Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 48
Þmfeddm I. vinningur Vertu itiðhúínjn) vtnningi Vinningstölur 1.8/96 KIN s: i_o <c FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 DV kemur næst út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 6. ágúst. Smáauglýsingadeild DV er opin til kl. 18. í dag. Lokað laugardag og sunnudag. Opið verður á mánudag frá kl. 16.-22. Síminn er 550 5000. Flugvél hlekktist á í lendingu í Vestmannaeyjum í gær. Fimm voru í vélinni og sakaði ekki. DV-mynd ÓG. Mikill eldur varð laus í húsbíl í Skipasundi í gærkvöld. DV-mynd S ^Maður brenndist í logandi bíl Maður brenndist á höndum og hár sviðnaði á höfði hans þegar eldur kviknaði í nýuppteknum húsbíl í Skipasundi í gærkvöld. Maðurinn var að leggja gaslögn í ísskáp inni í bílnum þegar eldurinn varð laus. Mikill eldur blossaði upp á örskömm- um tíma. Beöið var um aðstoð slökkviliðs sem réð niðurlögum elds- ins. Maðurinn mun ekki hafa brennst alvarlega en litlu munaði að —verr færi. Hann ætlaði að nota bílinn til ferðalaga nú um helgina. -RR Endurbygging bústaöar forsetans: Öryggis- búnaður Bessastaða „öflugur" Öryggismál á Bessastöðum hafa verið tekin til „gagngerrar endurskoðunar" og þau mjög auk- in,“ að sögn Péturs Stefánssonar hjá Almennu verkfræðistofunni sem komið hefur að framkvæmd- um við endurbyggingu forsetabú- staðarins á Álftanesi. Emil Ágústsson, eftirlitsmaður með framkvæmdum forsetabú- staðarins, sagði að gert væri ráð fyrir öllum öryggisbúnaði - kerfið væri orðið mjög öflugt og yrði enn öflugra þegar fram í sækti á framkvæmdatímanum - þannig myndi forsetabústaðurinn stand- ast „nýjar kröfur á nýjum tím- um“. „Það er aukið mjög við öryggis- málin, bæði fram að þessu og það sem eftir er af verkinu," sagði Pétur í samtali viö DV. Aðspurð- ur sagði hann það alltaf matsat- riði hvort öryggismál væru full- nægjandi. Framkvæmdirnar á Bessastöðum væru eins og menn hefðu talið nauðsynlegt og skyn- samlegt. „Það sem eftir er er aðallega utanhúss og tengist lóðafram- kvæmdum. Það verður gert svo framarlega sem fjárveitingar ganga eftir. Það er áætlað að ljúka framkvæmdum við Bessastaði á næstu 2 árum,“ sagði Pétur Stef- ánsson. Komelíus Sigmundsson forsetaritari vildi ekkert tjá sig um öryggismál forseta íslands, hvorki á Bessastöðum né á skrif- stofum hans í Reykjavik. „Eðli málsins samkvæmt er þetta mála- flokkur sem maður ræðir ekki opinberlega," sagði Komelíus. -Ótt „Halló Akureyri,,: Góða ferð og akið varlega! ÞROBTUII 8BNDIGtli.4CV»-r<ÖO \1 533-1000 Ertu búinn að panta? Þjóðhátíð hefst í dag Fjöldi fólks þegar kominn DV, Akureyri: „Það er komið mun tleira fólk á tjaldsvæðið hér en við áttum von á á þessum tíma og unglingar og ungt fólk er í meirihluta," segir Ómar Kristinsson tjaldvörður á einu af tjaldsvæðunum sem boðið er upp á á Akureyri um helgina, en þar er haldin hátíðin „Halló Akureyri". Strax í gærdag og fram á nótt var talsverður fjöldi fólks í miðbænum og nokkur ölvun. Að sögn lögreglu urðu þó engin vandræði en lögregl- an upplýsti einnig að í alla nótt hefði fólk verið að koma til bæjar- ins. Allt útlit er því fyrir að Akur- eyri verði vinsæll staður meðal þeirra sem hyggjast leggja land und- ir fót um helgina. -gk Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Guðrún Katrín ÞorbergsdóttiOr forsetafrú veifa til íslendinga af svölum Alþingishússins eftir að hinn nýi for- seti hafði undirritað forsetaeiðstafinn. í dag er fyrsti starfsdagur hins nýja forseta í nýju aðsetri embættisins að Sóleyjargötu 1, Staðastað. Blíðviðri var í Reykjavík meðan á innsetningarathöfninni í Alþingishúsinu stóð og fylgd- ist á fimmta þúsund manns með henni í gegnum hátalara sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli. DV-mynd GS FLUGLEIDIR Innanlandssími 50 - 50 - 200 L O K I Veöriö um verslunarmannahelgina: Rakt en milt veður Á morgun er búist viö suðaustangolu eða kalda á landinu með vætu sunnan- og vestanlands en lengst af verður þurrt á Norðaustur- og Austur- landi. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig. Á sunnudag verða skúrir á víð og dreif um landið en gæti sést til sólar um tíma, einkum á Austur- og Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig. Á mánudag er búist við minnkandi skúrum á víð og dreif og áfram fremur mildu veðri. Veðrið í dag er á bls. 59.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.