Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 Neytendur__________________________________________________________________________dv Tjaldferðalag í ágúst: Víða tjaldstæði með töluverðri þjónustu Þá er komið að mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelginni. Ágúst er líka einn helsti frímánuð- ur launamanna svo mikill annatími í ferðaþjónustu fer nú i hönd, óháð verslunarmannahelginni. Það heill- ar marga að grípa tjaldið, hoppa upp í bíl og bruna upp í sveit, hafa kannski bara sólskinið eitt að leið- arljósi. Ekki hægt að tjalda hvar sem er Menn gætu haldið að slá mætti upp tjaldi hvar sem er en svo er nú ekki. Einungis á skipulögðum tjald- svæðum er hægt að tjalda án leyfis en þó gegn gjaldi. Vilji menn tjalda á öðrum stöðum verður að fá leyfi landeiganda og er mjög misjafnt hversu auðsótt það er samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. Tjaldaðstöðu má hins vegar finna hvar á landinu sem er og víðast með töluverðri.þjónustu. Verðið er ýmist miðað við fjölda tjaldbúa eða ákveð- ið á tjald. Töluverður munur er og á viðmiðunaraldri gesta. Sum tjald- svæði bjóða ókeypis gistingu fyrir 12 ára en aðrir miða við 16 ára ald- Mismikil þjónusta á svæöunum Á landakortinu hér á síðunni má sjá nokkur tjaldsvæði í öllum lands- hlutum sem telja má nokkuð stór, bæði í þjóðgörðum og utan þeirra. Auk þessara tjaldsvæða er fjöldinn - verðið jafnQölbreytilegt og tjaldsvæðin allur af skipulögðum þjónustusvæð- um þar sem hægt er að tjalda. Svæð- in eiga það sammerkt að hreinlætis- aðstaða, salemi og vaskar, eru til staðar og notkun hennar innifalin í tjaldstæðagjaldinu. Önnur þjónusta er hins vegar mismikil. Flestir bjóða upp á sturtu sem á mörgum stöðum er hituð með gasi og því seldur aðgangur að 5-6 mínútum með heitu vatni. Sturtuverðið er frá 50 til 180 krónur. Þvottavél og þurrkara er að finna á sumum þjónustumiðstöðvum tjaldsvæðanna og er ýmist seldur aðgangur að hvoru tveggja eða að hvoru í sínu lagi. Meðaltalsverð á þvottavélanotkun er 300 krónur en þurrkaranotkun allt að 500 krónur þar sem hún er ekki innifalin i þvottavélaverðinu. Ekki tæmandi upptalning Þær upplýsingar sem falast var eftir að þessu sinni voru hvað ein nótt á tjaldsvæði kostaði fyrir manninn. Á þeim tjaldsvæðum sem haft var samband við verður óbreytt verð um verslunarmanna- helgina utan Tíúsafells þar sem þrjár nætur fyrir tvo munu kosta kr. 2200. Þess ber einnig að geta að tjaldsvæðin á Akureyri veita öryrkj- um og öldruðum helmingsafslátt. Fyrir þá sem ætla á skipulagða útihátið um verslunarmannahelg- ina er að finna í Fjörkálfi DV í dag verð inn á nokkrar slíkar. -saa 'Jbsí é tpk^iBðaijj Verö 450 kr. á tjald m/einum manni 250 kr. fyrir hvern aukamann, 12 ára og eldri - miðað við eina nótt Á ísafjörður Verö 350 kr. á mann Verö 400 kr. á mann, 14 ára og eldri, 13 ára og eldri U \X \l«/ Verö 400 kr. á mann, Verð 500 kr. á tjaldiö i A V AkureyriA A Vaglaskógur 13 ára og eldri Fellabær við kLagarfljótsbrú Verö 450 kr. á mann, frítt fyrir 15 ára og yngri I fylgd með fullorðnum Verö 400 kr. á mann, 12 ára og eldri, 4. hver nótt frí X. Sundlaug ffi Sturta 9 Sturta Innifalin • Þvottavél • Þurrkari Verö 450 kr. á mann, 15 ára og eldri 1 Verö 500 kr. á mann, 16 ára og eldri___ Verö 430 kr. á mann, 14 ára og eldri XrfHöl Verö 450 kr. á mann, 15 ára og eldri Þórsmörk, svæði Landmanna- laugar Hornafirði Skaftafell ! Á. H Kirkjubæjarklaustur © ® Verö 350 kr. á mann ========----------------------------4E3M Tjaldferöalag þarf ekki aö vera dýrt. Svo er ódýrast aö hjóla, eigi menn hjól, en þá er vissara að vera í góöu formi. DV-mynd Brynjar Fríhöfnin í póstverslun: Samkeppni ríkisins við verslunina í landinu - fráleit, segir formaður Kaupmannasamtakanna Það þykir sjálfsagt einhverjum súrt aö geta ekki verslað á Fríhafnarbarnum Fríhöfnin i flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur í um tvö ár tekið við greiðslukortanúmerum fólks sem ekki er á leiðinni utan en vill versla í Fríhöfninni. Dæmi eru um að menn kaupi tækjasamstæður og annað þvíumlíkt í gegnum síma og láti svo vini og vandamenn, sem eru að koma til landsins, sækja varning- inn til verslunarinnar. í samtali við DV í gær sagði Gunnar Ingi Hildis- son, verslunarstjóri á vakt, að þetta væri gert til hægðarauka fyrir kúnnann, þ.e. þann sem er að ferð- ast. „Þetta er ekki gert vegna sæl- gætis eða ilmvatna heldur eingöngu vegna stóru tækjanna,“ sagði hann. Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtakanna, segist ekki fyrr hafa haft spurnir af þessum viðskiptaháttum en sé svona í pott- inn búið verði ekki unað við það. „Þessi verslun á kannski tilverurétt í öðru verslunarformi en í dag er ríkið í beinni samkeppni við versl- unina í landinu og önnur verslun situr ekki viö sama borð. Þessum heima í stofu meö kortið viö höndma. rekstri er miklu betur fyrir komið í höndum einkaaðila og það á að einkavæða fríhafnarverslunina," segir Benedikt og telur líka að leggja eigi niður komuverslunina. „Þessi komuverslun er önnur tveggja í heiminum og það þekkist almennt ekki að menn geti verslað á þann hátt sem í Fríhöfninni er gert.“ -saa Nýtt ffrá Kjörís Alltaf bætist við ís„flóruna“ á ís- landi. Nú hefur Kjörís sett á mark- að lakkríspinna sem er kallaður Lúxus lakkríspinni. Hann er vanilluíspinni með Töggu lakkrís- fyllingu og húðaður með Síríus súkkulaði frá Nóa og Síríusi. Að sögn Kjörísmanna er ísinn hannað- ur fyrir íslenska bragðlauka. Áður hafði Kjörís sent frá sér í Lúxus-lín- una vanilluíspinna með mjólk- ursúkkulaði og vanilluíspinna með karamellufyllingu. -saa Ágúst Thorsteinsson heilbrigöisfulltrúi afhendir Þórhalli Maack, eiganda Eikaborgara, og Guöbjörgu Einarsdóttur vaktstjóra viöurkenningarskjaliö. DV-mynd Ómar Eikaborgarar fá viðurkenningu - fyrir innra gæðaeftirlit „Þétta hefur heilmikla þýðingu fyrir okkur, nú vita viðskiptavinir okkar og geta treyst því að hér er hreinlætið í fyrirrúmi og allt gert til að tryggja hollustu vörunnar," sagði Þórhallur Maack, eigandi Eikaborg- ara við Höföabakka, en hann fékk nýlega viðurkenningu frá Heilbrigð- iseftirliti Reykjavíkur fyrir að hafa komið upp GÁMES-kerfinu við innra gæðaeftirlit á staðnum. Ágúst Thorsteinsson heilbrigðis- fulltrúi sagði i samtali við blaða- mann að Eikaborgarar væru með allra fyrstu skyndibitastöðunum til að hljóta þessa viðurkenningu og að þeir væru öllum öðrum matvælafyr- irtækjum til eftirbreytni. GÁMES þýðir „Greining áhættu- j þátta og mikilvægra eftirlitsstaða" og tekur á öllum þáttum matvælá- framleiðslunnar. Þau fyrirtæki sem viðurkenninguna hljóta teljast hafa komið á fullnægjandi innra eftirliti í þeim tilgangi að tryggja gæði, ör- yggi og hollustu vörunnar. Þórhall- ur, sem tók við rekstri Eikaborgara fyrir rúmu ári, hefur unnið max'k- visst að því að koma slíku innra eft- irliti á og tekur nú jafnframt að sér að aðstoða aði-a við að gera slíkt hið sama. -saa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.