Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 38
L'!& 46 íngaspjall LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 Upplýsingamiðstöð í Hinu húsinu: Menningarvaka í tengslum við námskynninguna Þriggja daga menningar- og skemmtidagskrá fyrir ungt fólk í tengslum við námskynninguna, sem verður á morgun, hófst í gær og lýk- ur á morgun í Reykjavík. Dagskrána hefur Hitt húsið, Aðal- stræti 2, skipulagt og þar verður upplýsingamiðstöð. „Þessi dagskrá er sérstaklega hugsuð fyrir krakkana utan af landi en þaðan koma margir hópar. Við höfum fengið leikhópa og aðra til þess að setja inn aukasýningar. Þetta er víða um hæinn, leiksýning- ar og tónleikar. Við fengum Sam- bíóin og Landsbankann til að fram- lengja kvikmyndaviku sína. Henni átti að ljúka síðastliöinn fimmtudag en í staðinn lýkur henni ekki fyrr en á morgun, sunnudag, allar sýn- ingar verða tvisvar á dag,“ sagði Markús H. Guðmundsson, aðstoðar- forstöðumaður í Hinu húsinu. Hann hefur haldið utan um menningar- vökuna. Tónlist, leiklist og myndlist í dag, laugarda'g, verða tónleikar allan daginn í Hinu húsinu. Botn- leðja og Kvartett Ó. Jónssonar og Grjóna koma þar meðal annars fram. Fleiri dæmi um hvað verður um að vera á menningarvökunni eru sýningar Herranætur á leikritinu Sjálfsmorðingjanum í Tjarnarbíói, bæði í dag og á morgun, í Loftkasta- lanum verða sýningar á Cats og Rocky Horror, einnig verður Fame- hópurinn þar með margs konar Frá æfingu Herranætur Menntaskólans í Reykjavík á Sjáifsmorðingjanum. DV-mynd ÞÖK Hermóður og Háövör í Hafnarfirði sýna Himnaríki, Möguleikhúsið sýnir Ekki svona og myndasýning verður í Norræna húsinu. Þá verða á Fógetanum og Kaffi Reykjavík tónleikar fyrir eldri en 18 ára. „Svona skemmti- og menningar- dagskrá hefur ekki verið áður í tengslum við námskynninguna," sagði Markús. Internetið kynnt í Nor- ræna húsinu Kynning á Intemetinu verður í kjallara Norræna hússins. Hún gæti verið áhugaverð fyrir unga fólkið. „Kynningin hefst klukkan 13 á laug- ardag og stendur til 19 og síðan frá 14 til 17 á sunnudag. Við verðum með sex Macintosh-tölvur og þetta er aðallega hugsað fyrir þá sem kunna ekki neitt á netið. Við sýnum hvemig hægt er að skoða erlenda skóla gegnum netið til dæmis,“ sagði Siggeir Valdimarsson sem ásamt Kjartani Biering leiðir fólk í allan sannleika um Internetið. -ÞK uppákomur. AUur ágóði Fame renn- ur til Alnæmissamtakanna. Einnig verður dagskrá í Kaffileikhúsinu, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, in hliðin Leiðinlegast að gera við bílinn segir ívar Guðmundsson þáttagerðarmaður á Bylgjunni Ivar Guðmundsson er búinn að vera viðloðandi tónlist og útvarp frá barnæsku. Hann var diskótek- ari í félagsmiðstöðvum sem ungl- ingur og starfaði síðan 8 ár sem plötusnúður á ýmsum veitinga- stöðum. Hann hefur frá árinu 1989 verið viðloðandi útvarp, sem dag- skrárgerðarmaður, dagskrárstjóri og nú aftur sem dagskrárgerðar- maður á Bylgjunni þar sem hann sér um síðdegisþáttinn. ívar Guðmundsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafh: ívar Guðmundsson. Fæðingardagur og ár: 29. mars 1966. Unnusta: Anna Lilja Pálsdóttir. Börn: Anna Lín- ey, 4 ára, og Andri Krist- ján, 2 ára. Bifreið: Nissan 280. Starf: Dag- skrárgerðar- maöur á Bylgjunni og fleira. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: Fótbolti, Uppáhaldsdrykkur Kók og mjólk. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Ekkert sér- stakt en þó les ég Sjónvarpsvísinn. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Demi Moore. Ertu hlynntur ívar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. kvikmyndir og fjölmiðlun. Hefur þú imnið í happdrætti eða lottói? Hef fengið 3 tölur rétt- ar í lottóinu og unnið í Gull- námunni fyrir 2 árum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Borða góðan mat og eiga góða kvöldstund heima við. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Gera viö bílinn og flytja en þá þarf að mála og svo framvegis. Uppáhaldsmatur: Japanskur steiktur matur. eða andvígur ríkisstjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Michael Jackson og hrista tepruna úr honum. Uppáhaldsleikari: Robert De Niro. Uppáhaldsleikkona: Demi Moore. Uppáhaldssöngvari: KK. Hann er svo orðheppinn textasmiöur. Uppáhaldsstjómmálamaður: Davið Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Flintstone og Simbi í Kon- ungi ljónanna sem bömin mín horfa á einu sinni á dag. Uppáhaldssjónvarpsefhi: Skemmtiþættir Jay Leno og David Letterman. Uppáhaldsmatsölustaður: Argentína og Benihana sem er japönsk veitingahúsakeðja um all- an heim. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Söngva satans því mig lang- ar að vita hvað það var sem olli slíku uppnámi meðal strangtrúaðra múslíma. Hver útvarps- rásanna finnst þér best? Þarf að spyrja? Uppáhaldsút- varpsmaður: Ómögulegt að svara þessu. Á hvaða sjón- varpsstöð horfir þú mest? Stöð 2. Uppáhalds- sjónvarps- maður: Stefán Jón Hafstein og Þórir Guö- mundsson. Uppáhaldskrá: DV-mynd Skuggabarinn og Astro Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram og Liverpool. Stefnir þú aö einhverju sér- stöku í framtíðinni? Bæta mig sem dagskrárgerðarmaður og eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Síðustu ár hef ég ekki haft tíma til að fara í sumar- fríi en nú er stefnt að utanlands- ferð. -PP Siggeir Valdimarsson, standandi, og Kjartan Biering verða til leiðbeiningar um Internetið í kjallara Norræna hússins um helgina. DV-mynd GS Sjómannaskólinn, Háskólinn og hús listaskólanna í Laugarnesi: Árleg námskynning á fram- haldsskólastigi á morgun Þeir sem eru að ljúka námi í 10. bekk standa á krossgötum, grunn- skólinn er að baki og komið að því að ákveða hvert stefna skal. Til að koma til móts við ungling- ana og aðstoða þá við að velja sér framhaldsnám sameinast allir aðil- ar menntakerfisins á hveiju ári um námskynningu á framhaldsskóla- kerfinu. Kynningin í ár verður á morgun, sunnudaginn 10. mars, frá klukkan 13-18 á þremur stöðum, í Sjómanna- skólanum, á Háskólalóöinni og í húsi listaskólanna í Laugamesi. Fyrir þremur árum var tekin ákvörðun um breytta stefnu í kynn- ingu á námi hér á landi. Fallið var frá þeirri hefð að kynna hvern skóla fyrir sig en þess í stað ákveðið að leiða saman greinar sem tengjast með einhverjum hætti. Kynningar- kjarnamir eru níu. í Sjómannaskólanum verður kynning á heilbrigðisgreinunum, fé- lagsfræði- og uppeldisgreinunum. I húsnæði Háskólans verða kynntar hagfræði-, viðskiptafræði og tækni- greinar, iðnnám og raungreinar og nám fyrir fatlaða, enn fremur nám erlendis, svo sem lýðháskólar og sumarskólar fyrir tungumálanám. Einnig verður þar fræðsla í sam- bandi við fíkniefnin. í húsi lista- skólanna í Laugarnesi verða kynnt- ar lista- og handverksgreinar. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga yfir öll kynningarsvæðin og Rauði krossinn verður með bílana sína á ferðinni. Upplagt er fyrir foreldra að kynna sér framtíðarmöguleika bama sinna á námskynningunni. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.