Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR Handbolti KoUing á botninum Andstœbingum Víkinga hefur gengið illa. Uræddí2. sœtiíNoregi England Leikið á gervigrasi Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að leyfa þeim liðum sem leika á gervigrasi að leika á heimavelli sínum í bikarkepp- ninni. Fjögur lið í Englandi leika á gervigrasi. Luton og Q.P.R. í 1. deild, Oldham í 2. deild og Prest- on í 3. deild. Luton leikur gegn Coventry í 3. umferð, en leika þá á heima- velli Leicester. Þeir telja sig ekki í stakk búna til að taka við öllum þeim áhorfendum sem mæta á leikinn. Handbolti Þróttarar í efsta sæti Þróttarar eru nú efstir í 3. deild karla í handknattieik. Þeir gerðu jafntefli gegn ÍS, 20-20. Konráð Jónsson var marka- hæstur Þróttara að venju, skoraði 8 mörk. Nokkrum leikjum er nú lokið í 3. deild karla. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki. Völsungar hafa enn ekki leikið sinn fyrsta leik, en Þróttarar hafa lokið fjór- um leikjum. Staðan í 3. deild: Þróttur.........4 2 1 1 90-71 5 lA..............2 2 0 0 60-46 4 (H..............1 1 0 0 20-16 2 IBK.............2 1 0 1 38-38 2 iBl.............2 0 0 2 39-61 0 ögri............1 0 0 1 12-35 0 UFHÖ hætti keppni. -Ibe Danska liðinu Kolding, sem mætir Víking í 2. umferð Evrópu- keppni meistaraliða, hefur gengið mjög illa í dönsku deildinni það sem af er. Margir af lykilmönnum liðsins eru meiddir þ.á m. markvörður- inn Karsten Holm. í síðasta leik töpuðu þeir fyrir HIK, sem sigr- aði Breiðablik í fyrstu umferð, 20-27. Leikurinn var á heimavelli Kolding, en liðið er þó mjög sterkt á heimavelli. Liðið er nú í botnbaráttunni. Andstæðingum Stjörnunnar, Urædd, hefur gengið öllu betur. Þeir eru í 2. sæti í norsku deildinni með 5 stig eftir 3 leiki. Margir af leikmönnum liðsins eru í norska landsliðinu sem lék gegn Austurríki nú í vikunni og sigraði stórt, 22-14. -mt -4be Handbolti HK á toppinn HK tyllti sér á topp 2. deildar 21. I háltleik var staðan 13-12, með sigri yfir Haukum í gær, 22- Reynismönnum í vil. 16. Leikurinn var nokkuð jafn, en TTTT , Reynismenn höfðu forystuna all- HK naði forystunm strax í upp- an tímann. hafi og hélt 4-5 marka forskoti Einn leikur var í fyrrakvöld. allan leikinn. Sigur þeirra var ör- Grótta sigraði Njarðvík í hörku- uggur og byggðist upp á mjög leik. Það varmarkvörðurGróttu, sterkri vörn. Sigtryggur Albertsson sem Páll Björgvinsson. Kristján skoraði sigurmarkið yfir þveran Gunnarsson og Rúnar Einarsson völlinn á síðustu sekúndu skoruðu flest mörk HK, fimm leiksins. hver. Eggert ísdal var markhæst- Halldór Ingólfsson skoraði ur í hði Hauka með 8 mörk og flest mörk Gróttu, 10, en Ólafur Helgi Harðarson skoraði þrjú Thoroddsen var markahæstur í ^örk. Iiði Njarðvíkur með 11 mörk. Selfoss skaust í 3. sæti með sigri staöan , 2. deild: yfir Fylki, 19-18. I hálfleik var HK......3 3 o o 72-52 6 staðan 9-8, Selfyssingum í vil. Grótta..3 2 1 0 94-77 5 Sigurjón Bjarnason skoraði ^==;l ? ° ! ££ 3 flest mork Selfysstnga sjo og |bv.....2 1 1 o 52-46 3 Magnús Sigurðsson var mark- Ármann..2110 44-38 3 hæstur Fylkismanna skoraði UMFA..........3 1 0 2 62-70 2 etnntg sjo mork. umfn....3 003 71-76 0 Reynir Sandgerði sigraði Fyikir.........3 0 0 3 49-72 0 Aftureldingu í jöfnum leik, 22- _ibe FH-ingar hafa leikið mjög vel í síðustu leikjum og hér skorar Þorgils Óttar Mathiesen eitt af tíu mörkum sínum gegn Stjörnunni. Það er hinsvegar ekki gott að átta sig á hvað Gylfi Birgisson er að gera. FH-ingar taka á móti Frömurum um helgina, en Stjarnan leikur gegn Þórsurum á Akureyri. Mynd: E.ÓI. Um helgina Halda FH-ingar fullu húsi? Mœta Fram um helgina. Heil umferð í handbolta og körfubolta. Islandsmót í karate Um helgina fer fram heil um- ferð í 1. deild karla á íslandsmót- inu. Einnig eru þrír leikir í Úr- valsdeildinni í körfuknattleik. f dag eru tveir leikir hjá Akur- eyrarliðunum. Þórsarar taka á móti Stjörnunnni kl. 14 og kl. 15.15 hefst leikur Víkings og KA í Laugardalshöllinni. A morgun eru svo þrír leikir sem allir hefjast kl. 20. Efsta lið deildarinnar, FH, tekur á móti Lram 1' íþróttahúsinu við Strand- götu, IR 0g KR leika í Seljaskóla og Breiðblik og Valur í Digra- nesi. Þá er einn leikur í 2. deild karla. Ármann og ÍBV leika í Laugardalshöll og hefst leikurinn kl 14. Körfubolti Þrír leikir eru um helgina í Úr- valsdeildinni í körfuknattleik. í dag leika Haukar og Þór í íþrótta- húsinu við Strandgötu og hefst leikurinn kl. 14. Á morgun leika Valur og UBK að Hliðarenda og Grindvíkingar taka á móti KR-ingum. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Karate íslandsmótið í karate verður haldið í dag í Laugardalshöll og hefst kl. 18. Fjörtíu keppendur frá sjö félögum taka þátt í mót- inu. Pílukast Ölkeldumótið í pílukasti verð- ur haldið um helgina í Ölkeld- unni Laugavegi 22. Keppt verður bæði í dag og á morgun og hefst keppni kl. 11 báða dagana. Helgi Rafnsson lék mjög vel í gær og var stigahæstur Njarðvíkinga. Körfubolti TitHvömin hafin •• / Oruggur sigur Njarðvíkinga gegn IR Njarðvíkingarnir hófu titil- vörnina með glæsibrag og unnu jfirburðasigur yfir nýliðunum, IR-ingum, 93-65. í hálfieik var staðan 45-27, Njarðvíkingum í vil. Það var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi. Þrátt fyrir góða bar- áttu ÍR-inga áttu þeir ekkert svar við öruggum og fumlausum leik Njarðvíkinga. Munurinn jókst smám saman og aldrei spurning um hvorum megin sigurinn hafn- aði. Njarðvíkingar léku hratt og yfirvegað. Sóknarleikurinn gekk vel og hittni góð. Vörnin var sterk og hreyfanleg og þeir náðu að halda ÍR-ingum vel frá sér. ÍR-ingar áttu ágæta kafla, en lengst af var leikur þeirra langt frá því að vera góður. Vörnin var opin og hittni slök. ÍR-ingar leika án Ragnars Torfasonar og munar um minna. Njarðvíkingar eru greinilega ákveðnir í að halda í alla titiana sína. Þeir sýndu það í þessum leik að þeir verða ekki auðunnir, frekar en í fyrra. Liðið er sem fyrr jafnt og sterkt. Leikur liðsins er vel skipulagður og vörnin sterk. Helgi Rafnsson átti stórleik, gífurlega sterkur undir körfunni og þeir Jóhannes Kristbjörnsson og Hreiðar Hreiðarsson áttu góð- an leik. Þrátt fyrir að ÍR-ingar hafi á köflum leikið ágætlega verða þeir að bæta sig töluvert ætli þeir að vera í efri hluta deildarinnar. Lið- ið virkaði á köflum mjög óöruggt og engu líkara en að leikmenn liðsins væru ragir við meistarana. Jón Örn Guðmundsson lék vel og sama má segja um Karl Guð- laugsson og Vigni Hilmarsson. -SOM/Suðurnesjum Njarðvik 16. október UMFN-ÍR 93-65 (45-27) 10-4, 29-13, 41-19, 45-27, 59-36, 71-45, 79-49, 87-60, 93-65. Stig UMFN: Helgi Rafnsson 24, Jó- hannes Kristbjörnsson 18, Hreiöar Hreiöarsson 15, Teitur Örlygsson 6, Valur Inaimundarson 6, Sturla örlygs- son 6, Arni Lárusson 6, Kristinn Ein- arsson 4, Ellert Magnússon 4 og Jó- hann Sigurðsson 2. Stlg ÍR: Jón örn Guðmundsson 18, Karl Guðlaugsson 14, Vignir Hilmars- son 8, Björn Leósson 6, Bragi Reynis- son 2 og Björn Steffensen 2. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Bergur Steingrímsson - þokkalegir. Maður leiksins: Helgi Rafnsson, UMFN. Drengjalandslið „Leikum til sigurs“ segir Lárus Loftsson þjálfari drengja- landsliðsins sem mœtir Svíum í dag „Við verðum að vinna þennan leik og ætlum okkur að gera það. Ég heid að við eigum raunhæfa möguleika á góðum degi,“ sagði Lárus Loftsson þjálfari íslenska drengjaiandsliðsins sem leikur gegn Svíum í dag. Þetta er síðari leikur þjóðanna, en þeim fyrri lauk með jafntefli, 3-3. Liðið sem sigrar í þessum leik fer beint í 16-liða úrslit Evr- ópukeppninnar á Spáni næsta vor. „Við erum nokkuð bjartsýnir. Við sáum það í leiknum heima að við eigum möguleika gegn þessu liði og við munum leika til sigurs. Það verður þó mjög erfitt. Svíar eru Norðurlandameistarar og leika á heimavelli. Við verðum að sigra í þessum leik, jafntefli kemur ekki til greina því við fengum á okkur svo mörg mörk á heimavelli. Ég held að strákamir geti sigrað og þeir gefa sig alla í leikinn. Þetta eru tvö álíka lið og sigurinn fer eftir því hvort liðið er í betra formi,“ sagði Lárus. Það lið sem sigrar í leiknum í dag lendir í riðli með Sovét- mönnum, Júgóslövum og Búlg- örum. -ibe Laugardagur 17. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.