Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 20

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 20
I Tvö á puttanum Þau Isabella Laurent og Jean Louis Michelot frá Frakklandi gerðu stuttan stans á ísafirði á leið sinni um landið. Þau verða hér (mánuð og Þjóð- viljamenn tóku þau uppí á leið inn Djúp. Vestfirðir þóttu þeim heldur eyðilegir miðað við aðra lands- hluta, en sögðu ferðalagið hafa gengið vel. Islendingar væru á- kaflega hlýlegir við fyrstu kynni en bflar tækju þau greiðlega með. Við biðjum lesendur fyrir þau skilaboð til frönsku puttalang- anna að þau geta sótt plastpokann sem gleymdist í bfln- um hjá okkur á skrifstofu blaðs- ins að Síðumúla í Reykjavík. (Is- abella et Jean Louis, venez a „Þjóðviljinn", Síðumúli 6, Reykjavík, pour le sac de plastic que vous avez oublié dans notre voiture). - m Pær vinna í Landsbankanum á Raufarhöfn. Frá vinstri: Bergþóra Friðþjófsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, afgreiðslustjóri og Sigrún Kjartansdóttir Hér vinna aðeins konur - rœtt við Kolbrúnu Stefónsdóttur afgreiðslustjóra í Lands- bankanum ó Raufarhöfn Ég veit ekki um aðra bankaaf- greiðslu þar sem eingöngu konur vinna. En ég treysti mér til að full- yrða að konur eru síst verri starfs- kraftar, þær eru samviskusamari en flestir karlmenn að mínu áliti. Allar konurnar sem vinna hér eru með börn, nokkrar með smábörn og það hefur engin áhrif á vinnu- framlag þeirra nema síður sé“, sagði afgreiðslustjórinn í Lands- bankanum á Raufarhöfn, Kol- brún Stefánsdóttir, en hún tók við starfi 1. maí s.l. af Friðgeiri Steingrímssyni. Landsbankinn á Raufarhöfn er deild frá Landsbankanum á Ak- ureyri og var afgreiðslan nýlega flutt í stórt og glæsilegt húsnæði, um 200 fermetra að stærð. Og þar vinna eingöngu konur. „Við not- um allt þetta rými“ sagði Kol- brún. „Hér er mikið að gera og við vinnum oftast fram til 8 og 9 á kvöldin. Menn leggja grimmt inn og aðrir eru að sækja um lán. Annars er efnahagurinn og atvinnulífið hér nokkuð stöðugt, en maður veit að enginn er ofsæll af laununum. Það má því lítið út af bera í atvinnu og afla til að menn lendi ekki í erfiðleikum með að standa í skilum. Enn sem komið er gengur þetta vel og starfsandinn hér í bankanum er ágætur“ sagði Kolbrún að lokum. Starfsmenn í Landsbankanum á Raufarhöfn eru samtals 6 tals- ins, með sumarafleysingum, þar Hátíð að Skálholti Sunnudaginn 22. júli verður hin árlega Skálholtshátíð haldin. Hefst hún kl. 11.00 með helgileik í þrem þáttum sem nefnist „Spá- maður og smiður“, flytjendur eru Sönderjydsk Forsögscene. Kl. 14.00 er Messa. Sr. Sigurð- ur Guðmundsson, vígslubiskup predikar. Sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup, sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, prófastur og sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjóna fyrir altari. Kl. 16.30 byrjar samfelld dag- skrá með orgelleik, Guðni Þ. Guðmundsson leikur Toccata, eftir Ejnar Trærup Sark. Guð- mundur Gíslason syngur ein- stöng, Ásgeir H. Steingrímsson leikur einleik á trompet: Trom- pet Voluntary eftir Purcell. Sr. Jónas Gíslason, lektor heldur ræðu. Jón Sigurðsson og Ásgeir H. Steingrímsson leika sónötu eftir Tartini fyrir tvo trompeta. Sr. Sigurður Árni Þórðarson flytur ritningalestur og bæn. Einnig verður almennur söngur. Undirleik á orgel annast Guðni Þ. Guðmundsson. af 2 í 1/2 starfi. Kolbrún, sem er ein af fáum konum sem gegna stöðu afgreiðslustjóra í banka, var bankastarfsmaður frá 1977- ’80, og síðan heima í 2 ár. Þá varð hún gjaldkeri hjá útg. fél. Jökli. 1. des s.l. hófu hún aftur störf í bankanum og varð afgreiðslu- stjóri s.l. vor sem fyrr segir. -þs.- Frönsku ferðamennirnir í Álftafirði utanverðum. Eldabuskur! Þau eru frábær nýju eldhúsin okkar. Sér stæð vönduð vinnuaðstaða fyrir alla fjöl- skylduna. Komið og skoðið. Borgartúni 27 Sími 28450

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.