Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 13 DV Tölur um haldlögö fíkniefni hjá lögreglunni: Fréttir Langmest um amfeta- mín en minna um hass - hörðu efnin líka í gangi, segir viðmælandi DV „Þessar tölur staðfesta bara það sem við verðum varir við á mark- aðnum. Við vitum að það er alger amfetamínsprengja í gangi og ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að finna meira magn á þessu ári en í fyrra þótt það ár hafi verið mjög stórt í amfetamíninu. Það sem kem- ur okkur einna helst á óvart er hversu lítið fmnst af hassi,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson hjá fikni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík um tölur um haldlögð fikniefni hjá deildinni. Samkvæmt tölum fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 1996 kemur í ljós að í 126 skipti hefur verið lagt hald á hass, alls rúmlega 2.299 grömm, en amfetamín hefur fundist í 169 skipti, alls um 3.121 gramm. Til samanburðar lagði lögreglan hald á 10.933 grömm af hassi í fyrra og 5.146 grömm af amfetamíni. „Þetta segir okkur það að það er veruleg aukning í amfetamíninu í kjölfar ecstasy-sprengjunnar sem varð í fyrra. Reynslan er yfirleitt sú að meira finnist af efnum seinni hluta ársins þar sem auðveldara er að fylgjast með innflutningnum á veturna," segir Kristján. Lögreglan hefur lagt hald á tölu- vert magn af fíkniefnum en engu að síður er það mál manna að hún sé lf) CD G) O) O) O) v*H tH DV 25000 20000 15000 10000 5000 aðeins að taka toppinn af ísjakan- um. Deilt hefur verið á stjómvöld fyrir að halda lögreglunni í fjár- magnssvelti og eins og kom fram í DV fyrir skömmu hafa menn meira að segja talað um að hér á landi skorti algerlega stefnu í flkniefna- málum. Maður, sem vegna vinnu sinnar segist þekkja vel til í fíkniefnaheim- inum, segir í samtali við DV að mik- ið sé af efnum í umferð. Hann segir að þótt mest beri á amfetamíni sé mikið um harðari efni. Hann óttast þróunina hér á markaðnum því stóru salarnir sleppi undantekning- arlaust. „Það fer í taugarnar á manni að sífellt er verið að taka einhverja smásala, unglinga sem í raun hafa ekkert um markaðinn að segja. Síð- an horfír maður upp á að stóru karl- arnir sleppa alltaf," sagði viðmæl- andinn við DV. -sv Uppboð hjá Segla- gerðinni Ægi Hið ái-lega uppboð hjá Segla- gerðinni Ægi á sýningartjöldum hefst í dag klukkan 14 á sýningar- svæði verslunarinnar við Eyjaslóð 7 í Reykjavík. Boðin verða upp þau fjölmörgu tjöld sem hafa verið til sýnis á svæðinu í sumar og finna flestir eitthvað við sitt hæfi, hústjöld, kúlufjöld og braggatjöld. Uppboðið stendur yfir þar til öll sýningartjöld hafa verið seld. -RR BREMSUR! * Ktossar * Boröar * Diskar * Skálar RENNUM! skálar og diska allar stæröir. Allar álímingar © ÁLfMINGAR Smiöjuvegi 20 (græn gata), sími 567-0505 Sími 562 2262 * A 4 stöðum - 4 x betra 26 íldshöfða 14 Skeifunni 5 Bæjarhrauni 6 < Reykjavík • S.562 2262 Reykjavík • S.567 2900 Reykjavík • S.581 4788 Hafnarfirði • S.565 5510 Pakkaferbir Næsti helgarpakki 8.-12. ágúst (5 dagar - 4 nætur) Verö frá Innifalib í verbi: Flug, hótel, morgunmatur og skattar. Flugfargjald kr. 24.870 Einnig í bobi flug og bíll. ISTRAVEL Gnoðarvogi 44, Sími: 568 6255, FAX: 568 8518 \ ■ pr fe 1 W 1 j v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.