Þjóðviljinn - 22.07.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Blaðsíða 11
Jónas Árnason og Jón Kristófer í Hafnarstræti um það leyti sem Syndin Kom út 1962. orðinu Hafnarstrætisróni, því þarna áttu allar stéttir sína full- trúa, um lengri og skemmri tíma: embættismenn, grósserar kynntust þarna sjómönnum og verkamönnum. En vissulega voru líka til landeyður þarna einsog annars staðar, en það er annað mál. Það var líka annað að líta þarna við eða liggja þarna við einsog margir okkar gerðu. Þetta var sérstakt tímabil í sögu Reykjavíkur sem kennt var við Hafnarstrætið og ég er ekki viss um að það hafi verið ómerkilegri en önnur tímabil í sögu borgar- innar. Af góðum manni - Við Bergur Pálsson vorum langa ævi miklir og góðir vinir. Við áttum ekki nema eitt sam- eiginlegt drykkjuskeið. Þetta var öðruvísi fyrir hann, af því hann þurfti að taka tillit til svo margs sem ég gat látið lönd og leið. En það var mikil og merkileg lífsreynsla að vera með honum. Annars var það svo merkilegt að þegar ég var á öldutoppnum þá var hann í dalnum - og svo öfugt. Hann hjálpaði mér geysimikið. Ég get sagt þér að ævisaga Bergs Pálssonar hefði verið mikið ævintýr á bók. Hann var sjálfur alhæfur mennta- og menningar- maður, hafsjór af fróðleik og sög- um og vel heima í bók- menntunum. Svo lenti hann í ævintýrinu. Það mun hafa staðið til að skrifa ævisögu hans, en hann gerði það að skilyrði að hún kæmi út hjá Máli og menningu að því mér er sagt. Þetta minnir mig á góðvin minn Þorstein Björnsson frá Bæ. Hann orti mikið og vel, Bauta- steinar hét ein ljóðabók eftir hann. Hann var góðvinur sr. Friðriks og skólabróðir en tók aldrei vígslu. Þorsteinn við mig: nú er sr. Friðrik búinn að skrifa ævisögu sína og þarna stendur hann sem heilagur dýrlingur. Þegar ég skrifa mína ævisögu, ætla ég ekki að fara þannig að. Þar verður sko enginn dýrlingur á ferðinni. Þannig komst hann að orði. Kaþólskur frá upphafi Nú ertu kaþólskur, hefur verið foringi í Hjálpræðishernum. Voru þessar kúvendingar í trú- málum ekkert erfiðar? - Nei blessaður vertu. Ég hef verið kaþólskur frá upphafi, enda eru íslendingar kaþólskustu pró- testantar *í heimi, þetta var bara framkvæmdaatriði. í bernsku mótaðist ég af trúnni. Þegar ég fór í skóla ætlaði ég að lesa guðfræði. En svo hreifst ég á samkomu hjá hernum: ég fór bara aðra leið til að verða prest- ur. Fór í skóla hjá hernum í London og gerðist predikari. Ég var líka í Hjálpræðishernum til að mennta mig. En það var meira tilviljun en reiigös reginmunur sem réði því að ég var prestur hjá Hjálpræðishernum í stað þess að praktisera trú mína með kaþól- ikkum. Ég skal segja þér það drengur minn, að það eru engar firðir milli kristilega þenkjandi fólks. En það er mikill munur á því að ræða trúmál og rækja sína trú. Nei, það var ekki um það að ræða að snúast til kaþólsku, ég hef alltaf verið kaþólskur. Mér þykir t.d. meira til sermoníunar hjá kaþólsku kirkjunni koma. Steinn Steinarr gaf mér nafnið Þú yfirgafst Hjálpræðisherinn í nokkurri skyndingu þegar þú varst foringi í Noregi. Svo fórstu bara á fyllerí. Af hverju fórstu úr hernum þeim? - Veistu það, að þetta er dálítið viðkvæmt mál. Við skulum bara segja að það hafi verið vegna gá- leysis í ástarmálum. Jón Kristófer, kadett í Hernum! í kvöld verður samkoma háð, og Lautenant Valgerður vitnar um veginn að Drottins náð. Og svo verður sungið og spilað á sítar og mandólín tvö. Ó, komdu og höndlaðu Herrann, það hefst klukkan rúmlega sjö. Vér hittum þig ungan að aldn og útnefndum Guði þitt líf. Til velferðar skyldir þú vinna og verða hins bágstadda hlíf. Það fékk á vor fátæku hjörtu og færði oss huggun í sál að hlusta á þitt Hallelúja og hugljúfa bænarmál. En syndin er lævís og lipur og lætur ei standa á sér. Hún situr um mannanna sálir og sigur af hólmi hún ber. Þú hneigist að dufti og daðri og drakkst eins og voðalegt svín. En vera þín í Hjálpræðishern- um er ódauðleg í bók- menntunum? - Já það er vegna kvæðisins hans Steins , Jón Kristófer kadett í hemum. Ég heiti ekki Kristófer, þetta er skáldaleyfi Steins Steinars - og fyrirfinnst ekki á þjóðskrá eða kirkjubókum Sjálfur yrkir þú? , -Já, égyrki á stórum stundum í lífini', en ég gerði mun meira af Og hvar er nú auðmýkt þíns hjarta og hvar er nú vígsla þín? Svo mikill er illskunnar máttur, sem mannshjartað ríður á slig, að undir sig óðara lagði hann annan eins hermann og þig. Og sízt má það undrum sæta, þótt sorg vor sé ströng og hörð, er fargast svo lélegur sauður úr Frelsarans voluðu hjörð. Og ei má í orðum lýsa, hve angrið í sál vorri brann, er fullan léztu þig fleka á fraktskipið Mary Ann. Vér getum ei hönd rétt til hjálpar þótt hendi þig fjörtjón og grand. Þú siglir í Farezonen með synd þína og Contra Bande. Jón Kristófer, kadett í Hernum, ó, kannski þú bjargist samt, því áður fyrr. Reyndar birtust oft ljóð eftir mig í sunnudagsblaði Þjóðviljans á sínum tíma. Nú er ég að hugsa um að safna þessu saman og gefa út í bókarformi. Þurfti slægð og brellur —Jú, það er rétt hjá þér, senni- lega hafa ekki margir lslendingar átt yfir höfði sér að verða skotnir og tæmir í botn þinn bikar, þótt bragðið sé furðu rammt. Ó, kannski vér eygjum þann ávöxt, sem iðrun þíns hjarta bar, og heyrum þitt Hallelúja eins hreint og það forðum var. Vér biðjum og vonum og bíðum í barnslegri einfeldni og trú, að aftur þið fáið að finnast Frelsari heimsins og þú. Enn getur þín sál kannski sigrað og syndanna ok af sér lagt, því Guð er svo mikill og góður, eins og General Boot hefur sagt. Jón Kristófer, kadett i Hernum! í kvöld verður samkoma háð, og Lautenant Valgerður vitnar um veginn að Drottins náð. Og svo verður sungið og spilað á sitar og mandólín tvö. Ó, komdu og höndlaðu Herrann, það hefst klukkan rúmlega sjö. Jón Krístófer þrumar yfir landanum á Austurvelli á Hjálpræðisárunum. Steinn Steinarr Þegar Jón Kristófer Sigurðsson iét úr hófn stóð herinn ó bryggjunni og söng einsog ég, þegar ég strauk úr breska hernum upp á íslandi. Þetta var nú ekki skynsamlegt þó ég hafi komist undan með hjálp góðra manna. En þetta voru vov- eiflegir tímar, ég gekk i rauninni hvað eftir annað vitandi vits útí opinn dauðann. Þannig vissi ég nákvæmlega um hættuna þegar ég skreið í botntankinn á norska skipinu Nurgis til að hreinsa stífl- una, skipið fljótandi innanum tundurduflin. En ég sá að einhver varð að gera þetta - því ekki ég? Á svona stundum, eins þegar við gerðum uppreisnina á Jessy Mærsk, var ekki mikill tími til að hugsa - en svona nokkuð nálgað- ist dáðir. En það var ekki hægt að bíða. Við vildum ekki afhenda Hitler heilan skipsfarm, heilt skip og okkur sjálfa. Þetta var knálega gert og þurfti slægð og brellur til, eihsog þar segir. Ég stóð fyrir þessari uppreisn og sé ekki eftir því. Sumir kalla svona nokkuð glópsku af tilfinningaástæðum, ef til vill er eitthvað til í því. Við sjálf og trúin - Trúin er að nokkru leyti gjöf,, ávinningur og þjálfun. Mér finnst ósköp fávíslegt að trúa ekki þessu mikla valdi sem skapað hefur ævintýrið sjálft, lífið. Menn verða að átta sig á því, að þarsem i | skilninginn þrýtur tekur trúin við. Og trúin á Guð hefur verið mér aðalatriði í lífinu. Ég hef aldrei verið hræddur við hann þó ég beri óttablandna virðingu fyrir Guði. í íslenskum sálmi stendur j skritin setning „dauðinn deyr en lífið lifir“ og ég skil þetta mínum skilningi. Ég er ósköp sáttur við lífið. Til dæmis fer ég oft á samkomur hjá Hjálpræðishernum og á marga vini þar. Ég hef líka fengið kveðj- ur frá samtímamönnum mínum í breska hernum. Ég efast um að hinn almenni borgari fletti ofan af sér einsog ég geri. Það er hins vegar forsenda fyrir því að maður geti mætt sjálf- um sér, að vera hreinskilinn. Játningin einlæg. Það er stóra at- riðið. Ekkert að derra sig - Þú spyrð mig hvort ég sé ekki jafn gáskafullur og áður fyrr. Ég get sagt þér það drengur minn, að þegar menn eru komnir á minn aldur eru þeir farnir að hafa sýn til beggja heima. Ég lifi ekki eins gáskafullu lífi og áður og þegar svo er komið, er maður ekkert að derra sig. Þetta hefur oft verið erfitt líf. Ég man að ég lifði einu sinni í hálfan mánuð af einni köku með- an ég beið eftir skipsrúmi í Gautaborg. Ég hef aldrei haft reiðu á þeim hinum veraldlegu hlutum, ekki gefið þeim nægilega mikinn gaum. Ofar en einu sinni hef ég látið aleiguna af hendi. Ég hef nefnilega lifað eftir mottóinu um að láta hverjum degi nægja sína þáningu. - Ég vildi fá að ljúka þessu með tilvitnun í Eddu: Sal veit ek standa sólu fegra, golli þakðan, á Gimléi; þar munu dyggvar dróttir byggja ok um aldrtaga ynðis njóta. -óg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.