Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 mm „Hér opnar Landsbankinn útibú“ stendur á skiltinu, enda voru reykvískir gatnagerðarmenn fljótir á staðinn með tól sín og tæki. Ljósm. eik. Bifreiðastæðin malbikuð strax þótt íbúar í nágrenninu hafi mátt bíða eftir sömu þjónustu í tilefni þess að Landsbankinn hefur opnað útibú í Mjóddinni í Breiðholti, brugðu reykvískir gatn- agerðarmenn skjótt við og malbik- uðu bifreiðastæði peningastofnun- arinnar hið bráðasta. Sama var upp á teningnum þegar hinn víðkunni og ágæti skemmtistaður Ólafs Laufdal, Broadway, var opnaður með pompi og prakt í vetur. Á sama tíma hafa íbúarnir í fjölbýlis- húsinu Þangbakka 8-10 beðið árum saman eftir að fá bifreiða- stæði sín fullfrágengin, auk þess sem aðkeyrslan upp að húsinu var sem háfjallatroðningur þar til í sumar. Gatnagerðarmenn borgar- innar hafa þó tekið sig til og lagfært verstu agnúana. Þjóðviljinn kynn- tu rækilega þessa sorgarsögu í vor á síðum sínum og þar kom afar vel í ljós, að fyrirgreiðsla Reykjavíkur- borgar er mun betri ef í hlut á banki eða skemmtistaður en ef hinir al- mennu borgarar biðja um lág- marksþjónustu. — v. Einar Karl Haraldsson ritstjóri dreifir kynningarriti Alþýðubandalagsins ar BÚR í gær. Ljósm. eik. til starfsfólks Fiskverkunarstöðv- Verjum Island gegn atvinnuleysi Vinnustaðafundir Alþýðubandalagsins Ýmsir af framámönnum Al- þýðubandalagsins hafa eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu heimsótt vinnustaði víða um land I síðustu viku. Þar hafa verið kynnt þau vandamál sem við er að etja í íslensku efna- hagslífí, efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar og tillögur þær sem Alþýðubandalagið lagði fram í efnahagsmálum í tengslum við samningana innan stjórnarinnar. f gær var vinnustaðafundum haldið áfram í Reykjavík og heim- sóttu Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Einar Karl Har- Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins á fundi í saltfisk- og skreiðarverkun Bæjarútgerðar Reykjavíkur í gærmorgun. Ljósm. eik. aldsson m.a. saltfisk- og skreiðar- verkun BÚR, Stálsmiðjuna, JP- innréttingar. Prentsmiðjuna Odda, matstofu Pósts- og síma og starfsmenn Reykjavíkurhafnar. A fundunum var dreift kynningar - spjaldi frá Alþýðubandalaginu sem ber yfirskriftina „Verjum ísland gegn atvinnuleysi“. í gær heimsótti Baldur Óskars- son framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins vinnustaði á Stokks- eyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn og í sl. viku sótti Skúli Alexanders- son heim vinnustaði á Snæfellsnesi, Búðardal, Borgarnesi og Akra- nesi. — ekh RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN YFIRSJÚKRAÞJÁLFARI óskast á öldrunarlækninga- deild Landspítalans til afleysinga um óákveðinn tíma. Upplýsingar veitir yfirlæknir öldrunarlækningadeildar í síma 29000. LJÓSMÆÐUR óskast á fæðingargang Kvennadeildar (23A). Upplýsingar veitir yfirljósmóðir í síma 29000. LÆKNARITARI óskast á lyflækningadeild. Stúd- entspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri vélritunar og íslenskukunnáttu. Umsóknir sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 16. september n.k. Upplýsingar veitir læknafulítrúi lyflækningadeildar í síma 29000. AÐSTOÐARMAÐUR sjúkraþjálfara óskast á endur- hæfingadeild. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 29000. KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARSTJÓRI óskast á næturvaktir til af- leysinga um óákveðinn tíma. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og STARFSMENN ósk- ast á ýmsar deildir spítalans. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrun- arforstjóri Kleppsspítalans í síma 38260. LÆKNARITARI óskast á Kleppsspítala í hálft starf. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Upplýsingar veitir læknafulltrúi Kleppsspítalans í síma 38160. KÓPAVOGSHÆLI STARFSMENN óskast á deildir og til ræstinga. Upp- lýsingar veitir forstöðumaður Kópavogshælis í síma 41500. Reykjavík, 5. ágúst 1982 RÍKISSPÍTALARNIR Áhugafólk um matargerð Markaðsnefnd landbúnaðarins efnir til sam- keppni á meðal sælkera um rétti úr innmat, lamba og kindakjöti. Prenn verðlaun verða veitt sem er lambsskrokkur tilbúinn í frysti- kistuna. Uppskriftirnar þurfa að hafa borist fyrir 14. nóvember 1982. Markaðsnefnd landbúnaðarins Snorrabraut 54 105 Reykjavík Vonarland Egilsstöðum Þroskaþjálfa vantar að Vonarlandi sein fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97- 1177 eða 1577. Hjúkrunarfélag ✓ Islands heldur félagsfund í fundarsal BSRB að Grett- isgötu 89 4. hæð miðvikudaginn 8. sept. kl. 20.30. Fundarefni: Kynntir kjarasamningar. Hjúkrunarfélag ísiands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.