Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 5
Þrigjudagur 7. september 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 i Upplýsingum haldið frá skipulagsnefnd: Mótmælum slíkum YÍnnubrögðum segir Sigurður Harðarson Harðar umraeður urðu á fundi skipuiagsnefndar Reykjavíkur í gær í tilefni þess að meirihluti borg- arráðs felldi samþykkt nefndarinn- ar um að Borgarskipulag gæfl um- sögn um húsagerðir á væntanlegu byggingarsvæði við Grafarvog. Mótmælti Sigurður Harðarson því harðlega að borgarstjóri skuli standa í vegi fyrir því að skipulags- nefnd leiti sér ráðgjafar hjá þeim aðilum á vegum borgarinnar sem best eru til slíks bærir. „Hvernig í ósköpunum á skipulagsnefnd að rækja hlutverk sitt sem yfirstjórn skipulagsmála og faglegur ráðgjafi borgarstjórnar, ef nefndinni er synjað um að leita ráðgjafar hjá þeirri stofnun, sem henni er ætlað að stjórna?“ segir m.a. í bókun sem Sigurður gerði á fundinum. Krafðist Sigurður þess að meiri- hluti skipulagsnefndar sæi til þess að umrædd umsögn verði unnin og lögð fram í skipulagsnefnd þrátt fyrir furðulega afgreiðslu borgar- stjóra. „Treysti meirihlutinn sér ekki til þess hefur hann áþreifan- lega gengist við leikbrúðuhlutverki sínu og staðfest rækilega að verk- efni hans er eingöngu að setja formlegan stimpil á tilskipanir borgarstjóra í þeim málum er ein- hverju skipta", segir einnig í bókun hans. Sigurður sagði í gær að hann teldi að borgarráð hefði ekkert með vinnusamþykktir skipulags- Tel að borgarráð geti ekki hindrað skipulagsnefnd í að afla sér nauð- synlegra gagna, segir Sigurður Harðarson. nefndar að gera. Öðru máli gegndi með ákvarðanir og afgreiðslur nefndarinnar, þar sem hún væri ráðgefandi fyrir borgarstjórnina. I „Til þess að rækja það hlutverk sitt verður nefndin að hafa frjálsar hendur um öflun gagna,“ sagði Sig- urður. „Samsetning húsagerða á nýjum svæðum er mjög mikilvægur þáttur í húsnæðismálum borgar- innar og því nauðsynlegt að fá fag- legt mat á því hvað 15% fjölbýli og 75% sérbýli næstu árin mun hafa í för með sér í þeim efnum.“ Pílagrimaflugið undirbúið á fundi i flugdeild Flugleiða. Frá vinstri: Ragnar Jón Pétursson, Jón óttarr ólafsson, Þorður óskarsson Jóhannes Óskarsson Leifur Magnússon, Geir Svavarsson, Svavar Eiriksson og Baldur Mariusson. • Berndt Lindholm gull- og silfursmiður frá Finnlandi: höfum upp á betra að bjóða en iðnaðurinn. Ljósm. ■ | ! Finnskir gull- og silfursmiðir með sýningu: 'Viljum auka sktlningj ifólks á handverklnu l j segir talsmaður Finnanna, Berndt Lindholm „Það má segja að ástæðan • fyrir því að við höflim myndað Iþennan hóp í Finnlandi sé sú að við viljum vinna saman að , því markmiði að vernda hand- Iiðnina í gull- og silfursmíðinni fyrir yfirgangi iðnaðarframl- eiðslunnar“, sagði Berndt J Lindholm gullsmiður frá I Finnlandi, en um helgina var I opnuð sýning finnskra silfur- ■ og gullsmiða í Gallerí Langb- Irók við Amtmannsstíg. Á sýningunni eru verk 10 finn- ( skra listamanna sem hafa lagt Istund á gull- og silfursmíði. Á fundi með blaðamönnum í gær hafði Berndt Lindholm orð fyrir ' hópnum og sagði að ástæðan fyrir hingaðkomu finnsku smiðanna væri sú að hann hefði fengið styrk frá Finnsk-íslenska menningar- sjóðnum til að koma til íslands og kynna finnska gull- og silfursmí- ði. Hann hefði svo boðið 9 fé- lögum sínum að slást í förina. En við spurðum Berndt hvernig handsmiðir stæðu að vígi í sam- keppninni við ört vaxandi iðna- ðarframleiðslu á listmunum: „Við eigum í vök að verjast, því er ekki að neita og það sama er upp á teningnum í Skandina- víu. Sú þróun hófst í listiðnaðar- skólum upp úr 1960 að innprenta mönnum að iðnaðarframleiðsla á þessu stigi væri mun heppilegri en handverkið. Gegn þessu hafa fé- lagar okkar í Danmörku og Sví- þjóð duglega staðið og það má segja að við séum fyrsti hópurinn í Finnlandi sem Vill sporna við iðnaðarframleiðslunni og ryðja brautina fyrir handverksfólkið. Við höfum reynt að setja á stofn ■ sjálfstæð verkstæði þar sem við sjálfir seljum okkar framleiðslu milliliðalaust. En meginmarkmi- ðið er að auka skilning fólks á því sem handverkið í iðninni hefur upp á að bjóða,,, sagði Berndt Lindholm að lokum. Sýning AG.AU hópsins ’82, eins og Finnarnir kalla sig, stend- ur til 20. september í Gallerí ■ Langbrók við Amtmannsstíg. Þar er fjöldi fagurra muna og er verð þeirra allt frá 450 kr. til 15.000 króna. d Stór pílagrímasamn- ingur Flugleiða: 35 þúsund flutt fram og til baka A morgun hefst pilagrfmaflug Flugleiða frá Alsir og Niger til Jeddah í Saudi Arabiu. Fluttir verða 35 þúsund pilagrimar, fram og til baka, og er þetta stærsti samningur sem eitt félag hefur gert um slika flutninga og hljóðar upp á liðlega 9 miljónir dollara. Milli 40 og 50 félög gerðu tilbóð i fiutningana en löng reynsla Flug- leiðamanna við slika flutninga mun hafa átt sinn þátt i að gcngið var til samninga við þá. Nær 200 Islendingar munu vinna við þetta verkefni og verða notaðar fjórar áttur og ein Boeing 747 breiðþota til flutninganna. Flutningi pilagrimanna til Jedd- ah þarf að vera lokið fyrir mið- nætti 21. september og hefst flutn- ingur þeirra til baka 1. október og lýkur þann 19. Yfirmaður pila- grimaflugs Flugleiða er Baldur Mariusson en hann hefur starfað við slika flutninga frá þvi Flug- leiðir hófu pilagrimaflug fyrir 8 árum. Þess má geta að fyrir milligöngu Flugleiða flytja Cargolux menn 15—20 þúsund pilagrima frá Niger i haust. '7 ■■ . ■■ ■■ : :: : •v-V,'5Á/ STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.