Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 28
V I K Lvrra til m kik % > Vinningstölur í e 3.12/96 V 16) (18) (19' KÍN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FrjalstfohaÖ dagblað MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Kvótaveðsetningin: Framsóknar- menn gefa ** eflir Þingflokkur Framsóknarflokks- ins mun í dag fjalla um frumvarpið til veðsetningarlaga. Þar í er grein- in um veðsetningu aflaheimilda. Nokkrir þingmenn flokksins ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins stöðvuðu þetta frumvarp á síðasta þingi. Nú era allar líkur á að framsóknarmenn samþykki framvarpið. „Ég tel að þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu séu ásættanfegar og komi í veg fyr- ir að aflaheimildir séu veðsettar," sagði Magnús Stefánsson alþingis- maður. Hann var einn harðasti and- -K-—stæðingur frumvarpsins á síðaasta þingi. Þær breytingar sem Magnús vitn- ar til eru þær að í stað þess að leyfi- legt sé að veðsetja aflaheimildir beint verður nú að veðsetja fiski- skipið með þeim kvóta sem því hef- ur verið úthfutað. Þann kvóta verð- ur ekki hægt að leigja né selja án þess að aflétta þinglýstu veði á bátn- um. -S.dór ^ Jólabækurnar: Tilboð þegar hafin Nú þegar jólabókaflóðið er að hefjast má búast nokkurri sam- keppni milli verslana. Að sögn for- svarsmanna Bónusverslananna voru 80 vinsælustu bækurnar boðn- ar í gær með 15-40% afslætti og verða titlar í boði í samræmi við sölulista fjölmiðlanna. „Kannski verður afslátturinn meiri, við vitum aldrei hvað gerist i þessum bransa en í dag er þetta viðmiðunin.“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, verslunar- :Sfjóri hjá Bónusi. Ólafur Sveinsson hjá Bókaverslunum Eymundsson sagðist ekki eiga von á að tilboðin yrðu með sama móti og um sl. jói. „Þetta var orðið svolítið öfgakennt og menn sáu eftir það tímabil að það var ekki skynsamlega að því staðið. Hins vegar hljóta bókaversl- anir að bregðast við þó ekki sé hægt að segja núna með hvaða hætti það verður." Ólafur sagði einnig að bókatilboð yfir allt árið hefðu verið mjög að aukast þannig að ekki væri lengur einblínt á jólamarkaðinn. „Það eru núna að koma út á fimmta hundrað titlar þannig að það er óþarfi að einblína á 15-20 metsölu- titla. Hjá Hagkaup fengust þær upp- lýsingar að ekki væri enn búið að ^""útfæra jólabókasöluna í ár. -ggá Maðurinn sem situr inni á Akureyri vegna barnaklámmálsins: Kom vel fyrir og þekktur fyrir vinskap við börn - fyrri kærur urðu ekki að ákærumálum vegna sönnunarskorts Maðurinn, sem situr nú inni á Akureyri vegna barnakláms, flutti norður úr Stykkishólmi árið 1992 þegar kæra kom fram á hendur honum fyrir meinta kynferðislega misnotkun gagnvart bömum. Þetta ár fékk bamavemdarnefnd í Stykk- ishólmi kæru í hendur frá fyrram sambýliskonu umrædds manns. Hann var þá granaður um að hafa misboðið dóttur hennar kynferðis- lega. Ásakanirnar vora vegna meints athæfis mannsins áður en hann flutti til Stykkishólms. Máliö var rannsakað og komu siöan fleiri kærur til nefndarinnar vegna grans um svipað athæfi gagnvart bömum þar. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi sendi síðan erindi til ríkissaksóknara þar sem þess var óskað að hann gæfi umsögn um hvort efiii væru til að rannsaka málið frekar. Mið var tekið af fram- burðum sem fram voru komnir við rannsókn bamarvemdaryfirvalda. Samkvæmt upplýsingum DV var greinilega mjög á brattann að sækja hvaö varðaði sönnunarbyrði. Ríkissaksóknari ákvað því að ekki væru efhi til frekari aðgerða gegn manninum. Áður en kærurnar komu fram var maðurinn talinn koma mjög vel fram í alla staði - hann var vel lát- inn og vinsæll hjá flestum, þægileg- ur í samskiptum og laðaði að sér fólk, eins og einn viðmælandi DV í Stykkishólmi komst að oröi. Hann hafði hænt að sér böm, unnið traust þeirra og haft ofan af fyrir þeim og fengið þau til aö koma heim til sín með því að bjóða þeim að skoða myndbönd og fara í tölvu- leiki. Hann fór einnig með þeim í einstaka ferðir út fyrir bæinn. Eftir að granur vaknaði síðan um að maðurinn hefði verið að misnota böm kynferðislega urðu ibúar í bænum mjög uggandi. Síð- an leið ekki á löngu áður en maöur- inn hafði sig á brott úr Stykkis- hólmi. Áður en kærurnar voru lagðar fram kviknaði í íbúð mannsins sem var á neðri hæð í tvílyftu húsi. Nánast allt brann sem brunnið gat, þar á meðal verðmæt tölva manns- ins og mikið magn af myndefni. Hluti af hörðum diski í tölvunni eyðilagðist hins vegar ekki og held- ur ekki hluti af myndböndunum. Við skoðun kom síðan í ljós að ekk- ert af efninu, hvorki úr tölvunni né myndböndunum, reyndist óeðlilegt. Niðurstaða rannsóknar RLR og lögreglu í Stykkishólmi varð sú að eldurinn hefði kviknað í vegna skammhlaups í rafkerfi. Eftir að maðurinn flutti til Akureyrar vora bamaverndaryfirvöld þar í bæ vönið við manninum vegna þeirra kæraefna sem fjallað hafði verið um í Stykkishólmi. Samkvæmt upplýsingum DV var sakarferill mannsins áður en hann flutti til Akureyrar nánast hreinn að undanskildum framangreindum kærum sem hvorki urðu að ákær- um né dómi. Fram að bamaklámsmálinu á Akureyri hefur umræddur maður engan sakarferil þar í bæ frá því að hann flutti þangað. -Ótt Bruni í Súðavík Slökkviliösmenn aö störfum er húsiö númer 3 við Holtagötu brann í gærmorgun. Húsiö, sem er stórt kanadískt einingahús, hefur veriö í byggingu og voru framkvæmdir að komast á lokastig. Líkur benda til aö eldurinn hafi komiö upp í lagnakjallara sem er undir húsinu en kvöldiö áður voru iönaöarmenn aö vinna viö pípulagnir. DV-mynd Höröur Húsbruni í Súðavík: Eldurinn blossaði upp aftur og aftur Eldur kom upp í húsinu að Holta- götu 3 í Súðavík aðfaranótt þriðju- dagsins. Húsið, sem er stórt kanadískt einingahús, hefúr verið í byggingu og voru framkvæmdir að komast á lokastig. Kvöldið áður voru iðnaðarmenn að vinna við pípulagnir í húsinu og líkur benda til að eldurinn hafi kom- ið upp í lagnakjallara sem undir hús- inu er og hafi verið búinn að krauma þar í margar klukkustundir. Guðjón Kjartansson, eigandi húss- ins, sagði í samtali við blaðið að fiöl- skyldan hefði gert ráð fyrir að flytja í húsið um jólin eða áramótin. Boð um eldinn bárust i gegnum neyðar- númerið 112 kl. 07.59 en íbúar í ná- grenninu, sem vora á leið til vinnu, urðu eldsins varir. Slökkvilið Súðavíkur kom fyrst á vettvang og var þá mikill reykur og hiti I húsinu. Beðið var eftir aðstoð Slökkviliðs ísafjarðar áður en húsið var opnað. Eriiðlega gekk að slökkva eldinn sem blossaði upp aftur og aft- ur. Ljóst er að húsið er mikið skemmt af hita, reyk og vatni, þó eld- ur hafi ekki verið mjög mikiil. -HKr. r PAÐ MÁ ÞÁ l 3ÓKA FLÓÐ\ Veörið á morgun: Hlýnar vestan til í fyrramálið fer að þykkna upp og hlýna með suðaustanátt vestan til á landinu en um land- ið austanvert verður hæg suð- vestlæg átt og léttskýjað. Undir kvöld verður dálítil slydda eða rigning allra vestast. Austan og norðan til verður talsvert frost en vestan til hlánar sennilega síðdegis. Veðrið í dag er á bls. 76 □pel e -Þýskt ebalmerki Opel Combo Næsta sending væntanleg í lok desember Verð kr. 1.075.000.- án Vsk. Bílheimar ehf. Sævarhöfba 2a S(mi:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.