Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1996 sjíák 21 Topalov varð einn efstur í Novgorod - þriðja mótið í norrænu bikarkeppninni að hefjast í Gausdal Búlgarski stórmeistarinn Veselin Topalov hrósaöi sigi’i á ofurmótinu í Novgorod í Rússlandi þar sem meðalstig keppenda voru 2712 á mælikvarða Elo sem gerir 19. styrk- leikaflokk FIDE. Topalov varð einn efstur með 6 vinninga úr 10 skák- um. Vassily Ivantsjúk kom næstur með 5,5 vinninga, síðan Nigel Short með 5 v. en lestina ráku Judit Polg- ar, Boris Gelfand og Vladimir Kramnik sem fengu 4,5 vinninga. Kramnik tapar stigum með frammistöðu sinni, einn keppenda. Aðrir standa ýmist í stað eða vinna lítillega á. Tap fyrir Ivantsjúk í fyrri hluta mótsins vó þar þungt en þrátt fyrir að Kramnik næði fram hefnd- um er þeir tefldu í annað sinn, nægði það ekki til þess að rétta hlut hans. Englendingurinn Nigel Short tefldi af miklu öryggi og fleytir frammistaöa hans honum yfir 2700 stiga múrinn langþráða. Judit Polg- ar átti góða spretti að vanda en tafl- mennska Geflands og Kramniks veldur vonbrigðum. Hins vegar ber þess að gæta að bilið milli þess efsta og þeirra neðstu er mjótt. Þeir Topalov og Ivantsjúk tefldu af miklum skapandi krafti og eru vel að efstu tveimur sætunum komnir. Innbyrðis skák þeirra í seinni hluta mótsins var með betri skákum mótsins. Ivantsjúk fór á kostum með frumlegum hugmynd- um en þrátt fyrir tilburðina var Topalov aidrei langt frá því að halda í horfinu. Ein mistök sigur- vegarans verðandi nægðu ívantsjúk og gáfu honum kost á að ljúka tafl- inu með laglegri tilfærslu. Hvítt: Vassily Ivantsjúk Svart: Veselin Topalov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 0- 0 Be7 8. f4 0-0 9. Khl Dc7 10. a4 Rc6 11. Be3 He8 12. Bf3 Hb8 13. g4 Hér áður fyrr þótti ekki boðlegt að blása svo fljótt til atlögu - viss- ara þótti að undirbúa sóknina bet- ur, t.d. með því að víkja riddaran- um á d4 undan og koma í veg fyrir aö svörtum tækist að létta á stöð- unni með uppskiptum. Nú hefur reynslan sýnt að þetta gefur hvítum ýmis tækifæri en vissulega er tví- eggjað að vaða svona fram með peð- in. 13. - Bf8 14. g5 Rd7 15. Bg2 Rxd4 16. Bxd4 b5 Vonast til að ná gagnfærum á drottningarvæng en opnar a-línuna hvítum í hag. 17. axb5 axb5 18. Ha7 Dd8 19. b4! Skemmtilegur leikur, sem stöðv- ar frekari framrás b-peðsins. 19. - e5 20. Be3 exf4 21. Bxf4 Re5?! í stað 21. - Db6 og freista þess að hrekja hrókinn af höndum sér. E.t.v. hefur Topalov vonast eftir 22. Bxe5 dxe5 23. Dxd8 Hxd8 24. Hfxf7 Hd2 og svartur má vel við una. Svo samvinnuþýður er Ivantsjúk ekki. 22. Rd5 Bg4 23. Dd2 Rc6?! Yfirsést bráðsmellið svar hvíts. 24. g6! Rxa7 Besti kosturinn. Hugmyndin eftir 24. - fxg6 er 25. Bg5 Dc8 26. Hc7 Da6 27. Dc3! og hótar riddaranum á c6, auk 28. Hxf8+ og næst 29. Dxg7 mát og til viðbótar 28. Hal og fanga drottninguna. Umsjón Jón L. Árnason 25. gxf7+ Kh8 Ef 25. - Kxf7 26. Bg5 (fráskák) og drottningin er fallin. 26. Bg5! Dd7 27. fxe8=D Hxe8 28. Df2 Kg8 29. e5! Annar óvæntur peðsleikur sem opnar fyrir hvítreita biskupnum. í þetta sinn bregst svartur ekki rétt við vandanum. Með 29. - Be6 eru góðar likur á að halda stöðunni saman. 29. - h6? Sakleysislegur leikur við fyrstu sýn en nú tekst Ivantsjúk að sýna fram á örugga vinningsleið. 30. Rb6! Dc7 31. Bd5+ Kh7 Ef 31. - Kh8 gæti komið 32. Dxf8+! HxfB 33. Hxf8+ Kh7 34. Be4+ g6 35. Bf6 með máthótun og vinnur. 32. Be4+ Kg8 33. Rd5 Dd7 34. Re7+! Og eftir þennan síðasta hnykk gafst svartur upp. Ef 34. - Bxe7 35. Df7+ Kh8 36. Dg6 og svartur er varn- arlaus. Norræna bikarkeppnin Nú stendur yfir skákhátlírá norska fjallahótelinu í Gausdal en liður í henni er þriðja mótið í norrænu VISA bikarkeppninni í skák. Taflið hefst um helgina en þátt taka m.a. allir atvinnustórmeistarar okkar íslendinga, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson og Helgi Áss Grétarsson. Mótið er haldið til minningar um norska skákmóta- frömuðinn Arnold Eikrem sem staðið hefur fyrir skákmótum í Gausdal frá árinu 1970. Norræna bikarkeppnin telur fimm opin mót þar sem keppendur safna bikarstigum. Þrjú bestu mótin samanlagt telja til stiga og vinna þrettán efstu skákmennirnir sér sæti í úrslitakeppninni, sem vænt- idge EM-yngri spiiara 1996: Ágæt frammistaða Islands Islenska unglingalandsliðið, sem spilaði á Evrópumóti yngri spilara í Cardiff á Englandi, stóð sig ágætlega en liðið endaði í sjöunda sæti af 26 þjóðum með 433 stig. Noregur vann yfirburðasigur en Rússland hafði betur í baráttunni um silfrið við Danmörku, Þessar þrjár sveitir tryggðu sér þátttöku- rétt í heimsmeistarakeppni yngri spilara sem haldin verður síðar á árinu. í íslenska landsliðinu voru eftir- taldir spilarar: I opna salnum sátu n-s, Sigur- björn og Magnús og sagnir gengu þannig : * KG42 KD65 G94 * K3 * 10 * G9873 * ÁK1065 * Á6 N * G753 * 1042 D32 * G92 Umsjón Stefán Guðjohnsen Ljósbrá Baldursdóttir, Stefán Jó- hannsson, Magnús Magnússon, Sig- urbjörn Haraldsson, Steinar Jóns son, Ólafur Jónsson. Fyrirliði án spilamensku var Ragnar Hennanns- son. ísraelar höfnuðu í fjórða sæti en að sögn Ragnars fyrirliða er stíll þeirra að leggja lítið á spilin og hagnast gjarnan þegar lega spilanna er vond. Léku þeir það á móti ís- landi með góðum árangri. En skoðum eitt spil frá þeim leik. S/Allir * ÁD98 * Á 85 * D107654 Suður Vestur Norður Austur 1 lauf 1 hjarta dobl pass 1 spaði 2 tíglar 4 spaðar pass pass pass Vörnin byrjaði með því að spila þrisvar tígli sem Magnús trompaði. Hann tók nú spaðaás og sá tíuna koma frá vestri. Þá kom lauf, vestur fór upp með ás og spilaði tígli í fjórða sinn. Magnús trompaði í blindum, austur yfirtrompaði og Magnús trompaði enn hærra heima. Skipting vesturs var nú nokkuð ljós og Magnús fór inn á laufkóng og síð- an heim á hjartaás. Þá kom lauf- drottning, trompuð í blindum, síðan hjartahjón, hjarta trompað og ní- undi og tíundi slagurinn á tromp- hjónin. Nákvæmt spilað og tíu slag- ir. í lokaða salnum sátu a-v, Ljósbrá og Stefán. ísraelarnir lágu niðri í sögnum, eins og venjulega : Suður Vestur Norður Austur 1 lauf 2 grönd dobl pass pass 3 tíglar pass pass pass! Tvö grönd sýndu hjarta og tígul og pass austurs lofaði þrílit í báðum rauðu litunum. Þrátt fyrir það fékk Stefán aðeins sex slagi, fimm á tromp og laufásinn. Það voru 300 til ísraelanna, sem töpuðu 8 impum á „lúsinni" í þetta sinn. staögreiöslu- og greiöslukortaafsláttur og stighcekkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar VWji 5SO SQOO anlega verður haldin í Reykjavík haustið 1997. Fjórtánda sætið er sér- stakt boðssæti. Að loknum fyrstu tveimur mótun- um, Reykjavíkurskákmótinu í febrúar og opna mótinu í Kaup- mannahöfn í júní, hafa 25 skák- menn unnið sér inn bikarstig. Staða 16 efstu er þessi: 1. Curt Hansen (Danmörku), 37,5 stig. 2. Simen Agdestein (Noregi), 28,5 stig. 3. Jonathan Tisdali (Noregi), 26,5 stig. 4. Johnny Hector (Svíþjóð), 24,17 stig. 5. Tiger Persson (Svíþjóð), 21,5 stig. 6. Jóhann Hjartarson, 21,17 stig. 7. Margeir Pétursson, 18 stig. 8. -9. Hannes Hlífar Stefánsson og Nikolaj Borge (Danmörku), 17 stig. 10. Einar Gausel (Noregi), 16,67 stig. 11. -12. Peter Heine Nielsen og Erling Mortensen (Danmörku), 13,17 stig. 13. Lars Bo Hansen (Danmörku), 12,17 stig. 14. Rune Djurhuus (Noregi), 11 stig. 15. Helgi Áss Grétarsson, 9 stig. 16. Helgi Ólafsson, 8 stig. ViS arillið á ASalstöðinni Innkaupalisti fyrir þá sem ætla aS cjrilla meS matreiSslumönnum fra Jónatan Livingston Mávi í bættinum "Við grillió" á A&alstöðinni, föstudaginn 2. ágúst milli kl. 16 og 18 Uppskriftin er fyrir 6 manns. Alh. ágætt er a5 marinera kjötift deginum áöur 1. stk. laukur í þunnum sneiSum. 1/2 bofli ólivuolía 5 msk. ferskur sítrónusafi 2 msk. soiasósa 11/2 msk. maukaS ferskt engifer 2 msk. söxuS steinselja 1 msk. muliS cumin 1 msk. chili duft 2 tsk. þurrt sérrí eSa 3-4 msk. rauSvín 1 tsk. turmeric 1 tsk. oregano lauf 1 tsk. mulinn svartur pipar 2-3 stór hviHauksrif. maukuS 4 stk. innlanærisvöSvi lamos eSa allt læriS tekiS i vöSva gróft sjávarsalt Best er aS hafa meS ferskt blandaS salat grillaSar kartöflur ásamt grilluSum rauSlauk. Allt hráefni fæst hjá 11-11 búSunum. Íslenskt lambakiöt - náttúrufega gott. FM 90.9i | FM 103.2! AÐALSTÖÐIN ★frunsubaninn fráDelta Varex er lyf við veirusýkingu sem vinnur gegn frunsumyndun með virka efninu acíklóvír. Mikilvxgt er að byrja að nota kremið um leið og fyrstu einkenni koma í Ijós, þ.e.a.s. strax og þú finnur sting, fiðring eða kldða. Berið kremið d sýkt svæði fimm sinnum á dag í 5 daga. Varex, krem 2 g, fæst í apótekum án lyfseðils. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. DELTA Hafðu varann á með Varex!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.