Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.10.1987, Blaðsíða 5
Eftir að hætt var að bora gat á koparmynt og nota hana sem skinnur við bátasmíði, er mjög erfítt að festa hendur á hlutlægu notagildi peninga. í viðskiptalífí nútímans eru peningar oftast víðsfjarri við kaup og sölu nema sem huglægar stærðir, stundum skrifaðar á pappír en stundum sem misfellur í segulsviði tölvu- disks. Engu að síður er hlutger- ving peninga grundvallaratriði í ríkjandi hagkerfi. Venjulegur alþýðumaður, sem vill fá meira af peningum, á um nokkrar leiðir að velja. Haldi hann sig við svokallaðar heiðar- legar aðferðir eru tvær algengast- ar: Peningar eru keyptir og greitt er fyrir þá með varningi eða vinn- uafli. Eða þeir eru fengnir að láni og þarf þá oftast að greiða ein- hverja leigu, þ.e. vexti. Peningar kosta sitt rétt eins og hver annar varningur. Skattfrelsi vaxtatekna Mjög er misjafnt hvernig menn f>í.CÍAfcW'*iC< iSiANí* •■^ÍAhlDS pil fWOfcáí oj SEOABANK' SSUNO’ SEÐLAOANKl ‘■SíAKOR v f iSíMtaa í'í í££X>aAN*i Að byggja dautt afla tekna svo að ekki sé nú nefnt hvað hvað tekjur manna eru mis- miklar. Algengast er að þær séu vinnulaun en ekki er fátítt að um sé að ræða leigutekjur eða hagn- að af atvinnurekstri. Við álagn- ingu tekjuskatts og útsvars gildir sú meginregla að allar tekjur eru skattskyldar. Frá þessu eru nokkrar undantekningar og er ein sú veigamesta að leigutekjur af peningum, þ.e. vaxtatekjur, eru ekki skattskyldar. Langflestir fslendingar hafa framfæri sitt af launavinnu og greiða hluta af tekjum sínum í skatt til hins opinbera. Margir telja að skattheimtan leggist mis- þungt á menn og að sumir geti með klækjum komist hjá að greiða það sem þeim ber. Spari- fjáreigendur njóta nokkurrar sér- stöðu hvað varðar skattfríðindi og þurfa ekki á klækjum að halda til að létta skattbyrðina. Vaxta- tekjur eru samicvæmt lögum skattfríar. Ekki aðeins þeir vextir sem nema verðbótum heldur einnig það sem þar er fram yfir. Sparifjár- eigendur Sparifjáreigandi, ekki mjög stór í sniðum, gæti verið maður sem á nokkrar miljónir. Hugsan- lega hefur hann lagt eitthvað til hliðar í áranna rás, kannski hefur hann selt húsið sitt og flust í minni íbúð og svo er hugsanlegt að hon- um hafi tæmst arfur. Hvað á þessi maður að gera við spariféð? Hann hugsar sem svo að ekki fái mölur og ryð grandað steinsteypu og kaupir hús. Að sjálfsögðu lætur hann húsið ekki standa autt en leigir það út. Auðvitað er hagnaður af leigu- sölunni skattskyldur. Annar sparifjáreigandi kaupir hlutabréf í ýmsum fyrirtækjum og er það heppinn að fá greiddan arð. Arðurinn er skattskyldur ef hann fer upp fyrir ákveðna upp- hæð. Við álagningu á þessu ári var miðað við kr. 57.375. Allt sem fór fram yfir þessa upphæð var skattlagt sem hverjar aðrar tekjur. Þriðji sparifjáreigandinn telur peninga hafa yfirburði yfir annan varning. Hann kaupir hvorki fasteignir né hlutabréf en selur fé sitt á leigu í banka eða hjá verð- bréfasala. Án þess hann taki mikla áhættu og án þess hann skerði raungildi sparifjárins fær hann af 10 miljóna höfuðstóli ár- legar vaxtatekjur í sinn vasa er nema 800 þúsund og upp í rúma miljón. Þessar tekjur eru skattf- rjálsar. Ber að verð- launa ríkidæmi? Það þarf ekki að hafa ýkja miklar áhyggjur af skattfrelsi vaxtatekna hjá launafólki sem tekist hefur á langri ævi að nurla saman nokkru sparifé. í flestum tilfellum er þar um lágar upphæð- ir að ræða. Þó verða að liggja til þess allsterk rök að ekki skuli hið sama jafnt yfir alla ganga í skatt- heimtu. Því hærri upphæðir sem um er að ræða þeim mun óbærilegra verður óréttlætið. Sá sem kemur höndum yfir verulegar upphæðir og hirðir af þeim vaxtatekjur, getur haft margföld laun venju- legs manns en losnar engu að síður við að greiða af þeim skatta og skyldur. Hvers vegna er peninga- mönnum gert svona hátt undir höfði? Eru þeir taldir gegna það merkilegu hlutverki í samfé- laginu að þá þurfi að verðlauna sérstaklega líkt og aðalsmenn í samfélagi miðalda? Frelsið skert Hvernig á að fara að því að skattleggja þá vexti sem eru um- fram verðbætur? Fyrirfinnst ein- hver leið til að fylgjast með vaxta- tekjum eða verður að treysta því í blindni að menn telji rétt fram? Hvaða áhrif hefði skattlagning raunvaxta á fjármagnsmarkað- inn, leiddi hann til þess að meira af viðskiptum færðist yfir á „gráa markaðinnm“ þar sem menn vilja alls ekki leggja spilin á borðið? Þarf í raun og veru ekki að taka tillit til réttlætiskenndar við tæknilegar og pólitískar umræður um mismunandi leiðir við hag- stjórn? Það er álit margra að vextir hækkuðu ef þeir yrðu ekki lengur skattfrjálsir. Ekki er ólíklegt að það gengi eftir ef um engar hlið- arráðstafanir af hálfu stjórnvalda yrði að ræða. En stjórnvöld geta haft afgerandi áhrif á ýmsa aðra þætti í peningamálum. Þau geta t.d. dregið úr eftirspurn eftir pen- ingum með því að skipa sér ekki lengur í fremstu röð lántakenda eða með því að beita aðgerðum eða yfirveguðu aðgerðaleysi til að draga úr fjárfestingum einka- aðila. Eigi að skattleggja vaxtatekjur umfram verðbætur, þarf að setja strangar reglur um verðbréfavið- skipti. Reglur sem yrðu vissulega hömlur á athafnafrelsi. Þetta þarf ekki að koma á óvart því að öll skattheimta byggir á því að svipta menn frelsi til að eyða fengnu fé algjörlega eftir eigin höfði. Spurningin er bara hvort frelsi fjármagnseigenda sé merkilegra en frelsi annarra þegna samfé- lagsins. Breytingar á lögum Nú hafa þrír þingmenn Al- þýðubandalagsins, þau Svavar Gestsson, Margrét Frímanns- dóttir og Skúli Alexandersson, lagt fram frumvarp um breyting- ar á skattalögum. Þar er m.a. lagt til að allir sem stunda viðskipti með verðbréf og peninga geri grein fyrir tekjum og gjöldum af þeim viðskiptum. Þar með yrðu vaxtatekjur framtalsskyldar. En í þessu frumvarpi er ekki lagt til að þær verði skattlagðar eins og þingmenn flokksins hafa þó áður lagt til. Það verður fróðlegt að sjá hvernig alþingi tekur á þessum málum. Hætt er við að umræður um breytingar á afstöðu til vaxta- tekna geti orðið býsna hagspeki- lega litaðar og lausar við að féá snerta meginkjarna allra góðra laga, að mönnum sé ekki mis- munað. Það er vissulega aðdáunarvert að menn fari vel með sitt og eigi dálítið í handraðanum. En þeir sem græða mest á skattfrelsi vaxtatekna, eru ekki rosknir erf- iðismenn sem tekist hefur með aðhaldi og útsjónarsemi að nurla saman nokkrum krónum, heldur heil stétt glaðbeittra peninga- manna sem raka saman stórum fúlgum. I þeirri stétt fara ekki fremstir þeir fjölmörgu þjóðfélagsþegnar sem alla sína ævi haft vottorð upp á löglegar fjarvistir frá auðsöfn- un. Er nokkur ástæða til að skatt- leggja það fólk umfram þá sem fá rentu af sínu fé? Heilög ritning Það hefur ekki alltaf þótt sjálf- sagt að taka leigugjald fyrir það fé sem lánað er. Á miðöldum barðist kirkjan á móti vöxtum. í samfélagi, sem einkenndist af sjálfsþurftarbúskap þar sem hver bjó mest að sínu, var ekki talið rétt að hagnast á skorti náungans. Aftur og aftur samþykkti kirkjan að það varðaði minna banni að byggja dautt fé á leigu. Þetta var í fullu samræmi við ákvæði Heil- agrar ritningar. „Þú skalt ekki taka fjárleigu af bróður þínum, hvorki fyrir peninga, matvæli né nokkurn annan hlut er ljá má gegn leigu.“ (5.MÓS.23.19). Engu að síður var alltaf ein- hver markaður fyrir peninga. Vegna banns kirícjunnar voru það oftast þeir ókristnu, t.d. gyð- ingar, sem tóku að sér lánastarf- semina. Þeir kröfðust himinhárra vaxta enda var stöðug hætta á vanskilum eða jafnvel því að skuldaramir brygðu á það ráð að drepa lánardrottna sína í stað þess að greiða skuldimar. Á síðmiðöldum fór ríkisvald- inu að vaxa mjög fiskur um hrygg. En ríkið bjó við eilífan fjárskort og varð því stærsti við- skiptavinur á peningamarkaðn- um. Litlar kytmr víxlara breyttust í banka. Kenningar um leigu að syndsamlegt væri að taka vexti þóttu gamaldags og sumir sið- skiptafrömuðir lögðu áherslu á að það væri guði þóknanlegt að ávaxta sitt pund í bókstaflegri merkingu. Vaxtaokur íslendinga íslendingar voru nokkuð sér á parti og tilmæli kirkjunnar um að bannað væri að taka vexti af lánsfé komust aldrei inn í íslensk lög. En samkvæmt þeim voru hámarksvextir 10%. íslendingar fengu stundum á- kúrur fyrir þessa afstöðu sína. Meðan stóð á svokölluðum stað- amálum síðari setti Jón rauði erk- ibiskup í Niðarósi biskupum á Hólum og í Skálholti nokkurs konar erindisbréf; þess skyldi gætt að enginn byggði dautt fé á leigu. Eignir auðmanna í íslensku miðaldasamfélagi voru ekki miklar í silfri og gulli heldur fyrst og fremst jarðir og búfénaður. Þá, sem féð skorti, vantaði fyrst og fremst fé á fæti til að búa við á leigujörðum höfðingjanna. Það varð til markaður fyrir leigufén- að. íslenskir fjármagnseigendur sáu sér því leik á borði og leigðu ekki bara út jarðnæði heldur einnig fé á fæti, leigukúgildi. Leigan var 10% og skyldi greidd í smjöri. Smám saman urðu leigukúgildin kvöð á smábænd- um. Þeir fengu ekki jarðnæði á leigu nema því fylgdi ákveðinn fjöldi leigukúgilda. Á 14. öld varð veruleg verðhækkun á smjöri en leiguliðum var enn gert að greiða jafnmikið af því fyrir hvert leigukúgildi. í reynd kom- ust þá raunvextir af leigukúgild- um upp í 16,3%. í dag er ekki alveg óþekkt að krafist sé jafn- hárra vaxta. Vaxtaokrið fyrr á tíð var gildur þáttur í þeim margsnúnu fátækt- arfjötrum sem lagðir voru á ís- lenska alþýðu um margra alda skeið. ÓP Laugardagur 17. október 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.