega sú, að þeir eru of fáir, og vinna þeirra er vitlaust skipulögð. Fyrri ástæðan er svo augljós, og þarna er svo sorglega mjótt á mununum, að mann furðar að ekki skuli úr bætt i snatri. Það vantar ekki nema 15-20 hljóð- færaleikara i viðbót, til að hljómsveitin hafi alla mögu- leika á að standa jafnfætis hin- um bestu i nágrannalöndunum. Einsog er getur leikur hennar aldrei orðið annað en mála- myndalausn og neyðarbrauð. Ég veit að þetta eru stór og ljót orð, en þau eru þvi miður sönn. Það er hlægilegt og siðlaust að flytja Brahms, Wagner, Strauss og Mahler, og raunar róman- tikina einsog hún leggur sig, meö 10 fyrstu fiðlum, 8 öðrum fiðlum, 6 viólum, 5 sellóum og 4 bössum. Tveir til fjórir hljóð- færaleikarar i viðbót i hverja rödd, myndu hinsvegar gjör- breyta öllum aðstæðum, gera þann gæfumun sem allt veltur á. „Það er of dýrt, kostar of mikið”, segja gjaldkerarnir. Og það er ekki satt. Það eina sem er of dýrt er að una við þetta ástand, Það getur orðið svo dýrt þegar til lengdar lætur, að það verði með öllu óbætanlegt. Meö þessu er nefnilega veriö að misþyrma tónelskum hjörtum áheyrenda, gefa al- ranga mynd af menningar-verð- mætum, skapa smekk, eða smekkleysi, sem byggist á vit- lausum forsendum. Tónlistar- lifið hlýtur með þessu að leiðast á vondar blindgötur.svo vondar að þær gætu lokast i báða enda. Það þarf ekki að kosta nema einn fjórða af rekstrarfé sin- fóniuhljómsveitarinnar til viö- bótar til að hún komist hjá þess- um ógöngum og þá hefur hún ágæta möguleika á samanburði við systur sinar i Malmö og Arósum svo nefndar séu komm- únur á stærð við Island, og ég geri ráð fyrir að metnaðurinn nái miklu lengra. Ég veit að þetta yrði pyngjupössurunum miklu skiljanlegra ef hægt væri að koma á landskeppnum i sin- fóniuspili, en er ekki miklu nær 'að standa fast við þær kröfur aö við fáum að nýta þá hæfileika til listsköpunar sem hér eru fyrir hendi, eins og sæmilega siðaðir menn? Sinfóniuhljómsveitin er sú stofnun sem öll tónmenningin veltur á. Og þá erum við komin að skipulagningunni. Þó að draumurinn um fullkomna hljómsveit verði að veruleika, er fjölgun sinfóniutónleika alls ekki æskileg. Þeir eru kannski þegar of margir. Hljómsveit sem upptekur megnið af fáan- legum hljóðf æraleikurum okkar, verður að gegna stærra hlutverki. Hún þarf að vera einskonar miðstöð tónlistarlifs- ins, þar sem starfa ýmsar smærri einingar, kammer- sveitir af öllum gerðum og minni hljómsveitir, miðaðar við flutning á tónverkum allra tima, frá renesans til dagsins.i dag. Þar opnast um leið færar leiöir að ná til stærri hluta þjóðarinnar, þvi þessir hópar gætu auðveldlega skipt meö sér verkum um allt landið, á milli þess sem þeir sameinuðust á stóru sinfóniutónleikunum sem ættu þó alls ekki að vera ein- göngu i Reykiavik. Nýr gítarleikari Áhuginn fyrir klassiskri gítartónlist hefur farið vaxandi siðustu árin. Þetta lágróma og fingerða hljóðfæri virðist af einhverjum dularfullum ástæðum höfða til æ fleiri, þrátt f yrir hávaða- dýrkun og taugastrekking samtiðarinnar. Nú er enn einn ungur islensk- ur gigarleikari að koma heim frá námi og ætlar að halda tónleika i Bústaðakirkju á mið- vikudagskvöldið kl. hálf niu. Þetta er kornungur Reykvik- ingur, Pétur Jónasson að nafni, en hann hefur undanfarin tvö ár stundaö strangt gitarnám i Mexico, hjá frægum gitar- leikara og kennara, Manuel López Ramos, við Estudio de Arte Guitarristico. Pétur lauk þaðan prófi á siðastliðnu vori. Efnisskráin, sem hann ætlar að flytja i Bústaöakirkju, er bæði vönduð og mikils áhuga verö. Miðpunktur hennar er lútusvita stór og mikil, eftir Bach, en auk þess bæði yngri og eldri tónlist.Hefjast tónleikarnir meö tilbrigöum eftir spánska renesanstónskáldiö Luys de Narvaés, og þar eru verk eftir William Walton, Villa-Lobos og Albeniz og eitt mexikanskt tónskáld, Manuel Pance, en sá samdi á sinum tima gitar- xonsert fyrir sjálfan Segovia. Þó Pétur Jónasson sé að halda sina fyrstu „sjálfstæðu” tónleika hér heima, þá hefur hann tvivegis haldið tónleika i Mexicoborg, en þar er kannski almennari gitaráhugi og gerðar strangari kröfur á þessu sviði, en viða annarsstaðar. Er þó giitarinn oröinn sannkallað tisku hljóðfæri i flestum heimshorn- um, hvort sem það má þakka bitlunum og rafmögnuðum sporgenglum þeirra, eöa einhverju öðru. Músík- hópurinn Mikið var ánægjulegt að sjá hvað tónleikar Músíkhópsins voru vel sóttir um daginn. Félags- heimili stúdenta var þétt- setið af efnilegu fólki á öllum aldri, sem fagnaði ungu tónskáldunum inni- lega. Þarna voru leikin verk eftir fjögur Islensk tónskáld og sjálfan Stockhausen og má með sanni segja að þetta var enginn hversdagsviðburöur. Öskar Ingólfsson lék einleiksverk fyrir klarinett eftir Stockhausen, In Freundschaft, og sýndi við það mikla staðfestu og einlægni. Hefur þarna bæst islensku tónlistarlifi góður liösmaður, sem mikils má vænta af i framtiðinni. Þorsteinn Hauksson og Snorri Sigfús Birgisson áttu þarna ný elektrónisk tónverk, sem flutt voru af segulbandi i gegnum öflugt hátalarakerfi á vegum Stúdió Stemmu. Þetta eru verk samin meira og minna með tölvutækni og vakti „Sónata” Þorsteins Haukssonar, sem samin er i verkstæöi i Stokkhólmi, athygli, fyrir vönd- uð vinnubrögð og öruggt en nokkuö venjubundið formskyn. Verk Snorra er smærra i sniðum, en bendir ótvirætt til góðra möguleika höfundarins á að koma hugsun sinni i sannfær- andi búning. Rut Magnússon söng barnalög viö litlu skólaljóðin eftir Atla Heimi Sveinsson af mikilli list. Þessi lög eru fjári skemmtilegt uppátæki og sýna enn eina af björtu hliðunum á Atla, en þær eru nú raunar býsna margar. Þar er stundum þrætt skrýtið einstigi á milli Litlu Gunnu og Mahlers, af slikri fimi og fals- lausum húmor, að manni verður rækilega hlýtt i geði. Aö lokum var leikiö á flautur og slagverk, Bláa ljósið eftir Askel Mássön. Þetta verk hefur verið leikið i útlöndum, en heyröist nú fyrst hér á landi, einsog raunar flest ef ekki öll verkin á prógramminu. Ég held að Valva Gisladóttir, Bernard Wilkinson, Oddur Björnsson og Reynir Sigurðsson hafi gert þvi sæmileg skil undir geðslegri stjórn Hjálmars Ragnars- sonar. En einhvernveginn var einsog vantaði i þetta bakfisk- inn, þó það léti vissulega þægi- lega i eyrum. Það er fyllsta ástæöa til að vænta ýmissa hluta af hendi þessara þriggja „ungu” tónskálda, þó enn hafi þau ekkert sérlega nýtt eða frumlegt fram að færa. Og viö' skulum óska þeim til hamingju með bliðviðrið. Barnakór Öldutúnskóla Barnakór öldutúnsskólans i Hafnarfirði á fimmtán ára afmæli þessa dagana. 1 tilefni þess heldur hann tónleika i skól- anum I dag, laugardag, kl. 3 t.d. og mun Egill Friðleifsson stjórna. Þarna koma fram um 100 ungir söngvarar, og skiptast þeir i þrjá kóra, ýngstu deild, sem i eru börn frá sex ára aldri, öldutúnskórinn sjálfan, einsog viö þekkjum hann af tónleikum hér og þar, og stúlkur sem lokiö hafa námi i skólanum, en halda þó áfram að syngja saman. Siöasta flokkinn kallar Egill Elitekórinn, úrvalskórinn, en þar eru nemendur sem hafa skaraö framúr og ætla sér margir i framhaldsnám i tónlist. öldutúnskórinn hefur haft forustu i barnakórastarf- semi siðustu árin, og má fyrst og fremst þakka það elju og áhuga stjórnandans, Egils Friöleifssonar, sem hefur tekist að byggja þarna upp stórmerka og bráðnauðsyiilega tónlistar- stofnun. A efnisskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, en islensk tónskáld hafa mörg samið sérstaklega fyrir kórinn, m.a. er Jón Asgeirsson að ljúka við nýjan lagaflokk, sem veröur frumfluttur seinna i vetur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.