Þjóðviljinn - 22.07.1984, Page 3

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Page 3
í Evrópu. Þjóðaratkvæða- greiðsla, sem karlar einir tóku þátt í, fór fram í dvergríkinu Liechtenstein, sem er undir verndarvæng Svisslendinga. Úrslit urðu þau að konur fengu kosningarétt í landinu, en Liechtenstein var eina landið í álfunni sem átti eftir að gera þær ráðstafanir. Munurinn varð samt ekki mikill, 2370 greiddu atkvæði með kosningarétti kvenna eða 51,3% en 2.251 voru á móti eða 48,7%. Það voru semsagt aðeins 119 atkvæði sem réðu úrslitum. Áður hafði tvívegis verið kosið um málið, bæði árið 1971 og 1973 og tapaði málstaður kvenna í baeði skiptin. íbúar Liechteinstein eru nú um 26 þúsundir. Ríkið lifir ekki síst á því að hýsa ýmis fyrir- tæki á pappírnum til þess að þau geti svikið undan skatti í eiginlegum heimkynnum sín- um, einnig á ferðamönnum, frímerkjaútgáfu og öðru sem dvergríkja er siður.B Fleiri Chicago hattar í I Þjóðleikhúsið? Myndin er úr I Gæjum og píum I „Chicago“ í Þjóðleikhúsinu Eftir að Ijóst varð að ekkert yrði af uppsetningu „West side story“ „Sögu úr Vestur- bænum", í Þjóðleikhúsinu næsta vetur hafa menn leitað mjög að hentugum söngleik. Beinast nú augu manna að söngleiknum „Chicago" sem þykir um margt ekki óskyldur Gæjum og píum, sem gengu fyrir fullu húsi s.l. vetur.B Enginn ráðherra Nýi vegurinn undir Ólafsvíkur- enni hefur aldrei verið opnað- ur af samgöngumálaráðherra eins og venja er um jafn við- amiklar vegaframkvæmdir. Formleg opnun við hátíðlega athöfn fór þó fram í fyrra, borði var klipptur í sundur og vegur- inn opnaður undir lófaklappi fríðs föruneytis. Það eina sem gleymdist var að láta viðkom- andi ráðuneyti vita, efalaust hefði samgönguráðherra vilj- að fá að klippa því þetta er fyrsti Ó-vegurinn sem lokið er viö.l Rætur grafnar upp Á stjórnarfundi í Blaða- mannafélagi íslands sl. föstu- dag kom Lúðvík Geirsson rannsóknarblaðamaður með þá gleðifregn, að ýmiss gögn Blaðamannafélagsins funda- gerðarbækur og ýmislegt fleira hefði komið í leitirnar eftir nokkra eftirgrennslan. Hér er um að ræða gögn sem höfðu verið í vörslu Jóns Bjarnasonar fyrrverandi (fréttastjóra á Þjóðviljanum og forystumanna Blaðamannaf- élagsins um margra ára skeið. Þeim hafði verið komið fyrir í vörslu Handritadeildar ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3 Landsbókasafnsins. Meðal stórtíðinda úr þessum gögnum mun vera fundargerð fyrsta fundar félagsins eftir að það var gert að stéttarfélagi 21. október 1934. Blaða- mannafélagið mun nú hugsa gott til glóðarinnar, að gera grein fyrir sögu sinni. Athugasemd vegna „slúðurfréttar“: Vegna „fréttar" í slúðurdálki Þjóðviljans þann 14. júlí s.l. um launamál í Stúdentaleik- húsi, vil ég hér með taka fram að ég hef fengið megnið af umsömdum launum mínum (kr. 15.000) greitt, til þess að skrifa leikverkið „Láttu ekki deigansíga, Guðmundur“. Ég vil vísa öllu öðru sem skrifað er um persónulegar launa- kröfur mínar á bug, ásamt öllu öðru bullu í þessari „frétt". Ég harma einungis að blaða- mennska af þessu tagi fái þrif- ist á Þjóðviljanum, jafnvel þótt um slúður sé að ræða. Blaða- maður sá, er skrifaði þessa „frétt" þar sem beinlínis eru höfð eftir mér ummæli hefði betur haft samband við mig eða framkvæmdastjóra Stú- dentaleikhússins, áður en hann lét þennan róg frá sér fara. Slíkur rógur er aðeins til þess fallinn að eitra og eyði- leggja starfsemi frjálsra leikhópa á borð við Stúdenta- leikhúsið, sem berjast í bökkum fjárhagslega. Ég vil þó minna á, að öll umfjöllun um Stúdentaleikhúsið er auðvitað auglýsing og óska ég þess innilega að þetta verði því enn til framdráttar og að það láti ekki deigan síga í núverandi velgengni sinni. Það sakar ekki heldur að geta þess hér í framhjáhlaupi að Listahátíð hefur ekki heldur staðið við skuldbindingar sínar við Stúdentaleikhúsið.B Með kærri kveðju Hlín Agnarsdóttir. AFMÆLISTILBOD Nú er ár liöiö frá því aö FIAT Uno! var kynntur hér á landi. Á þessum tíma hefur Uno! selst meira en nokkur annar einstakur bíll á markaönum. í tilefni þessa hefur veriö ákveöiö aö bjóöa Uno! á sérstöku afmælisveröi: IfiK • BASIC kr. 218.000,- á götuna! Jiít Bíll drsins 1984 1 VJLHJÁLMSSON HF. F / A T í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.