Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Afgreiðsla: tr 68 13 33 Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadeild: « 66 13 10 - 68 13 31 Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Sfmfax: 68 19 35 Umsjónarmaóur Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Verö: 150krónurflausasölu Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson Setnlng «>g umbrot: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Útfit: Þröstur Haraldsson Pnentun: Oddl hf. Aðsetur: Slðumúla 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis \ Hve lengi sleppa Tyrkir? Nú í vikunni birtist hér í blaöinu frétt þess efnis, aö hinn Sósíaldemókratíski alþýðuflokk- ur Tyrklands hefði lagt þaö til aö Kúrdar þar í landi, sem skipta miljónum, fái að nota tungu sína, fái vissa viðurkenningu á þjóöerni sínu, sem tyrknesk stjórnvöld hafa neitað þeim um til þessa. Það fylgdi fréttinni að þetta sé í fyrsta sinn sem meiriháttar stjórnmálaflokkur í Tyrklandi og lögleyfður þar að auki (flokkafrelsi er tak- markað þar í landi enn þann dag í dag) hafi leyft sér að taka upp hanskann fyrir þá lang- hrjáðu þjóð, Kúrda. Og afskiptaleysi um það fólk er reyndar mjög útbreitt. Það hafa að vísu komið þær stundir að skrifað hefur verið um ömurlegt hlutskipti Kúrda í írak eða íran. En sá áhugi heimsins (venjulegaskammvinnur) hef- ur sjaldnast verið tengdur einhverri samúð með ofsóttri þjóð sem mark væri á takandi. Kúrdar hafa þá helst fengið smáathygli að of- sækjendur þeirra, til dæmis valdhafar í írak, hafi verið illa séðir í vestrænum fjölmiðlum. En að því er varðar Kúrda í Tyrklandi, þá hafa flestir þagað þunnu hljóði um þá - ásamt lög- leyfðum tyrkneskum stjórnmálaflokkum. Og hver er ástæðan fyrir þeirri hræsni? Hún er reyndar næsta einföld. Tyrkland er aðili að Nató, á landamæri að Sovétríkjunum, hýsir mikilvægar herstöðvar. Þetta hefur nægt til þess að hvenær sem minnst er á mannréttindabrot í því landi og þá svívirðulega stefnu tyrkneska ríkisins í málum Kúrda og annarra minnihlutaþjóða, þá kjósa menn yfir- leitt að horfa í aðra átt. Tyrkir skipta máli í heimstaflinu - en enn hefur það stórveldi ekki fundist sem telji sér hag í að göfugar samþyk- ktir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða fái í raun að ná til Kúrda. Hér í blaðinu var fyrr í vikunni vakin athygli á ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amn- esty International. Sú bók er mikið nauðsynja- rit: þar er safnað bestu fáanlegum heimildum um ástand mannréttinda í öllum hlutum heims - án þess að verið sé með undanbrögð eða áherslur sem tengjast við pólitíska tillitssemi eða fjandskap við valdsmenn hér og þar. í skýrslu Amnesty nú er einmitt vakin sérstök athygli á því, að mannréttindabrot í tugum ríkja tengjast ekki síst við baráttu minnihlutaþjóða fyrir sínum réttindum. Stjórnvöld nota hvert tækifæri til að meðhöndla slíka baráttu sem uppreisn og gera þá heil samfélög samsek með tilheyrandi fjöldahandtökum, pyntingum og fjöldamorðum. Um leið og valdhafar reyna sem best þeir geta að láta líta svo út sem þjóðernavandamál í ríki þeirra séu ekki til. Það er þessi saga sem lengi hefur verið að gerast af tyrkneskum valdhöfum og Kúrdum. Og þótt mannréttindabrot þar í landi bitni ekki á Kúrdum einum - heldur í miklum mæli á með- limum bannaðra róttækra flokka, verklýðsleið- togum, blaðamönnum, þá er meðferð á Kúr- dum mjög gildur (Dáttur í þeirri stöðu mannréttindamála sem skýrsla Amnesty lýsir á þessa leið: „Þúsundir manna voru (á næstliðnu ári) handteknir fyrir pólitískar sakir og eru í þeim hópi hundruð samviskufanga. Pólitísk réttarhöld fyrir ríkis- og herdómstólum, standast ekki alþjóðlegar kröfur um sanngjörn réttarhöld. Pyntingum var sem fyrr beitt mikið og kerfisbundið og leiddu í sumum tilvikum til dauða“. En nú má spyrja: er hér ekki verið að gera Tyrkjum rangt til með Jdví að taka þá fyrir sér á parti? Reyndar ekki. I fyrsta lagi verða menn alltaf að ræða tiltekin mannréttindabrot en ekki barasta lýsa yfir almennum, afstrakt velvilja í garð þeirra sem órétti eru beittir. í öðru lagi: það er löngu mál til komið að tyrknesk stjórnvöld fái ekki að skáka í því skjóli að land þeirra sé svo hernaðarlega mikilvægt í vopna- leik austurs og vestur, að engin skipti sér af því hvernig þau koma fram við þegna sína. Það kom fyrir stöku sinnum í gamla daga að fulltrú- ar Dana og Norðmanna hjá Nató voru eitthvað að vekja máls á mannréttindabrotum tyrkne- skra sessunauta sinna í Nató - en ef við mun- um rétt þá létu íslenskir stjórnarerindrekar og utanríkisráðherrar sér jafnan fátt um finnast. ÁB. 0-ALIT LÍTLENDÍN6AR. ME16A £KX» CaKAFA Á Í4LANOI . WS&V VAR. (áRÍFÍNN v/iB AO 4RAFA AFA SiNN... 8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. júlf 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.