Þjóðviljinn - 22.07.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Qupperneq 2
FLOSI \iku skammtur af örlagafyllibyttu Einn besti vinur minn er á góöum vegi aö veröa alveg rosaleg fyllibytta. Ég held satt að segja að hann sé að fara með sig til helvítis á brennivíni. Þetta vita núorðið allir sem nálægt honum koma, en fólki er yfirleitt hlýtt til hans og þykir vænt um hann og þess vegna veigra menn sér við að vera að blanda sér í það þó hann drekki sig í hel. Manngæskan hefur nefnilega á sér ýmsar hliðar, að ekki sé nú talað um ástina, sem kvað vera óútskýranleg. Ég sagði áðan að allir vissu, hvað hann er orðinn mikil fyllibytta, en vel að merkja með einni undantekn- ingu, en að því kem ég seinna. Þar sem þessi vinur minn vinnur, eru allir með það á kláru, að það rennur helst aldrei af manninum, en vinnuveitandinn lætur það óátalið, því undirsátinn er þægur og góður í vinnunni meðan hann er í brennivíni og næsta víst að hann sé ekki með neinn uppisteit né óæskilegar athugasemdir á meðan hann er angandi af brennivíni og illa fyrirkallaður. Nei, nei hann fer með veggjum og vinnur sín vandalitlu daglegu rútínustörf, hálflamaður af brennivíni og það er þegjandi sam- komulag milli hans og vinnuveitandans, að ekki sé verið að ræða eitt og annað í rekstri fyrirtækisins, sem betra er að kyrrt liggji þó satt sé. Samstarfsmenn hans bera til hans þann hlýhug að þeir láta eins og þeir taki ekki eftir því að hann er fullur og sumir þeirra hugsa sem svo: „Hann stendur mér þó ekki fyrir þrifum né skyggir á mig í þessu ástandi". Vinir hans, þeir sem drekka með honum, eru nokk- uð ánægðir með hann, því hann er þeim nokkurs konar huggun. Þegar þeir eru að drekka með honum horfa þeir á hann og hugsa með sér: „ Ja það er sko allt í lagi hjá mér. Ég er þó hrein hátíð hjá honum.“ Konan hans er að verða dálítið tekin, því hún á satt að segja erfiða ævi. Hún vinnur úti allan daginn og tekur svo til við húshaldið þegar hún kemur heim, en annars fer megnið af lífsþrótti hennar í það að halda því leyndu fyrir öllum að maðurinn hennar sé fyllibytta. Sérstaklega eru það faðir hans og móðir, sem ekki mega fá að vita að hann er orðinn áfengissjúklingur, það gæti bókstaflega riðið þeim að fullu, því hann er af góðu fólki og í miklu uppáhaldi. Pabbi og mamma hafa kannski grun um hvernig ástandið er, þó þau vilji ekki vita það. Og satt að segja tekst þeim að bægja þeirri hugsun frá sér, að sonur þeirra sé öðruvísi en hann á að vera. Börnin komast ekki hjá því að vita þetta, en þau reyna að vera sem minnst heima og helst ekki á meðan foreldrarnir eru á fótum. Ef þau koma heim á meðan pabbi þeirra er heima, mega þau varla ganga um, af því að „pabbi lagði sig“ og ef hann er vakandi hefur hann tækifæri til að komast í geðshræringu, hella reiðilestri yfir alla fjölskylduna í ölæði og sturta yfir sína nánustu öllum skítnum, sem safnast hefur saman yfir daginn í vinnunni, þar sem hann þorir ekki að segja orð af ótta við að það komist upp að hann var að „fá sér einn“, eins og það er kallað á Islandi, þegar menn eru á ævilöngu fylleríi. Það er nefnilega það. Allir vita að hann er örlagafylli- bytta á góðum vegi með að drekka sig í hel. Allir nema einn. Hann sjálfur. Ég tók hann tali um daginn og sagði allt það við hann sem ég hef skrifað hér, og satt að segja kom ræðan mín talsvert flatt uppá hann. Auðvitað sagði hann að ég væri fanatísk afturbatapíka, en hann væri hófdrykkjumaður, sem notaði vín eins og sið- menntaður maður og aldrei nema ástæða væri til. Sér þætti að vísu gott að fá sér „morenbitter" þegar hann vaknaði, en það væri eiginlega samkvæmt læknisráði og til að koma ballans á magann. „Svo smakka ég það ekki fram að hádegi, nema ef ég á danskan bjór. Ég skil nú varla að þú teljir það til drykkju að fá sér rauðvín með hádegismatnum“, bætti hann við, „svolítinn aperitíf á undan og koníak með kaffinu". Maður er þó einu sinni siðmenntaður maður en ekki skrælingi. Og ég get hætt þegar mér sýnist. Ég hætti í þrjá mánuði í fyrra. Smakkaði ekki vín, nema um helgar - og á kvöldin. „Þú segir að ég sé að verða fyllibytta", hélt hann áfram. „Þetta er bara kjaftæði. Munurinn á mér og fyllibyttu er sá, að ég drekk aldrei, nema þegar ástæða er til. Mér finnst til dæmis engin goðgá að fagna því þegar glampandi sólskin er og fá mér einn, eða í þessari eilífu andskotans rigningu. Hvað er eiginlega annað hægt að gera en fá sér í staupinu í þessu veðurfari? Og satt að segja veit ég ekkert betra, þegar ég er stressaður, en að fá mér einn og það get ég sagt þér að ég er oft stressaður þessa dagana. Og mér finnst notalegt að fá mér einn, þegar ég kem úr vinn- unni, slappa af og taka það rólega. Eins yfir sjónvarp- inu á kvöldin. Hvað á maður svo að bjóða gestum? Kók eða hvað?“ Og það væri nú saga til næsta bæjar ef maður færi að drekka djús á skemmtistöðum". Svona hélt hann áfram að láta móðan mása um það hvað hann væri mikill hófdrykkjumaður eða jafnvel bindindismaður, nema þegar öðru væri ekki við kom- ið. Og ég hugsaði með mér: „Er þetta ekki skrítið. Hér situr á móti mér góður drengur, eðlisgreindur og vel upplýstur en er eini maðurinn í landinu, sem ekki veit það sem allir vita. Nefnilega það, að hann er sjáifur orðinn örlagafylli- bytta. vinsamlegast bent á aðþeir getaí-KKI lagt barnið á brjóst. Eins gott að taka það fram! Verðandi feður á að undirbúa rækilega áður en þeir takast ábyrgðarstarf sitt á hendur. Þetta er meðal annars gert með því að láta þá lesa bæk- ling frá Jafnréttisráði sem heitir Faðir, móðir, barn. Karl- menn eru ennþá hörmulega fávísir um hinar ýmsu hliðar barnaupþeldis og úr því reynir bæklingshöfundur að bæta svo sem kostur er, til dæmis með þessari ráðleggingu: „Það er mikils virði fyrir ung- barnið að faðir annist það á sama hátt og móðir, aö brjóstagjöfinni undanskilinni." Eins gott að taka það fram.B 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Dýrt í Kópavogi Eins og allir vita skáru Kópa- vogsbúar upp herör gegn nýju leiðakerfi strætisvagnanna þar í bæ enda kom á daginn að það var ónothæft. Rek- strarstofan í Kópavogi, sem er eitt af nýju ráðgjafarfyrirtækj- unum, hannaði leiðakerfið og mun hafa fengið um eina milj- ón króna í sinn hlut. Auglýs- ingastofa Kristínar gekk frá auglýsingabæklingi um kerfið og hljóðaði reikningurinn upp á rúmlega 100.000 krónur. Þá erótalinn margvíslegur kostn- aður við þetta misheppnaða leiðakerfi þannig að það tekur langan tíma fyrir bæjarsjóð Kópavogs að jafna sig eftir ævintýrið...B Góður bísniss Það eru til margar sögur af gróða heildsalanna. Einn þeirra vann sér það nýlega til frægðar að selja Álafoss litla bursta sem fyrirtækiö lætur fylgja hverri einustu peysu sem það selur. Segir sagan að gerður hafi verið samning- ur um kaup á 2 miljónum bur- sta og hafi hagnaður heildsal- ans numið hátt í 10 miljónum króna.B Hvar skyldu nýju stólarnir vera niðurkomnir? Var einhver að tala um bruðl? Og svo eru það nýju tann- læknastólarnir sem keyptir voru fyrir tannlæknadeildina. Þeir komu frá Ameríku og voru því auðvitað gerðir fyrir þarlendan straum, sem sé 110 volt. Var síðan reynt að breyta þeim yfir í okkar 220 volt, en tókst ekki betur til en svo að þeirurðu allirónothæf- ir, 8 talsins. Var einhver að tala um bruðl?B Fólk og fé í Færeyjum Á norrænu bókavarðaþingi sem nýlokið er í Reykjavík flutti Sverri Egholm, land- bókavörður í Þórshöfn, ágætt erindi þar sem hann meðal annars vék að þeim erfið- leikum, sem Færeyingar eiga í, er þeir vilja að þeim sé tekið sem jafngildum samstarfsaðilum í norrænu menningarsamstarfi. Um þetta sagði hann meðal ann- ars: „Þetta er fyrst og fremst tengt ríkisréttarlegri stöðu Færeyja, sem „sjálfstjórnar- samfélags fólks“ innan danska ríkisins, eins og kom- ist er að orði í heimastjórnar- lögunum frá 1948. Þarna er þó að minnsta kosti komin nokkur viðurkenning á því, að það eru ekki aðeins þær 70 þúsund kindur sem í Fær- eyjum ganga, sem mynda samfélagið í eyjunum, heldur einnig þær 45 þúsundir manna sem búa þar.“B Eitt síðasta vígi karlaveldis fallið Núna í byrjun mánaðarins féll eitt síðasta vígi karlaveldisins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.