Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. september 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 1J ■1 -tir ■ Umsjón: Víðir Sigurðsson Það voru ekki nema 4 mínútur eftir af leik ÍA og ÍBV í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á Akranesi á laugardaginn og staðan var 1:1. Þau úrslit heiðu þýtt að íslandsmeistaratitillinn væri endanlega kominn í hendur Víkinga annað árið í röð. Eyjamenn urðu að sigra til að eiga möguleika og Sigurlás Þorleifsson komst í gegnum vörn IAS og inn í vítateiginn. Jón Gunnlaugsson komst í veg fyrir hann en Villi Þór dómari taldi hann hafa brotið á Sigurlási og dæmdi vítaspyrnu. Sigur- lás tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi og tryggði ÍBV sigur,2:l. Leikurinn var jafn í fyrri hálf- leik og bæði lið fengu ágæt færi. Davíð Kristjánsson markvörður ÍA varði glæsilega frá Kára Þor- leifssyni og Páll Pálmason mark- vörður ÍBV enn betur frá Guð- birni Tryggvasyni. Ekkert mark skorað í hálfleiícnum en leikurinn nokkuð fjörugur. Á 55. mín. bjargaði Davíð naumlega eftir aukaspyrnu Óm- ars Jóhannssonar. Annars sótti í A öllu meira í síðari hálfleiknum en vörn ÍBV var sterk og skyndi- sóknir liðsins ávallt hættulegar. Sigurðr Jónsson komst í gott færi á vítateig ÍBV á 71. mín. en Páll varði laust skot hans. Sigurður tók síðan hornspyrnu á 76. mín og sendi fyrir mark ÍBV. Knötturinn barst inn á markteig til Jóns Gunnlaugs- sonar sem skoraði með viðstöðu- lausu skoti, 1:0 fyrir ÍA. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði IBV. Kári og Sigurlás léku fal- lega í gegnum vörn IA og Sigurlás renndi knettinum í netið, 1:1. mínutu síðar skaut Guðbjörn yfir mark ÍBV úr dauðafæri eftir und- irbúning Árna Sveinssonar og rétt á eftir hitti Sigurlás knöttinn illa í góðu færi við Skagamarkið og Davíð varði auðveldlega. síð- an kom vítaspyrnan og ÍBV náði báðum stigunum.unum. Sigurlás var bestur í liði ÍBV og skapaði hvað eftir annað usla í vörn ÍA, oft eftir góða samvinnu við Kára bróður sinn. Páll var einnig mjög góður í markinu en annars var lið Eyjamanna jafnt. Árni Sveinsson var einna bestur í liöi Skagamanna og þá gerði Sig- urður Jónsson laglega hluti að vanda Pétur verður eini atvinnumaðurinn Pétur Pétursson, Antwerp, vcrður eini atvinnumaðurinn i íslenska landsliðinu sem mætir Austur-Þjóðverjum í landsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á mið- vikudaginn. Aðrir gátu ekki fengið sig lausa vegna lcikja eða meiðsla. Landsliðshópurinn lítur þannig út:Þorstcinn Bjarna- son, IBK, Guðmundur Bald- ursson, Fram, Örn Óskars- son, ÍBV, Trausti Haraldsson, Frain, Viðar Halldórsson FH, Sigurður Lárusson, ÍA, Mar- teinn Geirsson, Fram, Ólafur Björnsson, UBK, Ómar Torfason, Víkingi, Gunnar Gíslason, KA, Guðmundur Þorbjörnsson, Val, Arni Sveinsson, ÍA, Ragnar Marg- eirsson, ÍBK. Sigurður Grét- arsson, UBK, Pétur Péturs- son, Antwerp og Sigurjón Kristjánsson, UBK. -VS Spennandi í L deildinni: Allt i í járnum fyrir síðustu umferðina Víkingur eða IBV Islandsmeistar- ar, en fimm lið eru í fallhættu Víkings vantar stig Víking skortir aðeins eitt stig til að tryggja sigur sinn í l.deild eftir 2:0 sigur gegn KA á Akureyri. KA virðist hins vegar dauðadæmt eftir tapið og verður að sigra Breiðablik í Kópavogi til að eiga möguleika á að forðast fallí 2. deild. Víkingar voru öllu sterkari í fyrri hálfleik og sóttu mjög. Óm- ar Torfason þrumaði í þverslá KA-marksins strax á 3.mínútu og fleiri færi gáfust. Markið kom þó ekki fyrr en á 28. mín. Ragnar Gíslason sendi fyrir mark KA og Sverrir Herbertsson afgreiddi knöttinn í netið 1:0 fyrir Víking. Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir leikhlé og liðin sottu til skiptis. KA komst næst því að jafna þegar 15 mínútur voru til leiksloka en þá skaut Hinrik Þór- hallsson í þversslá eftir góðan undirbúning Elmars Geirssonar. Þá átti Gunnar Gíslason góðan skalla rétt framhjá Víkingsmark- inu. Jóhann Þorvarðarson tryggði síðan sigur Víkings fimm mínú- tum fyrir leikslok. Ómar Torfa- son sendi fyrir márk KA og eftir hamagang við markteiginn náði Jóhann að skora af stuttu færi. Sanngjarn sigur Víkinganna þeg- ar á heildina er litið en KA hefði getað náð stigi með smá heppni. KR úr leik ÍBK í hættu KR-ingar hafa misst möguleik- ana á íslandsmeistaratitlinum eftir 0:0 jafntefli í Keflavík á laugardaginn. Staða Keflvíkinga í fallbaráttunni cr slæm eftir þessi úrslit og liðið verður nú að vinna á Isafirði í lokaumferðinni til að sleppa örugglega við fall. Leikurinn í Keflavík einkennd- ist af mikilli baráttu enda mikið í húfi fyrir báða aðila. Knatt- spyrnan var hins vegar ekki upp á marga fiska og marktækifæri li- ðanna af skornum skammti. Elías Guðmundsson fékk þau bestu fyrir KR, skaut framhjá í byrjun leiks og lét Þorstein Bjarnason markvörð ÍBK verja þrumuskot sitt af stuttu færi um miðjaj síðari hálfleik. Daníel Einarsson fékk besta færi Keflvíkinga en KR- ingar björguðu á línu skalla hans af markteig. Fallið blasir við Frömurum Útitið hjá Fram er orðið afar dökkt 4:0 tap gegn ísfirðingum á Laugardalsvellinum á laugar- daginn. Fram þarf að sigra ÍBV í Eyjum í síðustu umferðinni til að sleppa örugglega og það verður þungur róður. Isfirðingum dugar hins vegar jafntefli heima gegn Kcflvíkingum til að halda sér uppi. Fyrri hálfleikurinn var afar slak- ur af beggja hálfu. Mark var dæmt af ÍBIá 8. mín, þegar Örn- ólfur Oddsson skoraði eftir inn- kast en hann mun hafa brotið á Guðmundi Baldurssyni mark- verði í leiðinni. Hreiðar Sig- tryggsson markvörður ÍBÍ varði síðan naumlega í horn á 12, mín. eftir að Halldór Arason hafði reynt „hjólhestaspyrnu” af mark- teig. Rétt fyrir leikhlé komst Gunnar Pétursson í gott færi eftir ein af mörgum varnarmistökum Framara en skaut framhjá. Fram byrjaði vel í síðari hálf- leik, sótti mjög og náði góðum samleik en síðan fór allt úr bönd- unum. Einar Jonsson fékk knött- inn á markteig Fram á 54. mín. eftir sendingu Jóns Oddssonar og sendi hann í netið, 0:1 fyrir ÍBL Þremur mínútum síðar fékk Ein- ar sams konar færi en þá björg- uðu Framarar á línu. Á 65. mín. sendi Jón Oddsson fyrir mark Fram utan af hægra kanti, knött- urinn sigldi meinleysislega með jörðu í átt að markinu, en þá stökk Gunnar Pétursson yfir hann og truflandi með því Guð- mund markvörð, þannig að knötturinn rann framhjá honum í netið, 0:2. Fjórum mínútum síðar tók Jon Oddson aukaspyrnu við vítateig Fram. Guðmundur markvörður hélt ekki firnaföstu skoti hans og Gústaf Baldvinsson fylgdi vel og skoraði af stuttu færi, 0:3. Martröðin var ekki á enda fyrir Framara, þeir björg- uðu á línu á 72. mín. frá Runari Guðmundssyni og á 77. mín. komst Gunnar Pétursson einn í gegn eftir langa sendingu. Hann lék inn í vítateiginn og skaut þrumuskoti yfir Guðmund og undir þverslána, 0:4 og stórsigur ÍBÍ var í höfn. ísfirðingar eiga svo sannarlega skilið að halda sér í 1. deildinni. Kraftur og leikgleði einkennir liðið og það hefur skorað flest mörk allra í 1. deild. Liðið var afar jafnt í þessum leik en þeir Jón og Gústaf einna bestir. Framvörnin er ekki svipur hjá sjón án Sverris Einarssonar sem var í leikbanni og í heild var liðið afar lélegt ef undan eru skildar upphafsmínútur síðari hálfleiks. Utilokað er að hrósa neinum, nema kannski Halldóri Arasyni, sem þó yfirgaf leikvöllinn meidd- ur eftir 35 mínútur. Valsmenn sloppnir Valsmenn tryggðu sér áfram- haldandi sæti í 1. deildinni í gær- kvöldi er þeir sigruðu Brciðablik 2:0 á Laugardalsvellinum á all sannfærandi hátt. Blikarnir eru nú komnir í bullandi fallhættu og verða að sigra KA á heimavelli í síðustu umfcrðinni til að vera ör- uggir með að sleppa við fall. Strax á 2. mín átti Hilmar Sig- hvatsson gott skot að marki Breiðabliks sem Guðmundur Ás- geirsson markvörður sló í stöng og útaf. Síðan skeði fátt mark- vert, leikurinn var í nokkru jafn- vægi, en Valsmenn þó ívið hættu- legri undan vindinum. Á 25. mín átti Magni Pétursson góða send- ingu inn fyrir vörn Breiðabliks á Inga Björn Albertsson sem náði að pota knettinum framhjá Guð- mundi markverði, sem kom á fleygiferð á móti honunt og í net- ið, 1:0 fyrir Val. Jafnræði var með liðunum framan af í síðari hálfleik en á 57. mín náðu Valsmenn snöggu upp- hlaupi. Valur Valsson sendi inn í vítateiginn vinstra megin þarsem Ingi Björn kom á fleygiferð og sendi knöttinn í fjærhornið með fallegu skoti. Staðan 2:0 fyrir Val og nú hljóp allt í baklás hjá Blik- unum. Það sem eftir var leiks hefðu Valsmenn hæglega getað bætt nokkrum mörkum við. Sæv- ar Geir Gunnleifsson komst að vísu skemmtilega í gegnum Vals- vörnina á 59. mín. en skaut hár- fínt framhjá. Ingi Björn komst aleinn, í dauðafæri fyrir miðju marki eftir sendingu frá Þorgrími Þráinssyni en Guðmundur varði glæsilega. Guðmundur Þor- björnsson áttu þrumuskot í þver- slá og niður. Valur Valsson kom á fleygiferð en þrumaði framhjá galopnu marki. Hilmar komst í gegn en Guðmundur bjargaði með uthlaupi og aftur komst Hilmar í færi og aftur bjargaði Guðmundur laglega. Þegar upp var staðið máttu Blikar þakka fyrir að tapa aðeins 2:0. Valsmenn áttu ágætan dag og eru tvímælalaust með eitt allra sterkasta liðið í deildinni um þessar mundir. Liðið var jafnt og heilsteypt en vörnin með Dýra Guðmundsson og Þorgrím sem öflugustu menn var besti hlutinn. Hjá Blikunum var helst að Jó- hann Grétarsson risi upp úr með- almennskunni fyrir utan Guð- mund markvörð en liðið lék af- leitlega í síðari hálfleik og verður að gera betur til að halda sæti sínu í deildinni. Hverjum hefði dottið þetta í hug snemma í sumar? 1. deild: víkingur... ...17 7 8 2 25:17 22 ÍBV ...17 8 4 5 21:16 20 KR ...17 4 11 2 13:12 19 Valur ...17 6 5 6 18:14 17 ÍA ...17 6 5 6 22:20 17 ÍBÍ ...17 6 4 7 27:29 16 Fram ...17 4 7 6 17:21 15 Breiðab ... ...17 5 5 7 16:21 15 ÍBK ...17 5 5 7 14:19 15 KA ...17 4 6 7 16:20 14 Markahæstu menn: HeimirKarlsson, Víkingi... 10 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV.. 9 GunnarPétursson, IBÍ....... 7 - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.