Þjóðviljinn - 22.07.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Page 6
ísafjarðarkaupstaður Lausar stöður Staða félagsmálafulltrúa Auglýst er laus til umsóknar staöa félagsmálafulltrúa hjá kaupstaðnum. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjórinn eöa fé- lagsmálafulltrúinn í síma 94-3722 eða á skrifstofu bæjarstjóra. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Umsóknum skal skila til skrifstofu bæjarstjórans að Austurvegi 2, ísafirði. Staða safnavarðar ísafjarðar er auglýst laus til um- sóknar. Safnavörðurinn er starfsmaður stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, Listasafns ísafjarðarog húsfriðunarnefnd- ar ísafjarðar og skal verksvið hans vera m.a.: 1. Að veita Byggðasafni Vestfjarða forstöðu, söfnun þjóðlegra muna, skrásetning þeirra, viðgerð og upp- setning. Skal hann sjá um, að safnið sé til sýnis al- menningi á tilteknum tímum og hafa frumkvæði að kynningu á þeim menningarsögulegu heimildum, sem þar eru varðveittar, m.a. með sérstökum sýninqum í safninu. 2. Umsjón og eftirlit með verkum Listasafns ísafjarðar, ráðgjöf við kaup á nýjum listaverkum og uppsetning sýninga, sem safnið stendur fyrir. 3. Umsjón með húseignum, sem bæjarstjórn hefur samþykkt að friðlýsa, ráðgjöf í sambandi við viðhald og endurnýjun þeirra, innkaup á efni og vinna við viðhald þeirra, eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Starfinu fylgir íbúð í Faktorshúsi í Neðstakaupstað, ísafirði. Umsóknafrestur er til 10. ágúst nk. Frekari upplýsingar veitirbæjarstjórinn á Isafirði í síma 94-3722 eða á skrifstofu sinni og Jón Páll Halldórs- son, formaður stjórnar Byggðasafns Vestfjarða í síma 94-4000 eða 94-3222. Umsóknum skal skilað til skrifstofu bæjarstjórnar að Austurvegi 2, ísafirði. Bæjarstjórinn á ísafirði. • Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711 Fóstrur Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður: 1. Staða fóstru á skóladagheimili. Fullt starf. 2. Fóstrustöður á dagvistarheimilum bæjarins. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Dig- ranesvegi 12, sími 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs. Isaljorður Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Ólavíu Guðrúnar Sumarliðadóttur Jón Ársæll Jónsson Ólafur G. Jónsson María Einarsdóttir Sumarliði G. Jónsson Hilma Marínósdóttir Ester Jónsdóttir Ágúst Barðason Markús Jónsson Barnabörn og barnabarnabörn. Auglýsið í Þjóðviljanum FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR um fengið fram breytingar sem við óskum eftir. Kallana hjá UMSK þekkir maður lítið, enda hafa þeir yfirum- sjón með öllum félögum innan sambandsins, en þeir voru allt í öllu í kringum landsmótið og unnu vel.“ - Þú hefur náð góðum ár- angri undanfarið. Hefurðu komið sjálfri þér á óvart? „Já, sérstaklega nú á Landsmótinu þar sem ég keppti í 400 m hlaupi í fyrsta skipti á ævinni og sigraði! Það kom svo sannarlega á óvart. Ég hljóp bara uppá að ná í stig fyrir UMSK og var hreinlega ýtt útí hlaupið - aðrir virtust hafa meiri trú á að ég gæti þetta en ég sjálf. Nei, ég hef ekki í hyggju að hlaupa 400 metrana meira, ekki strax allavega. Þetta var algjört „píningarhlaup“, ég fann ekk- ert ofsalega fyrir því að það væri erfitt á leiðinni en þegar ég var komin í mark gat ég ekki staðið í fæturna! Ég var lfka hissa árangrin- um í langstökkinu, þar stökk ég 5,69 metra en átti 5,48 best áður. Ég var óánægð með úr- slitahlaupið í 100 metrunum þótt mér tækist að sigra, ég fékk lélegt start og það hefur sennilega átt einhverjar sál- rænar orsakir. En þetta hafð- ist, og það var eins gott, ég var búin að segjast ætla að vinna!“ - Reiknarðu með að endast lengi í frjálsíþróttunum? „Ég vona að ég geri það. Mig langar til að klára Versló hér heima og fara síðan út. Draumurinn er að komast í skóla í Bandaríkjunum og æfa samhliða náminu, en ég veit að það er mjög dýrt.“ - Er skammt í íslandsmet- in? „Mér hefur tekist að sigra Oddnýju Árnadóttur, ís- landsmeistarann, í ár, en hún var þá ekki í góðri æfingú, hún hefur oft verið betri. Það er ekki alveg komið að því að ég setji íslandsmet, en ég vona að mér takist það næsta sum- ar,“ segir Svanhildur Krist- jónsdóttir. Þjálfari Svanhildar, Ólafur Unnsteinsson, tekur í sama streng. „Svanhildur á gífur- lega framtíð fyrir sér í sprett- hlaupunum og í langstökki og stefnir á íslandsmetin. Þau ættu að líta dagsins ljós á næsta ári,“ segir Ólafur. Tíminn einn leiðir í ljós hver frami Svanhildar á atrennu- og hlaupabrautun- um verður, en árangur hennar að undanförnu lofar svo sann- arlega góðu. Það er þess vert að veita þessari efnilegu frjálsíþróttakonu úr Kópa- voginum athygli á næstunni. -VS Við höfum snjóbræðslurörin Við höfum tækniþekkinguna Við leggjum kerfið Við gefum heildartilboð í efni og lögn Við höfum lægsta verðið Opið laugardag Pípulagnir sf. Skemmuvegur 26 (bak við Stórmarkaðinn) Kópavogur Sími 77400 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júlf 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.