Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 KkVikmyiidir* Kristjana Friðbjömsdóttir: Mér þykir hún mjög góð og fyndin líka. m Birgir Sigurðsson: Þetta er bara fín mynd, svona Pollýönnumynd. Ingveldur Steindórsdóttir: Mér finnst gaman að þessari mynd. Hún er skemmtileg. Þór Sigurðsson: Nokkuð góð, alla vega fyrir ofan meðallag. Sú sem vakið hefur mesta athygli af hinum ungu leikkonum sem fara með aðalhlutverkin í Norn- aklíkunni er Fairuza Balk. Banda- rískur kvikmyndagagnrýnandi sagði um hana, eftir að hafa séð Nornaklíkuna: „Hún lítur út eins og köttur sem er nýbúinn að gæða sér á gómsætri mús.“ Fairuza Balk var aðeins níu ára gömul þcgar hún lék fyrst í kvik- mynd. Var það í framhaldinu af Galdrakarlinum í Oz, Return to Oz. Var hún valin úr hópi 1200 stúlkna i það hlutverk. Þegar leikstjórinn kunni, Milos Forman, réð hana til að leika í kvikmynd sinni, Valmont, var hún aðeins fjórtán ára gömul. Fékk hún góða dóma fyrir leik sinn í þeirri mynd en táningaárin voru henni erfið og á tímabili lagðist hún í þunglyndi og virtist svo sem leik- ferill hennar væri að renna út í sandinn. Þetta tímabil stóð þó ekki lengi. Leikstjórinn Alison Anders (Mi Vida Loca, Four Rooms) fékk hana til að leika í Gas Food Lodging og var það hrifin af frammistöðu henn- ar að hún spáði því að hún ætti eft- ir að ná langt i kvikmyndabransan- um og svo virðist sem spádómur Anders sé að ganga eftir. Balk fékk nú fleiri og fleiri hlut- verk til að spreyta sig á, bæði í sjón- vari og kvikmyndum. þeir sem sáu Things You Do in Denver When You Are Dead muna eftir henni í hlutverki vændiskonu en það er þó The Craft sem hefur lyft henni upp á stjörnuhiminninn og hefur hún fengið afbragðsdóma fyrir leik sinn í myndinni. Næsta mynd Balk er endurgerð hinnar klassísku kvik- myndar Island of Dr. Moreau, þar sem hún leikur á móti engum öðr- um en Marlon Brando. Niðurskurður hjá Disney Á þessu ári gerir Walt Disney kvikmyndafyrirtækið fjörutíu kvik- myndir. Nýlega gaf fyrirtækið út þá yfirlýsingu að mikill niðurskurðut yrði á næsta ári á fjölda kvikmynda og yrðu aðeins gerðar tuttugu kvik- myndir. Ekki yrði þó um mikinn niðurskurð að ræða peningalega séð þar sem meira yrði lagt i þær kvikmyndir sem gerðar yrðu. Ástæðan var sögð skortur á góðum handritum en þeir sem fylgjast vel með segja að ástæðan sé að nokkr- ar myndir frá Disney hafi nánast enga aðsókn fengið og horfið spor- laust á myndbandamarkaðinn. Framhaldsmyndirn- ar næsta sumar Það hefur vakið nokkra athygli að nánast engar framhaldsmyndir eru meðal stóru kvikmyndanna sem frumsýndar eru í Bandaríkjun- um í sumar. Þeir sem hafa andað léttar yfir þessu geta farið að kvíöa næsta sumri og aðrir farið að hlakka til því þá kemur skriðan en meðal þeirra mynda sem áætlað er að frumsýna sumarið 1997 eru The Lost World (Framhald af Jurassic Park), Alien: Resurrection (fjórða Alien myndin), Batman og Robin (fjórða Batman-myndin) og SpeedH sv r=FT rr? RTrRrnr Críndúettinn úr er komlnn saman aftur nún prr il«ewbt Í\T í—.A.___Tl| HÁSKÓLABÍÓ IIM örnubíó: ■Hn Nornaklíkan (The Craft), sem Stjörnubíó frumsýnir í dag, er spennumynd um yfirnáttúrlega hluti þar sem tekið er á svörtum og hvítum galdri og eru skilaboð myndarinnar til þeirra sem fá áhuga á því sem stúlkurnar fjórar í myndinni eru að fást við þau að þaö sé hættulegt að leysa ókunn öfl úr læðingi. Myndin hefur verið sýnd í sumar í Bandaríkjunum við góða aðsókn og er greinilegt að hún hef- ur fallið i kramið hjá ungu fólki þar í landi. Myndin greinir frá menntaskóla- HVERNIG VAR MY stúlkunni Söru (Robin Tunney) sem flytur til Los Angeles ásamt fóður og stjúpmóður. Hún fær smjörþef- inii af því þegar hún sest á skóla- bekk að það getur reynst erfitt að flytja í nýtt umhverfi. Hún er fyrir- myndarnemandi en það hjálpar henni ekki til að verða vinsæl með- al hinna skólafélaganna. Það kemur að því að Sara kynnist þremur öðr- um stelpum sem ekki eru virtar við- lits af öðrum nemendum skólans. Kannski ekki skrýtið þar sem þær skera sig úr, eru dökkklæddar og óvenju samrýmdar. Orðrómurinn segir að þær séu nomir. Með Söru og Nancy (Fairuza Balk), Bonnie (Neve Campbell) og Rochelle (Rachel Tme) tekst góð vinátta og fljótlega kemur í ljós að Sara býr yfir innri krafti sem hún getur ekki útskýrt og Nornaklíkan fjallar um ungar stúlkur sem hafa ódrepandi áhuga á göldrum. vinkonur hennar sjá nú að komið er tækifæri til að mynda nomahring. Galdrafúsk og galdrafár verða að- aláhugamál vinkvennanna og kom- ast þær upp á lagið með að beita göldrum til að fá óskir sínar upp- fylltar. Allt eru þetta saklausir galdr- ar til að byija með en þær verða kræfari með hverjum deginum og brátt kemur að því að þær ráða ekki við þau öfl sem þær hafa leyst úr læðingi. Leikstjóri og handritshöfundur er Andrew Fleming. Hann nam kvik- myndagerð við New York kvik- myndaháskólann og meðan hann var í námi hlaut hann athygli fyrir stuttmynd sína In the Dark sem fjall- aði um ofneyslu eiturlyfja, og Pri- soner sem var allt í senn leikin kvik- mynd og teiknimynd. Fjallaði hún um mann sem varð innlyksa í mál- verki. Fyrsta alvörumynd hans í fullri lengd var hrollvekjan Bad Dreams. Næsta mynd hans var Threesome sem vakti mikla athygli, þótti forvitnileg og ögrandi. The Craft er þriðja mynd hans og sú sem vinsælust hefur orðið. -HK Fairuza Balk, á framtiöina fyrir sér. Fairuza Balk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.