Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. september 1982 Utanríkisstefna Mitterands Þegar de Gaulle komst til valda í Frakklandi fyrir tæpum aldarfjórðungi urðu mikil umskipti í franskri utanríkisstefnu, þótt ekki kæmu þau öll í Ijós þegar í stað vegna hins sérstaka ástands sem ríkti vegna styrjaldarinnar í Alsír. Fram að valdatíma hans höfðu stjórnarskipti verið mjög tíð í landinu, en þrátt fyrir það höfðu valdhafarnir yfírieitt haft það sameiginlegt að vera ákafíega hallir undir Bandaríkjamenn og aðhyllast það sem gjarna hefur verið kallað „Atlantismi“ í frönskum stjórnmálum. Auk þess fylgdu þeir yfírleitt ísraelsmönnum að málum í deilum þeirra við Araba, og voru þessi atriði að sjálfsögðu tengd, því að stefna Bandaríkjamanna í málefnum austurlanda nær var á sömu leið. Sjálfstæð utanríkisstefna De Gaulle vildi hins vegar að Frakkar tækju upp alveg sjálfstæða utanríkisstefnu og væru ekki hallir undir einn eða annan, heldur hegð- uðu þeir sér í samræmi við sérstöðu landsins og sína eigin þjóðarhags- muni. Hann vildi síst af öllu að Fra- kkar væru einhverjir sérstakir framverðir Bandaríkjamanna í deilum þeirra við þá sem hann nefndi aldrei annað en „Rússa“ og yrðu að miða allar sínár gerðir á alþjóðavettvangi við einhverja stórveldishagsmuni fyrir vestan Atlantsála. Eftir valdatöku sína fór de Gaulle því smám saman að losa um tengslin við Bandaríkjamenn, efla sjálfstæði Frakka í utanríkismálum og vingast við Sovétmenn. í þessu skyni hætti hann hernaðarsam- vinnu við Atlantshafsbandalagið, jók samskiptin við Sovétmenn á mörgum sviðum, ekki síst f við- skiptamálum, og tók upp jákvæða stefnu gagnvart ýmsum frelsis- hreyfingum þriðja heimsins, sem Bandaríkjamenn börðust gegn. Hann gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir athæfi þeirra í Vietnam, og hikaði ekki við að ögra öllum engil- saxneska heiminum með því að hrópa „lifi frjálst Kvíbek" í Kan- adaferð sinni 1967. Styrjöldin í Alsír spillti að sjálf- sögðu mjög fyrir samskiptum ' Frakka við Arabaríkin, en þegar þeirri tálmun var rutt úr vegi, var það ekki nema eðlilegt framhald af heildarstefnu de Gaulle að hann hætti skilyrðislausum stuðningi við ísrael og tæki upp vinsamleg sam- skipti við Araba. Þessi stefnu- breyting var Iengi í deiglunni, en hún komst mjög rækilega í fram- kvæmd á tímum sex daga stríðsins Mitterrand í heimsókn hjá Begin: „fyrir neðan lágmarkskurteisi“ Tækjum fyrir gasleiðsluna miklu skipað út í Le Havre. 1967, þegar de Gaulle lagði bann við sölu á vopnum til ísraels og gagnrýndi ísraelsmenn harðlega. Eftir það jukust mjög tengsl Frakka og Araba og Frakkar urðu vinsælastir allra vesturlandabúa í Arabaríkjunum. Utanríkisstefna de Gaulle vakti mjög mikla gremju meðal Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra á vesturlöndum. Farið var að breiða þá skoðun út með öllum | ráðum að hann væri einshvers kon- ar handbendi kommúnista, — hún læddist inn í ritstjórnargreinar Orðsending irá Hitaveitu Reykjavíkur Þeir húsbyggjendur og aðrir sem ætla að fá tengda hitaveitu í haust og í vetur, þurfa að skila beiðni um tengingu fyrir 1. október n. k. Minnt er á að heimæðar verða ekki lagðar í hús fyrr en þeim hefur verið lokað á fullnægj- andi hátt, fyllt hefur verið að þeim og lóð jöfnuð sem næst því í þá hæð sem henni er ætlað að vera. Heimæðar verða ekki lagðar ef jörð er frosin nema gegn greiðslu þess auka- kostnaðar sem af því leiðir, en hann er veru- le8ur- Hitaveita Reykjavíkur virtra blaða, kom fram í alls kyns áróðursritum og birtist jafnvel í reyfurum, þar sem einhver náinn samstarfsmaður franska forsetans var látinn vera sovéskur njósnari. Greinilegt var að einhverjar vanar áróðursstofnanir voru á bak við þetta allt, og böndin bárust jafnvel beint að leyniþjónustu Bandaríkj- anna og ísraels, þegar reynt var að koma þeim orðrómi á flot 1967, að de Gaulle væri orðinn elliær, eða geðveikur eða hvort tveggja. Skoðun sósíalista Þessi stefna de Gaulle var ekki eingöngu tengd honum sjálfum, heldur hafði hún talsvert fylgi í Frakklandi og eftirmenn hans, bæði Pompidou og Giscard d’Esta- ing fylgdu í aðalatriðum sömu stefnu, þótt þeir reyndu að taka upp svolítið vinsamlegri stefnu við Bandaríkjamenn og forðast að ög- ra þeim að óþörfu. Vinstri menn voru hins vega klofnir í afstöðu sinni til þesarar utanríkisstefnu. Kommúnistar voru algerlega fyl- gjandi þeirri stefnu, sem de Gaulle hafði markað og gagnrýndu eftir- menn hans einkum fyrir það sem þeir töldu að væri fráhvarf frá henni. En sósíalistar voru á állt öðru máli. Samkvæmt gamalli hefð hneigðust þeir alltaf til „Atlant- isma“ og til vináttu við ísraels- menn, og þótt flokkurinn gengi í algera endurnýjun upp úr 1972, breyttist það ekki í grundvallarat- riðum. Mitterrand, sem þó tók við forystu flokksins, vildi þó ekki hverfa til þess „Atlantisma“, sem var við lýði fyrir valdatöku de Gaulle, því að hann tilheyrði liðn- um tíma, en hann gagnrýndi Gisc- ard d’Estaing harðlega fyrir að vanrækja bandamenn Frakka og sýna Sovétmönnum fylgispeki og allt að því undirlægjuhátt. Jafn- framt réðst hann á valdhafa Frakk- lands fyrir að draga allt of mikið taum Araba og sakaði þá jafnvel um að hafa selt hagsmuni Israels- manna fyrir olíu. Þessi afstaða frönsku sósíalist- anna vakti þó sáralitla athygli utan Frakklands, því að þar trúðu menn hiklaust þeim áróðri að Mitterrand og flokksmenn hans væru ekki ann- að en handbendi kommúnista; jafnvel þótt þeir leituðust við að taka upp einhverja sjálfstæða stefnu, myndu kommúnistar fá slíka lykilaðstöðu - þar sem sósíal- istar gætu ekki fengið völdin án stuðnings þeirra og aðstoðar - að þeir gætu síðan mótað stefnuna að vild. Bandaríkjamenn og fylgis- menn þeirra litu því jafnan á Gisc- ard d’Estaing, sem Mitterrand gagnrýndi fyrir Rússaþjónkun, sem sinn sérstaka vin og á sósíalista sem óvini sína. Um leið og Mitterrand var kjör- inn forseti Frakklands kom í ljós að sá áróður að hann myndi verða gísl kommúnistaflokksins hafði ekki við hin minnstu rök að styðjast. Bæði urðu málalyktir á þá leið að hann átti þeim ekkert að þakka og var ekki háður þeim á neinn hátt, og svo sýndi hann það strax í verki að hann ætlaði að fylgja sinni eigin stefnu í hvívetna og ekki láta neinn svejgja sig af þeirri braut. Hann sagði Sovétmönnum miskunnar- laust til syndanna vegna atburð- anna í Afghanistan, vegna mann- réttindamála o.fl., og þótt hann væri heldur myrkur í máli við Bandaríkjamenn út af framkomu þeirra í Mið-Ameríku, reyndi hann að bæta samskiptin við þá. Jafn- framt ákvað hann að eitt af sínum fystu verkum skyldi vera að fara í opinbera heimsókn til ísraels, en þangað hafði enginn Frakklands- forseti áður farið. Gaullískur „stíll“ En þrátt fyrir þennan skýra vilja Mitterrands hefur raunin orðið sú að hann hefur í æ ríkara mæli leiðst til að taka upp svipaða stefnu og hinn gamli andstæðingur hans de Gaulle hafði áður markað, og hika frönsk blöð ekki við að segja að hann sé alltaf að verða „gaullí- skari“ í hugsun og stíl. Margir Frakkar skýra þessa þróun einfald- lega með því að de Gaulle - sem var fyrsti sjálfstæði og sterki vald- hafinn í Frakklandi eftiy lok seinni heimsstyrjaldarinnar - hafi tekið upp þá utanríkistefnu, sem best samræmdist hagsmunum Frakka og stöðu þeirra í heimspólitíkinni, og hljóti hver sá forseti, sem vilji í raun og veru sjá hagsmunum lands- ins borgið, að fara inn á svipaðar brautir. Þessi skoðun er tvímælalaust rétt að verulegu leyti, en það er þó nokkuð athyglisvert að í þessum málum er það ekki Mitterrand sem af einhverjum hagsmunaástæðum hefur hætt við að sækjast eftir góðu samstarfi og samskiptum við Bandaríkjamenn og ísraelsmenn, heldur eru það valdhafar þessara þjóða sem hafa komið þannig fram að það var ógerningur fyrir Mitter- rand - hversu góðan vilja sem hann hafði - að láta eins og ekkert hefði gerst og halda stefnu sinni til streitu. Gróf framkoma Viðskipti Mitterrands við Men- achem Begin eru gott dæmi um þetta. Þegar Mitterrand tók við völdum lýsti hann strax yfir vináttu sinni við ísraelsmenn og lofaði að endurskoða alla þá þætti í franskri utanríkisstefnu, sem gætu orðið hagsmunum þeirra hættulegir. Hann lýsti því reyndar yfir um leið að ekki væri hægt að leysa deilu- málin fyrir botni Miðjarðarhafs án þess að tryggja einnig réttindi Pal- estínuaraba, en allir vissu að hann var andvígur hreyfingu Arafats. ís- raelsmenn biðu alls ekki eftir því að Mitterrand framkvæmdi þessa stefnu sína og endurskoðaði t.d. viðskiptasamninga við Arabaríki, heldur eyðilögðu með sprengjuár- ás kjarnorkuverið í Tamouz í Irak, sem Frakkar voru að byggja, og gátu Frakkar vitanlega ekki litið á þetta öðruvísi en sem móðgun af grófasta tagi. Þegar Mitterrand fór í opinbera heimsókn til fsraels eins og hann hafði lofað, var móttöku- ræða Begins í ísraelska þinginu „fyrir neðan lágmarkskurteisi" að sögn franskra blaðamanna. Loks hefur Begin ekki linnt árásum á stjórn Mitterrands og franska vald- hafa yfirleitt: hann hefur kallað þá til ábyrgðar fyrir sprengjutilræðin gegn gyðingum í Frakklandi, líkt landinu við Þýskaland Hitlers og lýst því yfir að hann hefði rétt til að verja hagsmuni gyðinga hvar sem væri í heiminum, en ekki er hægt að skilja það öðru vísi en sem ógnun um íhlutun í frönsk innanríkismál. Þannig er framkoma Begins við fs- raelsvininn Mitterrand miklu harð- ari og grófari en hún var við Araba- vininn Giscard. Gas og korn Bandaríkjamenn hafa komið fram af meiri lipurð, en í raun og veru er ekki grundvallarmunur á hegðun þeirra og ísraelsmanna. Mitterrand sýndi þeim það ræki- lega í upphafi að hann væri ekkert handbendi kommúnista og hefði svipað viðhorf til Sovétríkjanna og þeir sjálfir. Síðan reyndi hann eftir megni að taka upp jákvætt sam- band við valdhafa Bandaríkjanna og átti m.a. miklar umræður við Reagan forseta sem virtust gefa góðan árangur. En Bandaríkja- menn sýndu það fljótlega að þeir skeyttu ekki hið minnsta um hags- muni Frakka eða annarra Vestur- Evrópumanna ef þeirra eigin hags- munir voru í einhverri hættu. Þeir hikuðu ekki við að koma efnahags- lífi Vestur-Evrópu í hættu með sín- um eigin efnahagsráðstöfunum, og þeir leitast stöðugt við að knýja Evrópumenn til að hætta við kaup á gasi í Sovétríkjunum, þótt þeim þyki sjálfum ekkert athugavert við að selja Sovétmönnum korn. Svo virðist sem valdhafar bæði ísraels og Bandaríkjanna séu fast- ákveðnir í því að fylgja sinni eigin stefnu út í ystu æsar hvað sem það kostar og vilji ekkert skeyta um hagsmuni annarra. Þá er það kann- ske ekki nema eðlilegt þött þeir vilji heldur hafa andstæðinga sem þeir geta barist við og knésett held- ur en bandamenn sem þeir verða að taka tillit til. Begin fellur því ver að heyra Mitterrand tala um hags- muni Palestínuaraba sem hann er meiri vinur ísraels, því þá þarf hann að hlusta á hann og taka tillit til skoðana hans, og Reagan for- seta líkar heldur ekki að þurfa að ræða um málamiðlun við þjóðar- leiðtoga, sem hefur sýnt það að hann vill ekki sýna risaveldinu í austri neina linkind. Við þessar aðstæður er það því ekki „hinn gaullíski stíll“ Mitterr- ands sem er undrunarefni, heldur hitt að hann skuli þó ekki hafa leiðst til að ganga enn lengra, - að hann skuli hafa forðast vandlega þær gildrur sem Begin hefur lagt fyrir hann og reyna enn að fara bil beggja, og að hann skuli stöðugt reyna að ná samkomulagi við Bandaríkjamenn hvaða brögðum sem þeir beita. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.