Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 7. september 1982 NOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. ‘ Fréttastjóri: Þórunn* Siguröardóttir. úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur B jarnadóUjf. Afgreiöslustjori: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ölafsson Magnús H. Gislason, olafur Gislason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdorsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. t'tlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. l.jósmvndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Augivsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson Afgrciðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Öladóttir. Ilúsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdðttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Slðumúla 6, Reykjavik, simi 8IIÍJ3 Prentun: Blaöaprent hf. Kúvending Morgunblaðsins • Það verður að teljast til meiriháttar tíðinda, að Morgunblaðið hefur í forystugrein síðastliðinn sunnu- dag tekið afdráttarlaust undir kröfur iðnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar um að raforkuverðið til álversins í Straumsvík þurfi allt að því að þrefaldast og þoli leiðrétting nánast enga bið. Vonandi hefur þessi ánægju- lega kúvending Morgunblaðsins það einnig í för með sér að sinnaskipti verði með líkum hætti hjá forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins. • Morgunblaðið segir orðrétt í leiðara sínum, þar sem tekið er undir sjónarmið iðnaðarráðherra: „Eins og raforkuverðskýrslan sem ráðherrann lagði fram í vik- unni sýnir eru öll rök því til stuðnings að orkuverðið sé hækkað í 15 til 20 mill.“ Og á öðrum stað í forystug- reininni segir: „Á árinu 1981 var meðalraforkuverð til álvera í heiminum rúmlega 22 mill og samkvæmt fyrri forsendum ætti raforkuverðið til álversins því að vera rúmlega 18 mill—það er þó ekki nema 6.45 mill eða sem svarar til 2.3 milla á verðlagi 1969, þegar álverið tók til starfa.“ • Þetta er kjarninn í forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag. Þar er fallist á hin sterku rök fyrir hækkun raforkuverðsins, sem starfshópur iðnaðarráðherra hef- ur lagt til efnið í og Hjörleifur Guttormsson kynnti á blaðamannafundi sl. fimmtudag. Þjóðviljinn fagnar þessari stefnubreytingu Morgunblaðsins, sem til skamms tíma hefur litið á það sem heilaga skyldu að verja álsamninginn og það smánarverð sem hann skammtar íslendingum fyrir raforkuna. • Þessa skynsamlegu kúvendingu klæðir Morgunblað- ið í árásargervi og gefur leiðara sínum yfirskriftina „Óhæfur iðnaðarráðherra“. Þar er farið frjálslega með sannleikann og reynt að kenna iðnaðarráðherra um, að Alusuisse skuli ekki fyrir löngu hafa fallist á sann- gjarnar kröfur Islendinga. Árásir Morgunblaðsins á iðnaðarráðherra eru engin nýlunda og því ástæðulaust að láta þær bregða skugga á þá ánægju sem í því felst að hann hefur nú eignast öflugan liðsmann að baki kröfunum um hækkun raf- orkuverðs. • Á hitt verður ekki komist hjá að minna að kröfur á hendur alþjóðlegum auðhringum hafa hvergi náð fram að ganga nema að saman hafi farið full einurð stjórn- valda og breið pólitísk samstaða í landinu um þær. Yfirlýsingar Geirs Hallgrímssonar og fleiri leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, svo og skrif í Morgunblaðið, hafa til þessa gefið forráðamönnum Alusuisse tilefni til þess að ætla að íhaldsríkisstjórnir framtíðarinnar kynnu að láta sér nægja minna en núverandi ríkisstjórn. Það er því afar mikilvægt ef túlka ber forystugrein Morgun- blaðsins sl. sunnudag á þann veg að nú sé ekki eftir neinu að bíða fyrir Alusuisse, kröfurnar muni standa þótt. breytt verði um ríkisstjórn, og samningaleiðin sé því skásti kosturinn fyrir auðhringinn.—ekh Spurt um kjaraskeröingu klippt 111 vlftunandl r<,kstU' ASÍ mótmælír ífréttR kjaraskerð'ngi^L Launþegaí ogkauolæWum íMdunorkuverðs Sl^rerehhúg Miöurstööur þre Sigurður Þ. Jónsson sendi blaðinu nokkrar fyrirspurnir vegna klippþáttar, sem hér kom á dögunum. Helstu spurningarnar voru á þessa leið: „Eru það 50% launþega sem minnstar tekjur hafa sum bera ábyrgð á þeim gífurlega viðskipt- ahalla sem hrjáir þjóðarbúið? Læknum við kvilla og viðskipta- halla þjóðarbúsins með því að lækka kaup þeirra sem minnst bera úr býtum?“ Það er fljótgert að svara þessu neitandi. Eins og allir vita ræður aflamagn, verð á fiski og olíu sem og vextir af mikilli skuldasúpu mestu um viðskiptahallann. En höfundur bréfsins hefur vafalaust ekki verið að fiska eftir vanga- veltum um þá hluti. Það sem fyrir honum vakir er líkast til það, að þegar verið er að krukka í verð- bætur á laun í aiþekktum efna- hagsvanda þá megi ekki hreyfa við launum þeirra sem minnst bera úr býtum. Þeir eigi að axla byrðar sem breið hafa bökin. Þetta er ofurskiljanlegt sjón- armið og réttmætt. Fyrir sína parta vildi klippari ekkert heldur en slíkri stefnu væri fylgt. Um hvað er samstaða? Ef menn skoða tillögur Al- þýðubandalagsins um þessi mál og þær niðurstöður sem koma svo fram í bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, þá sést að Alþýðu- bandalagið reynir að vinna í þessa átt, bæði með ákvæðum um láglaunabætur og lækkun versl- unarálagningar. En það er sjálf- sagt ekki nóg. Vandinn er því miður ekki aðeins sá, að í marglitri sam- steypustjórn er ekki samkomulag um það, að þeir einir skuli bera óvinsælar tekjuskerðingar- byrðar, sem teljast gróðamenn eða hátekjufólk. Hér við bætist tvennskonar vandi: Annar er sá, að hvað sem líður velyrtum á- formum hefur það ekki gengið sérlega vel í þjóðfélagi af okkar gerð að finna aðferð til að ná tökum á ýmsum þeim tekjum sem gefa öllu skattframtalakerfi langt nef. Hinn vandinn snýr að verkalýðshreyfingunni sjálfri. Satt best að segja er það ekki samkomulag um að beita mar- kvisst verðbótum á laun ( hvort sem væri í góðæri eða hallæri) til að auka jöfnuð. Til dæmis með því að skerða aðeins verðbætur á skástu launin. Þegar slíkt er nefnt eru fyrr en varir komnar upp raddir um að þetta kollvarpi allri viðmiðun og hlutföllum og starf- smati og þar fram eftir götum. Ber þú sjálfur fjanda þinn Sú spurning sem eðlilegust er upp af þeim sem Sigurður Þ. Jónsson sendi okkur er vísast þessi hér: Á verkalýðsflokkur að taka þátt í svo umdeildum og óvinsælum kreppuráðstöfunum - eða á hann að segja af sér og segja við kapítalistana „ber þú sjálfur fjanda þinn“? Við þessu er ekki til einhlítt svar - þótt reynsla verkafólks af tiltölulega greinræktuðum hægristjórnum á borð við þær sem sitja yfir miklu atvinnuleysi í Bretlandi og Bandaríkjunum gefi sína vís- bendingu. Framleiðslan Sigurður spurði einnig hvort hér á Iandi væri ekki reynt að fara að þeim sömu ráðum og „hag- fræðingar allra kapítaliskra landa keppast við að ráðleggja öllum stjórnum" - m.ö.o. að framleiða sig út úr kreppunni, út úr við- skiptahallanum. í klippinu sem Sigurður vék að var talað um þetta atriði: hvernig mætti það dæmi ganga upp að allir reyndu í einu að rétta við með því að flytja meira út en minna inn. Hver á að fá að kaupa? En á hitt er svo að líta, að við íslendingar, sem erum meira háðir utanríkisviðskiptum en flestir aðrir, við eigum þess jafn- an kost að reyna að draga úr afl- eiðingum þeirrar stöðu - m.ö.o. verða sjálfum okkur nógir um fleiri hluti. Við höfum unnið ýmsa sigra í þessum efnum eins og allir vita - við framleiðum okkar sement og áburð, og ef ekki hefðu verið miklar hitaveituframkvæmdir að undan- förnu hefðu olíureikningar okkar orðið miklu hærri en þeir eru. Búskapurinn hefur einnig orðið fyrir skakkaföllum eins og þeim að innflutningur tekur í stórum stíl við af innlendri húsgagna- framleiðslu. Og svo mætti áfram telja. Væntanlega hefur fyrir- spyrjandinn tekið eftir því, að einnig á þessu sviði, þar sem tek- ist er á um efnahagslegt sjálfstæði íslendinga, verður mikill flokk- anna munur. Vísast um það til stríðsins um raforkuverðs til ísals. áb. Hver ber ábyrgðina? Kurt Tucholsky, ágætur þýsk- ur höfundur og skæður penni, var einhverju sinni að velta því fyrir sér hverjum bæri lof og last fyrir frammistöðu í efnahagsmálum. Þessar vangaveltur skjota upp kolli í huganum nú í tengslum við útgerðarmenn, sem harðneita því að þeir beri sjalfir minnstu ábyrgð á íslensku glæfraspili í fj árfestingarmálum. Tucholsky sagði eitthvað á þessa leið: Þegar allt gengur vel er það at- vinnurekendum að þakka og þeim ber lof og gróði, því þeir hafa verið forsjálir, reiknað dæmin rétt út og tekið áhættu með skynsamlegum hætti. Þegar illa gengur er það vitan- Iega ekki atvinnurekendum að kenna heldur aðstæðum. Allir eru vondir við atvinnurekendur og stjornvöld verða að gjöra svo vel að hjálpa þeim ef þau vilja ekki að illa fari fyrir landi og þjóð. Eitthvað á þessa leið skrifaði Thucholsky fyrir fimmtíu árum eða svo og allt hljómar þetta kunnuglega. Hann klykkti svo út með ágætri setningu um margum- deilda ábyrgð atvinnurekenda: „þeir bera ábyrgðina en við berum þá“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.