Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 2
P-SPURNINGINi Etur þú rjúpu? Ragnar Jóhann Guðjóns- son, húsgagnasmiður: Nei, reyndar geri ég það ekki. Mér finnst hún ekki góð. Þegar mór hefur verið gefin rjúpa skipti ég á henni fyrir hangikjöt. __________________FRÉTTIR_______________ Skrifstofubáknið Ráðuneytin halda sínu Stór aukning fjárveitinga á milli ára til allra ráðuneyta nemafjármálaráðuneytisins. Aukning til landbúnað- arráðuneytis 86% Niðurskurður ríkisstjórnarinn- ar bitnar ekki á skrifstofum ráðuneytanna, með einni undan- tekningu þó, Jón Baldvin hefur ákveðið að sýna gott fordæmi og minnkar því fjárveiting til skrif- stofuhalds fjármálaráðuneytisins á milli áranna ‘87 og ‘88 um 5,3%. Mest er hækkunin í prósentum hjá landbúnaðarráðuneytinu. Fjárveiting á fjárlögum 1987 var rúmar 20 milljónir, sem á fjár- lögum ‘88 verða að tæpum 38 milljónum króna. Hækkunin er því um 86% á milli ára en verð- bólga á milli þessara tveggja ára er um 20%. Næst mest er hækkunin hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, eða rúm 78%. Félagsmála- ráðuneytið með rúm 73% og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið með rúmlega 70% hækkun. Dýrast er skrifstofuhaldið hjá menntamálaráðuneytinu, en til þess fara tæplega 118,5 milljónir á næsta ári. A þessu ári hefur menntamálaráðuneytið rúmlega 75,7 milljónir til ráðstöfunar við skrifstofuhaldið. Hækkunin er því 56,4% á milli áranna. Hækkunin hjá forsætisráðu- neytinu er um 63% og hjá utan- ríkisráðuneytinu 52%. Skrifstof- uhaldið hjá Steingrími Her- mannssyni er þó mun dýrara en hjá Þorsteini Pálssyni, en á fjár- lögum er gert ráð fyrir rúmum 80,8 milljónum króna til yfir- stjórnar utanríkisráðuneytisins en tæpum 30,5 milljónum til forsætisráðuneytisins. Einsog fyrr sagði minnkar fjár- veiting til skrifstofuhalds fjár- málaráðuneytisins úr tæpum 44 milljónum í tæpa 41,5 milljón króna. - Sáf Örnólfur Björnsson: Nei. Mér þykir hún ekkert sér- stök á bragðið. Mér þykir vænt um fuglinn og finnst leiðinlegt hvað menn eru áfjáðir í að drepa hana. Guömundur Jónsson, fyrrum bílamálari: Ég er lítið fyrir fuglakjöt. Þegar ég var ungur leiddist mér alltaf að vita til þess þegar konurnar suðu hænurnar sem drápust á skíta- haugunum. Ósk Guðvarðardóttir, 13ára: Já mér finnst hún góð. Ég borða rjúpu stundum á stórhátíð- um. Eyrún Kristinsdóttir, sjúkraliði: Nei aldrei. Ég borða kjúklinga, en ekki rjúpur. Ég veit það ekki, ætli ég hafi bara nokkurn áhuga á að reyna bragðið af þeim. GEFIÐ UPPÁ NÝTT í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988 er að finna narc/ar Ktrf" r Fjárlög Gefið upp á nýtt Það hefur ekki farið framhjá landsmönnum að Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, kann að notafæra sér fjöl- miðlana. Hefur verið talað um að fyrirmyndina sæki hann til Bandaríkjanna. í kringum fjárlagafrumvarpið hefur verið mikið fjölmiðlafár og þegar fjármálaráðherra kynnti frumvarpið á blaðamannafundi, var dreift um úrdrætti úr frum- varpinu sem ráðherra vildi vekja athygli á. Urdráttur þessi bar nafnið „Gefið upp á nýtt“, sem útlegst á engilsaxnesku: „New deal“. Jóni Baldvini nægir því ekki að taka sér bandaríska pólitíkusa sem fyrirmynd hvað framkomu í fjölmiðlum varðar, heldur skreytir hann sig með slagorðum þeirra, því einsog lesendur muna þá var „New deal“ hornsteinninn undir efnahagsstefnu Roosevelts forseta á sínum tíma. -Sáf Frá boruninni í Hrísey. Guðjón Björnsson sveitarstjóri mælir hita vatnsins. Ljósmynd: Ólafur G. Flóvens. Hrísey Kominn ta'mi til að tengja Guðjón Björnsson sveitarstjóri: Nýja vinnusluholan gefur af sér tugi sekúndulítra af80gráðu heitu vatni. Áœtlaður kostnaður um fimm milljónir króna Þessi nýja vinnsluhola gefur af sér tugi sekúndulítra af lið- lega 80 gráðu heitu vatni og við stefnum að því að tengja hana inn á hitaveitukerfið eins fljótt og auðið er fyrir veturinn, sagði GuSjón Björnsson, sveitarstjóri í Hrísey í símtali við Þjóðviljann. Nýlega fannst í eynni heita- vatnsæð á miklu dýpi með vatni sem vænta má að sé alveg snautt af súrefni. En á undanförnum árum hafa eyjarskeggjar orðið að búa við það hlutskipti að heita vatnið sem séð hefur íbúunum fyrir hita, hefur verið með svo mikið súrefni í sér að það hefur eyðilagt yfir 1000 ofna vegna tær- ingar og lagnir hafa skemmst vegna úrfellinga af sömu orsök- um. Að sögn Guðjóns hófust bor- anir á rannsóknarholum í eynni seinni partinn í september síð- astliðnum og í framhaldi af þeim borunum var boruð þessi vinnslu- hola. Það var borfyrirtækið ísbor hf. sem annast hefur borverkið í náinni samvinnu við sérfræðinga Jarðhitadeildar Orkustofnunar og heimamenn Jarðhitadeild Orkustofnunar byrjaði sumarið 1984 ítarlegar rannsóknir á jarðhitasvæðinu í eynni og með hjálp hitamælinga í borholum, kortlagningar jarð- laga og mælinga á rafleiðni í jörðu tókst að fá ákveðnar vís- bendingar um hvar heita vatnið streymdi upp um nær lóðréttar sprungur djúpt úr jörðu. „Áætlaður kostnaður við þess- ar framkvæmdir, tengingu hol- unnar, byggingu nýs húss yfir hana og vegalagningu að henni sé um fimm milljónir króna. Einnig er nauðsynlegt sökum þess hve hún liggur nálægt sjónum, að vemda hana fyrir ágangi sjávar með grjótfyllingu," sagði Guðjón Björnsson sveitarstjóri. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.