Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 19
Um óþarfa eins og flokka Þeir Þorsteinn Gylfason og Helgi Hálfdanarson hafa verið að skrifast á í Morgunblaðinu um stjórnmál. Og eins og Óli Magga- don sagði: Þá var nú ekki töluð vitleysan, karl minn. Þeir félagar hafa vikið að mörgum hinum stærstu málum: hvers virði er okkur franska byltingin og sú rússneska? Er hægt að sætta jafnréttið og frelsið? Maður krossar sig nú bara í bak og fyrir og heldur áfram að tutla hrosshárið sitt. Allir eru eins Eitt er það efni sem Þorsteinn Gylfason tekur upp í þessum greinum og lítillega skal reynt að leggja út af í þessu helgarspjalli. En það er þetta hér: Þorsteini sýnist að pólitískir flokkar hafi týnt forsendum sínum. Hugtök eins og vinstri og hægri, félags- hyggja og frjálshyggja hafi enga merkingu lengur sem hönd er á festandi. Þvi sé best að leggja stjórnmálaflokkana niður, hola þeim niður á safni. Röksemdir Þorsteins eru á þá leið að „við erum öll félags- hyggjufólk" um leið og „við erum öll frjálshyggjufólk". Átt er við það, að til sé víðtæk og þverpólit- ísk samstaða í samfélaginu um velferðarríkið með heilbrigði- skerfi þess, skólakerfi og elli- lífeyri. Það sé líka samstaða um blandað hagkerfi og enginn vilji hverfa aftur til þess pólitíska skömtunarkerfis sem uppi var fyrir daga Viðreisnarstjórnar, sem kom til skjalanna um 1960. Á leið inn að miðju Vissulega er margt til í þessu hjá Þorsteini. Sjálfstæðisflokkur- inn var svo heppinn að eiga for- ingja sem skildu það fyrr en for- ingjar margra annarra hægri- flokka hér um kring, að það var að veðja á rangan hest að spyrna mjög gegn velferðarþjóðfélag- inu. Vinstriflokkar hafa svo verið að gefa frá sér smám saman trú á að hnúta í efnahagslífi mætti einkum leysa með þjóðnýtingu fyrirtækja. (Eins og kom fram í Álþýðublaðinu á dögunum halda sumir að það hafi verið kommar einir sem kepptu að þjóðnýting- um - það er mikill misskilningur: breski Verkamannaflokkurinn hafði það alllengi á sinni stefnu- skrá eftir stríð að ná „stjórnpöll- um efnahagslífsins" með þjóð- nýtingu t.d. á kolanámi og stál- iðnaði. Franskir sósíalistar voru enn mjög á þjóðnýtingarbuxum þegar Mitterrand varð forseti). Hér og annarsstaðar hafa menn verið að þokast inn að síst ungir hægrimenn - að gera sitt besta til að feta í fótspor engil- saxneskra hægrivaldhafa. Til dæmis í þeim menningarmálum sem Þorsteinn Gylfason vill telja skra vinstrimanna - franskra sós- íalista, þýskra sósíaldemókrata, ítalskra kommúnista, hafa minnt á sinn tilverurétt einmitt með því aðvísaíþessaþróun. Kapítalism- miðju frá hægri og vinstri, það er ljóst. Verða þeir ríku ríkari? En það þarf ekki að þýða að flokkar séu orðnir óþarfir, verk- efnalausir, steingervingar frá fyrri tíð. Ef við horfum í kringum okkur, þá sjáum við að reynt er (t.d. í Bretlandi Thatchers og Bandaríkjum Reagans) að halda til streitu hægristeftiu með einka- væðingu, skattapólitík sem er hagstæð þeim sem mest mega sín og niðurskurði velferðarkerfis. Meira en svo: þessi stefna breytir í raun því ástandi eða því „samkomulagi“ sem var, hún hefur gert þá ríku ríkari og þá fátækari fátækari. Við erum af þessum dæmum minntir á mis- munandi hagsmuni og gildismat og lausnir sem eru hreint ekki ómerkilegar forsendur flokka- kerfis. Línur eru óskýrari á íslandi - m.a. vegna þess að í hverjum flokki eru dreifbýlisflokkur og höfuðborgarflokkur sem senda frá sér einatt gagnstæð skilaboð. Upplýsingaþjóðfélagið bregst þeirri skyldu sinni hérlendis að segja okkur frá því, hvort og hvernig þeir ríku verða ríkari - og hvísla þó margir um „stórfelldar eignatilfærslur.“ Svo reyna-ekki með mikilverðustu hagsmuna- málum þjóðarinnar. Ungir Sjálf- stæðismenn vilja ýta undir einka- væðingu skóla, selja ríkisútvarp- ið, treysta á menningarstyrki einkafyrirtækja og fleira í þeim dúr. í fjölmiðlamálum yfirhöfuð aðhyllast þeir stefnu sem ekki getur annað en stórlega dregið úr íslensku frumkvæði á ýmsum veigamiklum sviðum. Þorsteinn Gylfason nefnir stjórn fiskveiða sem dæmi um það hve slappt flokkakerfið er í því að taka á málum. Og það er ekki nema satt og rétt að línur í því eru fáránlega óskýrar - ekki síst vegna þess hve rækilega þing- menn virðast dæmdir undir hagsmuni sinna landshluta. Fisk- veiðistjómun er mikið próf á það hvort menn hér á landi ráða við það að fylgja eftir félagshyggju í stórmálum. En það þurrkar í sjálfu sér ekki út tilveruforsendur pólitískra flokka þótt menn falli á því prófi. Samstaðan og náttúran Hrun hins smásmugulega og miðstýrða áætlanabúskapar í Austur-Evrópu hefur þann ókost í för með sér að það kemur óorði á hugmyndir um nauðsyn áætl- anagerðar yfir höfuð. Eins þótt vitneskja um það, hve mjög gengur á takmarkaðar auðlindir og hve hætt umhverfi mannsins er komið, kalli á aukin afskipti sam- félagsins af því sem einstaklingar og fyrirtæki töldu sér áður frjálst að gera. Ýmsir foringjar evróp- Arni Bergmann inn, segja þeir, hann kann sér ekld magamál, sjálfsagi er ekki byggður inn í umgengni hans við náttúruna. Hér verðum við að koma til sögunnar og fylgja eftir þeirri nauðsyn að atvinnulífið sé sveigt undir stjórnmálin - í nafni mannlegrar samábyrgðar, sam- stöðu með börnum okkar og bamabörnum. Og - þótt allir þykist nú orðnir grænir seint og síðar meir, Marg- aret Thatcher líka - þá er hér vik- ið að verkefnum sem menn nálg- ast með mjög misjöfnum hætti eftir því hvort þeir koma frá hægri eða vinstri. Bara í Háskólanum í síðasta „Flokkafjasi“ sínu í Morgunblaðinu víkur Þorsteinn Gylfason svo að spumingu sem óhjákvæmilega hlýtur að koma upp: hvað á að koma í staðinn fyrir það sem pólitískir flokkar hafa verið? Hann spyr til dæmis hvort menn vilji fara einhverskonar bandaríska leið - tveir flokkar sem báðir rúma allar mögulegar skoðanir. Það virðist reyndar afar lítt freistandi: eftir því sem bandarískum flokkum hefur hnignað og skoðanaleysi þeirra magnast, breytast stjómmál æ rækilegar í dýra kosningaútgerð, sem verður æ lágkúmlegri og enginn nennir lengur að skipta sér af. Ef marka má kannanir á afstöðu ungs fólks til þjóðmála í Bandaríkjunum þá má búast við því að þátttaka í kosningum verði þar innan tíðar bundinn við þriðj- ung atkvæðabærra manna eða þar um bil. Er þá ekki eðlilegast að líta svo á að stjórnmál séu barasta tækni- legt verkefni fyrir hæfa og sér- fróða menn? Trúa á mandarín- ana sem hafa réttu prófin? Gjöra opinberan þann tæknikratisma sem jafnan er gmnnt á? Þorsteinn Gylfason hefur ein- hverjar tilhneigingar einmitt í þessa vem. Að minnsta kosti ger- ir hann mikinn og háðulega mun í síðustu grein sinni á stjómmála- mönnum sem standa hjá klumsa og ráðþrota og Háskólamönnum sem rökræða „skynsamlega og skipulega“ um stiórn fiskveiða - einir manna. Án þess að fara nánar út í þá sálma. Mandarína- freistingarnar George Orwell hefur með skemmtilegum hætti fjallað um þessar freistingar sem ég vil lýsa hér með þessum orðum: „bara að við sem vit höfum á fengjum að ráða“. Hann segir á fleiri stöðum en einum, að breskir mennta- menn hafi á fjórða áratugnum sýnt mikla veikleika fyrir freistingum alræðisins. Ekki vegna þess að þeir hafi verið svo afskaplega hrifnir t.d af komm- únisma Stalíns. En þeir voru skotnir í þessum möguleika: að komast í þá stöðu að menn væru lausir við allt þetta kjaftæði og málæði í duglausum atvinnu- stjórnmálaskúmum og gætu sótt sér vald beint til sterkra aðila til að gera það sem þyrfti, fljótt og vel og vísindalega kannski. Það leiðir af sjálfu sér að Orw- ell var meinilla við þessa villu og gott ef hann rifjaði ekki upp síg- ilda mótbáru: hver á að passa að vitringamir fari sér ekki að voða? Það er nú það. Setjum svo að Þorsteinn Gylfason hafi rétt fyrir sér og það sé helst í Háskólanum að menn tali af viti um t.d. stór- mál eins og stjórn fiskveiða. En í fyrsta lagi: úr þeim sama manda- rínahópi koma skiptar skoðanir. í öðru lagi: valdleysi mandarín- anna í Háskólanum gefur þeim vissa fjarlægð, sem heldur burtu hagsmunaþokum og öðru sem út- sýni spillir. En um leið og menn hafa fengið völd til ákvarðana þá hrekst óhlutdrægnin út í hom. Allir fá að bergja af þeim beiska sannleika, að hlutleysi hins sér- fróða stendur á leirfótum: það horfir þangað sem krumla hagsmunanna snýr því. Og mandarínamir lærðu, þeir munu beita sinni þekkingu og reynslu og mælsku til að smíða kenningar og rök sem sanna það sem sanna átti. Það kunna víst fleiri en lög- fræðingar að verja hvaða málstað sem vera skal. Föstudagur 20. júlf 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.