Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 14

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 14
BÆJARROLT ÉHappdrætti Sjálfsbjargar 9. júlí 1984 Aðalvinningur: Bifreið, Mitsubishi, Space Wagon, árg. 1984 á miða nr. 49176. Sex sólarlandaferðir að verðmæti kr. 25.000.00 hver. 43 vinningar - vöruúttekt, að verðmæti kr. 6.000.00 hver. 216 18480 463 19004 sólarlandaferð 1459 20485 1754 23135 1755 23389 sólarlandaferð 3156 25164 3827 26147 3933 26303 sólarlandaferð 5507 27533 5033 28429 5988 28770 sólarlandaferð 6051 29397 6322 30209 6607 31500 sólarlandaferð 7920 31885 sólarlandaferð 8762 34082 8763 34533 9054 34807 10101 35797 11797 39835 11868 41577 15227 41942 16607 48713 16610 49176 Bifreið 17647 49902 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrur og seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. Gluggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Verðkönnun Steinullarverksmiöjan h.f., á Sauðárkróki, óskar hér meö eftir tilboöum í vegg- og þak- klæðningu ásamt tilheyrandi fyrir byggingu Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauöárkróki. Helstu magntölur: Kantaöarstálplötur h=20 mm tmir, =0,6 mm 6.500 m2 Kantaöar stálpfötur h=45 mm mim =0,6 mm, 1000 m2 Kantaðarstálplötur h= 96-110 mm tmm =0,6 mm, 40002 Utboðsgögn fást afhent hjá Fjölhönnun hf., Grensásvegi 8, Reykjavík, og skal skilaö þangaö eigi síöar en föstudaginn 3. ágúst 1984. STEINULLARVERKSMIÐJAN HF. Sauðárkróki. Meinatæknir Sjúkrahúsiö í Húsavík óskar aö ráöa meina- tækni í Vá stööu frá 1. september. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 41333. Sjúkrahúsið í Húsavík s.f. Ég kvefaðist í vikunni, fékk hita, var heima og svaf. Skrýtið svona um hásumar. Á fimmtu- dagskvöld var ég nokkurn veginn búinn að ná mér á strik og var farinn að undirbúa mig til vinnu morguninn eftir en þá varð nokk- uð til þess að ég hélt ég væri kom- inn með óráð og fárveikur á ný. Mér hefði slegið hastarlega nið- ur. Ég hlustaði á útvarpsþátt. Ég uppgötvaði allt í einu þegar ég hlustaði á þáttinn að fjöldi ís- lendinga, kannski meiri hlutinn, telur að við séum bandarísk ný- lenda, er búinn að sætta sig við það og vill gera hið besta úr hlut- unum, reyna að mjólka kúna. Var það furða þó ég héldi á tíma- bili að ég væri kominn með óráð, á tímabili var ég jafnvel farinn að hugleiða að kasta mér út um gluggann í gegnum rúðu og gluggapósta og allt. Ég bý á fyrstu hæð og hefði sloppið lifandi, það var á undirmeðvitundinni, en svo sló niður í huga minn að ég hefði getað lent fyrir bíl úti á götu. Ég hætti við. Það var brjálæðislegt að hlusta á þennan þátt. Þarna hringdi hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðr- um og lýsti því blákalt yfir að her- inn væri hér ekki til að verja okk- ur heldur einungis í þágu Banda- ríkjanna. Þetta er reyndar nokk- uð sem ég hef alltaf haldið fram og talið veigamikla ástæðu til að reka herinn sem snarast á braut. En þetta fólk vill hafa herinn áfram, bara láta hann borga nógu mikið fyrir að hafa land okkar fyrir skotmark. Hvflíkt og annað eins. Hvar er nú orðið Moggans starf í hálfa öld? Ég uppgötvaði allt í einu að fólk sér í gegnum áróður Moggans og hefur alltaf gert, trúir bara ekki einu einasta orði sem hann segir. Það var þó huggun harmi gegn. En þvflík afvegaieiðing. Hvar er nú orðið okkar starf? Og leið- togi nýlendusinna er afkomandi Hannesar Hafstein, pulsusalinn í Austurstræti! Ég vissi ekki hvort heldur ég ætti að hlægja eða gráta. Eftir að þátturinn var búinn sat ég lengi í hásumarrökkrinu og velti fyrir mér hvort mig hefði verið að dreyma, hvort ég væri svona veikur eða hvort ég væri geðveikur. Svo stóð ég hægt á fætur þar sem ég sat í djúpum hægindastóli, staulaðist til kojs, lagðist til svefns og fór að dreyma drauga og forynjur. Um miðja nótt fann ég að kona mín lagði höndina yfir mig og þá varð mér strax rórra. Hún hafði vaknað með andfælum, hlustaði nefni- lega á þáttinn líka. Nú verður líklega að byrja allt upp á nýtt. Byrja þar sem frá var horfið árið 1944. Ég treysti mér samt ekki til að verða nýr Baldvin Einarsson. Og enn síður Jón Sig- urðsson. Býður sig nokkur fram? Hannes Hafstein nefni ég ekki á nafn. En það eru blettir í frakk- anum hans. -Guðjón Býður sig nokkur fram ALÞÝÐUBANDA LAGIÐ Æskulýðsfylkingin Allir í Skaftafell! Takið helgina 28. - 29. júlí frá til að fara í hina bráðskemmtilegu ferð Æskulýðsfylkingarinnar í Skaftafell. Farið verður frá Hverfisgötu 105, föstudaginn 27. júlí kl. 8.30 stundvíslega. Á laugardaginn verður farið í skoðunarferðir og einn- ig lagðir nokkrir göngustígar í Þjóðgarðinum, „allt fyrir náttúru- vemd“. Brottför sunnudag. Matur verður á staðnum og frábærar kvöldvökur með ótal skemmtiatriðum. „Ótrúlega lágt verð". Látið skrá ykkur strax í síma 17500 eða að Hverfisgötu 105 fyrir miðvikudaginn 25. júlí. Sjáumst! Skemmtihópurinn. Sumarferð AB á Austurlandi Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir til sumarferöar að Dyrfjöllum laugardaginn 21. júlí. Farið frá Egilsstöðum í rútu og einkabílum kl. 9 að morgni. Rúta fer frá Neskaupstað k. 07.30. Gengið úr Njarðvík í Stóruurð við Dyrfjöll. Komið til baka að kvöldi samdægurs. Athugið góðan skóbúnað og nesti til dagsins. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Þátttaka tilkynnist til einhvers eftirtalinna sem fyrst: Sigurjóns Bjarnasonar, Egilsstöðum, sími 1329 eða 1375. Margrétar Oskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299. Stefaníu Stefánsdóttur, Neskaupstað, sími 7179 eða 7247. Ferðin er öllum opin. Kjördæmisráð Sumarferð ABR 1984 Sumarferö ABR veröur sunnudaginn 19. ágúst. Aö þessu sinni munum viö fara á Þingvöll. Merkiö á dagataliö viö 19. ágúst. - Sumarferö ABR - Nánar auglýst síöar. - Ferðanefnd ABR. Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði - svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7370. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf 8811. Stykkishólmur Ómar s. 8327. Dalir Kristjón s. 4175. Kjördæmaráð Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst Sumarferðir Alþýðubandalags- ins á Noröurlandi vestra hafa ver- ið mjög vinsæiar. Að þessu sinni verður fariö um Kjalveg og tjald- að í Hvítámesi um verslunar- mannahelgina. Lagt verður af stað laugardag- inn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og fariö um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blönduós. All- ur hópurinn mætist viö Svartár- brú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Biönduvirkjunar- svæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suðaustan Langjökuls. Daginn eftir verður sórstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir mar- kverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en böm og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason, Hvamms- tanga (s: 1474), Elísabet Bjarna- dóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hailgrímsson Skaga- strönd (s: 4685), Guðmundur Theódórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjömsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96-71255) og Ragn- ar Amalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.