Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 6
Reynt að stöðva fólksinnflutning í yfirlýsingu utanríkisráðherra arabaríkja, sem send var út eftir fund þeirra í Túnis fyrr í vikunni, segir að „innflutningur sovéskra gyðinga (til ísraels) sé mjög al- varleg ógnun við öryggi araba- ríkja, palestínsku þjóðina og friðarumleitanir í Austurlöndum nær." Samþykktu ráðherrarnir á fundinum að arabaríki skyldu þaðan í frá ekki hafa nein við- skipti við fyrirtæki, sem greiddu fyrir búferlaflutningi gyðinga frá Sovétríkjunum til Israels. Vafasöm persóna Að minnsta kosti einn starfs- maður tékkóslóvakíska dóms- málaráðuneytisins var ennþá í maí s.l. ekkert á því að viður- kenna að neinar stórbreytingar í þjóðmálum hefðu átt sér stað þarlendis frá því sem verið hefur lengst af frá lokum heimsstyrjald- arinnarsíðari, eða þá að hann tel- ur sig hafa annað þarfara að gera en að fylgjast með framleiðslu fjölmiðla. 2. maí s.l. sendi emb- ættismaður þessi rannsóknarlög- reglunni í Prag fyrirspurn þess efnis, hvar maður að nafni Vacl- av Havel, fæddur 5. okt. 1936, hefðist við. Þessi vafasama per- sóna hefði „flutt búferlum án þess að tilkynna yfirvöldum," stóð ennfremur í skrifi þessu frá dómsmálaráðuneytinu. Banvænar fóstureyðingar Yfir 200.000 konur deyja ár- lega af völdum ólöglegra fóstur- eyðinga og sex til átta miljónir kvenna verða á ári hverju fyrir alvarlegu heilsutjóni af sömu ástæðum, að sögn bandarísku stofnunarinnar Worldwatch, sem stundar rannsóknir um efna- hagsmál, umhverfismál og fólks- fjöldafræði. Stofnunin telur að árlega láti um 50 miljónir kvenna eyða fóstri, þar af helmingurinn ólöglega. Sérfræðingar World- watch í þessum málum álíta að lög, sem banna fóstureyðingar eða skerða rétt til þeirra leiði, ekki til fækkunar fóstureyðinga, heldur til þess að fleiri konur deyi. Afturganga bros- ir og prjónar Sue Jones, 33 ára bresk kona, og börn hennar þrjú hafa flúið íbúð sína í Derby í Énglandi eftir að hafa búið þar í áratug. Er að sögn Sue svo reimt í íbúðinni að þeim er ekki vært þar lengur. Sem dæmi má nefna að múr- steinar rykkjast út úr veggjum um miðjar nætur, veggfóður flagnar af þegar minnst varir og eitt sinn losnaði ljósapera úr lampa og sveif ofan í salernis- skálina, sem var allnokkurn spöl frá lampanum. Engin vera sást að verki við þetta, en nú fyrir skömmu fóru Sue Jones og börn- in að sjá gamla konu, alla úr ljósi gerða að því er þeim sýndist. Hún var fornlega klædd, sat á rúmi, prjónaði og brosti til þeirra. Þrátt fyrir vinsamlegt viðmót aftur- göngunnar fannst þeim að þá væri mælirinn fullur. Borgarst- jórnin í Derby hefur boðist til að skrá fjölskylduna á biðlista eftir íbúðum eða útvega henni prest til að særa á brott afturgönguna, vilji fjölskyldan það heldur. Sættir eftir Falklandsstríð Bretland og Argentína hafa á ný tekið upp fullt stjórnmálasam- band sín á milli, en það hefur legið niðri síðan þau háðu Falk- landseyjastríðið 1982. Stóð það í tíu vikur og féllu um 1000 manns. Stjórnir ríkjanna hafa orðið sam- mála um að leggja deilu sína út af yfirráðum yfir eyjum þessum á hilluna í bráðina. Sundurskipting Austur-Þýskalands Verið er að skipta hinu áður mjög miðstýrða ríki ífimmfylki, þannig að alls verða fylki sameinaðs Þýskalands 16 Asamt með öðru sem breytist í Austur-Þýskalandi er þessa dagana verið að skipta því ríki í fimm fylki eða Bundeslánder, eins og þau eru kölluð á þýsku. Er þetta gert eftir fyrirmynd frá Vestur-Þýskalandi, sem skiptist í 11 fylki. Virðing fyrir fornri hefð liggur hér einnig að baki, eins og á sínum tíma í Vestur-Þýskalandi, þegar því ríki var skipt í fylki. Austurþýsku fylkin, sem fá samskonar sjálfstjórn og þau vesturþýsku og verða áfram til sem slík eftir sameiningu þýsku ríkjanna, verða (talið frá norðri til suðurs) Mecklenburg-Vestur- Pommern, Brandenbúrg, Saxland-Anhalt (Sachsen- Anhalt), Þýringaland (Thúring- en) og Saxland (Sachsen). Fyrir- hugað mun að Austur-Berlín sameinist Vestur-Berlín. Almennur áhugi Þýskaland sameinaðist sem kunnugt er ekki í eitt ríki fyrr en 1871. Þangað til skiptist það í fjölmörg furstadæmi og borgríki sem frá síðmiðöldum voru sjálfs- tæð að mestu eða öllu. Þetta hef- ur án efa stuðlað að því að hol- lusta margra Þjóðverja við landshluta þá, sem þeir eru ætt- aðir frá eða hafa alið í aldur sinn, er með meira móti. Enda þótt flestir vilji að Þýskaland allt sé eitt ríki, er áhuginn fyrir talsverð- ri sjálfstjórn landshluta einnig al- mennur. Fyrstnefnda fylkið grundvall- ast á hefð hertogadæma fornra sem náin samskipti höfðu við Norðurlönd; frá því um miðja 17. öld til byrjaðrar 19. aldar var Vestur-Pommern hluti af sænska ríkinu. Brandenbúrg var kjama- land prússneska konungsríkisins. Saxland var um langan aldur kjörfurstadæmi, eitt þeirra áhrifamestu af þýsku furstadæ- munum og gat því veitt lútherst- rúnni, sem þar spratt fram, þá vernd sem dugði til þess að hún varð ekki kæfð í fæðingu. Frá Napóleonstímunum til stofnunar Weimarlýðveldisins eftir heimsstyrjöldina fyrri var Sax- land konungsríki. Þegar kommúnistar undir for- ustu Wilhelms Pieck og Walters Ulbricht komu til valda í Þýska- landi austantjalds vísuðu þeir hinni hefðbundnu skiptingu í landshluta á bug; hún var í þeirra augum ekki annað en arfur slæmra lénstíma sem útþurrkast skyldi úr því ríki sósíalismans sem þeir töldu sig vera að stofna. En eins og svo margt annað frá liðn- um tímum spratt hollustan við Kröfuganga í Dresden í des. s.l. - sennilegt að þesskonar færi af stað aftur ef furstadæmin gömlu yrðu ekki endurreist sem fylki. landshlutana upp jafnskjótt og veldi kommúnista þar seig til viðar. Drjúgan þátt í því að svo snar- lega lifnaði í þeim gömlu glæðum var að landsmenn margir voru orðnir allþreyttir á þunghentri miðstýringu Sósíalíska einingar- flokksins. Ráðamönnum stjórn- arumdæma var á þeirri tíð varla Hættulegar eins og Beirút Morðatíðninístórborgum Bandaríkjanna eykst enn, m.a. afvöldum kókaíns og þess hve auðvelt er að komastyfir skotvopn afskœðara tagi IBandaríkjunum heyrist stund- um sagt að álíka lifshættulegt sé að vera í þarlendum stórborg- um og í Beirút. Nokkuð er til í því, enda þótt morðingjar í bandarísk- um borgum beiti yfirleitt ekki stór- skotatækjum og eldflaugum, svo að eignatjónið af völdum þeirra er minna en það sem íbúar líb- önsku höfuðborgarinnar hafa orðið að þola. Morðatíðnin í Bandaríkjunum jókst svo á s.I. ári að yfirvöldum blöskraði, þótt þarlandsmenn hafi ekki ástæðu til að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. Og það sem af er yfirstandandi ári hefur tíðnin aukist enn. Er þetta sam- kvæmt hagskýrslum og skýrslum frá lögreglu. Mest er aukningin í stórborgum. í rúmum tug stór- borga er aukningin í ár, miðað við sama tíma í fyrra, frá 10 upp í yfir 50 af hundraði. 87 brenndir inni í New York voru s.l. ár framin 1905 morð og manndráp, eftir því hvernig það var skilgreint. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1990 fjölgaði morðum þar um 22 af hundraði miðað við sama tíma 1989. Þá er ekki talið með er 87 manneskjur voru brenndar inni í klúbbi í Bronx - séu þær innifaldar er aukningin 45%. í Boston er aukningin það sem af er árinu 56%, í Fíladelfíu 19% (var 21% s.l. ár), í Milwaukee 25% (35% s.l. ár). Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á veg- um blaðsins New York Times, sem náði til 22 stórborga, jókst morðatíðni þar á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma s.l. ár. Bendir það eindregið til þess að morðatíðnin í landinu sem heild sé enn að aukast og telur New York Times líkur á því að þess sé skammt að bíða að morðafjöld- inn á ári komist upp fyrir það sem var 1980. Þá voru 23.040 manns myrtir í Bandaríkjunum, fleiri en á nokkru ári fyrr eða síðar. Alrík- islögreglan FBI telur einnig að ástandið í þessum efnum fari enn versandi. í Chicago er aukningin í ár 14% og var 12% s.l. ár. Ijúní s.l. voru myrtir þar 83 menn, fleiri en í nokkrum öðrum mánuði fyrr eða síðar þar í borg. í Seattle fækkaði morðum s.l. ár um 32% miðað við 1988 en það sem af er yfirstandandi ári er aukningin þar 75%. „Það er kúlnaregn á götun- um,“ var fyrir skömmu haft eftir Ronald D. Castille, umdæmis- saksóknara í Fíladelfíu. „Fyrir þremur vikum voru 11 manneskj- ur drepnar hér á 48 klukkutím- um.“ Að sögn FBI fjölgaði of- beldisglæpum í landinu öllu s. 1. ár um 5%, miðað við árið áður, og morðum um 4%. Samsvarandi tölur frá borgum með yfir eina miljón íbúa eru 6% og 7%. Er það mesta aukning morðatíðni í borgum af þeirri stærð síðan 1985. Sérfræðingar um þessi efni telja að mestu um aukninguna valdi eiturlyf, bæði illindi milli eiturlyfjasala og það að fólk sé undir eiturlyfjaáhrifum hneigð- ara til manndrápa en ella. Enn- fremur valdi hér miklu um að nú sem aidrei fyrr sé auðvelt að verða sér úti um einkar skæð skotvopn. Þá sé um að ræða vax- andi hneigð ungmenna til að hefja glæpaferil með byssu að vopni. Vonir um betri tíð Ekki er þó með öllu vonlaust um að til bóta standi með ástand- ið í þessum efnum. Tvö s.l. ár voru í Washington framin fleiri morð að tiltölu við fólksfjölda en í nokkurri annarri bandarískri borg, en eftir 18% aukningu 1989 er aukningin „aðeins“ 1% það sem af er árinu 1990. f Miami, sem einnig hefur verið í röð mestu glæpaborga þarlendis, fer morðum fækkandi annað árið í röð. Vonir um eitthvað dragi úr þessari skálmöld eru ekki hvað síst bundnar við árangur, sem sumir telja að sé að nást í barátt- unni gegn kókaínplágunni. Að sögn Drug Enforcement Admin- istration (DEA), lögreglustofn- unar þeirrar bandarískrar sem stjórnar aðgerðum á þeim vett- vangi, hefur verðlag á kókaíni frá heildsölum (sem dreifa eitrinu til þeirra sem selja það á götunni) stórhækkað undanfama mánuði og einnig hefur mjög dregið úr framboði á hreinu kókaíni. Emb- ættismenn sem hafa með þessi mál að gera telja að enn sé of snemmt að leyfa sér mikla bjartsýni í þessum efnum og þeir eru ekki vissir um hvað valdi téð- um breytingum á kókaínmark- aðnum. Einhverju valda kannski hér um vaxandi erfiðleikar kóka- 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.