Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. septembcr 1982 þjöÐVILJINN — SIÐA 15 RUV © Þriðjudagur 7. september 7.15. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Ólafs Oddssonar frá kvöldinu áður 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Þórey Kolbeins talar 8.15 Verðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar 9.05 Morgunstund barnanna: „Bang- simon” eftir A.A. Milne Hulda Vaitýs- dóttir þýddi. Hialti Rögnvaldsson les (2)- , 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.30 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.00 „Aður fyrr á árunum” Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. „Göngu- ferð í gamla stríðinu”, dagbókarbrot eftir Einar Magnússon. Guðni Kol- beinsson les. 11.30 Léft tónlist The Kinks, Go-gos,Ro- ugh Trade, Quarter Flash ofl. leika og syngja 13.00 Þriðjudagssyrpa - Ásgeir Tómasson og Þorgeir Astvaldsson 15.10 „Myndir daganna”, minningar séra Sveins Víkings Sigríður Schiöth les (14) 15.40 Tilkynningar. Tónleikar 16.20 Sagan „Land í eyði” eftir Niels Jens- en í þýðingu Jóns J. Jóhannessonar. Guðrún Þór les (5) 16.50 Siðdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni 17.00 Síðdegistónleikar Forleikur að óper- unni „Brúðkaup Fígarós” eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Hljómsveit Þýsku óperunnar í Berlín leikur; Karl Böhm stj. Emil Gilels og Fílharmoníu- sveit Berlínar leika Píanókonsert nr. 1 í d-moll op. 15 eftir Johannes Brahms; Eugen Jochum stj. 19.35 Á vettvangi. Stjórnandi þáttarins: Sigmar B. Hauksson. Samstarfsmaður: Arnþrúður Karlsdóttir. 20.00 Áfangar Umsjónarmenn: Ásmund- ur Jónsson og Guðni Rúnar Agn- arsson. 20.40 „Bregður á laufin bleikum lit” Spjall um efri árin. Umsjón: Bragi Sigurjóns- son 21.00 Strengjakvartett í a-moll op.51 nr.2 eftir Johannes Brahms Cleveland- kvartettinn leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Næturglit” eftir Fra- ncis Scott Fitzgerald Atli Magnússon les þýðingu sína (17). 22.00 T^ónleikar 22.35 Úr Austfjarðarþokunni. Umsjón: Vilhjálmur Einarsson. Rætt við Arna Stefánsson hótelsljóra á Höfn í Horna- firði. 23.00 Pía:n ókonsert nr. 3 í d-moll op.30 eftir Sergej Rakhmaninoff. Lazar Bermann leikur með Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna; Claudio Abbado stj. RUV ■o. Tf 9.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Bangsinn Paddington Teiknimynd ætluð börnum. þýðandi: ÞrándurThor- oddsen. Sögumaður: Margrét Helga Jó- hannsdóttir. 20.40 Saga ritlistarinnar Fyrsti þáttur af fjórum í breskum myndaflokki um sögu leturs og ritlistar. f fyrsta þættinum er fjallað um myndletur Egypta og upp- runa stafrófsins. Þýðandi og þulur: Þor- steinn Helgason. 21.15 Derrick Njósnarinn Lögreglumaður er drepinn þegar hann veitir innbrots- þjófi eftirför. Derrick leitar aðstoðar af- brotamanns til að upplýsa málið. Þýð- andi: Veturliði Guðnason 22.15 í mýrinni Endursýnd íslensk náttúr- ulífsmynd, sem Sjónvarpið lét gera. Aðallega er fjallað um fuglalíf í vot- lendi. Myndin er tekin í nokkrum mý- rum og við tjarnir og vötn á Suðvestur- landi. Fylgst er með varpi og ungaupp- eldi hjá ýmsum votlendisfuglum. Um- sjón og stjórn upptöku: Valdimar Leifs- son. Þulur: Ingi Karl Jóhannesson. Myndin var áður sýnd í Sjónvarpinu á hvítasunnudag árið 1980. 22.45 Dagskrárlok Sjónvarp kl. 22.15 Utií mýri Það má segja íslenskum sjónvarpsmönnum til hróss að þeir hafa gert margar frábær- ar náttúrulífsmyndir. 1 kvöld fáum við að sjá eina slíka að vísu endursýnda en það kem- ur ekki að sök því íslensk nátt- úra stendur ávallt fyrir sínu. „f mýrinni" var sýnd í sjón- varpi fyrir rúmum tveimur árum, en myndin fjallar aðal- lega um fuglalíf í votlendi. Víða var aflað fanga við gerð þessarar myndar enda ófáar mýrar hérlendis þar sem þrífst hið fjölbreyttasta fuglalíf. Aðallega var myndað í vot- lendi Suð-vestanlands og fylgst með varpi og uppeldi. Útvarp kl. 11.00 / A göngu ferð í stríðinu „Þetta er nokkuð skemmtileg frásögn”, sagði Guðni Kol- beinssson sem í dag les frá- söguþátt úr dagbókarbroti eftir Einar Magnússon fyrrum rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Gönguferð í gamla stríð- inu“, nefnist frásögnin og greinir frá því þegar Einar 18 ára gamall gekk að haustlagi frá Akureyri til Reykjavíkur, til að spara sér skipsferðina. Einar lenti í rysjóttu veðri og ferðin var hálfgerð svaðil- för, enda allar ár óbrúaðar á þessari leið á tímum fyrri heimsstyrjaldar. Sjónvarp kl. 20.40 Saga rit- listar- innar í kvöld hefur göngu sína í sjónvarpi áhugaverður fræ- ðsluþáttur um „Sögu ritlistar- innar“. Alls eru þættirnir fjór- ir og í þeim fyrsta verður fjall- að um myndletur Egypta og uppruna stafrófsins. Gefin verður heildarmynd af þróun ritlistarinnar í Þannig hugsa menn sér að skrifarar hafl unnið verk sín í Egyptalandi forðum daga. heiminum allt frá elsta menn- ingarsamfélagi Mesópótamíu til dagsins í dag. Ekki einungis verður sýnt hvernig ritlistin var notuð sem tjáningar- og boðskiptamiðill, jafnvel fjölmiðill, heldur líka hvernig hún þróaðist sem fjölbreytt listgrein. Elstu rittáknin sem þek- kjast og kannski þau þek- ktustu eru myndletur Egypta, en það voru Rómverjar sem mörgum öldum síðar fundu upp stafrófið í þeirri mynd sem það er enn notað í dag. Fróðlegt er einnig að sjá hvernig mjög mismunandi skrifletur og tákngerðir þróu- ðust á miðöldum í Evrópu. Á þessari mynd sjást nokkur af þeim táknum sem voru mest áberandi í myndletri Egypta. Þar má nefna sem dæmi kelt- nesku skriftina, Carolingian skriftina, þá gotnesku og einnig ítölsku. Samhliða sjálfri leturþró- uninni verður vikið að þeim tækjum og tólum sem notuð voru við skriftirnar ef kalla má klapp á grjót og hellisveggi skrift. frá lesendum Til þess sem ekki lætur glepjast: Vilt þú ekki hugsa þig um? „I tilcfni greinar um sýning- una „Heimilið ’82“ frá cinum sem ekki lætur blekkjast vil ég segja það, að ég er búinn að fara þrisvar á sýninguna og hef notið þess stórkostlega að sjá alla þessa fallegu hluti á einum og sama stað og úr hversu miklu við höfum að velja og ekki síður að slá öll þessi glöðu andlit barnanna í tívolíinu. Vill nú ekki þessi maður sem ekki lætur blekkjast hugsa sig vel um og athuga hvort hann hafi ekki oft láti ð blekkjast. Hvað með vín óg tóbak? Er hægt að blckkja sjálfan sig meira en með slíkri gerviánægju? En við viljum nú einu sinni ráða sjálf í hvað við eyðuin peningunum okkar og við erum þakklát fyrir það frelsi sem við höfum til að eyða þeim í að gleðja okkur sjálf og aðra eftir því sem hugur stendur til.“ Kona Inga Sigrún Clariot, — hafðu sam- band straxi „Við — vinkona mín Brigit vandamál að etja. Við erum Lovquist og ég eigum við að reyna að hafa upp á vin- konu okkar íslcnskri. Hún heitir Inga Sigrún Clariot, og bjó síðast í Reykjavík við Kötlufell??“ Það eru vinkonurnar Rita Marshall og Brigit Lovquist sem sent hafa svohljóðandi bréf til lesendasíðunnar og biðja hana að hjálpa sér að ná sambandi við þessa íslensku vinkonu sína. Inga Sigrún Clariot í Köt- lufelli, þú ert beðin að hafa strax samband við þær Brigit og Ritu. Heimilisfang þeirra Rita Marshall Rt. 1 Box 11 Accord, N.Y. 12404 Usa. Spurningar Sigurðar: Svar r 1 „Klippt og skorið” Svörin við spurningum þeim, sem Sigurður Þ. Jóns- son beindi til Árna Berg- manns í tilefni af skrifum hans, eru birt í dálknum Klippt og skorið á bls. 4 í blað- inu í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.