Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 6
Öryggisráðið Skipt út Alsír, Brasilía, Nepal, Senegal ogJúgóslavía inn Aisír bar sigurorð af grannríkinu Marokkó í atkvæða- greiðslu á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í fyrradag, en bæði kepptu að setu í Öryggis- ráðinu. Ekki varð ágreiningur um kosningu þeirra fjögurra ríkja sem nú taka sæti I ráðinu ásamt Alsír, en þau eru Brasilía, Nepal, Senegal og Júgóslavía. Allsherjarþingið kaus ríkin fimm til setu í Oryggisráðinu til tveggja ára og koma þau í stað Búlgaríu, Kongó, Ghana, Sam- einuðu arabísku furstadæmanna og Venesúela. Alls eiga fimmtán ríki sæti í ráðinu. Kosningarnar til Öryggisráðs- ins eru yfirleitt formsatriði, þar sem tiltekin svæði heims samein- ast um að styðja ákveðið ríki úr sínum röðum. Að þessu sinni náðist ekki samstaða um eitt sæti Afríkuríkja. Ríkin tvö greinir á um sjálf- stæði Vestur-Sahara. Alsír styður Polisario-hreyfinguna, en hún berst gegn yfirráðum Marokkó- manna yfir þessari fyrrum ný- lendu Spánverja. HS HEIMURINN Burkina Faso Framfarasinnaðrí stjóm steypt Burkina Faso, áður Efra Volta er í Vestur-Afríku, umkringd eyðimörk. Landið er um helmingi stærra að flatarmáli en Island, en þar búa 6V2 milljón manns á slétt- um kringum Volta-árnar. A afr- iskan mælikvarða er landið ekki þéttbýlt, en það er talið eitt það vanþróaðasta í Afríku. í borgum búa undir 10% en flestir búa í þorpssamfélögum. Tungumálin eru fjölmörg. Innan við 10% geta lesið, lífslíkur eru um 45 ár og aðeins 30% íbúanna hafa beinan aðgang að vatni — til að nefna nokkrar staðreyndir. (Tölur frá 1984). Konur í Burkina Faso ganga marga kflómetra á hverj- um degi til að bera heim vatn, sem þær hafa í stórum leirkrukkum á höfðinu. Hungur hefur oft steðj- að að. Frakkar bjuggu ríkið til skömmu fyrir seinni heimsstyrj- öldina, og gáfu því sjálfstæði hausttilboð RAFHA eldavél og vifta. Pakkaverð Kr. 36.875.— miðað við stgr. NYJA ELDAVELIN FRÁ vörumerki hvers heiniilis í 50 ár. ■Htr JslK mt f « 7' MfW • Wm" LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 1960. Landið er svo fátækt að heimsauðvaldið gaf því engan gaum. Talið er að á þremur ára- tugum frá heimsstyrjöldinni hafi 25% íbúanna yfirgefið það og flutt til nágrannalandanna. A evrópskan mælikvarða varð þar ekki til þjóðríki, enda má segja að kyrrstaða hafi ríkt og stjórnkerfi vart verið til. í her landsins urðu átök, en þar voru saman komnir menntuðustu menn landsins, sem samtímis voru ungir og höfðu séð meira en Efri Volta. A margan hátt deildu þeir kjörum með öðrum íbúúm landsins. í hópi herforingja sem frá því snemma á þessum áratugi fóru með ríkisvaldið, var Thomas Sankara. Sankara var gerður að forseta, en hann var vinsæll með- al starfsmanna sinna, alþjóðlega sinnaður og beitti sér gegn spill- ingu yfirmanna í hernum. Sem forseti ferðaðist Sankara víða, þar á meðal til Dehli á Ind- landi í mars 1983, sem þátttak- andi í forsetafundi Samtaka óháðu ríkjanna. Hann talaði þar fyrir hönd lands síns, lýsti að- stæðum og var ómyrkur í máli. Fidel Castro, þáverandi for- maður samtakanna veitti ræð- unni eftirtekt og var það upphaf- ið að sambandi Burkina Faso og Kúbu. Frakkar tóku einnig eftir þessu og í maí sama ár beittu þeir sérí tilraun til valdaráns. Sankara var tekinn höndum en uppreisn innan hersins varð til þess að hann var leystur úr haldi og stjórn hans hélt áfram uppbyggingar- starfi sínu. Meginverk Sankara og sam- starfsmanna hans var að vinna að samstöðu íbúa Burkina Faso um að ráða bót á hungri og vanþró- un. Stefnu stjórnar hans er best lýst með orðum hans, fyrst á blaðamannafundi í New York 1984, þar sem hann sat Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna: „Burkina var alltaf álitið styðja Frakka. Það var litið á okkur sem einkaeign Frakka. í alþjóðlegum málum tók landið aldrei afstöðu. Við urðum alltaf að fara og spyrja Frakka hvað við ættum að gera.“ í ræðu sinni á þinginu ræddi hann vanda þriðjaheimsland- anna, fordæmdi kynþáttastefnu stjórnarinnar í Suður-Afríku, tók undir rétt Palestínumanna til lands síns og lýsti áhyggjum vegna árásarstefnu Bandaríkj- anna í Mið-Ameríku. Síðar beitti hann sér fyrir einangrun stjórnar- innar í Suður-Afríku. Árið 1985 heimsóttu George Bush varaforseti Bandaríkjanna og Charles Mernu varnarmála- ráðherra Frakka nágrannaríkið Mali, og um áramót 1985-86 gerði Mali innrás í Burkina Faso. Stríðið stóð þó ekki lengi. Enginn vafi leikur á því að með falli og dauða Sankara og sam- starfsmanna hans hafa hinir snauðu íbúar Afríku misst mikil- væga leiðtoga. í þessum heims- hluta hefur baráttan milli hinna snauðu og heimsvaldastefnunnar skerpst. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir Duarte Fánalegur fbrseti Skæruliðar í El Salvador hafa sakað forsetann Duarte um „pínlegan skriðdýrshátt” gagnvart Bandaríkjunum en hann kyssti bandaríska fánann er hann var í heimsókn í Hvíta hús- inu í vikunni. „Það þarf ekki meira en flugferð, svolítið viský og fáeina dollara til að Duarte verði fáránlegur í mikilmennsku- brjálæði sínu. Hann gerir hvað þóknast Reagan, ' sagði talsmaður sem er til að herra sínum,’ skæruliða. Við erum ekki hissa á hinu fár- ánlega tiltæki forsetans - við þekkjum hann of vel til þess - en hitt veldur okkur reiði að hann skyldi gera þetta í nafni þjóðar okkar, sagði í útsendingu út- varpsstöðvarinnar. Við munum sigra. HS MINNING Óli Sigurjónsson fœddur 07.08.1940 Við vorum synir bræðra. Hjá okkur hét hann Óli frændi, en alls staðar annars staðar var hann kallaður Óli Tótu, kenndur við móður sína að gömlum og góðum vestmannaeyskum sið. Það var að sínu leyti við hæfi því frá henni og móðurfrændum sínum aust- firskum fékk hann sitt dökka og framandi yfirbragð. Óli var tæpum áratug eldri en ég og þess vegna vorum við ekki félagar í venjulegri merkingu þess orðs. Samt er það svo að þegar ég hugsa til Vestmannaeyja bernsku minnar er hann einhvers staðar í grenn- dinni. Ég á bágt með að hugsa til Sólnessheimilisins, sem hvarf í hraunið, án þess að sjá hann þar á vakki, annað hvort að dedúa eitthvað eða þá að koma eða fara, mér var eiginlega aldrei ljóst hvort heldur var. Og her- bergið hans niðri í kjallara var hálf dularfullt. Ekki var síður ævintýralegt þegar hann fór í sigl- ingar upp úr tvítugu. Ég held að hann sé einn úr þessari fjölskyldu um að gera alvöru úr því að sigla þangað sem aðra dreymdi um að fara og sungu um, svo sem eins og frá Singapúr til Mexíkó, og sjálf- sagt hafa verið þar einhverjar stelpur á rölti með rós í hárinu, þó ekki sé víst að mikið hafi orðið úr gítarspili undir gluggum. Á þess konar flandri var hann í ein fjögur ár, en það endaði skyndi- lega þegar hann slasaðist mikið langt úti í útlöndum, reyndar á Kanaríeyjum löngu áður en lífs- þreyttir Islendingar fóru að halda jólin þar. Og þegar ég hugsa um lunda , dettur mér líka Óli í hug því hann var lunkinn við slíkan veiðiskap eins og frændur hans fleiri. Ætli það hafi verið mörg síðsumrin sem liðu án þess að hann kæmi kjagandi inn í Bæ með eina kippu á bakinu sem hengd var út undir vegg, án þess að segja margt. Ekki þar fyrir, hann gat líka verið hinn mesti spjallstjóri þegar hann vildi það við hafa. Og svo átti hann afmæli á þjóð- hátíðinni eða þar um kring og auðvitað fékk hann sér þá svolítið í aðra öxlina og reyndar stundum oftar. Þá sté hann ölduna óvenju stíft og vaggaði án þess að það yrði nokkrum öðrum til tjóns. Annars stundaði hann Óli alltaf sjó. Hann var að vísu fædd- ur í landi en varla hefur hann ver- ið nema stráklingur þegar hann fór á sjóinn. Ég þykist a.m.k. muna eftir honum róandi með honum pabba um miðjan sjötta áratuginn þegar hans útgerðar- ævintýri stóð sem hæst, í því harðsvíraða strákagengi sem stundum var á honum Hersteini og jafnvel fyrr. Gott ef hann átti ekki einhvern hlut í vísunni sem byrjaði svona: „Kaldirgæjar sigla sæ ...” nema að það hafi verið hann sem sneri út úr henni, því hann var laginn við vísur og hafði gaman af skáldskap. Hann reri með mörgum og þó lengst af á litlum bátum, stundum með föður sínum og seinustu árin á sínum eigin bát. Þrautseigur og duglegur sjómaður sem kunni vel til sinna verka. Ævistarf hans var að veiða fisk þótt ekki safnaði hann miklum veraldlegum auði á þeirri iðju frekar en margir starfsbræður hans, enda var hann svo sem enginn safnari. Annars var hann Óli einhvern veginn þannig að hann passar alls ekki inn í neina skrifaða grein og allra síst eitthvað sem á að vera minningargrein. En svona er það þegar sviplegir atburðir gerast. Eftir að Hvítings var saknað hafa rótast upp minn- ingar lengst aftan úr hugskoti sem tengjast þessum frænda mínum. Og ég sé hann svo sem fyrir mér glottandi að þessu öllu saman með pírð augun þar sem hann rær í hinni víkinni og ætli vinur hans, sá gamli á staurlöppinni, sé ekki að dorga þar í grenndinni. Og ætli þeir .. jæja sleppum því. En ég veit að hann Oli fyrirgefur mér þetta pár. Við öll sendum Sigga og Tótu, Mary og Sigrúnu og þeirra börn- um okkar heitustu kveðjur á þessum minningardegi. Gunnlaugur Ástgeirsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.