Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Matarskattur í minnihluta Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra hefur á stuttum valdatíma oröið aö afneita eigin efnahagsgeröum tvisvar sinnum. í fyrsta lagi varð fjármálaráðherra aö draga til baka söluskatt sem hann ætlaði aö leggja á störf kringum hugbúnað í tölvur. Tölvumenn höfðu vítt hann fyrir tiltækið og sýnt frammá með rökum að skattur á þessa vinnu væri bæði þjóðhagslega rangur og tæknilega útí hött. í öðru lagi varð fjármálaráðherra að draga til baka söluskatt sem hann hafði boðað á mötu- neyti í skólum, sjúkrahúsum, um borð í skipum og víðar. Mikil alda mótmæla reis gegn þessari skatthugmynd, og að lokum var gripið til þess í ráðuneytinu að segja mótmælendur hafa mis- skilið ráðherra og hans menn. Tilkynning ráðu- neytisins um þennan misskilning var gefin út hálfum mánuði eftir að skattheimtan átti að hefj- ast. Ýmislegt bendir til að fjármálaráðherra neyðist á næstu dögum til að afneita sjálfum sér í þriðja sinnið, og gelur þó enginn hani. Hugmynd ráðherrans um sérstakan sölu- skatt á nauðsynjamatvæli, - kjöt, fisk, ávexti, grænmeti, mjólk - er afar illa tekið meðal al- mennings, og er satt að segja leitun á jafn óvin- sælli stjórnvaldsaðgerð síðustu ár, þótt af ýmsu sé að taka. Forystumenn í samtökum launafólks hafa tekið matarskattinum afleitlega, og forseti Al- þýðusambandsins hefur með opnu bréfi skorað á ríkisstjórnina að hætta við, - meðal annars vegna þess að í skattinum felast hrein og bein svik á loforði sem gefið var við hátíðlega athöfn á svardögum í kringum síðustu kjarasamninga. Og á þessari stundu er fjármálaráðherrann ; engan veginn öruggur um að hafa þingmeiri- hluta bakvið sig og matarskattinn sinn. Það er kurr í landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins, og í Framsóknarflokknum hefur myndast opinber andstöðufylking. „Vitlaus skattur" segir Framsóknarþingmað- , urinn Guðni Ágústsson í Selfossblaðinu Dag- skrá, kallar skatthugmynd Jóns Baldvins „fár- ánlega", og segir að af nokkrum þingmönnum flokksins sé nú „háð hörð barátta til að stöðva þessa vitleysu". „Það er ekkert sem réttlætir þessa aðgerð“ segir hinn ungi þingmaður, og getur ekki annað en greitt atkvæði gegn óbreyttum fjárlögum eftir þessi orð. Guðmundur G. Þórarinsson hefur lýst sig | andvígan skattinum nema til komi umfangs- miklar hliðarráðstafanir, Páll Pétursson þing- flokksformaður Framsóknarmanna talar um fjárlagafrumvarpið í lítilsvirðingartón sem sýn- ingargrip en ekki alvörupólitík, og einn ráðherra Framsóknarflokksins, Jón Helgason, hefur gert fyrirvara um stuðning sinn við sjálft fjárlag- afrumvarpiö, helsta stefnuplagg ríkisstjórnar- innar hverju sinni. Stefán Guðmundsson, Alex- ander Stefánsson... Jafnvel innan Alþýðuflokksins er uppi and- staða við matarskatt formannsins. Karvel Pálmason hefur lýst sig „algerlega andvígan", og í ómerktum leiðara í málgagni flokksins er skatturinn sagður „pólitískt feilspor". Stuðning- ur þingflokks krata við fjármálaráðherrann er mjög hikandi, og það verður fróðlegt að kynna sér afstöðu þingmannsins Karls Steinars Guðnasonar, varaformanns Verkamannasam- bands íslands, þegar hann kemur heim frá Tæ- landi. Jón er sjálfur farinn að skipuleggja undan- haldið. Á þingi í fyrradag bauðst hann til að J hætta við matarskattinn gegn því að samtök launafólks brygðust við með því að uppfylla ein- i hver enn ókunn skilyrði. Þetta gerir Jón ekki vegna þess að honum hafi snúist hugur, - og stjórnarþingmennirnir óánægðu eru ekki einungis að hugsa um lands- ins gagn og nauðsynjar. Skattahugmyndir fjármálaráðherrans eru nefnilega í minnihluta meðal þjóðarinnar. Al- menningur hefur ekki lyst á því brasi sem for- maður Alþýðuflokksins er að kokka saman uppí stjórnarráði. - m LJOSOPIÐ Mynd: Sigurður Mar þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útg«fandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ami Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Bia&amenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Knstín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Ðergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Amason, Ölafur Gíslason, Ragnar Kartsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Steián Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrfta- og prófarfcaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einarólason, Sigurður Mar Halldórsson. Lftlltatelknarar: Sœvar Guðbjðmsson, Garðar Sigvaldason. Margrét Magnúsdóttír Framkvnmdaatfórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf atofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrltstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýslngaat|órl:Sigríður HannaSigurbjömsdóttir. Auglýaingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Knst- insdóttir. Slmvarala: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðalu-ogafgrelðslustjórhHörðurOddfriðarson. Afgrelðala: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhalmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfml 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmlðja pjóðvlljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lauaasólu: 55 kr. Helgarblðð: 65 kr. Áakrlftarverð á mánuðl: 600 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.