Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRÉTTIR Nicaragua Sá maður heitir Reagan Ortega: Viljumsemjaviðhöfuðpaurinn. Sendisveit Kontraífangelsiefhúngengstekki undir sakaruppgjöf stjórnar okkar Daniel Ortega, forseti Nicarag- ua, hefur sagt að sendinefnd Kontra fari rakleiðis í fangelsi leggi meðlimir hennar ekki niður vopn og gangist undir sakarupp- gjöf stjórnar sinnar. „Ef þeir koma án þess að gang- ast undir sakaruppgjöf þá verða þeir fangelsaðir, jafnvel þótt þeir verði í félagsskap bandarískra þingmanna,“ sagði Ortega frétta- mönnum í borginni Masaya, en hún er skammt frá höfuðborg landsins, Managua. Ortega viðhafði þessi ummæli eftir að 38 menn biðu bana og þjóðvegur sem tengir austur- og vesturhluta landsins fór í sundur í bardögum Sandínista og Kontra í Chontales-fylki fyrir austan Man- agua. Tilefni ummæla Ortega er sú yfirlýsing eins forvígismanna Kontranna í Washington að þeir hygðust gera út sendinefnd til Managua til að semja um vopna- hlé, og þykjast þeir þar með vera að höndla í samræmi við friðar- samkomulagið frá því í ágúst. Varnarmálaráðherrann, Hum- berto Ortega, segir að Nicar- aguamenn standi fast á því að ræða beri um vopnahlé við þann mann sem sé yfirmaður málaliða- sveita Kontra. „Sá maður er stoltur af því að kalla sjálfan sig Kontra og nafn hans er Ronald Reagan,“ segir Ortega. Oscar Arias, forseti Costa, Rica, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir friðarumleitanir sínar í Mið-Ameríku, hefur hvatt stjórnvöld í Nicaragua til að kom- ast að samkomulagi við Kontra um vopnahlé. „Ég vona að Or- tega forseti sýni meiri sveigjan- leika,“ segir Arias, og bætir við að hann hvetji kollega sinn í Managua til að setjast að samn- ingaborðinu, en Miguel Obando Y Bravo kardínáli hefur boðist til að stýra viðræðunum ef af verð- ur. HS Deng Xiao Ping, þjóðarleiðtogi Kín- verja: Bandarfskir þingmenn fáfróðir og hrokafullir. Tíbet Fáfræði og hroki Kínverjar œfir vegna afskipta Bandaríkjastjórnar af málefnum Tíbets. Alheimslöggan iðin við kolann Afskipti Bandaríkjanna af mál- efnum Tíbets leiða í ljós fá- fræði þeirra og hroka, sagði Deng Xiao Ping, þjóðarleiðtogi Kín- verja í gær, en þá tjáði hann sig í fyrsta skipti um þróun mála í Tí- bet upp á síðkastið. Dalai Lama var á ferð í Was- hington í fyrra mánuði og lagði fyrir þingið tillögur sínar í fimm liðum um sjálfstætt Tíbet. 6. okt- óber samþykkti Öldungadeildin með þorra atkvæða að fordæma það sem það kallaði mannrétt- indabrot austur þar, og hvatti stjórn Reagans til að gera úrbæt- ur á því sviði að skilyrði fyrir frek- ari vopnasölu til Kína. Kínverjar hafa gagnrýnt Bandaríkjastjórn harkalega fyrir að leyfa Dalai Lama að nota þingið sem pólitískan vettvang. Samskipti þjóðanna tveggja eru til muna stirðari eftir að þetta deilumál kom upp, en bent hefur verið á að Kínverjar veitist fyrst og fremst að þinginu en ekki stjórn Reagans. Fjórir þingmenn sem sæti eiga í mannréttindanefnd Bandaríkja- þings ráðgera nú Tíbetferð til að rannsaka málið, og bíða þeir nú fararleyfis kínverskra yfirvalda. iWVx^. njftefaL d^U!« eins og stórverslanir eiga að vera Með stolti kynnum eina glæsilegustu verslun borgarinnar, Kaupstað í Mjódd. Aðalsmerkið er vandaðar og góðar vörur, hnitmiðað vöruval, spennandi merkjavara í bland við gamalgróna gæðaframleiðslu. Á1. hæð er stór, en þægileg matvöruverslun sem leggur áherslu á ferskvöru og úrval kjötvöru. Fisk, ávexti, grænmeti og annað nýmeti, brauð og fieira. Á 2. hæð er ný, falleg, deildaskipt verslun þar sem vörugæði eru í fyrirrúmi. Áhersla er lögð á góð og þekkt vörumerki. Venjulegur fatnaður fyrir alla, tískufatnaður, búsáhöld, gjafavörur, raftæki, hljómtæki, hljómplötur, snyrtivörur, bækurog ritföng. I kaffiteríunni býðst þér úrval Ijúffengra rétta gegn vægu verði og í krakkakróknum fer vel um alla krakka í langan tíma. Gerið svo vel, - komið og skoðið. OPIÐ: Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-18:30 Föstudaga kl. 9-20:00 Laugardaga kl. 10-16:00 ÍffiBM 1|^J ■ ' •;■. I |Í iöP ■< , 'Sics• WIJvBr' %% IMJODD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.