Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 55
J->V LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 afmæli - Til hamingju með afmælið 1. desember 95 ára_____________________ Steinn Guðni Hólm, Dvalarheimilinu Skjaldarvík, Glæsihæjarhreppi. 80 ára —------------------------ Kristbjörg Guðbjömsdóttir, Hraunbæ 146, Reykjavík. 75 ára____________________ Ingunn Símonardóttir, Herjólfsgötu 28, Hafnarfirði. Grimur Stefán Bachmann, Stóragerði 12, Reykjavík. Guðbjöm Guðjónsson, Engjateigi 5, Reykjavík. 70 ára______________________ Ólöf Ragnarsdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hilmar Ólafsson. Þau taka á móti gestum í Fóst- bræðraheimilinu, Langholts- vegi 109-111, á morgun, sunnu- daginn 1.12., milli kl. 15.00 og 18.00. Hólmsteinn Þórarinsson, Fossvegi 10, Siglufirði. Jón Friðrik Karlsson, Sunnugerði 7, Reyðarfirði. Guðmundur Karlsson, Hraunbæ 64, Reykjavík. Huld Kristjánsdóttir, Bylgjubyggð 27, Ólafsfirði. Ragnheiður Magnúsdóttir, Hnjóti I, Vesturbyggð. Jón Ólafsson, Mávabraut 12A, Keflavík. Þórdis M. Þorleifsdóttir, Torfufelli 27, Reykjavík. Falur Friðjónsson, Grenivöllum 24, Akureyri. 60 ára____________________ Kristín Theódórsdóttir, Fögrukinn 3, Hafnarfirði. Gxmnar Berg Gunnarsson, Skarðshlíð 2G, Akureyri. Valdls Ragnarsdóttir, Bjargaiianga 2, Mosfellbæ. Georg St. Aðalsteinsson, Ashamri 75, Vestmannaeyjum. Hallgrímur Baldvinsson, Þverholti 14, Akureyri. Hann er að heiman. 50 ára_____________________ Guðrún Benediktsdóttir snyrtifræðingur, Hraunbrún 19, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Guðjón Jóhannsson pípulagningar- meistari. Þau taka á móti gestum að heimili sínu eftir kl. 17.00 á af- mælisdaginn. Guðjón Þór Valdimarsson, Holtsbúð 69, Garðabæ. Gunnar Jóhannsson, Vaglaseli 3, Reykjavík. Eyþór Ingólfsson, Kársnesbraut 101, Kópavogi. Guðlaug B. Sigurðardóttir, Norðurvangi 38, Hafnarfirði. Thomas G. Hassing, Dynskógum 30, Hveragerði. 40 ára_________________ Ellert Jón Þorgeirsson sölustjóri, Dalseli 29, Reykjavík, 3. hæð til vinstri. Eiginkona hans er Ásta Sig- urðardóttir Schiöth. Þau verða með opið hús að heimili sínu sunnudaginn 1.12. Hilmar Þór Harðarson, Stekkjarhvammi 27, I Hafnarfmði. Hinrik Arnar Hjörleifsson, Sjávargrund lOb, Garðabæ. Omar Imsland, Eiðismýri 20, Seltjarnarnesi. Árni Amason, Vallarási 4, Reykjavík. Eh'as Oddsson, Hafraholti 28, ísafirði. Halldóra Halla Jónsdóttir, Höfðabraut 2, Akranesi. Guðmimdur R. Þorvaldsson, Garði,.Garðabæ. Karl Óskarsson, Bergstaðastræti 6, Reykjavík. Hjálmtýr Sigurðsson, Unufelli 11, Reykjavík. Sigríður Þórarinsdóttir, Esjubraut 9, Akranesi. Brynja Jóhannsdóttir, Reynignmd 47, Akranesi. Geir Sigurðsson, Móholti 11, Isafirði. Jón Magnússon Jón Magnússon, fyrrv. sýslumað- ur, Bókhlöðustíg 7, Stykkishólmi, er sjötugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1946 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1952. Jón var fulltrúi hjá bæjarfógetan- um á Seyðisfirði og sýslumanninum í Norður-Múlasýslu 1952, fulltrúi á málflutningsskrifstofu Kristjáns Guðlaugssonar hrl. í Reykjavík 1952-62, fulltrúi hjá sýslumanninum í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu frá 1962, var skipaður aðalfulltrúi þar og bæjarfógelans í Ólafsvík 1985, var skipaður sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og bæjarfógeti í Ólafsvík, með aðsetur í Stykkishólmi 1989, og gegndi því starfi til 1992 er honum var veitt lausn frá embætti að eigin ósk. Jón sat í hreppsnefnd Stykkis- hólmshrepps 1970-74, var formaður sjálfstæðisfélagsins Skjaldar i Stykkishólmi 1970-73, sat í yfirkjör- stjórn Vesturlandskjördæmis 1968-87 og formaður hennar 1976-87. Fjölskylda Jón kvæntist 21.3. 1951 Katrínu Sigurjóns- dóttur, f. 3.6. 1927, hús- móður og fiskvinnslu- konu. Hún er dóttir Sig- urjóns Sigurðssonar, verslunarstjóra í Reykjavík, og k.h„ Rannveigar Vídalín Guðmundsdóttur hús- móður. Börn Jóns og Katríri- ar eru Sigurjón, f. 27.12. 1949, byggingatæknifræðingur Stykkishólmi; Sigrlður, f. 4.10. 1951, húsmóðir í Reykjavík, gift Sævari Hermanníussyni rafvélavirkja; Ingi- björg, f. 2.10. 1952, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík; Katrín, f. 11.1. 1954, húsmóðir í París, gift Henri Amsellem fiskinnflytjanda; Högni, f. 21.4. 1955, byggingaverkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Elínu Rós Snorradóttur tækniteiknara; Rann- veig, f. 11.9.1957, hjúkrunarfræðing- ur í Reykjavík, gift Halldóri Jóns- syni heimilislækni; Áslaug, f. 6.12. 1958, landfræðingur í Reykjavík, gift Sigurþóri Hólm Tryggvasyni raf- magnsverkfræðingi; Sif, f. 5.2. 1960, húsmóðir í New York, gift Mark Harris Steenberg viðskiptafræð- ingi. Systkini Jóns: Guðný, f. 21.6. 1919, stjómarráðsfull- trúi; Þorbjörg, f. 12.10. 1921, yfirlæknir; Gisli, f. 5.2. 1929, píanóleikari og skólastjóri. Foreldrar Jóns voru Magnús Gíslason, f. 1.11. 1884, d. 21.9. 1970, sýslu- maður á Eskifirði, alþm. og ráðuneytisstjóri í Reykjavík, og k.h., Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 27.9. 1897, d. 23.5. 1965, húsmóðir. Ætt Magnús var bróðir Ólafs, fram- kvæmdastjóra í Viðey, föður Dav- íðs, fyrrv. seðlabankastjóra, föður Ólafs, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu. Magnús var sonur Gísla, b. á Búðum í Fáskrúðsfirði, Högnasonar, járnsmiðs á Skriðu í Breiðdal, bróður Kristínar, langömmu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Högni var sonur Gunnlaugs, prests á Hallormsstað, Þórðarsonar, prests í Kirkjubæ í Tungu, Högnasonar, „prestaföður" á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðs- sonar. Móðir Högna var Ingibjörg Brynjólfsdóttir, systir Rósu, langömmu Páls, föður Sigurðar rit- höfundar. Móðir Magnúsar var Þorbjörg Magnúsdóttir, prests í Heydölum, Bergssonar og Vilborgar Eiríksdótt- ur, systur Benedikts, langafa Júlíu, móður Valgeirs Sigurðssonar, fræðimanns á Þingskálum. Guðrún Sigríður var dóttir Jóns, prófasts í Nesi í Norðfirði, Guð- mundssonar, b. á Grímsstöðum á Hólsfjöllum, Ámasonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, b. á Valþjófs- stað í Núpasveit, Jónssonar. Móðir Guðrúnar Sigríðar var Guðný Þor- steinsdóttir, prests í Heydölum, Þór- arinssonar, prests á Hofi í Álfta- firði, Erlendssonar. Móðir Þorsteins var Guðný Benediktsdóttir, prests á Skorrastöðum, Þorsteinssonar. Móðir Guðnýjar Þorsteinsdóttur var Sigríður Pétursdóttir, prests á Valþjófsstað, Jónssonar. Hann er að heiman. Sigurður Freysteinsson Sigurður Freysteins- son, Þórannarstræti 121, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Glerárbakka í Glæsibæj- arhreppi, nú Akureyri, og ólst upp í Baldursheimi í Glerárþorpi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1941. Sigurður stundaði sjó- mennsku á skólaárunum og eftir að þeim lauk. Hann tók meirapróf bifreiðastjóra 1946 og ók á Bifreiðastöð Oddeyrar og Bifreiða- stöð Akureyrar 1955-91 er hann hætti störfum. Auk þess vann hann i tólf ár þessa timabils við verslun- arstörf hjá véladeild KEA. Fjölskylda Sigurður kvæntist 30.11. 1949 Sig- rúnu Lovísu Grimsdóttur frá Flat- eyjardal, f. 18.2. 1927, húsmóður. Hún er dóttir Gríms S. Sigurðssonar og Huldu Tryggvadóttur er bjuggu að Jökulá á Flateyjardal en þau eru bæði látin. Böm Sigurðar og Sig- rúnar Lovísu em Grím- ur, f. 18.7.1949, véltækni- fræðingur á Akvu-eyri, kvæntur Sigríði Finns- dóttur og em dætur þeirra Hulda Björk og Ragnheiður Sara; Frey- steinn, f. 12.12. 1950, skrifstofúmaður, kvænt- ur Kolbrúnu Sigurpáls- dóttur og era synir þeirra Sigurður Rúnar og Baldvin; Hulda Guðlaúg, f. 22.10.1952, hjúkrunarfræðingur, gift Brynjari Þórarinssyni og era böm þeirra Þórður Freyr og Sigrún Lovísa; Guðbjörg, f. 29.4.1956, tölvu- fræðingur, gift Skúla Kristjánssyni og era synir þeirra Andri og Teitur; Sigurður, f. 25.5.1958, framkvæmda- stjóri í Danmörku, kvæntur Liv Marit; Sigrún Lovísa, f. 23.7. 1968, hjúkranamemi, í sambúð með Sig- Sigurður Freysteinsson. Bryndís Svavarsdóttir Bryndís Svavarsdóttir, skrifstofumaður á Hrafri- istu í Hafnarfirði, Háa- hvammi 9, Hafnarfírði, er fertug í dag. Starfsferill Bryndís fæddist á Sól- vangi í Hafnarfirði og ólst upp við Öldutúnið í Hafriarfirði. Hún stund- aði nám við Öldutúns- skóla, lauk prófum frá Flensborgarskólanum og útskrifaðist síðar sem skrifstofutæknir frá tölvuskóla. Bryndís helgaði sig heimilisstörf- um og bömunum fyrstu tuttugu og tvö hjúskaparárin en er nú auk þess skrifstofumaður á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Bryndís og maður hennar hófu búskap á Suðurgötunni í Hafnar- firði en byggðu síðan við Háa- hvamm í Hafnarfirði þar sem þau hafa átt heima frá 1982. Bryndís er stofrifélagi í Lions- klúbbnum Kaldá í Hafnarfirði. Helstu áhugamál Bryndísar eru ætt- fræði og skokk en hún hljóp New York City maraþonið þann 3.11. sl. í tilefni fertugsafmælisins. Fjölskylda Bryndís giftist 17.7. 1975 Lúther Þorgeirssyni, f. 25.7.1946, sjómanni. Hann er sonur Þorgeirs Þórarins- sonar, útgerðarmanns í Grindavík, og Helgu Har- aldsdóttur húsmóður. Börn Bryndísar og Lúthers eru Helga, f. 5.3. 1975, en dóttir hennar er Bryndís Líf, f. 29.11. 1993; Harpa Snjólaug, f. 5.10. 1977, í sambúð með Ólafi E. Ólafssyni og er sonur þeirra ísak Lúther, f. 24.7. 1996; Svavar, f. 7.11. 1983; Lovfsa, f. 17.10. 1985. Dóttir Lúthers frá því áður er Jóhanna Ámý en maður hennar er Stefán Bragi Sig- urðsson og eru böm þeirra Hafþór Örn, Sigurður Bragi, Sigrún og Kristján Berg. Systkini Bryndisar eru Berghildur, f. 6.12. 1950, kennari á Akureyri, gift Guðmundi Þór Ásmundssyni skrif- stofustjóra; Ingvar, f. 6.10.1953, d. 22.2. 1996; Hafdís, f. 20.10. 1953, húsmóðir, gift Guðjóni Hilmarssyni prentara; Edda, f. 25.8. 1967, tækniteiknari hjá Fjarhitun, gift Emil B. Hallgrímssyni, byggingatæknifræðingi. Foreldrar Bryndísar eru Svavar Jóhannesson, f. 21.1. 1933, á eftir- launum, og Guðbjörg Tómasdóttir, f. 19.4.1929, húsmóðir, skáldkona og frístundamálari. Bryndís og Lúther taka á móti gestum á heimili sínu í dag milli kl. 20.00 og 23.00. Bryndís Svavarsdóttir. urði Jóhannessyni. Systkini Sigurðar: Sigriður, f. 18.8. 1818, d. 21.10. 1991, var gift Bjama Jóhannessyni skipstjóra og eignuðust þau sjö börn; Hallfríður, f. 27.2. 1928, aðalfulltrúi í Garðabæ, gift Emi Eiðssyni og eiga þau tvö böm; Pétur F. Breiðfjörð, f. 16.9. 1930, kvæntur Ragnheiði Ámadótt- ur og á hann eina dóttur. Foreldrar Sigurðar; Freysteinn Sigurðsson, f. 16.8.1886, d. 13.2.1967, iðnverkamaður í Baldursheimi í Glerárþorpi, og k.h., Guðlaug D. Pét- ursdóttir, f. 5.5. 1893, d. 13.3. 1964, húsmóðir. Sigurður verður erlendis á af- mælisdaginn. S0LU<<<<<< Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 3. desember 1996 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. 1 stk. Volvo 850 GLE 1993 8 stk. Subaru 1800 station 4x4 1986-91 1 stk. Toyota Corolla station 1991 1 stk. Toyota Corolla 1990 1 stk. Daihatsu Charade (skemmdur) 1990 1 stk. Daihatsu Rocky 4x4 1990 2 stk. Toyota Land Cruiser 4x4 1988 2 stk. Nissan Patrol 4x4 (8 farþega) 1990-91 3 stk. Toyota Hi Lux double cab, 4x4, 1988-92 1 stk. Mitsubishi L-300, 4x4, 1988 1 stk. Mitsubishi L-200 m/húsi, 4x4, 1990 1 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 1986 1 stk. Mitsubishi Pajero, 4x4, (skemmdur) 1991 1 stk. Ford Econoline Club Wagon, 4x4, (11 farþega) 1988 1 stk. Ford Econoline 1988 1 stk. Toyota Hi Ace 1988 1 stk. Ford F-100 pickup, 4x4, 1983 1 stk. M. Benz 711 D vinnuflokkabíll með krana 1987 1 stk. M.Benz Unimog m/húsi, 4x4, (stór kerra geturfylgt) 1962 1 stk. M. Benz 2235 vörubifreið með palli og krana 1989 1 stk. vélsleði Arctic Cat Prowler 1990 1 stk. kapalvagn Lancier 1983 Til sýnis hjá Siglingamálastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi: 3 stk. Atlas Copco loftpressur, 700 cuft 1 stk. BSP 700 B rekhamar, 2.700 kg 3 stk. BSP 900 B rekhama.r 3.900 kg hver 1 stk. BSP 1000 B rekhamar, 5.600 kg Til sýnis hjá Þingvallanefnd við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum: 1 stk. hjólaskófla, Bobcat 653, 1993 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að við- stöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. Borgartúni 7, 105 Reykjavík sími 552 6844 Fax 562 6739 (ATH. inngangur í porti frá Steinatúni).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.