Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hungursneyð er óþörf Indland brauðfæðir tvöfalt fleira fólk en Afríka öll og það á landsvæði, sem er aðeins 13% af Afríku. Víðtækar hungursneyðir, sem einkenndu Indland fram yfir miðja þessa öld, hafa áratugum saman verið úr sögunni. í Afr- íku er hins vegar sífellt hungur og hallæri. Skilyrði til landbúnaðar eru ekki betri í Indlandi en annars staðar. Þar eru eyðimerkur og fúafen. Þar verða árvissar náttúruhamfarir í formi steypiregns og flóða. En landbúnaðurinn fær þar að mestu að vera í friði fyr- ir tilraunum ríkisins til verðmætaflutninga. Á Vesturlöndum reynir ríkið víða að varðveita búsetu í sveitum með því að halda uppi verði innlendra land- búnaðarafurða. Víða í þriðja heiminum reynir ríkið hins vegar að halda þéttbýlisbúum á lífi með því að halda niðri verði innlendra landbúnaðarafurða. í báðum tilvikum er stefnan pólitísk. Stjómvöld í þriðja heiminum styðjast fremur við borgarbúa en sveitamenn og haga sér í samræmi við það. Afleiðingin er að bændur njóta ekki hvatningar markaðarins til að framleiða vörur til sölu. Það gefur of lítið af sér. Vandamál hungurs í heiminum er fyrst og fremst póli- tískt, en ekki tæknilegt eða búvísindalegt. Matur er ekki framleiddur, aðallega af því að hann er með valdi gerð- ur verðlaus, en síður af því að tækni eða þekkingu skorti. Markaðslögmálin fá ekki að ráða ferðinni. Matvælaframleiðsla hefur í nokkra áratugi aukizt hraðar en fólki hefur fjölgað í heiminum. Nú er farið að draga úr fjölgun fólks. Búast má við, að mannkynið telji um 10-11 milljarða um miðja næstu öld og verði ekki fjölmennara en það. Og matur á að geta verið til. Ef landbúnaður væri stundaður í Afríku við svipuð stjómmálaskilyrði og nú eru í Indlandi, ætti álfan ekki í neinum vandræðum með að brauðfæða sig og eiga af- gang til að selja Vesturlöndum fyrir peninga. Það gerist með þvi að leyfa markaðinum að ráða verði á mat. Við munum sjá þessa breytingu verða fyrr í löndum Austur-Evrópu, þar sem bændum var áður haldið niðri með löggiltu hámarksverði. Eftir óreiðuna, sem nú ríkir þar við endalok samyrkjubúskaparins, mun byggjast þar upp markaðsbúskapur, sem brauðfæðir þjóðimar. Ekki verður þrautalaust að útrýma víðtækum hung- ursneyðum. Loftslagsbreytingar geta valdið staðbundn- um og tímabundnum erfiðleikum. Notkun líftæknilegra aðferða getur haft slæmar hliðarverkanir, rétt eins og óhóflegur áveitubúskapur hefur hefnt sín um síðir. En hafa verður í huga, að of mikill áveitubúskapur er ein afleiðingin af þeirri pólitisku ákvörðun að greiða niður verð á veituvatni til bænda. Afleiðingin hefur ver- ið óhófleg notkun á takmarkaðri auðlind. Með markaðs- verði á vatni á þetta ástand að geta batnað. Við sjáum af Vesturlöndum, að hægt er að framleiða svo mikinn mat, að enginn veit, hvað á að gera við hann. Bandaríkin hafa reynt að draga úr ofíramleiðslunni með því að taka fimmta hvern akur úr umferð. Jafnvel hér norður á hjara flýtur allt í óseljanlegri búvöru. Hvort tveggja er heimskulegt, stefha búvörustuðnings á Vesturlöndum og stefna hámarksverðs búvöru í þriðja heiminum. Ef landbúnaðurinn fær frið til að lúta lög- málum markaðarins, framleiðir hann mat handa heim- inum, einnig þegar mannkynið er komið í tíu milljarða. Hungur og hallæri eru fyrst og fremst mannanna verk, afleiðingar misheppnaðra tilrauna stjómvalda til að hafa áhrif á verðlag og einkum á vísitölur verðlags. Jónas Kristjánsson „Viö stöndum frammi fyrir því aö menntakerfiö okkar hefur veriö vegið á alþjóðlegum mælikvarða og léttvægt fundiö..." Menntun á tímum sparnaðar Kjallarinn Við íslendingar höfum lengi lif- að í þeirri trú að við séum afar vel menntuð þjóð. Við séum ekki að- eins að náttúrufari til muna greindari en flestar aðrar þjóðir heldur er líka reynt að lokka hing- að erlenda fjárfesta með því að telja þeim trú um að hér sé vinnu- afl ekki aðeins með eindæmum iila launað heldur afbragðs vel menntað að auki. Að vísu er það svo að ekki nema rúmlega 50% hvers árgangs sem lýkur grunnskólaprófi ljúka að auki ein- hvers konar fram- haldsmenntun en þyrftu til þess að jafnast á við ná- grannalöndin að nálgast 90%. En hvað um það, vinnuafl annars staðar í heiminum, sem hýr við svipuð launakjör og at- vinnurekendur hér láta sér sæma að greiða, er vissulega lakar menntað. Sigríöur Jóhann- esdóttir alþingismaöur og situr í menntamálanefnd Erlendur gæöastimpill? Hver kannast ekki við allt það fimbulfamb sem ráðamenn hafa uppi á mannamót- um a.m.k. fyrir kosningar; mennt- un í öndvegi, út- flutning á íslensku hugviti. Annað veifið berast svo sem betur fer af því fregnir utan úr hinum stóra heimi að íslendingar hafi unnið stóra sigra á sviði vísinda og þekk- ingar og þá samgleðjumst við eins og vera ber yfir þannig upphefð sem að utan kemur og okkur finnst mörgum að eina ferðina enn hafi íslensk menntun fengið er- lendan gæðastimpil. En er það nú svo? Tæpast trúir því nokkur maður að norðlenskur jámsmiður, sem syngur af þvílíkri íþrótt að hlustendur frægustu sönghalla setur hljóða, sé sönnun þess að öllum íslendingum sé því- lík sönglist í brjóst lögð? Nú á dögunum var birtur hluti af niðurstöðum úr svokkallaðri TIMSS rannsókn. Það virðist ljóst að niðurstöður koma ýmsum á óvart, ekki síst þeim er mest hafa ____ gasprað um ágæti ís- lenska menntakerfisins. Ég held að flestum kenn- uram komi þessar nið- urstöður ekki á óvart og ég held, og tala af tveggja áratuga reynslu sem kennari, að niður- stöður könnunar, ef gerð væri um árangur í ýmsum öðrum greinum yrðu ekki til muna frá- bragðnar. Eðlilegan saman- burö Kennarar hafa árum saman bent á að of litlu fé sé varið til menntun- ar á íslandi og lengst af talað fyrir daufum eyr- um. Þetta vandamál er áratugagamalt en nú á „Tæpast trúir því nokkur maður að norðlenskur járnsmiður, sem syngur af þvílíkri íþrótt að hlust- endur frægustu sönghalla setur hljóða, sé sönnun þess að öllum íslendingum sé þvílík sönglist I brjóst lögð?“ síðustu árum, þegar íhaldsstjórnir hafa ætlað að ná jafnvægi í ríkis- fjármálum, er aðferðin ævinlega sú að skera niður þar sem vamir era minnstar fyrir; sjúklingar, ör- yrkjar og atvinnulausir skólanem- endur skulu ábyrgir fyrir áður- nefndu jafhvægi. Sægreifar, fjár- magnseigendur að ógleymdum of- urforstjórum þurfa ekki að hafa áhyggjur af því jafnvægi. Ætlumst við til þess að íslensk- ir grannskólanemendur sýni sam- bærilegan námsárangur og jafn- aldrar þeirra á Norðurlöndum þegar þeir búa við þær aðstæður að foreldrar þeirra þurfa báðir að vinna svo langan vinnudag að ekki er að vænta mikils stuðnings frá þeim? Ætlumst við til þess að þegar foreldrar koma örþreyttir heim undir kvöldmat þá eigi þeir orku aflögu til þess að veita böm- um sínum þá athygli, stuðning og örvun sem þarf? Hér á íslandi búum við við svip- að kerfi og á Norðurlöndum og því er eðlilegast að bera okkur saman við þau. Dýrara fyrirkomulag Ástandið er í stuttu máli þannig að íslenskir kennarar hafa meiri kennsluskyldu, fjölmennari bekki og lægri laun og þar af leiðandi mikla yfirvinnu sem ekki þekkist t.d. í Danmörku. Til námsefnis- gerðar verja Danir 20.000 kr. á hvern nemanda árlega. Norðmenn 15.000 en íslendingar 5.000. Hér tóku menn upp fyrir nokkrum árum það fyrirkomulag sem nefnist blöndun í bekki en áður var raðað eftir getu. Þetta fyrmkomulag er án nokkurs vafa betra hvað félagslega þáttinn varð- ar en hins vegar mun dýrara því þetta kallar á mikinn stuðning og hjálparkennslu. Hér tókum við þetta kerfi upp en skáram jafn- framt niður kostnað í þeim mæli að þótt reynt sé að styðja þá sem erfiðast eiga með nám þá er það hvergi nærri nóg og þeir sem að duglegastir era fá of lítið viðnám hæfni sinni. Við stöndum nú frammi fyrir því að menntakerfi okkar hefur verið vegið á alþjóðlegum mæli- kvarði og léttvægt fundið og nú verðum við að gera upp við okkur hvort við ætlum að leggja til það fé sem þarf, því menntun kostar pen- inga rétt eins og annað, eða ætlum við bara að tala, hér eftir eins og hingað til. Sigríður Jóhannesdóttir Skoðanir annarra Hægt gengur einkavæðingin „Það fer ekki hjá því að brúnin hafi nokkuð lyfst þegar fréttir bárast um frjálslyndi framsóknar- manna á flokksþingi þeirra fyrir skömmu . . . Stað- reyndin er sú að það hefur gengið alltof hægt í einkavæðingu þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú verið í ríkisstjórn frá árinu 1991 og verið í lykilhlutverki til að hrinda gömlum baráttumálum í framkvæmd. Frá því þessi ríkisstjóm tók við hefur ekkert ríkisfyrirtæki verið selt til einstaklinga .. .“ Hjörtur Nílsen 1 Mbl. 3. des. Engin smáþjóð „íslendingar hafa aldrei litið á sig sem smáþjóð. Það nægir að lesa íslendingasögurnar til þess að sannfærast um það. Þetta smásálarviðhorf er hins vegar alltaf uppi á teningnum þegar verið er að blaðra um ágæti Norðurlandasamstarfs. Þessar glós- ur koma eins og á færibandi þegar farið er að veg- sama samskipti okkar við Dani - engu líkara en sjálfur mannsheilinn hafi verið tekinn úr sambandi. Við séum svo fá. Við sem tölum íslensku erum svo fá. Við verðum að læra dönsku til þess að geta skil- ið norsku og sænsku!" Trausti Einarsson í Alþbl. 3. des. Þriðjungur í lífeyri „Hvar i vestanverðri Evrópu og Norður-Ameríku skyldi það þykja mátulegt að þeir, sem greiða 10% af tekjum sinum í lífeyrissjóð í 30-40 ár, skuli fá helm- ing og allt niður í þriðjung launa sinna í lífeyri, sem ekki greiðist fyrr en við 70 ára aldur? Þetta þykir stjómmálamönnum vorum, sem eru allir með tölu orðnir rangeygir af pólitískum rétttrúnaði og marklitlu jafnréttiskjaftæði, vera sæmilegt, og laun- þegaforkólfamir hafa aldrei komist upp úr því fari, að líta á lífeyri eingöngu sem lánasjóði.“ OÓ í Degi-Tímanum 3. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.