Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 12
„Óhollt að eiga mikla peninga" Magnús Finnbogason: Utlendingarnir eru fljótari að taka við sér en menn hér heima Magnús Finnbogason hugvits- maður býr í Grjótaþorpinu gamla. Hann hefur fengist við eitt og annað um ævina, er lærður húsasmiður og hefur líka verið til sjós. Núna er hann hættur að vinna úti og getur gert það sem hann langar. I kjallara litla húss- ins þeirra Laufeyjar („ömmu") Jakobsdóttur við Grjótagötuna hefur hann útbúið sér verkstæði og notalegan kima til að fást við uppfinningar sínar og annað sem verklagni krefst. Þegar blaðamann og ljósmynd- ara ber að garði er Magnús að renna litla blómapotta í renni- bekknum og sagið þeytist í allar áttir. Til að gera dökkar rendur á pottana rennir hann dúkpjötlu yfir brúnir þeirra og brennir þær dökkar. í félagsskap Mónu Lísu Magnús slekkur á vélunum og viftunni og við tyllum okkur á bekk í kompunni innan við verk- stæðið. „Það væsir ekki um mig hér enda hef ég góðan félags- skap,“ segir Magnús. Og það eru orð að sönnu, félagsskapurinn er ekki af verri endanum: Á veggj- fylli af svamptætlum. „Þetta er efnið sem á að nota. Því er bara dreift yfir olíu sem hefur lekið út í sjó, það mætti nota blásara til þess. Það dregur í sig öll efni, olíu, fitu, lýsi og hvaðeina. Það er síðan veitt upp eða rakað saman eftir svona hálftíma og olían pressuð úr. Það þarf nokkuð mikið af þessu efni en það má síðan nota það aftur þegar búið er að pressa það og jafnvel drekka -vatnið sem áður var olíumeng- að.“ Rússar komu í heimsókn Magnús hefur sótt um einka- leyfi að þessari hreinsunaraðferð og bíður eftir að fá svar við um- sókn sinni. Hann segir að hug- myndinni hafi verið veitt lítil at- hygli hér innanlands en hins veg- ar hafi verið haft samband við sig erlendis frá. „Bandarískur maður las um þetta í blaði sem heitir News from Iceland og skrifaði mér og spurð- ist fyrir. Við höfum skrifast á síð- an og hann kemur hingað að hitta mig einhvern næstu daga. Það komu líka hingað menn úr í kjallara litla hússins við Grjótagötuna er Magnús búinn að innrétta verkstæði og þar rennir hann til dæmis blómapotta og kertastjaka úr íslensku birki. Myndir: Kristinn. unum hanga hlið við hlið stórar myndir af Che Guevara, Mónu Lísu, rússnesku keisarahjónun- um, dönsku kóngafólki og Jesú Kristi. Magnús byrjar á að segja okk- ur frá olíuhreinsiaðferð sem hon- um hugkvæmdist fyrir fáum árum. Hún er, eins og flestar góð- ar og gagnlegar hugmyndir, afar einföld. Hann sýnir okkur lófa- rússneska sendiráðinu inn í kjallarann til mín og vildu fá að vita um þetta en ég gat ekkert sagt þeim þá því þetta er í rann- sókn. Svo hefur hollenski amb- assadorinn spurst fyrir líka.“ Magnús segir að það gangi hægt að fá einkaleyfið og gefa þurfi upp í smáatriðum allar upp- lýsingar um úr hverju svampur- inn er búinn til. „Ég fann ekki 12 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. júlí 1990 Báturinn sem alltaf réttir sig við og svona en ef það stæði á honum „ getur siglt jafnt neðan sjávar og ofan. „Menn þora ekkert að segja um Made in Jaþan“ þá myndu þeir gleypa við þessu,“ segir Magnús. upp þetta efni. Það er bara keypt og síðan þarf bara að laga það til þannig að það nýtist sem best. Þetta er allt til, tæki og annað, en hugmyndin um að nota það í þessum tilgangi var ekki til áður.“ Næst fáum við að sjá sjálflýs- andi beitu sem Magnús fann fýrstur upp á. Á krókinn er límt efni sem verður sjálflýsandi í myrkri. „Eini fiskurinn sem gengur á ljós er smokkfiskurinn og við veiðar á honum gæti þetta nýst vel. Ég prófaði þetta sjálfur þegar ég var á trillu sem ég smíð- aði sjálfur og komst þá að því að þetta virkaði ekki nógu vel á aðra fiska. Þeir sjá svo lítið frá sér,“ segir hann. Það ber margt fyrir augu í kjall- aranum hans Magnúsar. Á skrif- borðinu hans stendur meðal ann- ars módel af rennilegum bát úr trefjaplasti. Báturinn er frá- brugðinn öðrum bátum á margan hátt, undir honum eru til dæmis tveir kilir og á milli þeirra er rör. Magnús tekur bátinn upp og sýnir okkur. „Ég hef fengist við að hanna þennan bát í nokkuð mörg ár. Kjölurinn á honum er tvöfaldur, ég kalla hann K-2. Hann gerir það að verkum að það er ekki hægt að hvolfa bátnum, hann réttir sig alitaf við aftur,“ segir hann. „Á stýrishúsinu er speg- ilkúla sem snýst hægt og sér allt sem flýtur á sjónum á stóru svæði í kringum bátinn og sendir mynd- irnar niður. í bátnum er túrbínu- mótor sem sýgur vatn í gegnum rörið og knýr bátinn áfram af miklum krafti. Honum er stýrt með rörinu, það nær aftur fyrir og fram fyrir bátinn og því má líka beina niður á við þannig að bátur- inn dregst niður og fer nokkra metra undir yfirborðið, til dæmis ef hann er að sigla í gegnum ís. Hann er þannig útbúinn að það er alveg jafnauðvelt að sigla neðan- sjávar og á yfirborðinu." Hann segist hafa fengið þessa hugmynd á meðan hann var á sjónum: „Þessum litlu fiskibátum var alltaf að hvolfa, tveim til þremur á hverjum vetri. Ef það væri útlenskt... Þetta hugvitsmannafélag okk- ar er nú að reyna að koma þess- um hugmyndum á framfæri hér innanlands svo menn þurfi ekki að senda þær út og láta stela þeim. Það er fjöldinn allur til af góðum hugmyndum, bæði hjá yngri mönnum og eldri, og það sem félagið reynir að gera er að láta taka mark á okkur hér heima.“ Magnús kveðst þó ekki ætla að reyna að fá einkaleyfi á bátnum. „Það þýðir ekkert að sækja um b. Égveri það. Ég verð bara að senda þetta til útlanda, hvort sem ég fæ eitthvað fyrir það eða ekki. Eg er kominn í samband við menn úti til að láta smíða stærra módel til að prófa þetta betur en það má ekki segjast ennþá hvar það er. Ég býst ekki við að fá neina pen- inga út úr þessu.“ Hann hlær og bætir við: „Það er óhollt fyrir magann að eiga mikla peninga!“ Og með þá visku í farteskinu kveðjum við Magnús Finnboga- son hugvitsmann og þökkum týrir okkur. -vd. íslenskir h Tímafrekt og dýr Algengt að uppgötvunum sé stolið og upp Það hefur margan manninn dreymt um það að fá snilldarhug- mynd að uppfinningu sem gæti halað inn miljónir og aftur miljónir á skömmum tíma. Og víst hafa margar góðar hugmyndir og upp- finningar orðið til í kollum ís- lenskra hugvitsmanna í gegnum tíðina en ekki hafa margar náð langt, að minnsta kosti ekki hér á landi. í því sambandi má meðal annars nefna uppfinningu Jóns Þórðarsonar á lofthreinistæki en jákvæðar skýrslur Raunvísind- astofnunar um það voru jarðaðar fyrirtíu árum. Nú hafa bandarísk- ar rannsóknarstofur endurtekið könnun á tækinu, staðfest niður- stöður Raunvísindastofnunar og útlit er fyrir að íslendingar hafi misst af lestinni; Bandaríkja- menn munu líklega sjálfir fram- leiða tækin. Pöntun frá einu ein- stöku stórfyrirtæki vestra hljóð- aði upp á 2,5 miljarða króna. Af uppfinningum sem betur hefur gengið að koma á framfæri má þó meðal annars nefna Mark- úsarnetið svokallaða, björgunar- net sem nú er í flestum fiski- skipum á íslandi. ing á hvernig hún er úr garði gerð og skýringarmyndir ef kostur er. í lok lýsingar þarf að fylgja ná- kvæm skilgreining á því hvers krafist er einkaleyfisverndar á. Umsóknina á að leggja inn til einkaleyfa-og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins og kostar það 7000 krónur. Þar er hún skoðuð og kannað hvort öllum skilyrðum til umsóknar er fullnægt. Sé svo eru öll gögn send til Danmerkur þar sem þau fara í biðröð til tæknilegrar rannsóknar og könnunar á hvort viðkomandi uppfinning teljist nýjung. Fyrir það borgar hugvitsmaðurinn 12.500 krónur og gildir sú greiðsla fyrir fyrstu fimm ár einkaleyfisins, sé það veitt. Frá Danmörku berast svör í fyrsta lagi 7-8 mánuðum síðar. Kostar 140.000 krónur Ég er búinn að reyna módelið í brimstöðinni hjá Vita- og hafn- armálastofnun og menn þar reyndu að hvolfa honum en tókst ekki. Þó hann fari á hvolf þá fer hann á réttan kjöl strax á næstu kviku. Þeir á Vita- og hafnar- málastofnun eru reyndar einu mennirnir sem hafa greitt eitthvað fyrir mér en þeir geta ekkert sagt til um þessa uppfinn- ingu þó þeim lítist vel á. Þetta samrýmist ekki þeirra kunnáttu. Menn þora ekkert að segja um svona lagað. Ef það stæði á þessu „Made in Japan“ þá myndu þeir gleypa við þessu strax. Tekur árið að fá leyfið Það er hreint ekki nóg að fá snilldarhugmynd og útfæra hana á blaði til að verða miljóner og hljóta viðurkenningu samfélags- ins. Fyrst þarf að sækja um einka- leyfi og fáist það er þrautin þyngri að koma uppfinningunni á fram- færi og selja hana. Til þess að ganga frá einka- leyfisumsókn þurfa margir að leita aðstoðar og kaupa þá þjón- ustu hjá lögfróðum aðilum fyrir háar upphæðir. f umsókninni þarf að koma fram lýsing á uppgötvuninni, á hvaða tæknisviði hún er, hvað þekkt er á því sviði fram að þeim degi sem umsóknin er lögð inn, skilgreining á vandamálinu sem verið er að leysa og hvernig upp- finningin leysir það, nákvæm lýs- Einkaleyfisveiting gildir nú í 15 ár og er tímabilinu skipt í þrjú tímabil. Fyrir það fyrsta er greitt 12.500 kr. sem fyrr segir, það næsta 43.500 kr. og það síðasta 70.000 krónur. „Það hefur tíðkast að senda umsóknirnar í tæknilega rann- sókn til Danmerkur frá því að einkaleyfislögin tóku gildi 1923 og þessi kostnaður hugvits- mannsins er aðeins hluti af því sem það kostar ráðuneytið að senda þetta út,“ sagði Ómar Grétar Ingvarsson deildarsér- fræðingur hjá einkaleyfa- og vörumerkjadeildinni í samtali við Nýtt helgarblað. „Ástæðan fyrir því að þetta er sent út er að við höfum ekki bolmagn til rannsókna og höfum ekki aðgang eins og Danir að öllum einka- leyfum sem gefin hafa verið út í heiminum. Þau fylla mörg skjala- söfn.“ Skýrari lög um einkaleyfi Sárafáir íslendingar hafa feng-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.