Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 26
MYNDLISTIN Árbæjarsafn, opiö alla daga nema má kl. 10-18. Prentminjasýning í Mið- húsi, kaffi í Dillonshúsi, Krambúð, og stríðasárasýningin: „Og svo kom blessaðstríðið". Ásmundarsalur, Helgi Valgeirsson opnar sýningu á teikningum og mál- verkum á lau kl. 14:30. Kolbeinn Bjarnason flytur verkið Sólstafir, ský og skúrir e/Svein Lúðvík Björnsson. Opið daglega kl. 14-22, til 6.8. Félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra við Bólstaðarhlíð 43, María Ásmundsdóttir, málverkasýning. Opin má-fö kl. 14-16, til 1.8. Ferstikluskáli Hvalfirði, RúnaGísla- dóttir sýnir vatnslita-, akryl- og klippi- myndir. Opið fram til kl. 23 dag hvern. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Inga Þórey Jóhannsdóttir, málverk, opið alla daga kl. 14-18, til 7.8. Gallerí 8, Austurstræti 8, sýnd og seld verk e/um 60 listamenn, olíu-, vatnslita- og grafíkmyndir, teikningar, keramík, glerverk, vefnaður, silfur- skartgripir og bækur um íslenska myndlist. Opið virka daga og lau kl. 10-18ogsu 14-18. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu- múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramikverkog módel- skartgripir, opið lau 10-14. Gallerí Nýhöfn, sumarsýning, mál- verkog skúlptúrare/núlifandi lista- menn, auk þess einnig ávallt til sölu verk e/látna meistara. Opið kl. 10-18 virka daga, lokað um helgar, til 25.7. Hafnarborg,ToshikatsU Endofrá Japan. Á kaffistofu Jordan Sourtchev frá Búlgaríu opið alla daga nema þri kl. 14-19, til 22.7. Ath. síðasta sýning- arhelgi. Kjarvalsstaðir, árleg sumarsýning á verkum Kjarvals, nú undir yfirskrift- inni Land og fólk. Vestursalur: Nína Gautadóttir, málverk. Opið daglega frákl. 11-18. Llstasafn Einars Jónssonar, opið alla daga nema má 13.30-16, högg- myndagarðurinn alla daga 11-17. Listasafn íslands, sumarsýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Opiðdaglegakl. 12-18. Llstasafn Sigurjóns Ólafssonar, sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns. Opið lau og su kl. 14-18, má, þri, mi og fi kl. 20-22. Tónleikar á þriðju- dagskvöldum kl.20:30. Listhús við Vesturgötu 17, Einar Þorláksson, Elías B. Halldórsson, Hrólfur Sigurðsson og Pétur Már Pét- ursson sýna málverk. Opið daglega kl. 14-18, til 31.7. Menntamálaráðuneytið, Húbert Nói og Þorvaldur Þorsteinsson. Minjasafn Akureyrar, Landnám í Eyjafirði heiti sýningar á fornminjum. Opið daglega kl. 13:30-17, til 15.9. í Laxdalshúsi Ijósmyndasýningin Ak- ureyri, opið daglega kl. 15-17. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su 14-16. Norræna húsið, kjallari: Snorri Arin- bjarnar, málverk. Opið 14-19 dag- lega, til 26.8. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b, þrjár sýningar: Forsalur: Bauduin frá Frakklandi. Miðhæð: Níels Hafstein. SÚM-salur: Ásta Ólafsdóttir, ívar Val- garðsson, RúnaÁ. Þorkelsdóttirog Þór Vigfússon. Opið kl. 14-18 til 29.7. Reykholt, M-hátíð í Borgarfirði, sýn- ing borgfirskra myndlistarmanna. Samsýning 19 listamanna. Opiö dag- legakl. 13-18, til 6.8. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, sumarsýning á olíu- myndum og vatnslitamyndum. Opið alla daga nema má kl. 13:30-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið alla daga nema má kl. 14- 18. Skálholtsskóli, Gunnar Örn Gunn- arsson, sýningin Sumar í Skálholti, opinjúlí-ágústkl. 13-17. Slunkaríkl, isafirði, franski listamað- urinn Bauduin m/sýningu. Opið fi-su kl. 16-18, til 22.7. Ath. síðasta sýning- arhelgi. Vín, Akureyri, Hallgrímur Helgason sýnir gamanmyndir. Opið kl. 10- 23.30 alla daga, til 29.7. Þjóðminjasafnið, opið 15.5-15.9 alla daga nema má kl. 11 -16. Boga- salur: Frá Englum og Keltum. María Ásmundsdóttir sýnir (Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra við Bólstaðarhlíð 43, og er myndin af einu málverkanna á sýningunni, sem er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 14-16. Hvað á að gera um helgina? Þórður Friðjónsson forstöðumaður Þjóðhagstofnunar „Ég reikna með að fara með fjölskyldunni ( sumarbústað sem heitir Brekkubær og er í Hrunamannahreppi. Þessi bústaður er í eigu stór- fjölskyldunar eins við segjum, Þar er ég að gera mér vonir um að geta komið lagi á vatnsrennslismálin, sem ekki hafa verið upp á það besta. Nú svo er aldrei að vita nema maður skreppi aðeins á Laugarvatn í heimsókn." TÓNLISTIN Sumartónlelkar í Skálholtskirkju, önnur helgi: lau kl. 15 Söngverk e/ Bach og ættmenni hans. Kl. 17 Kons- ertarf/2,3og4sembalae/J. S. Bach. Su kl. 15 þrír sembalkonsertar e/J. S. Bach. Kl. 17messa. Norski kórinn Valer kantorl heldur tónleika í Dómkirkjunni á lau kl. 17. Stjórnandi er Arne Moseng, og org- anleikari Ragnar Rogeburg. Að- gangurkr.500. LEIKLISTIN- Ferðaleikhúsiö, Tjarnarbíói Tjarn- argötu 10E, Light Nights, í kvöld, lau ogsu kl.21. HITT OG ÞETTA 17. Opið hús Goðheimum á su frá kl. 14. Frjálst spil og tafl. Dansleikur hefst kl. 20. Margrét Thoroddsen frá T ryggingastofnun ríkisins verður til viðtals 26. þessa mánaðar á skrif- stofu félagsins. Útlvlst, lau kl. 13 hellaferð, farið í Undirganga á Hrafnabjargshálsi, tekið m/ vettlinga og vasaljós. Su kl. 10:30 inn Brúnir. Kl. 13:30 Seljaferð á Almenningi. Brottför í ofangr. ferðir frá BSl-bensínsölu. Su kl. 13:30 hjól- reiðaferð, brottför frá Árbæjarsafni. Ferðafélag íslands, helgarferðir: lau kl. 08 Hekla, gönguferð, kr.1800. Su kl. 08 Þórsmörk, dagsferð kr. 200. Kl. 13 Höskuldarvellir-Sog-Vigdísarvellir kr. 1000. BrottföríallarferðirfráBSÍ- austanmegin, farmiðar v/bíl. Norræna húsiö, fslandskynning á lau, Borgþór Kærnested kl. 17 Island idag (á sæ), kl. 18 Island tanaan (á fi). Hana-nú í Kópavogi, samveraog súrefni á morgun lau, lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Komum sam- an upp úr hálftíu og drekkum mola- kaffi. Púttvöllurinn á Rútstúni öllum opinn. Félag eldri borgara, Göngu-Hrólfar hittast á morgun lau kl. 10 að Nóatúni Skálholtshátíð, su í 27 sinn, hefst m/messu kl. 14. Kl. 16:30 hátíðin sett: Hamrahlíðarkórinn syngur, ræður o.fl. (tilefni af 175 áraafmæli Hins íslenska Biblíufélags gengst félagið fyrir sýningu á biblíum og Nýja testa- mentum í kirkjunni. Hátíðin er öllum opin. íslenskar tímasprengjur Eftir iðnvæðingu Islands, segj- um á árunum 1940 til 1970, var sjaldan eða aldrei íhugað hvort sorpi og öðrum úrgangi væri sómasamlega fyrir komið. Bæði sjór og land sýndust geta gleypt draslið og síðan ekki söguna meir. Smám saman hefur eitt og annað, sumt erlent og annað inn- lent, kennt mönnum að úrgangur frá okkur kominn getur haft áhrif á umhverfisþætti í ár, áratugi eða aldir og einnig að það getur liðið langur tími frá því t.d. sorp er urðað og áhrif mengunnar finn- ast. En því er ekki aðeins þannig farið að úrgangi hefur verið farg- að í kæruleysi heldur eru mörg mannvirki þannig byggð eða hönnuð að þau geta valdið veru- legri mengun. Þrátt fyrir nýlegar reglur og eftirlit eru ekki öll kurl komin til grafar í þessum efnum. Og enn er sorpurðun og rusla- dreifing meir af kappi og kæru- leysi en forsjá. Flest stór þéttbýl- issvæði urða enn allt sorp án um- talsverðrar flokkunar og eyðing- ar skaðlegra efna, enn er flest látið gossa í niðurföll og strangt eftirlit með efnaiðnaði ekki kleift af ýmsum orsökum. Ef til vill sýnir frétt ein í dagblaði ríkjandi viðhorf betur en margt annað. Þar var sagt frá því að menn á Norðausturlandi endurnýttu gamla rafgeyma til þess að búa til úr nytjahluti. Um leið kom fram að haugar af plasti og blýi lágu úti á mel. Ekki var sagt frá því hvað gert var við efnamengaðan vökv- ann úr geymunum svo beinast liggur við að álíta að honum hafí verið hellt í jörðu. Blýmengun er mjög alvarlegs eðlis og skiptir litlu þótt þarna sé strjálbýl sveit. Grunnvatn þynnir og flytur burt mengunarvaldinn en rétt eins og hvað olíu snertir þarf mjög lítið magn af mengunarvaldinum til þess að spilla vatni og þar með lífríki. Hvað sem svona dæmum líður, lífrænum eiturefnum eða jarð- olíu-efnum í frárennsli o.s.frv. eru íslenskir ruslahaugar líklega eitt stærsta áhyggjuefnið. Þeir eru oftast mjög nálægt byggð og ósjaldan í árframburði eða sjá- varmöl, jafnvel við sjávarborð. Þarna liggur hvaðeina sem ein- ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR ARI TRAUSTI OUÐMUNÐSSON SKRIFAR Grunnvatnsmengun Þegar sorp og úrgangur hvers konar er grafinn í jörðu er hætta á mengun grunnvatns og sævar. Hvert stefnir á íslandi? staklingar jafnt sem fyrirtæki hafa fargað, mikið af olíu- skyldum efnum, málningarefn- um, eitraðir þungmálmar, óholl- ar efnablöndur og mikið efni sem getur rotnað. Grunnvatn sígur í gegnum haugana og sums staðar nær sjór inn í þá, t.d. á flóði. Smám saman skolast efni úr draslinu og berast í nærliggjandi grunnvatnsflöt og til sjávar; ferlið getur verið virkt í tugi ára eða aldir. Ur vatni og sjó berst efna- og gerlamengunin f lífkeðjuna og nánasta umhverfi byggðanna GETUR orðið hættulegt. Verst er að vitneskja um hvaða efni eru til staðar og um hættuna er mjög lítil. Líkja má mörgum þessara sorphauga við tímasprengjur sem menn vita ekki hve öflugar eru né hvort eða hvenær þær springa. f Reykjavík eru ókjör af sorpi urð- uð við sjávarborð í Gufunesi og óvíst um hvað þar er að finna, en grunnvatnstreymi og sjávar- straumar með þeim hætti að mengun berst auðveldlega til sjá- var en miður vel í burt. Fyrst nú á að fara flokka sorp og farga í ein- hverju samræmi við efnainni- hald. Það er gott, en um leið stak- ur óþarfi að láta sem úrgangur fyrri ára og frárennsli dagsins í dag sé þar með horfið úr sögunni eða í sæmilegu lagi. Einhverjir sérfræðingar hljóta að geta gert okkur grein fyrir sumum þáttum þessara mála og einhverjar opin- berar stofnanir hljóta að eiga að sjá til að svo verði. í V-Þýskalandi er nú mikið rætt um sorp og úrgang því í ljós hefur komið að frárennsli er langt komið með að eyðileggja grunnvatn mjög víða og efna- mengun frá mörgum gömlum sorphaugum er alvarleg. Þar get- um við séð þessi mál í þéttbýlu landi með miklu af iðnaðar- og heimilisúrgangi og haft sem víti til varnaðar. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.