Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 3
FRÉTT1R ABR Talið í dag Tœplegafjögurhundruð greiddu atkvceði á félagsfundinum í fyrrakvöld Úrslit atkvæðagreiðslunnar um hundrað landsfundarfulltrúa Alþýðubandalagsins í Reykjavík ættu að liggja fyrir siðdegis í dag. Talningu var frestað á fundinum í fyrrakvöld, enda stöð kosning til miðnættis. Tæplega fjögur hundruð fé- lagar greiddu atkvæði á fundin- um, og liggur því fyrir talningar- mönnum að líta á um 40 þúsund krossa á kjörseðlunum. Kosningarnar á landsfund voru eina mál fundarins, og fóru engar umræður fram. Þrátt fyrir stillt yfirbragð var heitt í kolunum undir niðri, og augljóst að fundarmenn miðuðu val sitt all- mjög við væntanlegar formanns- kosningar á landsfundinum. Kjöri fulltrúa á landsfund er nú að ljúka. í gærkvöld völdu Sauðkrækingar sína menn, og nú um helgina verða fundir í Alþýð- ubandalagsfélögunum á Borgar- nesi, á Akranesi, í Neskaupstað, á Hellissandi, á Blönduósi og á Siglufirði. _m Ullariðnaðurinn Sambands- Álafoss Samkomulag náðist milli Sam- bandsins og Framkvæmda- sjóðs íslands í gær um stofnun nýs fyrirtækis i ullariðnaði með sam- runa Ullardeildar Sambandsins og Álafoss, en Framkvæmdasjóð- ur á meirihluta í Áiafossi. Hlutafé fyrirtækisins verður um 700 milljónir króna og tekur það til starfa 1. desember. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar höfuðstöðvar fyrirtækisins verða. -Sáf y Dagvistartillagan Onot og dylgjur Sigrún Magnúsdóttir: Viðbrögð meirhlutans hrein lítilsvirðing við borgarfulltrúa Maður heldur alltaf að maður sé hættur að verða hissa. Samt var maður alveg dolfallinn í gær. Viðbrögð meirhlutans við dagvistunartillögunni eru hrein lítilsvirðing við borgarfulltrúa og það fólk sem bíður þess fá inni fyrir börnin sfn á dagvistar- heimilum, sagði Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins, vegna frávísunar sjálfstæðismanna í borgarstjórn í fyrrakvöld á tillögu minnihlutans til lausnar dagvistarvandanum. í frávísunartillögu sjálfstæðis- manna segir að tillaga minnihlut- aflokkanna sé „sýnilega hugsuð sem tímabundið áróðursbragð" og „uppfull af innri þverstæð- um“. „Með hliðsj ón af framan- sögðu og með því að tillaga minn- ihlutaflokkanna og aðdragandi hennar bera með sér að um óá- byrga sýndartillögu er að ræða, er tillögunni vísað frá borgar- stjórn,“ segir í frávísunartillögu- nni. - Meirihlutinn lét ekki svo lítið að gera tilraun til að ræða til- löguna á faglegum grundvelli, heldur hreyttu þeir ónotum og dylgjum í garð minnihlutans fyrir tillöguflutninginn. í ofanálag var Anna G. Jónsdóttir, formaður Stjórnar dagvistar, möglunar- laust látin flytja frávísunartillögu Davíðs Oddssonar sagði Sigrún Magnúsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná sambandi við Davíð Oddsson og Önnu G. Jónsdóttur í gær. -rk m - \. M’Wl - 1 ■V I fr Kaupstaður tvöfaldar verslunarrýmlð. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hússins. - Mikil fjöldi manns var viðstaddur opnun hússins i fyrradag en hefur tvöfaldað verslunarrými sitt í Kaupstað í Mjóddinni með því ao opna verslunarhúsið er nú orðið alls um 8 þús. ferm. Á1. hæðinni er matvöruverslun glæsilega sérverslun með fatnað, heimilis- og gjafavörur á 2. hæð verslunar- og kjötvinnsla en skrifstofur verða á þriðju hæðinni sem enn er aðeins fokheld. Samningar Utilokað án tryggingar Að mínu mati er útilokað að gera samninga til lengri tíma án kaupmáttartryggingar“ segir Ásmundur Stefánsson í viðtali við Könnun HP Meirihlutinn gegn ráðhúsi Um 60% þeirra sem tóku af- stöðu í skoðanakönnun sem Helg- arpósturinn birti í vikunni um borgarmál, eru mótfallnir því að byggja ráðhús við Tjörnina. Þá telur 2/3 aðspurðra að það hafi verið yfirsjón hjá borgar- stjóra að missa fyrirtæki Sam- bandsins yfir til Kópavogs eins og allt stefnir í og nær 86% þeirra sem tóku afstöðu eru á því að leysa dagvistarvandamálið í borginni með því að hækka laun starfsfólksins. Ríflegur helmingur aðspurðra er hlynntur nýja Kvosarskipu- laginu og 58,5% þeirra sem tóku afstöðu eru þrátt fyrir allt hlynntir meirihlutanum en 41,5% á móti. -Ig- síðasta tölublað Vinnunnar, sem nýkomið er út. Ásmundur segir að hugsanlegt sé að semja án slíkrar tryggingar, en þá aðeins í stuttan tíma, nokkra mánuði. Útilokað sé að gera langtíma- samninga án kaupmáttartrygg- ingar „við þá miklu óvissu sem ríkir um það hver verðbólgan verður á næsta ári. Hver treystir sér til að svara því hvar á bilinu 15-60% verðbólgan verður næstu 12 mánuði?" Forseti ASÍ telur litlar líkur á allsherjarsamfloti í næstu samn- ingum: „Ég tel að það sé almennt mat að rétt sé að hver semji fyrir sig og mér sýnist að ákveðin sam- bönd hafi þegar ákveðið að sinna sjálf sínum málum,“ segir Ás- mundur í Vinnunni. Hann harm- ar óeiningu innan Verkamanna- sambandsins, og telur að sundr- ung innan ASÍ geti orðið til þess að viðræður dragist úr hömlu. -m Bílaskatturinn Verða að biðja um niðurfellingu Fjármálaráðherra hefur nú lýst því yfir að hann ætli að nýta heimild í ákvæðum bráðabirgða- laga um nýja bílaskattinn til að fella niður gjöld á örorkulífeyris- og örorkubótaþega. Sá bögguil fylgir skammrifi að viðkomandi þurfa sjálfir að fara á fund inn- heimtumanna rikissjóðs og óska eftir niðurfellingu skattsins. í orðsendingu sem fjármála- ráðuneytið sendi frá sér í gær segir að að ekki hafi verið hjá því komist að senda öllum bifreiða- eigendum innheimtuseðil fyrir nýja bílaskattinum. Innheimtu- mönnum ríkissjóðs verði á næst- unni send skrá yfir örorkuþega í viðkomandi umdæmi ásamt fyrir- mælum um að falla frá innheimtu skattsins á viðkomandi. Þeir sem eigi rétt á niðurfellingu verði því að snúa sér til viðkomandi inn- heimtumanns og fá kröfuna fellda niður eða endurgreitt ef búið er að borga. Loforð forsætisráðherra frá því í sumar um að þetta fólk yrði undanþegið skattinum er nú upp- fyllt á þann hátt af hálfu fjármála- ráðherra að viðkomandi þurfa að gera sér ferð með nýja skattseði- linn og óska eftir niðurfellingu. Laugardagur 17. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Síldarvertíðin Fer rólega af stað Búið að salta í 12.700 tunnur. Svipað og á sama tíma í fyrra „I fyrrakvöld var búið að salta í 12.700 tunnur upp í samninga sem gerðir voru við Svía og Finna í september síðastliðnum, en hann hljóðaði uppá 59 þúsund tunnur. Þetta sem búið er að salta þykir að vísu ekki mikið, en er svipað og á saina tíma í fyrra,“ segir Kristján Jóhannesson hjá Sfldarútvegsnefnd f samtaii við Þjóðviljann. Að sögn Kristjáns er sfldin sem aðallega hefur veiðst inní Seyðis- firði, verið 17-18% feit og stór. Aðeins 15 bátar eru þegar byrj- aðir veiðar en 90 bátar hafa veiði- heimild til sfldveiða á þessu ári. Skýringin á því afhverju ekki fleiri eru lagðir af stað er sú að ekki enn hefur verið samið við Rússa og útgerðarmenn hér fyrir sunnan vilja frekar bíða og sjá til hvernig gengur, áður en þeir leggja af stað austur. Á vertíðinni er einungis heim- ilt að salta í 300 tunnur yfir dag- inn og er það Félag sfldarsaltenda sem ákvað þann kvóta. Er það gert, að sögn Kristjáns, til að dreifa söltuninni á sem flesta staði á ströndinni. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.