Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. september 1982 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráð Vesturlandskjördæmis Ráðstefna um úrslit sveitastjórn- akosninga s.i. vor og stöðu mála eftir þær verður haldið að Hótel Búðum, Snæfellsnesi og hefst kl. 14 eftir hádegi laugardaginn 11. þ.m. Málshefjendur eru Ingi Hans Jóns- son og Skúli Alexandersson. Nauðsynlegt að mætt verði frá öll- um félagsdeildum. Nánar auglýst í bréfi til félaganna. Stjórn kjördæmisráðsins. " _^s£T . . mt m Ingi Hans Skúli Borgny Rusten uppeldisfræðingur heldur er- índi um SÉRKENNSLU EINHVERFRA OG FÉLAGSLEGA ÞJÓNUSTU VIÐ FORELDRA ÞEIRRA í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. septemb- er kl. 20.30. Umsjónarfélag einhverfra Landssamtökin Þroskahjálp Styrktarfélag vangefinna Félag íslenskra sérkennara Sálfræðingafélag Islands Félagsráðgjafafélag íslands Þroskaþjálfafélag íslands Frá menntaskólanum í Kópavogi Skólann vantar vélritunarkennara. Upplýs- ingar í síma 43861. Skólameistari Auglýsing um tollafgreiðslugengi í september 1982 Nýtt tollafgreiðslugengi var skráð 1. sept- ember 1982: Sala Bandaríkjadollar USD 14.334 Sterlingspund GBP 24.756 Kanadadollar CAD 11.564 Dönsk króna DKK 1.6482 Norsk króna NOK 2.1443 Sænsk króna SEK 2.3355 Finnskt mark FIM 3.0088 Franskur franki FRF 2.0528 Belgískurfranki BEC 0.3001 Svissneskur franki CHF 6.7430 HoII.gyllini NLG 5.2579 Vestur-þýskt mark DEM 5.7467 ftölsk líra ITL 0.01019 Austurr.sch. ATS 0.8196 Portug.escudo PTE 0.1660 Spánskurpeseti ESP 0.1279 Japansktyen JPY 0.05541 írsktpund IEP 20.025 SDR. (Sérstök dráttarréttindi 15.6654 Tollverð vöru sem tollafgreidd er í september skal miða við ofanskráð gengi. Hafi fullbúin tollskjöl borist tollstjórum fyrir lok septemb- er skal þó til og með 8. október 1982 miða tollverð þeirra við tollafgreiðslugengi sept- embermánaðar. Auglýsing þessi er birt með þeim fyrirvara að í september komi eigi til atvik þau er um getur í 2. mgr. 1. gr. auglýsingar nr. 464/1982 um tollafgreiðslugengi. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra fyrir lok ágústmánaðar skal tollverð varnings reiknað samkvæmt tollafgreiðslugengi er skráð var 23. ágúst 1982 til og með 8. sept- ember 1982. Fjármálaráðuneytið, 3. september 1982. 1022 Reyk- yfklngar nutu heimilis- hjálpar 1 áfangaskýrslu öldrunarþjón- ustunefndar, „Aldraðir og heil- brigðisþjónusta” er frá þvi skýrt að Þórhannes Axelsson, félags- fræðingur, hafi athugað tölu karla og kvenna 70 ára og eldri, sem fengu heimilishjálp i Reykjavik i mai 1981. Var könnun þessi gerð i samvinnu við heim ilishjálp Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. Jafnframt var aflað upp- lýsinga um aðstæður þessara þjónustuþega. Könnun þessi leiddi m.a. I ljós, að alls fengu 1022 Reykvikingar, 70 ára og eldri heimilishjálp á umræddum tima, eða 14,6% allra Reykvikinga 70 ára og eldri. Hópurinn skiptist þannig eftir kynjum að 344 af 2824 körlum eða um 12,2% fengu heimilishjálp en 678 af 4175 konum eða 16,2%. 1 eigin húsnæði bjuggu 69% þjónustuþega, 14% i leiguhús- næði, 10% i vernduðu húsnæði og 8% á heimilum annarra. Ein i heimili voru 91,5% hjóna, i heimili hjá börnum sinum 7,7% og i heimili hjá óskyldum 0,8%. Einir i heimili voru 86,4% ein- hleypra karla, 10,7% i heimili hjá börnum sinum og 2,9% hjá óskyldum. Einar i heimili voru 79,4% einhleypra kvenna, i heim- ili hjá börnum sinum 15,2% og i heimili hjá óskyldum 5,4%. Heimilishjálp einu sinni I viku eða sjaldnar fengu 56,6% hjóna, tvisvar til þrisvar i viku 21,9% hjóna og alla virka daga 21,1%. 65% einhleypra karla fengu heim- ilishjálp einu sinni i viku eða sjaldnar, 14,6% tvisvar til þrisvar i viku og um 20% alla virka daga. Heimilishjálp fengu 63,7% ein- hleypra kvenna einu sinni i viku eða sjaldnar, 14,4% tvisvar til þrisvar i viku og 21,9% alla virka daga vikunnar. Hjón fengu að meðaltali heim- ilishjálp 9,1 klst, á viku, ein- hleypir karlar 8 klst. og ein- hleypar konur 8,7 klst. í heild fékk þessi hópur 7126 klst. þjónustu á viku. Könnunin sýndi að 168 einstakl- ingar nutu einnig heimahjúkr- unar samhliða heimilishjálp. Af þeim voru 109 einhleypir, 18 karlar og 91 kona en 59 aðilar voru ihjónabandi. Þar af fengu 14 beggja hjónanna heimahjúkrun eða 28 einstaklingar en i 18 til- vikum var það aðeins eiginmaðurinn og i 27 aðeins eiginkonan. Athugað var hversu margir þeirra, sem fengu heimilishjálp þörfnuðust nauðsynlega vistar á hjúkrunarstofnunum. Töldust þeir vera 66;49 konur og 17 karlar. Þetta fólk var þvinær allt komið yfir áttrætt. — mhg Þýsk-íslenska orðabókin: Þriðja útgáfa komin ísafoldarprentsmiöja hefur sent frá sér þriðju útgáfu Þýsk- íslenskrar orðaþókar eftir dr. Jón Ófeigsson, en bókin hefur verið óf- áanlegum alllangan tíma. Þessi út- gáfa er óbreytt offsetprentun ann- arrar útgáfu. Hússt j órnarskóli Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Námskeið veturinn 1982-83 I. Saumanámskeið 6 vikur. 1.1 Kennt þriðjud. og föstud. kl. 14 - 17 1.2 Kennt mánud. og fimmtud. kl. 19 - 22 1.3 Kennt þriðjudaga kl. 19 - 22 1.4 Kennt miðvikudaga kl. 19 - 22 II. Vefnaðarnámskeið 7 vikur. Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga kl. 14.15 - 17.15 III. Jurtalitun 4 vikur. Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl. 19.30 - 22.30. IV. Matreiðslunámskeið 5 vikur. Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30-22. V. Matreiðslunámskeið 5 vikur. Kennt verður fimmtudaga og föstudaga kl. 18.30-22. Ætlað karlmönnum sérstaklega. Stutt matreiðslunámskeið Kennslutími kl. 13.30 — 16.30. Gerbakstur 2 dagar Smurt brauð 3 dagar Sláturgerð og frágangur í frystigeymslu 3 dagar Glóðarsteiking 2 dagar Fiski- og síldarréttir 3 dagar Grænmetis- og baunaréttir 3 dagar Jólavika 6. - 10. des. 4. janúar 1983 hefst 5 mán. hússtjórnarskóli með heimavist fyrir þá, sem þess óska. Upplýsingar og innritun í síma 11578 kl. 10-14 mánud. - fimmtud. SKÓLASTJÓRI Laus staða Staða framkvæmdastjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Sjúkra- samlagi Reykjavíkur fyrir 27. september n.k. Vélamiðstöð Reykjavlkurborgar vill ráða: 1. Veghefilsstjóra 2. Aðstoðarmann á verkstæði. Upplýsingar um störfin veittar á staðnum í Skúlatúni 1. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnlaugs Ágústs Jónssonar frá Skógi á Rauðasandi, Laugateigi 8, Reykjavík. Móeiður Gunnlaugsdóttir Jóna Gunnlaugsdóttir Reynir Haraldsson Gyða Gunnlaugsdóttir Hörður G. Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Litla dóttir okkar og barnabarn Marta lést í Landakotsspítala 6. september. Marías Guðmundsson Halla Magnúsdóttir Auður Guðmundsdóttir Magnús Randrup Guðrún Axeisdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.