Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 35
I>'V FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 ^agsönn ® Sumarkvöld við orgelið Það verður nóg um að vera í Reykjavík um helgina eins og annars staðar á landinu. Á sunnudagskvöld verða tónleikar í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið og nú er komið að Ragnari Bjömssyni, or- gelleikara og skólastjóra Nýja tón- listarskólans, að leika fyrir áheyr- endur. Mun hann leika þekkt verk eftir Bach, Boellmann og Alain, auk þess að leika íslensk og norsk verk og eitt verk eftir Arth- ur Rubinstein. Meðal verka sem Ragnar leikur er tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Tónleikarnir heflast kl. 20.30. Tónleikar Norskur kór í Norræna húsinu Sönghópurinn Kulturmix, sem kemur frá Arendal í Noregi, held- ur tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 18.00. Sönghópurinn hefur verið starfræktur í 10 ár. Auk tónleikahalds í Noregi hefur hópurinn komið fram á tónleik- um í New York og New Orleans. Þorsteinn hefur unniö verk sín í Dublin. Þorsteinn sýnir í Eden Söngvaskáldið og rithöfundurinn Þorsteinn Eggertsson verður með málverkasýningu i Eden í Hvera- gerði um verslunarmannahelgina. Sýningin verður formlega opnuð Sýningar kl. 14.00 á morgun. Á henni eru 20 málverk, flest unnin í Dublin á ír- landi. Þar hefur Þorsteinn dvalið undanfarin ár. Þetta er sjötta einkasýning Þorsteins en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum hér á landi og erlendis. Sýningunni lýk- ur 14. ágúst. Krossgáta 4 í i 4- ' , * 7 8 !o“ 9 1/ II IZ 1 /*f /£T T" 17- J "J Hd J r Lárétt: 1 saklaus, 5 varg, 8 hélt, 9 ekki, 10 svikuli, 11 dá, 13 klampa, 14 brögð, 15 gufa, 17 fóðrað, 18 lotning, 20 sauðfjársjúkdómurinn, 21 öslaði. Lóðrétt: 1 leit, 2 hvína, 3 gælu- nafn, 4 menið, 5 niðurstaðan, 6 ólærðu, 7 spik, 10 illmenni, 12 hljóði, 15 svardaga, 16 sveifla, 19 gelti. Lausn á slðustu krossgátu. Lárétt: 1 vör, 4 fjöl, 8 ofur, 9 asa, 10 sumur, 11 KK, 12 gammur, 13 ijrga, 15 uni, 16 alur, 18 na, 20 græ, 21 mein. / 'ðrétt: 1 vosbúð, 2 öfugrar, 3 ruma, 4 fruma, 5 jarmur, 6 ös, 7 lakri, 11 kunni, 14 glæ, 17 um, 19 an. Skúrir suðvestanlands Yfir vestanverðu Grænlandshafí er 985 mb lægð sem þokast austur. Norður af Jan Mayen er 1015 mh hæð. í dag verður suðvestangola eða Veðrið í dag kaldi og dálítil rigning en síðar skúrir um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. í nótt verður sun- ann gola og rigning á Suður- og Vesturlandi en þurrt að mestu norð- an- og norðaustanlands. Hiti verður 8 til 16 stig. Á höfuðborgarsvæðinu er suðve- stangola eða kaldi í dag en sunnan- gola og rigning i nótt. Hiti verður 10 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.27 Sólarupprás á morgun: 4.41 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 20.42 Árdegisflóð á morgun: 9.06 Vedrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 9 Akurnes þoka í grennd 9 Bergsstaöir Bolungarvík skúr 11 Egilsstaðir þoka í grennd 9 Keflavíkurflugv. súld á síö.kls. 10 Kirkjubkl. rigning 10 Raufarhöfn alskýjað 8 Reykjavík rigning 10 Stórhöfði súld 10 Helsinki alskýjað 16 Kaupmannah. léttskýjað 15 Ósló skúr á síó.kls. 13 Stokkhólmur rign. á síð.kls. 15 Þórshöfn skýjaó 10 Amsterdam hálfskýjað 15 Barcelona léttskýjað 23 Chicago heiðskírt 16 Frankfurt hálfskýjað 18 Glasgow skúr á síð.kls. 12 Hamborg léttskýjað 14 London léttskýjað 12 Los Angeles skýjaó 21 Lúxemborg skýjaó 15 Madrid heióskírt 17 Mallorca heiðskírt 20 París skýjað 16 Róm heiðskírt 21 Valencia þokumóða 22 New York þokumóóa 21 Nuuk alskýjað 2 Vín skýjaó 20 Washington heiðskírt 22 Winnipeg léttskýjað 19 Áhöfnin á kafbátnum gerir sér ýmislegt til dundurs, meöal ann- ars eru slegnir golfboltar af þilfar- inu. I bólskafi Regnboginn sýnir um þessar mundir gamanmyndina í bólakafi (Down Periscope). í aðalhlutverki er Kelsey Grammer en hann er ís- lendingum aö góðu kunnur úr tveimur sjónvarpsseríum, Staupasteini og Frasier. Grammer leikur sjóliðsforingjann Thomas Dodge sem hefur alltaf dreymt um að stýra fullkomnum kjarnorkukafháti. Einn daginn virðist sem draumurinn sé að rætast þegar hann er kallaður til sem stjórnandi kafbáts. Vonbrigð- in verða hins vegar mikil þegar hann kemst að því að kafbátur- inn, sem hann á að stjórna, er gamall dísilbátur úr seinni heimsstyrjöldinni og áhöfnin, sem honum fylgir, er samansafn Kvikmyndir af helstu ómögum sjóhersins. Dodge er falið verkefni sem sjó- herinn veit að hann mun klúðra enda til þess ætlast en þaö er að duga eða drepast fyrir Dodge sem hefur sínar eigin aðferðir til að ná árangri. Auk Kelsey Grammer leika í myndinni Lauren Holly, Rob Scheider, Harry Dean Stanton, Bruce Dem og Rip Torn. Leik- stjóri er David S. Ward. Nýjar myndir Háskólabíó: Fargo Laugarásbíó: Persónur í nær- mynd Saga-bíó: Algjör plága Bíóhöllin: Sérsveitin Bíóborgin: Kletturinn Regnboginn: I bólakafi Stjörnubíó: Frú Winterbourne Verslunarmannahelgin í Stykkishólmi Um verslunarmannahelgina stendur ferðamönnum margt til boða. Eyjaferðir bjóða upp á skemmtisiglingar um Breiða- fjaröareyjar. Þá er hægt að skreppa með ferjunni Baldri til Flateyjar. Hildibrandur í Bjarnar- höfn tekur á móti gestum, sýnir þeim hákarlaverkun og býður þeim að bragða. Á kvöldin skemmtir Raggi Bjarna á Hótel Stykkishólmi. Sveitalíf er fjölskylduhátið að Hrísum í Eyjafjarðarsveit um helgina. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá. Starfrækt verður hestaleiga, fariö veröur í leiki með börnum og fullorðnum, til dæmis rúllubaggahlaup, fótboltakeppni, jarðýtukeppni, kýló, golf, reiptog, glímu og margt fleira. Þá verður farið í æsispennandi fjallaklifurs- ferðir á trukk þar sem hápunktur- inn er útsýnið yfir Eyjafjarðar- sveit. Sætaferðir eru frá Akureyri. Útivera Um helgina, að mánudeginum meðtöldum, er ferðamönnum boð- ið að fara í útsýnissiglingu um Þingvallavatn með bátnum Him- brima. Báturinn fer í útsýnissigl- inguna fimm sinnum á dag yfir helgina, kl. 10, 13, 15, 17 og 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.