Þjóðviljinn - 22.07.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Blaðsíða 19
SKAK Sovétríkin - Heimurinn 4. hluti. 1. Karpov - Anderson 1/2-1/2 2. Kasparov - Timman 1-0 3. Tukmakov - Kortsnoj 1/2-1/2 4. Smyslov - Ljubojevic 1/2 -1/2 5. Vaganjan - Ribli 0-1 6. Beljavsky - Larsen 1-0 7. Tal - Chandler 1/2-1/2 8. Razuvajev - Hiibner 1/2-1/2 9. Romaniscin - Miles 0-1 10. Sokolov - Torre 0-1 Fyrir þessa síðustu umferð höfðu Sovétmenn þriggja vinn- inga forskot. Það var því ljóst að Heimsliðið þyrfti að leggja allt í sölurnar til þess að vinna það upp. Það vekur því mikla furðu að menn á borð við Anderson, Ljubojevic og Hiibner skuli semja jafntefli án þess að berjast. Allar vinningsskákir umferðar- innar voru engu að síður miklar baráttuskákir og vakti vinnings- skák Kasparovs gegn Timman að sjálfsögðu mesta athygli. Annars LÁRUS verður nú að segja það að Kasp- arov þurfti ekki mikið að hafa fyrir þessum sigri, Timman tefldi by rj unina mj ög veikt og var kom- inn með gjörtapað tafl eftir 14 leiki. Sú skák sem mér fannst glæsi- legust í þessari umferð var vinn- ingsskák Beljavskys gegn Lars- en. í>að ergreinilegt að Beljavsky er í mjög góðu formi um þessar mundir. Hvítt: Beljavsky Svart: Larsen Caro - Kann 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. RÍ3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Rgf6 (þetta afbrigði Caro-Kann varnar hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár. Það er aðal- lega einum manni að þakka og hann stýrir einmitt svörtu mönn- unum í skák dagsins. Áður tefldu menn þetta afbrigði nær ein- göngu með langa hrókun í huga en Larsen hefur sýnt aðeinnig má Beljavský: hefur aldrei teflt betur en nú. hróka stutt eða þá alls ekki! Stöðurnar sem þá koma upp eru því mum hvassari og bjóða upp á að hægt sé að tefla til vinnings á svartan. Síðasti leikur svarts er dálítið einkennilegur og er nýj- asta innlegg Larsens til stöðu- nnar. Eðlilegast væri að drepa á d3 og leika síðan Rf6.) 10. Bxh7 Rxh7 11. De2 e6 12. Bd2 Be7 13. 0-0-0 Db6 14. Re5 (Báðir hafa komið liði sínu þokkalega fyrir og nú leikur Beljavsky riddaranum á reit þar sem hann stendur mjög ógnandi. Þessi leikur er endurbót á taflmennsku Ljubojevic gegn Larsen í Bugojno 1984. Ljubo lék þá 14. Rf5! og eftir 14.-exf5! 15. Hhel 0-0 16. Dxe7 Rdf6 17. De6 Da6 18. Kbl Hfh8 19. Dxf5 Hd5 hafði Larsen góðar bætur fyrir peðið.) 14.-Hd8 15. Hhel 0-0 16. Rg6! (Skemmtilega leikið, þó svarti kóngurinn sé kominn í skjól er hættan ekki liðin hjá. Ef nú 16.-fxg6? þá 17. Dxe6+ o..s.fr.v.) 16.-Hfe8 17. Rxe7+ Hxe7 18. Rf5! Hee8 19. Rd6 Hf8 20. Bf4 Rdf6 21 Be5 (Með nokkr- um kraftmiklum leikjum hefur Beljavsky tekist að negla svörtu stöðuna niður, en hún er föst fyrir og það er lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig hann eykur þrýstinginn.) 21.-Hd7 22. Hd3! Da5 (Larsen hyggt leita mótspils á drottningarvængnum, en kann- ski er þetta hroðalegur afleikur, sérð þú af hverju?) 23. Hg3!! (Þessi leikur er margþættur og sýnir hina miklu dýpt í skákum Beljavskys. Flestir hefðu farið með hrókinn á a3 en Beljavsky hefur annað í huga.) 23.-Hfd8 (Hvað er nú þetta? af hverju ekki 23.-Dxa2. Þá kemur 24. Hxg7+!! og hvítur vinnur s.b. 24.-Kxg7 25. Dg4+ Kh8 26. Re4 osfr.) 24. Ha3!! (núna er f8 að vísu laus fyrir svarta kónginn en d8 far- inn.) 24. Db6 25. Rc4 Db4 (25.- Db5 leiðir til sömu niðurstöðu eftir 26. Ha5). 26. Bd6!! Hxd6 27. c3 Db5 28. Ha5 Hd5 29. Hxb5 b5 (Eftir stór- kostlega taflmennsku er Beljav- sky kominn með kolunnið tafl og þarf aðeins nokkra leiki í viðbót til að sannfæra Larsen.) 30. Re3 Hxh5 31. g4 Hh2 32. Dxb5 b6 33. De5 Hxf2 34. Dg3 Re4 35. Dc7 Hf8 36. Rdl og Larsen gafst upp. Þá var þessu einvígi lokið og aftur hafði Sovétmönnum tekist að sigra, að þessu sinni með tveggja vinninga mun 21-19. Ég tel að Heimsliðið hafi á góðum degi möguleika á að sigra en það sem þá vantar er samstilling en af henni hefur sovéska liðið nóg. Það var eins og sumir væru aðal- lega að tefla fyrir sjálfan sig og slíkt gengur ekki í sveitakeppni eða eins og Karpov orðar það „above all the team.“ í vikunni var dregið í umferðargetraun sem Umferðarráð efndi til nýlega og voru veittir 15 vinningar. Ljósm. Loftur. Umferðarráð Dregið í getraun Umfcrðarráð efndi nýlega til getraunar meðal almennings til að vekja athygli á nokkrum mikilvægum atriðum varðandi öryggi í umferð. Vinningshafar voru eftirfarandi: 1. Hringmiðar með sérleyfisbifreiðum/BSÍ Ari Leó Sigurðsson, Hátúni 3, Keflavík. 2. Dvöl á Hótel Valhöll: Stur- laugur Björnsson, Lyngholti 20. Keflavík. 3. „Helsport" svefnpoki Loftur Baldvinsson, Efstasundi 21, Reykjavík. 4. „Britax“-bamastóU, Elva B. Jón- mundsdóttir, Hólum, Hjaltadal. 5. Dvöl á Edduhóteli: Sigrún Guðjónsdóttir, Nesbakka 14, • Neskaupstað. 6. „Tudor“- rafgeymir, Haukur Jóhannsson, Oddeyrargötu 8, Akureyri. 7. „Chloride“-rafgeymir, Ragna Gestsdóttir, Rauðarárstíg 5, Reykjavík. 8. Bflbelti í aftursæti, Helga Eðvaldsdóttir, Aðalgötu 33, Ólafsfirði. 9.-15. Hljómplata eða kassetta. Erna Rut Konráðs- dóttir, Þómnnarstræti 83, Akur- eyri, Herdís Ormarsdóttir, Móat- úni 11, Tálknafirði, Ásta Óla- dóttir, Kvistalandi 7, Reykjavík. Harpa Hauksdóttir, Herjólfs- götu 34, Hafnarfirði. Ágúst Guð- mundsson, Heggsstöðum, Kol- beinsstaðahreppi, Guðrún Sig- urfinnsdóttir, Réttarholtsvegi 3, Reykjavík, Matthildur B. Björnsdóttir, Lyngholti 20. Kefl- avík. Áríðandi orðsending til allra þeirra sem hafa pantað Rotl27 Fyrstu bílarnireru núáleiötil landsins og veröa til afgreiðslu um miöjan ágúst. Þegar liggja fyrir fleiri pantanir en hægt er áö anna úr fyrstu sendingu. Þeir sem vílja tryggja sér bíl til afgreiðslu í ágúst þurfa að staðfesta pöntun sína með innborgun nú þegar. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202. MEÐ ALLA LJÖLSKYLD UNA Höfum setf upp skemmtilegt barnahorn með leikföngum og blöðum, þar sem yngra fólkið getur unað sér meðan foreldrarnir njóta Ijúffengra veitinga í afar vistlegu umhverfi. Ódýr og góður matur viðhæfi allrar f jölskyldunnar, ósamt girnilegum heimabökuðum tertum og helgarhlaðborði. Fríar veitingar fyrir börn yngri en 6 óra, | hólft gjald fró 6 til 12 óra. Einnig fríar | veitingar fyrir afmælisbörn dagsins til 12 óra aldurs. f ? Verið velkomin Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! ||UMFHRÐAR Sunnudagur 22. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.