Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Viðskipti Kaupgaröur í Mjódd: Útburðardómi áfiýjað til Hæstaréttar Eigendur Kaupgarös í Mjódd hafa ákveðið að áfrýja útburð- ardómi til Hæstaréttar sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur felldi ný- lega. Arnarborg hf., sem leigir Kaupgarði húsnæðið undir starf- semina, höfðaði mál gegn Kaup- garðsmönnum vegna ágreinings um yfirtökugjald. Arnarborg krafðist þess að leigusamningi yrði rift sem gerður var til 8 ára í september í fyrra. Eigendur Kaupgarðs telja sig ekki þurfa að greiða þetta yfirtökugjald. Allianz og Landsbankinn í samvinnu Nýverið hóf útibú Landsbank- ans í Langholti, í samvinnu við þýska líftryggingarfélagið Alli- anz, að veita viðskiptavinum fé- lagsins á íslandi lán gegn veði í fasteigna og söfnunarlíftrygg- ingu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fjánnálafyrirtæki býður slík lán. Eingöngu vextir lánsins eru greiddir mánaðarlega allan láns- tímann, allt að 25 árum, en höf- uöstóll láns er afborgunarlaus með uppgreiðslu að fullu í lok lánstíma. í lok lánstíma greiðist lánið upp með útborgaðri söfnun- arlíftryggingu frá AUianz, eða að öðrum kosti við fráfall lántaka. Hámarks veðsetning er 70% af markaðsverði fasteignar. Staðlaráð á Internetið Staðlaráð íslands, STRÍ, hefur ákveðið að bjóða upp á nýja og bætta þjónustu við viðskipta- menn sina þar sem kappkostað verður að uppfylla þarfir hvers og eins. Vefsíður eru komnar á Intemetið með margvíslegum upplýsingum um STRÍ. Einnig er aðgangur að íslenskri staðlaskrá og Staðlatíðindum. Slóðin til STRÍ er: http://www.stri.is Saltverksmiðjan: Samið við ís- lensk sjéefni DV, Suðurnesjum: Fulltrúar íslenskra sjóefna hf. lögðu nýlega fram tilboð til Hita- veitu Suðumesja um gerð kaup- leigusamnings um saltverksmiðj- una á Reykjanesi. Stjóm hitaveit- unnar samþykkti að fela Júliusi Jónssyni, forstjóra hitaveitunn- ar, að ganga til samninga við ís- lensk sjóefni. Aö sögn Júlíusar er verið að tala um að leigja verk- smiðjuna með kauprétti að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Stefht er að því að ganga frá samningum fyrir miðjan mánuð. Hlutafé Bláa lónsins aukið DV, Suðurnesjum: Á aðalfundi Bláa lónsins ný- lega var rætt um hlutafjáraukn- ingu félagsins um allt að 350 milljónir að nafnviröi. Sú upp- hæð mun fara í framkvæmdir við nýjan baðstað við Bláa lónið. Hann er um 750 metra frá núver- andi lóni. í fyrsta áfanga verður byggð fullkomin búningaaðstaða með öllu tilheyrandi ásamt veit- inga- og fundaaöstöðu. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður 800-900 milljónir króna. Eigendur Bláa lónsins eiga eft- ir að samþykkja hlutafjáraukn- inguna. íslenskir aðalverktakar eiga stærstan hluta, eða 42%, og Hitaveita Suðurnesja kemur næst með 20% hlut. -ÆMK DV Spástefna Stjórnunarfélagsins fyrir 1997: Forráðamenn fyrirtækja óttast verðbólguskrið i Væntingar fyrirtækja 1997 - samkv. spástefnu Stjórnunarfélags íslands - Stjórnunarfélag íslands Þjóöhagsstofnun 3,5% 1,5 1 0,5 0 Verðbólga | Hagvöxtur | ir> rS' "1 1IÉ34 “~T m fl •& v SFÍ ÞHS SFÍ ÞHS Forráðamenn fyrirtækja eru svartsýnni en Þjóðhagsstofnun hvað verðbólguþróun varðar á næsta ári en spá jafnframt meiri hagvexti en hagfræðingar stofnunarinnar. Þetta er meðal þess sem kom fram á Spástefnu Stjómunarfélags íslands á Hótel Loftleiðum í gær. Þar kynnti Sigurður Ágúst Jensson niðurstöð- ur könnunar sem gerð var hjá for- svarsmönnum um 70 stórfyrirtækja. Niðurstöðurnar voru bornar saman við horfur Þjóðhagsstofnunar í efna- hagslífi næsta árs auk samanburðar á spám fýrir þetta ár. Eins og sést á meðfylgjandi grafi gera fyrirtækin ráð fyrir 3,1% hag- vexti á næsta ári á meðan Þjóðhags- stofnun spáir 2,5% hagvexti. Á þessu ári er hagvöxturinn mældur upp á 5,5%. Það er talsvert frá spám þessara aðila fyrir ári síðan. Þá spáðu fyrirtækin 2,8% hagvexti á árinu og Þjóðhagstofnun 2%. Verðbólga á næsta ári verður 3,5% að mati fyrirtækjanna. Þetta er eins og áður sagði mun svart- sýnni spá en hjá Þjóðhagsstofnun sem reiknar með 2% verðbólgu, þ.e. hækkun neysluvísitölunnar á næsta ári. Fyrir þetta ár spáðu fyrirtækin 3,2% verðbólgu og Þjóðhagsstofnun 2,5%. Svo virðist sem stofhunin hafi hitt naglann á höfuðið því áætlun gerir ráð fyrir 2,5% verðbólgu á þessu ári. Fyrirtækin reikna með meiri launahækkunum á næsta ári en Þjóðhagsstofnun. Á Spástefhunni kom fram að meðaltekjur á mann hækki um 5,7% á næsta ári en Þjóð- hagsstofnun spáir 3,5% launahækk- unum. Á þessu ári hafa meðaltekjur hækkað um 6,5%. Það er næst spá fyrirtækjanna í fyrra sem reiknuðu með 5,8% hækkun launa á árinu en Þjóðhagsstofhun var hófsamari með 4,2% hækkim. Þegar atvinnuleysisspár eru skoð-l aðar gera fyrirtækin ráð fyrir 3,5%: atvinnuleysi á næsta ári að meðal- tali. Þjóðhagsstofnun er svartsýnni hvað þetta varðar og spáir 4% at-j vinnuleysi. Á þessu ári hefur at- vinnuleysi verið að meðaltali 4,2%J Það er skammt frá því sem fyrir- tækin spáðu í fyrra sem voru með 4,4% atvinnuleysi en Þjóðhagsstofh- un spáði 4,8%. Flestir forráðamenn fyrirtækjanna telja að jafhvægi náist í ríkisbú- skapnum til aldamóta með skipulags- breytingum og aukinni sjálfsábyrgð stofoana. Sem leiðir út úr efhahags- þrengingum nefndu flestir lítil ríkis- afskipti, sköpuð yrðu jöfn skilyrði án þátttöku hins opinbera. Margir nefndu einnig alþjóðavæðingu. Að mati fyrirtækjanna eru ferða- þjónusta, stóriðja og frekari úr- vinnsla sjávarafurða helstu vaxtar- broddar í atvinnulífi íslendinga. Um langtímahorfur í íslensku efnahags- lífi sögðu flestir þær vera í meðal- lagi, að það takist að halda í við ná-: grannaþjóðir. -bjb! Tryggingarfélögin: Stórauknar lánveitingar til fyrirtækja og heimila Lánveitingar tryggingarfélaganna hafa vaxið hröðum skrefum undan- farin ár. Þannig jukust þær um 38% frá júní 1995 til loka júní á þessu ári. Verðbréfaeign tryggingarfélag- anna hefur að sama skapi aukist. Þetta kemur m.a. fram í Hagtölum mánaðarins sem Seölabankinn gef- ur út. Aukninguna frá 1990 má sjá nán- ar á meðfylgjandi grafi. Stærstur hluti þeirra upphæða er vegna lána til fyrirtækja og heimila, einkum vegna bílakaupa. Seðlabankinn tók saman yfirlit um efnahag tryggingarfélaga frá 1990 til miðs árs 1996. Af eignum fé- laganna hefur mest aukning orðið í innlendu lausu fé og munar miklu um innstæður á innlendum gjald- eyrisreikningum. Upplýsingar bár- ust frá 11 tryggingarfélögum. Erlendar eignir tryggingarfélaga hafa minnkað og námu 732 milljón- um um mitt þetta ár. Innstæður í sjóðum og bönkum námu tæpum 6 milljörðum. Ásamt útlánum og verðbréfaeign upp á 30,6 milljarða námu eignir félaganna eOefu því rúmum 37 milljörðum króna. Á sama tíma námu vátryggingar- skuldir 29 milljörðum. Útlán og verðbréfaeign tiyggingarfélaga 35.000 milljónir kr. - 31 des. 1990 til 30. jún. 1996 - 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Frá 1990 hafa útlán og verðbréfa- 12,4 milljörðum í 30,6 milljarða eða eign tryggingarfélaganna aukist úr um 146 prósent. -bjb Síldarvinnslan á toppnum Hlutabréfaviðskipti eru eitthvað farin aö glæðast eftir kyrrð síðustu vikna. Um Verðbréfaþing og Opna tilboðsmarkaðinn fóru tæpar 152 milljónir króna í síðustu viku. Mest var keypt af bréfum Síldarvinnsl- unnar eða fyrir tæpar 50 milljónir króna. Næst mestu viðskiptin, upp á um 26 milljónir, voru með hluta- bréf Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Töluverð viðskipti urðu einnig með bréf Þormóðs ramma, tæpar 17 milljónir, og ÚA- bréf, 14 milljónir. Viðskipti i öðrum félögum voru óveruleg og dreifðust viða. Núna á mánudaginn urðu við- skipti upp á 40 milljónir, þar af fyr- ir 19 milljónir í Grandabréfum og 6,3 milljónir i bréfum Flugleiða. Þingvísitala hlutabréfa hefur gengið í sveiflum, var 2215 stig þeg- ar viðskiptum lauk á mánudag. Óverulegar breytingar hafa orðið á þingvísitölu húsbréfa. Pundið hélt áfram að hækka í síðustu viku. 1 fyrstu skráningu Landsbankans í gærmorgun var sölugengi pundsins komiö í rúmar 113 krónur en talið að það myndi lækka lítillega í næstu skráning- um. Meginskýring hækkunar á pundi er vaxtahækkun í Bretlandi sem ákveðin var til að sporna gegn þenslu og verðbólguskriði. Þetta hefur leitt til gengishækkunar gagnvart flestum gjaldmiðlum. Á meðan njóta íslenskir útflytjendur til Bretlands góðs af þróuninni en breski iðnaðurinn tapar. Nokkur lækkun varð á þýska markinu í síðustu viku en gengi dollars og jens hefur lítið breyst. Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði sl. mánudag niður fyrir 1.500 doll- ara tonnið í kjölfar lækkunar á kop- ar. í síðustu viku steig álverðið jafnt og þétt, fór hæst í 1.536 doll- ara. Spekingar á markaðnum spá: áframhaldandi lækkun álverðs næstu daga. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.