Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 23
Veggurinn reistur við fallinn múr Annað kvöld verður bein út- sending í Sjónvarpinu frá Berlín þar sem Roger Waters ætlar að reisa „Vegginn" sinn við Berlín- armúrinn og leika tónlist af sam- nefndri plötu, The Wall“. Roger Waters verður að vísu ekki í kom- paníi við gamla félaga sína úr Pink Floyd, þar sem ósætti hefur sundrað þessari gömlu stórsveit. En „The Wall“ er fyrst og fremst hugverk Roger Waters og sömu aðilar eru honum innan handar í Berlín annað kvöld við uppsetn- ingu sýningarinnar og settu hana upp fyrir tíu árum þegar platan kom út, þannig að enginn ætti að verða svikinn. Það verður líka ánægjuleg tilbreyting að fréttum Sjónvarpsins verði rutt til hliðar fyrir eitthvað annað en tuttugu og tvö fullorðna menn í boltaleik, því útsendingin hefst klukkan átta. Tónleikum Pink Floyd fylgdi yfirleitt mikil sýning, þar sem risavaxin bleik svín og önnur furðufyrirbæri svifu yfir áheyrendum. Þegar hljómsveitin tók upp Vegginn var hún á nipp- inu með að leysast upp vegna ósættis Waters og féiaga og því urðu tónleikar með tilheyrandi sýningum mjög fáir eftir að platan kom út. Fyrir aðdáendur Pink Floyd er það þess vegna söguleg stund þegar Waters flytur efni „Veggsins" í Berlín með tilheyrandi brambolti. „Veggurinn" verður reistur og sprengdur í loft upp og fígúrum úr mynd Alan Parkers um „Vegg- inn“, verður varpað á sviðið til myndskreytingar. Til þess að gera sýninguna sem mest táknræna fyrir þann stað sem hún fer fram á, við Brandenburgar-hliðið milli aust- ur og vestur Berlínar, munu vopnaðir hermenn úr austri og vestri reisa „Vegginn“. Upphaf- lega voru textar „The Wall“ ák- úra á breska menntakerfið en Waters ætlar í þetta skipti að til- einka efnið Berlín. Að vissu leyti eru síðustu forvöð að halda sýn- ingu sem þessa án þess að hún verði væmin, þar sem kalda stríð- inu er lokið, en hvað um það. Roger Waters og hljómsveit hans verða ekki einir um að flytja tónlist á sýningunni. Lúðrasveit sovéska setuliðsins í Austur- Þýskalandi mun leggja sitt að mörkum ásamt sinfóníuhljóm- sveit Austur-Berlínar og kór austur-þýska útvarpsins. Þá munu Sinead 0‘Connor, Van Morrison, Joni Mitchell, Cyndi Lauper, Marianne Faithful, Thomas Dolby og Brian Adams i koma fram, ásamt The Scorpions og fleirum. Tilgangurinn með þessu öllu saman er síðan að safna 500 milljónum punda í sjóð til að vinna gegn náttúruham- förum og reiknast þeim sem að uppákomunni standa svo til, a'ð það séu um fimm pund fyrir hvern þann sem látið hefur lífið í stórstyrjöldum á þessari öld. í tilefni útsendingarinnar er ekki úr vegi að varpa aðeins ljósi á Roger Waters. Hann varð fljót- lega leiðandi innan Pink Floyd eftir að Syd Barrett varð veikur á geðsmunum og yfirgaf sveitina. Tvær vinsælustu plötur Pink Floyd, þar sem Waters hélt um stýrið, eru án efa „Dark Side Of The Moon“ og „The Wall“. Samanlagt hafa þessar tvær plötur selst í 34 milljónum ein- taka og í maí 1984 hafði „Dark Side Of The Moon“ verið tíu ár á Billboard listanum eða í 520 vik- ur og sló þar með öll met á þeim lista. Roger Waters fæddist árið 1943 í Cambridgeshire í Eng- landi. Hann kynntist Syd Barrett sem krakki þegar þeir sóttu báðir tíma í listsköpun á laugar- dagsmorgnum, utan venjulegs skóla. Þegar hefðbundinni skóla- göngu lauk hóf Waters nám í ark- itektúr í London þar sem hann stofnaði ýmsar hljómsveitir með skólafélögum sínum Nick Mason og Rick Wright. Þessar hljóm- sveitir báru nöfn eins og Sigma 6, The Megadeaths og The Scream- ing Abdabs. Fljótlega kallaði Waters síðan æskufélaga sinn Barrett til liðs og Pink Floyd varð til. Nafn hljómsveitarinnar var sótt til tveggja blúsgítarista sem voru í miklu uppáhaldi hjá Bar- rett, Pink Anderson og Floyd „Dipper Boy“ Council. Fyrstu tónleikar Pink Floyd voru árið 1966. Geðsmunir Barretts fóru end- anlega út um þúfur árið 1968 og þá tók David Gilmour við gítarn- um. Það sama ár samdi hljóm- sveitin í fyrsta skipti tónlist fyrir kvikmyndir og það kveikti áhuga Roger Waters á því að gera plötu sem væri heilsteypt verk en ekki safn rokklaga. „Dark Side Of The Moorí' kom svo út árið 1972. Þessum nýju vinnubrögðum við tónsmíðarnar fylgdu síðan hinar frægu sýningar Pink Floyd. Flugvél var látin svífa yfir áheyrendum og hrapa á sviðinu og risavaxnar klukkur slógu með tilheyrandi hávaða. Þeir félagar í Pink Floyd voru farnir að fjarlægjast hvern annan strax við gerð „Wish You Were Here“. Sólóferill Waters hófst með útkomu fyrstu sólóplötu hans „The Pros And The Cons Of Hitchiking“ árið 1984 og árið 1987 kom síðan út ágæt plata frá honum, „Radio K.A.O.S.". Talið er að um 180 þúsund manns verði við Brandenburgar- hliðið á morgun, þar á meðal verða nokkrir íslendingar í för með Rás 2. Til þess að fólk geti notið tónlistarinnar betur verður þeim einnig útvarpað á þessari rás Ríkisútvarpsins. -hmp Arabapopp í íslenskum fjörum Það er ekki oft sem plötur með tónlist Araba rekur á fjörur okkar íslendinga en nú hefur það gerst. Rekaviðurinn að þessu sinni heitir „Yalla“ og er safnplata með nokkrum egypskum nýbylgju sveitum. Hér er þó ekki um að ræða nýbylgju eins og við eigum að venjast henni heldur er þessi tónlist nýbylgja í Egyptalandi og er hún reyndar litin hornauga af menningarpostulum þessa forna stórveldis. Tónlistin á „Yalla“ er sprottin úr fátækrahverfum Kairo, þang- að sem hundruð þúsunda fátækra bænda hafa steymt í von um betri tíð. En borgin gat ekki tekið á móti öllum þessum fjölda og í stað velmegunar beið þessa fólk fátt annað en betlið á götunni. Kairo er borg mikilla andstæðna. Borgin byggir á gömlum grunni stórveldis sem einu sinni var. Þar fyrirfinnst geysileg fátækt við hliðina á miklu ríkidæmi. Þar blandast saman forn menning eg- ypta og vestræn nútíma menning og þar má finna strangtrúaða mú- hameðstrúarmenn og þá sem brúka trúna aðeins á tyllidögum. Það getur því verið heitt í kolun- um þar á bæ þegar menn brjóta gegn einhverju sem flestir hafa tekið sem fasta stærð. Tónlistin á sér langa hefð í Eg- yptalandi. Á „Yalla“ er brotið gegn þessari hefð með tvenns konar hætti. Fyrst er það „verka- mannatónlistin“, sem áður er nefnd, og síðan tónlist sem á sér rætur í háskólunum. Vegna mikilla andstæðna á milli ríkra og fátækra varð til mikil andstaða í Kairo við allt sem er vestrænt, þar sem þeir ríku virtust hafa tekið upp vestræna siði og lifnað- arhætti. Eins og alls staðar þar sem öfgarnir ráða ríkjum, náði þessi andstaða til tónlistarinnar. Öfgafullir menningarpostular beittu sér þess vegna af alefli gegn þeirri tónlist sem er á „Yalla" og tónlistamennirnir á plötunni eiga erfitt með að fá tón- list sína spilaða í útvarpi. En egypska nýbylgjan nær samt til fólksins. Hún flæðir úr þúsundum segulbandstækja í öngstrætum Kairo, en í Egypta- landi seljast kasettur í miklu meira mæli en plötur. „Yalla“ skiptist í tvennt. Á seinni hliðinni er tónlist sem á rætur í and- spyrnumanninum Ahmed Adaw- eer, sem var upp á sitt besta eftir dauða Nassers árið 1970. Eftir dauða Nassers braust út mikil bjartsýni í Egyptalandi, trú á frelsið og „nýr smekkur". Adaw- eer varð einhvers konar tákn þessara tíma. Hann gagnrýndi stöðnun egypsks samfélags á tungumáli sem almúginn skildi og varð feikna vinsæll. í Evrópu er nú mikið í tísku að blanda tónlistina áhrifum austan og sunnan úr álfum. Við heyrum þetta í tónlist hljómsveita eins og Les Negresses Vertes. Þrátt fyrir þessa tilhneigingu fer þó aldrei á milli mála að þessi tónlist er vest- ræn. Það er því mjög skrýtið að heyra tónlist þar sem dæminu hefur verið snúið við, þ.e. þar sem tónlistarmenn úr araba- heiminum hafa blandað vestræn- , um áhrifum við sína tónlist. Það ma, leikur enginn vafi á því þegar Heimir Mar hlustað er á „Yalla" að þar er á Pcttl irccnn ferð tónlist með arabískan upp- ■ 1eTUi550l1 runa, En inn á milli finnur maður Ungur Egypti selur kasettur brosandi á götum Kairo. kunnuglegt krydd og vestrænan ilm. Eins og gengur og gerist með safnplötur er tónlistin misjöfn á „Yalla“. Inn á milli má þó finna virkilega góð lög og mjög frum- legar útsetningar sem íslenskir tónlistarmenn gætu lært mikið af. „Yalla“ er sjálfsagt ekki flutt hingað til lands í stóru upplagi og því skal þeim sem hafa áhuga á að leggja við eyrun bent á hljóm- plötuverslanir Skífunnar, sem flytur plötuna inn. -hmp Föstudagur 20. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.