Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 8
fréttir LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 Forsetaframboð: Folk er enn undir feldi að hugsa málið styttist í ákvarðanir hjá nokkrum Þeir sem ákveðnast hafa verið nefndir sem hugsanlegir fram- bjóöendur tii embættis forseta ís- lands í vor eru enn hikandi og segjast vera að skoða málin. „Ég hef verið erlendis um nokkum tíma og ekki hugsað um þetta mál. Ég ætla að ræða við það fólk sem hefur hvatt mig mest tU að gefa kost á mér áður éh ég tek endanlega ákvörðun um hvað ég geri,“ sagði Guðrún Agnars- dóttir læknir í samtali viö DV. Séra Pálmi Matthiasson sagði í samtali við DV eftir skoðana- könnunina um síðustu helgi að hann væri ekki búinn aö taka ákvörðun um hvort hann byði sig fram. Sér þætti hins vegar gott að vita af því mikla fylgi sem hann hefði samkvæmt skoðanakönnun- inni. „Ég væri ekki einu sinni að hugsa um þetta mál ef ég hefði ekki lofað nokkrum vinum og kunningjum að skoöa það vand- lega að gefa kost á mér en það hef- ur ekkert nýtt gerst í málinu hjá mér,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, bankastjóri Seðla- bankans. PáU Skúlason prófessor sagði í samtali við Tímann, þegar hann hélt af landi brott tU fyrirlestra- halds í Svíþjóð, að hann ætlaði að nota næstu tvær vikur tU að gera upp hug sinn í þessu máli. „Það er aUt óbreytt hjá mér, ég er bara undir feldi að hugsa mín mál,“ sagði EUert B. Schram, for- seti ÍSÍ, þegar DV ræddi við hann i gær. Verið er að safna undirskrift- um um að skora á Njörð P. Njarð- vík prófessor að gefa kost á sér. Hann gefur lítið út á það en sagði í samtali við DV að hann gæti ekki bannað fólki að skora á sig. Þá er einnig verið að safha und- irskriftum um að skora á Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómara að gefa kost á sér en hann hefur tU þessa lítið gefið út á þessi mál en mun þó ekki hafa aftekiö að skoða málið. Samkvæmt heimUdum DV hef- ur heldur dregið úr lUcum á því að Davíð Oddsson forsætisráö- herra fari í forsetaframboð. Ekki náðist í Ólaf Ragnar Grímsson vegna þessa máls í gær en hann var þá á leiðinni tU landsins. Samkvæmt heimUdum er hann enn að velta þessum mái- um fyrir sér. -S.dór Floskuskeyti fra Nýfundnalandi — rak upp viö Grindavík DV, Suðurnesjum: „Ég sendi honum bréf og sagði honum hvar ég hefði fundið flösku- skeytið. Hann skrifaði mér strax og sagðist mjög hissa á því hve flösku- skeytið hefði rekið langa leið. Þetta var eina flaskan sem hann kastaði í sjóinn," sagði Sævar Ásgeirsson, tvítugur sjómaður í Grindavík, í samtali við DV. Sævar fann flöskuskeytið í fjör- unni austan við ísólfsskála í Grindavík þegar hann var á göngu þar nýlega. Hollenskur sjómaður á stóru olíuflutningaskipi henti flösk- unni í sjóinn 25. október í fyrra þeg- ar skipið var 300 mílur austur af Nýfundnalandi. Skeytið var í stórri plastflösku og brætt fyrir opið. Hol- lendingurinn teiknaði á skeytið ná- kvæmlega hvar hann kastaði því í sjóinn og lét nafn og heimilsfang fýlgja. Bað hann finnanda að senda sér bréf. „Ég vissi fyrst ekki hvað þetta var en það vakti áhuga minn að búið var að bræða fyrir opið. Flask- an hafði greinilega í nokkurn tíma verið að kastast til í fjöruborðinu. Ég sendi Hollendingnum bréf svona fyrir forvitni sakir. Ég teiknaði staðinn þar sem ég fann skeytið. Hann svaraði og biður mig að skrifa sér og ég reikna með að gera það,“ sagði Sævar. -ÆMK Sævar með kortið úr flöskuskeytinu. DV-mynd ÆMK Fj ár málaráöuney tið: Bæklingur til allra ríkisstarfsmanna Fjármálaráðuneytið hefur gefið út bækling sem dreift verður til allra starfsmanna ríkisins þar sem frum- varp fjármálaráðherra um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er skýrt frá sjónarhóli ráðuneytisins. Það er einmitt þetta frumvarp sem opinberir starfsmenn eru að berjast gegn um þessar mundir. í bæklingum er fúllyrt að þetta frumvarþ „skerði ekki að neinu leyti réttindi starfsmanna sem samið hefur verið um í kjarasamningum," eins og segir orörétt. Þá segir að í frumvarp- inu séu ýmis nýmæli sem eigi að stuðla að því að færa ríkisreksturinn í nútímalegra horf. Þá segir orðrétt um markmið frum- varpsins. „Að jafna réttarstöðu ríkis- starfsmanna og starfsmanna á al- mennum markaði. Að auka sjálfstæði en um leið ábyrgð forstöðumanna og annarra starfsmanna ríkisstofnana. Að gefa starfsfólki tækifæri til aö vera launað til viðbótar grunnlaunum eftir ábyrgð og hæfni í starfi. Að færa ýmis ákvæði laganna frá 1954, eins og vinnutíma, í nútimalegra horf.“ Síðan er kafli sem heitir Sagt er- Rétt er. Þar er verið að svara því sem forystumenn samtaka opinberra starfsmanna hafa haldið fram í gagn- rýni sinni á frumvarpið. -S.dór Hér er verið að bera bruggtækin út úr verksmiðjunni. DV-mynd S Kópavogur: Bruggverksmiðju lokað Bruggverksmiðju í stærra lagi var lokað í iðnaðarhverfi í austurbæn- um í Kópavogi um miðjan dag í gær. Þar fundust um 300 lítrar af gambra og hátt á annan tug lítra af landa. Tveir menn voru á staðnum þegar lögregla kom á staðinn, enda suða í fullum gangi, og játuðu þeir að vera eigendur að verksmiðjunni. Að sögn Magnúsar Einarssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi, var það í góðri samvinnu við fíkniefna- deild lögreglu'nnar í Reykjavík að lögreglan í Kópavogi fór á staðinn. -ÞK Þetta er leiftursókn gegn samtökum okkar - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um bækling sem fjármálaráðuneytið hefur gefið út Samtök opinberra starfsmanna hafa nú haldið á annað hundrað vinnustaðafundi sem yfir 10 þúsund manns hefur tekið þátt í. Fjármála- ráðuneytið hefur brugðist við her- ferð samtaka opinberra starfs- manna með því að gefa út bækling um málið sem sendur er til allra op- inberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, var innt- ur álits á bæklingnum „Fjármálaráðuneytið hefur hafið leiftursókn gegn opinberum starfs- mönnum með þessum bæklingi. Út- gáfa hans væri góðra gjalda verð ef um réttar og óhlutdrægar upplýs- ingar væri að ræða en því fer fjarri. Reyndar eru fullyrðingar fjármála- ráðuneytisins á þann veg að samtök launafólks fari með rangt mál. Það verður að segjast eins og er að hér byggir fjármálaráðuneytið á ótrú- lega ósvífnum málatilbúnaði. En sem betur fer er fólk farið að þekkja raunverulega málavöxtu, það er ár- angur okkar starfs að undanförnu og þvi skiptir minna máli hvað stendur á glanspappírnum úr fjár- málaráðuneytinu," sagði Ögmund- ur. Hann segir að í lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna sé kveðið á um margvísleg réttindi sem óumdeilt hefur verið að sé grunnur kjarasamninga um áratugaskeið. „Breytingar á þessum réttindum og kjörum eru þess vegna forsendur kjarasamninga, hvað svo sem líður fullyrðingum fjármálaráðuneytisins í gagnstæða átt. Við höfum hvatt okkar félagsmenn til þess að kynna sér frumvörp ríkisstjórnarinnar, lesa þau vel og bera saman við þau lög og þær reglur sem nú eru í gildi. Út á þetta hafa okkar vinnustaða- fundir gengið en þeir eru nú orðnir á annað hundrað og yfir 10 þúsund manns sem hafa sótt þá,“ sagði Ög- mundur. Hann sagði að samtök opinberra starfsmanna væru ekki hætt bar- áttu sinni. Hún mundi halda áfram og fleiri fundir yrðu haldnir. Síðan er að koma út annað blað sem öll samtök starfsmanna hjá ríkinu standa að. „Á okkur er engan bilbug að finna nema síður sé. Það er að koma í ljós á þeim vinnustaðafundum sem við höfum haldið að eftir því sem fólk kynnir sér málin betur vex reiði þess í garð þessara frumvarpa sem skerða munu kjör okkar verði þau samþykkt," sagði Ögmundur Jónasson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.